Þjóðviljinn - 08.03.1991, Síða 16
Sylvía skrifar heim
Á Litla sviði Þjóðleikhússins
er verið að sýna leikrit um banda-
rísku skáldkonuna Sylvíu Plath
sem fæddist í Boston árið 1932 og
lést þijátíu árum seinna í London.
Bréf frá Sylvíu heitir verkið og er
byggt á bréfurn sem Sylvía skrif-
aði móður sinni og bróður effir að
hún fór að heiman.
Ég vissi ekki mikið um Sylv-
íu Plath áður en ég sá þessa sýn-
ingu og var ekki í aðdáendahópi
hennar sem skáldkonu. Þó hefur
hana ekki skort aðdáendur, og eft-
ir sýningu Þjóðleikhússins skil ég
hvers vegna. Fyrir utan hvað hún
er magnað skáld og mikill sjáandi
er hún afar spennandi persóna, í
senn svo dæmigerð fyrir sinn tíma
og svo sérstök.
Áratugur Sylvíu var sá sjötti,
þegar æskan tók völdin og heimt-
aði ffelsi. Dásamleg ár segja þeir
sem horfa á þau með Grease- gler-
augum. Unglingar eignuðust sín
sérstöku attribút: rokkið, gallabux-
umar, lausu skyrtumar, stóru peys-
umar og hringskomu pilsin sem
vöfðust um mjaðmir stúlknanna
þegar þær tjúttuðu. Unglingar
urðu til sem sérstakur hópur og
fundu mikið til sín.
En í opinbera lífinu var kalda
striðið í algleymingi, og í einkalíf-
inu var pillan ekki enn komin til
sögunnar. Frelsið strandaði á skeri
kynlífsins.
Aldrei hefur tvískinnungurinn
í samskiptum kynjanna verið
meiri en á sjötta áratugnum, ekki
síst í hópi ungra listamanna og
menntafólks, bóhemanna, þar sem
ffelsinu var fagnað af mestri
ákefð. Karlar og konur áttu í orði
kveðnu að hafa jafnan rétt til hins
ffjálsa lífs, en guð hjálpi þeim
konum sem reyndu það. Þær guldu
þess margar að líkami þeirra var
fijór og komust að því hvað þá var
stutt í fordæminguna. Og ofar öllu
ffelsishjali var boðorðið um að
kona ætti að vera eiginkona fyrst
og listamaður eða menntamaður
svo. Annars var líf hennar einskis
virði.
Sylvía Plath var bam þessa
tíma og gott dæmi um hann. Hún
naut þess hvað ungt fólk var mikið
í sviðsljósinu, enda metnaðarfullur
listamaður ffá unga aldri. Hún var
ffábær námsmaður og hlaut enda-
laus verðlaun og styrki alla sína
tíð. En hún er líka venjuleg stelpa
og upptekin af strákum. Segir
mömmu sinni vel sniðnar róman-
tískar sögur af draumaprinsum
sem bara vilja tala og dansa og
fullvissar hana um að hún fari var-
lega í kynlífinu.
Þegar Sylvía var tuttugu og
þriggja ára fékk hún Fulbright-
styrk til að fara til Englands til
náms. Henni finnst ofsalega gam-
an, en stundum má sjá að henni
finnst hún orðin hálfgerð pipa-
ijómfrú. Ég get ekki komið heim
afhir fyrr en ég er búin að gifta
mig, skrifar hún.
Svo eignast hún mann og böm
og lífsskilyrði kvenna á sjötta ára-
tugnum er uppfyllt. Er þá ekki
kerling ánægð?
Það er hún ekki vegna þess að
hér er bara ytra byrði Sylvíu lýst,
eins og hún væri venjuleg mann-
eskja og saga hennar raunsæ ffá-
sögn sem fólk getur mátað líf sitt
við. Innan í þessari raunsæju per-
sónu er önnur, ennþá meira spenn-
andi. Sú sem aldrei átti möguleika
á að verða dæmigerð fyrir eitt eða
neitt þó að svo virtist á yfirborð-
inu. Bak við fegurð og hæfileika
bjó sál sem þráði hamingju og
heilt líf en náði aldrei jafnvægi.
