Þjóðviljinn - 08.03.1991, Page 18

Þjóðviljinn - 08.03.1991, Page 18
Beljavskí, Ivantsjúk og Kasparov Þrátt lyrir sigra yfir Kasparov og Karpov hefur Vasily Ivantsjúk ekki enn tekist aö hrifsa til sína efsta sætið á stórmótinu í Linares sem nú stendur yfir. Að loknum átta umferðum hefur Alexander Beljavskí forystuna með geysihátt vinningshlutfall, 6 1/2 vinning, en Ivanstjúk fylgir í humátt á eftir með 6 vinn- inga og síðan kemur heimsmeistar- inn Kasparov með 5 vinnint!a. Beljavskí á erfitt prógramm fyrir höndum því hann teflir með svörtu bæði gegn Kasparov og Karpov sem er þó varla mjög kvíðavænlegt verkefni fyrir hann því hingað til hefur hann unnið allar sínar skákir á svart. Úrslit í síðustu umferðum hafa orðið þessi: 7. umferð: Ljubojevic - Gurevitsj 0:1 Jusupov- Anand 0:1 Ivantsjúk- Ehlvest l/2:l/2 Gelfand - Beljavskí 0:1 Timman - Karpov l/2:l/2 Kasparov - Kamsky 1:0 Speelman - Salov 1/2:1/2 8. umferð: Gurevitsj - Salov l/2:l/2 Kamsky - Speelman 0:1 Karpov - Kasparov 1/2:1/2 Beljavskí - Timman 1:0 Ehlvest - Gelfand 1:0 Anand - Ivantsjúk 0:1 Ljubojevic- Jusupov l/2:l/2 Staðan að átta umferðum lokn- um: 1. Beljavskí 6 1/2 v. 2. Ivant- sjúk 6 v. 3. Kasparov 5 v. 4. - 5. Jusupov og Ljubojevic 4 1/2 v. 6. - 8. Timman, Anand og Speelman 4 v. 9. - 10. Karpov og Gurevitsj 3 1/2 v. 11. - 13. Ehlvest, Gelfand og Salov 3 v. 14. Kamsky 1 1/2 v. NI\0803SKAK.HOL Kasparov hefur valdið miklum vonbrigðum og varla hafa sést þau tilþrif sem skákunnendur vænta þegar hann sest að tafli. Þannig var skák hans við Karpov sem tefld var sl. þriðjudag afar litlaus og þá slíðr- uðu þeir sverðin eftir aðeins 32 leiki. Þetta var viðureign nr. 155! Ef svo fer sem horfir verður Ka- sparov að sjá á eftir efsta sætinu en þess má geta að í gærkvöldi fór fram 9. umferð mótsins og tefldi Kasparov við Beljavskí með hvítu. Beljavskí hefur teflt af miklum krafti og sigur hans við Jan Tim- man sem birtist hér var sérlega glæsilegur. Hann hefúr unnið fjöl- mörg mót uppá síðkastið en á þó sína slæmu daga varð t.d. neðstur í Reggio Emilla í fyrra, hlaut aðeins 2 vinninga úr 10 skákum: Linares 1991: Alexander Beljavskí - Jan Tim- man Kóngsindversk vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 ( Sámisch - afbrigið sem hefst með þessum leik hefur gefist Belj- avskí vel i Linares. Með því vann hann Ehlvest og Gurevitsj í 1. og 2. umferð.) 5... 0-0 SKÁK bítast um efsta sætið Alexander Beljavskl að tafli á heimbikarmóti Stöðvar 2 haustið 1988. 6. Be3 e5 7. Rge2 c6 8. Dd2 Rbd7 9. 0-0-0 a6 10. h4 b5 11. h5 Da5 ( Þetta kapphlaup á báðum vængjum minnir á Dreka - afbriði Sikileyjarvamarinnar. ) 12. Bh6 Bxh6 13. Dxh6 b4 14. Rbl I)xa2 15. Rg3 Rb6?! ( Þrátt fyrir greinilega sóknar- möguleika eftir h - línunni nær hvítur engum árangri nema hann ryðji riddaranum á f6 úr vegi. Það er augljóst markmið hans og leikur Timmans auðveldar þau áform. Traustara var 15. .. Da5 með flók- inni stöðu.) 16. c5! Rc4 17. Hd2! ( Þvingaður leikur sem Beljav- skí varð að hafa séð fyrir er hann lék 16. c5.) 17... Rxd2 18. Rxd2 Dal+ 19. Rbl Be6 20. cxd6 Da5 ( Vitaskuld ekki 20. .. Ba2 21. Bd3 o.s.frv. Timman hefur senni- lega stólað á þennan leik sem treystir e5 - peðið í sessi.) 