Þjóðviljinn - 08.03.1991, Side 12
Perestrojkan er
sársaukafull
Umbótastefna Gorbatsjovs stoppar frekar á andstöðu launþega en hersins
segir Asmundur Stefánsson í helgarviðtali um Perestrojku Gorbatsjovs
Umbótastefna Gorbat-
sjovs er sársaukafull fyrir
alþýðu manna og mér
virðist að áframhald
hennar trufli raunveru-
lega meira andstöðu
launafólks gegn verð-
hækkunum og kröfum
um bætt kjör en að það
sé herinn sem standi í
veginum. Einn stærsti
vandi umbótaaflanna
felst í því að ekki hefur
náðst pólitísk samstaða
um nauðsynlegar en
sársaukafullar aðgerðir
sem meðal annars fela í
sér hækkun vöruverðs.
Þetta segir Ásmundur
Stefánsson forseti ASÍ,
en hann er nýkominn úr
kynnisferð til Moskvu,
þar sem hann átti meðal
annars samtöl við hátt-
setta ráðamenn um þau
vandamál, sem umbóta-
stefna Gorbatsjovs í Sov-
étríkjunum stendur
frammi fyrir nú.
-Tilefrii þessarar ferðar minn-
ar var að forsvarsmenn Norræna
verkalýðssambandsins fóru sam-
an til Moskvu til þess að kynna
sér málstað Sovétstjómarinnar
gagnvart sjáfstæðiskröfum
Eystrasaltsríkjanna og tala máli
baltnesku verkalýðssamtakanna
við stjómvöld í Moskvu. Þar töl-
uðum við bæði við Janajev vara-
forseta og forystumenn sovéska
alþýðusambandsins.
Síðan var ég tvo daga í viðbót
í Moskvu, þar sem ég fékk tæki-
færi til þess að hitta ýmsa áhrifa-
menn, meðal annars vararáðherra
efnahagslegra umbóta, sem mér
skilst að sé í raun sá sem beri höf-
uðábyrgð á framkvæmd efna-
hagsumbótanna.
Vandinn í
hnotskurn
Dagskrá mín var stíf, en mér
gafst þó einnig tækifæri til þess
að líta í verslanir og staðfesta að
þótt vöruskortur hafi verið áber-
andi þegar ég var síðast í Sovét-
ríkjunum 1987, þá er ástandið
augljóslega mun verra nú. 1 stóru
vöruhúsi á mörgum hæðum sem
ég skoðaði í Moskvu var að
minnsta kosti fimmtungur hús-
næðisins alveg auður og mismun-
andi lítið í öðrum deildum. Þar
rakst ég á langa biðröð sem gekk
á milli hæða og reyndist enda í
skóbúð. Þar var á gólfi hrúga af
skóm sem enginn sýndi áhuga,
enda stóð biðröðin kyrr. Mér var
sagt að fólkið væri að bíða eftir
nýrri sendingu sem væri væntan-
leg. Biðröðin myndi hreinsa upp
sendinguna um leið og hún birtist.
Annars staðar sá ég biðröð að
nærfatadeild kvenna. Við enda
hennar voru búnt af brjóstahöld-
um annars vegar og nærbuxum
hins vegar, og sá ég ekki að við-
skiptavinimir hefðu minnstu
möguleika til að velja á milli
stærða þannig að vonandi hefur
varan verið úr teygjanlegu efni.
Matvöruverslanir virðast yfir-
lcitt einnig vera tómar, nema þá
kannski af einhverjum dósamat,
og það má segja að vandi sovésks
efnahagslífs blasi við aðkomu-
manninum með þessum hætti.
Markmiö
Perestrojkunnar
-Hvemig skilgreindu þeir
valdamenn sem þú talaðir við
þau verkefni og markmið sem fel-
ast iperestrojku Gorbatsjovs?
-Þeir lögðu ailir megin-
áherslu á að það yrði að koma á
markaðskerfi, það yrði að koma
verðhlutföllum í þau horf að þau
verkuðu hvetjandi á vörufram-
boðið. Nú er öll verðlagning
meira og minna tilbúin. Til dæm-
is er nautakjöt, sem kostar 9 rúbl-
ur í framleiðslu selt á 2 rúblur á
markaðnum. Þannig verðhlutföll
eru á mörgum matvörum, og þeir
standa nú frammi fyrir því stóra
verkefni að koma þessu í það horf
að markaðurinn mæli rétt og
dragi fram aukið vöruframboð og
hvetji til þess að hlutunum sé þar
með ráðstafað af meiri hag-
kvæmni. Menn töluðu líka um að
einkarekstur þyrfti að fá aukið
vægi, en það var fyrst 1987 sem
lög um einkarekstur eða sam-
vinnurekstur tóku gildi. Síðan
hafa verið stofnuð um 300 þús-
und fyrirtæki, og eru 260 þúsund
þeirra í rekstri í dag. Starfs-
mannaljöldi í þeim er um það bil
6 miljónir manna og skiptist
nokkum vegin að jöfnu í sam-
vinnufyrirtæki sem eru í eigu
starfsmanna og raunveruleg
einkafyrirtæki sem eru i eigu
fárra en með fleiri starfsmönnum.