Sylvía missti pabba sinn,
þýska lífffæðinginn Otto Plath,
þegar hún var átta ára. Út úr ffá-
sögn Aurelíu, móður Sylvíu sem
var austurrísk, má skilja að heimil-
islífið hafi verið erfitt. Mikill ald-
ursmunur var á hjónunum og Otto
settist kirfilega ofan á sína gáfuðu
ungu konu strax eftir giftinguna.
Ekki þori ég að segja neitt um
samband Sylvíu við pabba sinn, en
ömurleg veikindi hans, sífellt
meiri einangrun og loks kvalafull-
ur dauði hafa skilið eftir djúp sár í
vitund hennar. Og kannski ekki
síður viðbrögð móðurinnar, sem
hældi sér af að hún hefði ekki látið
bömin sjá á sér sorg eftir að mað-
urinn hennar dó. Hann skildi henni
ekki eftir lífeyri og Sylvía bannaði
henni að giftast aftur, svo að hún
sá sína sæng uppreidda. Hún fór
að vinna fyrir bömunum sínum
tveimur, fómaði sér fyrir þau eins
og sagt er, og lifði fyrir fegurð og
ffama sinnar efnilegu dóttur. Þetta
vissi Sylvía og eftir að hún fer að
heiman býr hún í bréfiim til mynd
af lífi sínu sem hún heldur að móð-
irin vilji sjá. Sú mynd er að hálfu
login, enda segir maður engum allt
og síst móður sinni. Smám saman
verður blekkingin óþægilegri uns
Sylvía hættir að þola mömmu
sína.
Sylvía hamast eins og ofvirki
alla tíð, lærir, vinnur, skrifar,
skemmtir sér. Alls staðar verður
hún að vera ffemst, enda kann
móðirin best að meta hana þá. Hún
hefur mikið úthald en engan
sveigjanleika. Þegar hún einu
sinni fær ekki það sem hún vill -
aðgang að ritlistamámskeiði hjá
frægum rithöfundi — þá eru við-
brögð hennar svo sterk að þau em
út í hött, nema undir lúri lævís og
sterk sjálfseyðingarhvöt. Það er
eins og hún hafi beðið eftir þessu:
Sjáiði bara! I raun og vem er ég
einskis virði! Og notar tilefhið til
að gera alvarlega sjálfsmorðstil-
raun sem þó mistekst. Það er eins
og innra með þessari björtu stúlku
sé ginnungagap sem gleypi allt
gott, og ekkert óttast hún eins mik-
ið og það.
Lengi vel trúði Sylvía því
samt að ef hún bara fyndi almenni-
legan karlmann og eignaðist með
honum heimili og böm þá myndi
tómið fyllast. Sannanir þess blöstu
við alls staðar í kringum hana, í
máli og myndum. Maður getur
ímyndað sér örvæntingu hennar
þegar ekkert breyttist, þó að hún
eignaðist gáfaðan og skáldmæltan
mann og með honum tvö óska-
böm. Tómið gapti jafnstórt og áð-
ur. Það var dýpra en svo að upp-
fylling óskmynda hversdagsfólks
fyllti það. Hún orti egghvöss ljóð
þennan síðasta sprett sem birta
skynjun hennar í trylltum mynd-
um, en loks gafst hún upp, stakk
höfðinu í gasofhinn og skrúfaði ffá
- sameinaðist tóminu.
Sylvía var flókin persóna og
margslungin, og það er dýrmætt að
mega eiga kvöldstund með henni f
félagsskap Guðbjargar Thorodd-
sen og Helgu Bachmann á Litla
sviðinu.
ivjdrtaíí
í 47 ár
Kjartan Guðjónsson
með tvær sýningar
í einu
Kjartan Guðjónsson list-
málari er með tvær sýningar
um þessar mundir, sölusýn-
ingu á nýjum verkum í List-
húsinu, Vesturgötu 17, og yfir-
litssýningu í Hafnarborg,
Hafnarfirði, undir heitinu
„Yfirlit 1943-1990“.