21. Dg5! Dd8 22. dxe5 Rd7 23. Dh6 g5 (Eini leikurinn og nú þarf Belj- avskí að tefla nákvæmt því drottn- ingin er lokuð af. ) 24. Rf5 Bxf5 25. exf5 f6 ( Ekki 25. .. Rxe5 26. f6 og vinnur. Eðlilegasta fVamhald hvíts er nú 26. e6 Re5 27. e7 með hróks- vinningi en eftir 27. .. Dxd6 28. exf8(D)+ Hxf8 er hvítur að visu i I t Helgi Óiafsson manni yfir en drottningin er lokuð af og svartur hefúr öll tromp í hendi sér. Beljavskí finnur aðra leið sem miðar að því að halda í d - peðið sem síðar ræður úrslitum. ) 26. Bc4+ Kh8 27. e6 Re5 a b c d e f g h 28. Hdl! Rxc4 ( Nærtækasti leikurinn en 28. .. De8 kom einnig til greina með hug- myndinni 29. e7 Hf7 en það virðist ekki breyta miklu: 30. Bxf7 Dxf7 31. Rd2 og hótunin 32. Re4 reynist svörtum ofviða t.d. 31. .. b3 32. Kbl ásamt 33. Re4.) 29. e7 De8 30. Dxf8+ Dxf8 31. exf8(D)+ Hxf8 32. Hd4 Re5 33. Rd2 Kg7 ( Reynandi var 33... c5 en eftir 34. Hd5 Kg7 35. Re4 er svartur illa beygður.) 34. Re4 ( Beljavskí nær að skorða c - peð svarts og lama gjörsamlega at- hafnafrelsi svarts.) 34... Kf7 35. Rc5 Ha8 36. Hxb4 Ha7 37. Hd4 Ke8 38. Kc2 a5 39. Kc3 Kd8 40. Re6+ Kd7 41. Rc5+ Kd8 42. He4 h6 43. b3 Ha8 44. g3 Hb8 45. Hxe5! fxe5 46. f6 Ke8 47. d7+ Kd8 48. Kd3 Ha8 - og Timman gafst upp um leið. Hvíti kóngurinn er á leið til e4 og svo nær og nær. Besta skák Belj- avski á Linares - mótinu. Aðdáend- ur Anatoly Karpovs hafa orðið fyr- ir miklum vonbrigðum með sinn mann sem hefúr átt í væringum við ýmsa aðra keppendur og ekki verið sáttur við ýmsar ákvarðanir dómar- anna. Skák hans við Gelfand var frestað og var tefld sl. sunnudag. Þá loksins sýndi Karpov hvað í honum býr. Staðan út úr byijuninni var hnífjöfn en honum tókst að byggja upp eilítið frumkvæði eflir því sem fram í sótti og jók pressuna smátt og smátt þar til yfir lauk. Linares 1991: Anatoly Karpov - Boris Gelf- and Griinfelds vöm 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. R13 Bg7 4. g3 0-0 5. Bg2 c6 6. Rc3 d5 7. cxd5 exd5 8. Re5 Bf5 9. 0-0 Re4 10. Be3 Rxc3 11. bxc3 Rc6 12. Db3 ( Örlítil endurbót á 12. Rxc6 bxc6 13. Da4 sem varð uppá ten- ingnum hjá Geller og Fischer í Palma 1970.) 12... e6 13. Rxc6 bxc6 14. Da3 He8 ( Kannski var 14. .. Db6 betra því hvítur á erfitt með að mæta svörtum á b - línunni.) 15. Bf4 e5 16. Bxe5 Bxe5 17. dxe5 Hxe5 18. e3 Be4 19. Hfdl Df6 20. Hd4 h5 21. h3Hb8 22. Hadl Bxg2 23. Kxg2 Dé7 / / 7 ( Gelfand hefúr ugglaust haldið að drottningarkaup væm einfald- asta leiðin til að ná jafntefli. Þar skjátlast honum hrapallega.) 24. Dxe7 Hxe7 25. Hld2 Hb6 a b c d e f g h 26. c4! dxc4 27. Hxc4 Kg7 28. Hdc2 Hc7 ( Hróksendataflið er greinilega lakara á svart og Karpov vinnur úr yfirburðum sínum á afar sannfær- andi hátt.) 29. g4 hxg4 30. hxg4 Kf6 31. Kg3 Ke6 32. a4 Kd7 33. g5 Ha6 34. Hd4+ Ke8 35. Hc5 Hb6 36. Kf4 Hd7 37. Hxd7 Kxd7 38. Ke5 Ke7 39. f4 Hb4 40. Ha5 Hb7 41. e4 ( Hægt og bítandi herðir hvitur tökin. ) 41... Hc7 43. Hc3 He8 45. Hb4 Hc7 47. Hb3 Ke7 49. Kf6 Kc8 51. f5 gxf5 53. Hc3 Hc7 55. fxg6 Kd7 42. Hc5 Hc8 44. Hc4 Hc8 46. a5 Kd7 48. a6 Kd7 50. Hh3 Hd7 52. exf5 c5 54. g6 fxg6 56. g7 Hc8 57. Hg3 - og Gelfand gafst upp. 18 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 8. mars 1991 /

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.