Lögin gera ráð fyrir því að hægt
sé að mynda mjög lítil samvinnu-
fyrirtæki hvað eigendafjölda
snertir og að þau hafi heimild til
að ráða sér vinnukraft. Nú er ver-
ið að móta hlutafélagalöggjöf,
neytendalöggjöf og fleira sem allt
miðar að því að taka upp mark-
aðshagkerfi í líkingu við það sem
við erum alin upp við.
Mér virðist sem einkarekstur
hafi þegar yfirtekið stóran hluta
þeirra greina sem auðveldast er
að einkavæða, það er að segja
smærri þjónustugreinar sem ekki
krefjast mikils fjármagns eða
skipulagningar. Hins vegar er
einkarekstur lítið komin í gang í
landbúnaðinum, þó byrjað sé að
leigja út landskika og selja. Þeir
sem ég talaði við voru þeirrar
skoðunar að næsta skref í einka-
rekstri ætti að stíga í landbúnað-
inum, ekki síst vegna þess að
Iandbúnaðarvörur eru það stór
hluti af neyslunni og hagræðing í
þeirri grein skiptir sköpum um ár-
angurinn í framtíðinni.
1 iðnfyrirtækjunum er málið
hins vegar mun erfiðara, meðal
annars vegna þess að það hefur
verið mikil tilhneiging hjá Sovét-
mönnum að hugsa stórt þegar um
iðnaðarframleiðslu er að ræða.
Fyrirtækin eru oft risastór og sér-
hæfð og fullnægja kannski þörf
allra Sovétríkjanna fyrir ákveðna
vöru. Vandinn við að færa þessi
fýrirtæki til einkaaðila er ekki
bara sá, hvort þau við sölu lendi í
höndum starfsmanna, staðbund-
inna yfirvalda eða hugsanlega er-
lendra aðila, heldur hvort tryggt
sé að samstaða haldist áfram um
reksturinn þannig að atvinna
haldist og fýrirtækið geti tryggt
atvinnulífi og neytendum annars
slaðar í Sovétrikjunum aðfpng.
Truflanir í rekstri slíkra stórfýrir-
tækja geta þannig valdið miklum
vandræðum um öll Sovétríkin,
eins og til dæmis kom í ljós í
óeirðunum í Azerbajdsan á síð-
asta ári. Þar er verksmiðja sem
framleiðir filter á sígarettur fyrir
öll Sovétríkin, og þegar hún
stöðvaðist vegna óeirða urðu allir
sovéskir borgarar sem eru háðir
því að reykja filtersígarettur fýrir
ákveðnum óþægindum. Það var
skoðun viðmælenda minna að
einkarekstur í iðnaði væri ekki
aðkallandi í sama mæli og í land-
búnaði.
Markaður og
miðstýring
-En hvernig stendur á því að
svo seint og erjiðlega gengur að
koma á markaðsbúskap er leitt
geti raunverulegar efnahags-
stœrðir i dagsljósið og þar með
stuðlað að skynsamlegri ráðstöf-
un verðmœla?
-Ein besta lýsingin sem ég
hef séð á þessum vanda er frá
dögum Kosygins á sjöunda ára-
lugnum, þegar menn voru að fela
sig áfram með ákveðna markaðs-
aðlögun í fata- og skóiðnaði. Þá
sögðu margir vestrænir hagfræð-
ingar að þetta myndi aldrei ganga,
þessu fylgdu allt of margar mót-
sagnir og árekstrar við það kerfi
sem fýrir væri. Einn hagfræðing-
ur orðaði það svo, að þetta væri
hliðstætt því að Bretar myndu
ákveða að prófa hægrihandarakst-
ur í tilraunaskyni með því að láta
10% þjóðarinnar aka á hægri veg-
arkanti. Arekstrum myndi fjölga,
og þar sem meirihlutinn hafi allt-
af rétt fyrir sér, þá yrði þessi
minnihluti fljótiega dæmdur úr
leik.
Eg rakti þesp spásögn fyrir
ráðherra efnahagsumbótanna, og
hann viðurkenndi að þetta væri
efnislega alveg rétt. Mótsagnimar
og árekstramir sem kæmu upp
milli markaðsaflanna og áætlun-
arbúskaparins öftmðu þeim frá
því að fara mjög hratt í sakimar.
Þótt einhver geirinn sé að hluta til
kominn með markaðsstýringu þá
vantar kannski að þeir sem sjá
eiga fýrir framboði á aðföngum
til framleiðslunnar hafi fengið rétt
boð eða geti staðið við sinn hlut á
fullnægjandi hátt. Þennan hnút er
erfitt að leysa og því segja menn
stundum að ekki sé til neinn með-
alvegur, annað hvort þurfi mark-
aðurinn að ráða öllu eða engu.