Margar eldri myndanna hef-
ur Kjartan aldrei sýnt áður og
stiklað er á stóm á tímabilinu í
uþb. 60 olíumálverkum. „Næst
jarðarfor er yfirlitssýning eitt-
hvert hið alvarlegasta sem hægt
er að taka sér fyrir hendur", seg-
ir Kjartan í sýningarskrá, þar
sem hann áfellist reykvísk yfir-
völd fyrir að úthýsa myndlistar-
mönnum af Kjarvalsstöðum og
varar við áformum um að gera
staðinn að „gráfhýsi yfir Erró“.
Hins vegar hælir Kjartan Hafn-
firðingum á hvert reipi fyrir
ffamsýni og dugnað í málefnum
listanna, ekki síst menningar-
miðstöðvamar Hafharborg og
Kjartan Guðjónsson: Loksins frjáls. Mynd: Jim Smart.
Straum. En í Straumi fékk Kjart-
an aðstöðu og vinnustofu til að
undirbúa sýningamar að þessu
sinni. Og segir:
„Aldrei hefur mér líkað' lífið
betur en í elli minni. Allar klíkur
og listrænar hindranir að baki.
Gamall listamaður er loksins
fijáls“
ÓHT
Ekkert kæruleysi lengur
r
Islenska hljómsveitin flytur vönduð nútímatónverk
í Langholtskirkju á sunnudaginn
Því er ekki að neita að
menn hafa hingað til verið fuil
kærulausir í vali á nútímatón-
verkum til flutnings hérlendis,
segir Hákon Leifsson hljóm-
sveitarstjóri, sem stjórnar ís-
lensku hljómsveitinni á tón-
leikum hennar í Langholts-
kirkju kl. 17 á sunnudaginn.
- Það hefur fullt af froðu
verið skrifað á 20. öldinni, og á
tónleikum hérlendis hefur verk-
efnavalið verið afskaplega til-
viljanakennt. Ur þessu reynum
við nú að bæta smávegis, flytj-
um verk eftir Varése, Hans
Abrahamsen, Boulez, Hróðmar
Sigurbjömsson og Atla Heimi
Sveinsson, allt vönduð og
skemmtileg verk sem fá suma til
að segja: „Vaá, er þetta nútíma-
verk, — geta þau verið svona fal-
leg?“
- Martial Nardeau er með
einleik á flautu í verki Varése, en
Martial er fágætur, hógvær snill-
ingur. í íslensku hljómsveitinni
er geysigott fólk, margt af því er
líka í Sinfóníuhljómsveitinni.
Hljómsveitin hefur fema tón-
leika í vetur og fjóra stjómendur,
þá Öm Óskarsson, Guðmund
Óla Gunnarsson og Guðmund
Emilsson, auk mín. Sjálfur er ég
organisti á Höfn í Homafirði
núna, þjóna tveimur kirkjum og
líkar vel.
ÓHT
Hákon Leifsson, hljómsveitar-
stjóri.
Edda endar
Þagnarmálum, sýningu Eddu Jónsdóttur í Norræna húsinu, lýk-
ur núna um helgina. Edda sýnir 47 vatnslitamyndir og opið er dag-
lega kl. 14-19 ffam á sunnudagskvöld.
Kristján og
dulhyggjan
Kristján Kristjánsson sýnir
nokkur eldri verk sín í gallerí
B12, Baldursgötu 12 (Nönnu-
götumegin), undir heitinu
„Bak við tjöldin".
Sýningin spannar að sögn
listamannsins 10 ára hugleiðing-
ar og leit Kristjáns „um lönd dul-
hyggjunnar að tíðarbera tilveru
og tilgangs. A þessari leið sinni
um krókótta vegi draums og
vemleika hefur hann meðal ann-
ars rekið sig á að tíminn sem eig-
ind sé ekki til, heldur lifi hann
sem mynd í hugarheimi okkar".
Sýningin í B12 er opin dag-
lega kl 12-16 og um helgar frá
14-18, til 24. mars. ÓHT
16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. mars 1991