Markaðshagkerfi og miðstýrt
hagkerfi geti ekki unnið saman.
Af þessum ástæðum munu
þessar breytingar ganga hægt, og
vandkvæðin em satt að segja mun
meiri en ég gerði mér grein fýrir.
Viðmælandi minn í atvinnu-
og félagsmálaráðuneytinu lýsti
vandanum fyrir mér á nokkuð
sannfærandi hátt, en hann sagði
að síðustu 5 árin hefði málffelsið
og hið jákvæða andrúmsloft með-
al annars þýtt að^allt of margar
kröfur um bætta afkomu hafa
fengið að fara fram óbeislaðar.
Fólkið er búið að lifa undir oki í
áratugi, og svo fær það allt í einu
að opna sig og setja fram kröfur
og fylgja þeim efiir. Stjómvöld
hafa ekki haft þann styrk að setja
þær hömlur á kröfumar, að þær
stoppi við einhvem raunsæjan
gmndvöll. Stjómvöld og fýrir-
tæki hafa því gefið eftir og kaup-
mátturinn aukist. Mér var tjáð að
samanlagt hefði kaupmátturinn
aukist á síðustu 5 ámm um sem
svaraði nálægt 500 miljörðum
rúblna, en það svarar til um það
bil hálfs árs veltu af vömm. Á
sama tíma hefur framleiðslan
minnkað um 2% á ári, eða um
10%. Þetta er trúverðug skýring á
því, að hillumar í verslununum
em tómar. Fólk hefur meira fé
rnilli handanna en minna að sækja
af vamingi. Þær ráðstafanir, sem
stjómvöld síðan beita til þess að
koma aftur á jafnvægi á milli
kaupmáttar og vömframboðs,
mæta svo mikilli andstöðu á með-
al launafólks. Það sættir sig ein-
faldlega ekki við slíkt.
Þversögn
kerfisins
-Hvernig œtla menn þá að
láta þessar tvœr stærðir mætast,
kaupmáttinn og vöruframboðið?
-Stjómvöld hafa gert tilraunir
til þess að ná þessu saman með
áformum um að hækka vömverð,
-fýrst og fremst á matvöm- til
þess að koma á meira samræmi á
milli framleiðslukostnaðar og
söluverðs. Þá sögðu viðmælendur
mínir að verkalýðsfélögin hefðu
risið upp og heimtað bætur og að
hægar yrði farið í hækkanir.
Stjómvöld hafa þá gefið eftir og
komið til móts við þessar kröfúr
með hugmyndir um bætur á
lægstu laun. Þá hafa námuverka-
menn og aðrir, sem hafa hærri
tekjur og sterkari stöðu farið af
stað og heimtað sitt. Niðurstaðan
er að verðhækkanir verða minni
en nauðsynlegt var talið og bæt-
umar draga enn úr árangri þeirra
við að ná jafnvægi. Þetta ber okk-
ur þá rökrétt að þeirri spumingu,
hvort þeir séu ekki komnir inn í
hefðbundinn vítahring víxlhækk-
ana kauplags og verðlags.
Mér var hins ve'gar sagt að
það myndi ekki gerast, því mark-
aðslögmálin væm ekki farin að ná
til svo stórs hluta efnahagskerfis-
ins. Hins vegar leiðir þetta til þess
að hillumar í búðunum verða
áfram tómar og kemur um leið í
veg fýrir að hægt sé að stíga fleiri
skref í átt til markaðskerfis, sem
ekki getur virkað vegna þess
mikla ósamræmis sem er á milli
framleiðslukostnaðar og þess
verðs sem fólkið greiðir fyrir vör-
umar. Þama er því um vítahring
að ræða, sem afar erfitt er að
komast út úr, þannig að sú tilfinn-
ing sem okkur er stundum gefin
hér á Vesturlöndum, að Gorbat-
sjov sé í einhvers konar herkví
hersins og geti því ekki farið fram
með sínar efnahagsumbætur,
virðist ekki rétt. Kannski væri
réttara að segja að hann eða um-
bótastefna hans sé í herkví
heimtufrekjunnar.
Sjálfstjórn
lýðveldanna
-Er það ekki inni í myndinni
að brjóta upp þetta stóra mið-
stýrða kerfi með því að auka á
sjálfstæði lýðveldanna og gera
þau að sjálfstæðum efnahagsleg-
um einingum þar sem stœrðin
væri viðráðanlegri þannig að
hægt væri að hafa betri yfirsýn
yfir kerftð?
-I miðstýringarkerfinu hafa í
gegnum tíðina verið uppi tilraunir
í þessa átt allt frá tímum Krút-
sjovs. Þá reyndu menn að gera
Ásmundur Stefánsson: Á síðustu 5 árum hefur kaupmáttur f peningum
vaxið um 500 miljaröa rúblna. Á sama tíma hefur þjóðarframleiðslan
minnkað um 10%. Þetta er meginástæöan fyrir vöruskortinum í Sovét-
ríkjunum.
12 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. janúar 1991