Þjóðviljinn - 09.03.1991, Side 2

Þjóðviljinn - 09.03.1991, Side 2
Alþýðubandalagið og þingkosningarnar S gærkvöldi hófst í Reykjavík kosningaráðstefna Al- Iþýðubandalagsins sem fram er haldið í dag. Þar hittast trúnaðar- og forystumenn flokksins og efstu menn framboðslista hans í kjördæmunum, en þeir munu einnig eiga með sér sérstakan frambjóðenda- fund á sunnudaginn. Stefnt er að því að fullmóta kosningastefnuskrá flokksins, sem mikil vinna hefur verið lögð í að undirbúa. Með þessum atburðum hefst kosningabarátta Alþýðu- bandalagsins, sem að mörgu leyti verður nú háð við óvenjulegar aðstæður. Flokkurinn getur ekki aðeins vísað til ýmissa farsælla verka í ríkisstjórn, sem ætti að verða hon- um til styrktar, heldur hafa ráðherrar hans líka legið undir þungu ámæli ýmissa flokksmanna fyrir að hafa brugðist á ýmsum mikilvægum vígstöðvum, hvað varðar menningar- mál, byggðamál og í samskiptum við verkalýðshreyfinguna. Sumt af þessum ummælum og árásum hefur verið svo af- dráttarlaust og harkalegt, að það gæti hugsanlega skaðað flokkinn og fylgi hans í komandi þingkosningum í apríl. Það er augljóst, að margir flokksmenn og stuðnings- menn Alþýðubandalagsins eru á tíðum afar kröfuharðir og gagnrýnir á verk og málamiðlanir ráðherra flokksins í ríkis- stjórninni. Við það er ekkert að athuga. Hins vegar hefur sumt af aðfinnslunum við verk ráðherranna verið ósann- gjarnt eða út í hött, nema hvort tveggja væri, og borið vott um lítinn skilning á þeirri aðstöðu sem menn komast í við að úrskurða um meiri hagsmuni eða minni í þröngri stöðu. Þá hefur það líka gerst í aðdraganda þessa kosninga- undirbúnings, sem veldur nokkrum tímamótum, að á merk- um miðstjórnarfundi á Akureyri í október 1990 var stefnu- skrá flokksins frá 1974 lögð til hliðar og engum dylst að margt er nú með öðrum blæ en áður í stíl og starfsemi hans. Stórfelldar pólitískar breytingar í Evrópu, nýir straum- ar í efnahags- og menningarsamvinnu þjóða, ný viðhorf í skipulagi efnahagsmála og ekki síst stöðugleiki þeirra, allt veldur þetta því að Alþýðubandalagið gengur til kosninga með lausnir og tillögur varðandi málaflokka, sem bera það með sér hver alvara er að baki starfinu. Alþýðubandalagið víkur sér hvorki undan ábyrgð né verkum, þegar vandasöm og flókin úrlausnarefni krefjast framkvæmda. Hver er þá vígstaða Alþýðubandalagsins í stjórnmálum augnabliksins? Varðandi stuðning kjósenda er það í fyrsta lagi að segja, að samkvæmt vísbendingum skoðanakann- ana skortir talsvert á að flokkurinn nái jafn miklu fylgi í vor og árið 1987. Þó er þess að gæta að Alþýðubandalagið hefur að jafnaði fengið lakari útkomu í viðhorfskönnunum en í kosningum. í öðru lagi er rétt að íhuga, að margir höfðu í Ijósi framboðsmála fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og ágreinings ríkisstjórnar við samtök háskólamanna, spáð Alþýðubandalaginu miklum hrakförum og jafnvel að það liði undir lok. Allt hafa þetta reynst falsspár. Alþýðubandalagið er ef til vill í lægð, en það hefur í raun þolað ágjöfina vel, traustir stuðningsmenn þess eru margir. í stað þess sem margir hugðu, að Alþýðubandalagið stæði fyrir þingkosningar 1991 frammi fyrir djúpstæðum persónulegum og eða málefnalegum klofningi, hefur komið í Ijós að heitar umræður, stórar yfirlýsingar og sviptingar undanfarinna missera hafa aðeins leitt til hógværra hreppa- flutninga örfárra persóna, en hreyfingin sjálf hefur farið með sóma gegnum ákaft umræðutímabil. Sé hins vegar litið til annarra flokka, sem minna hafa verið flenntir út í sjónvarps- fréttatímum eða á öðrum vettvangi sem sýnishorn ólgunnar, kemur í Ijós að þar hefur víða verið á ferðinni mun harm- rænna heimilisböl. Alþýðubandalagið hefur í kjarna sínum einfalda og auð- skilda stefnu: Meiri jöfnuð. Sú róttæka jafnaðarstefna sem þar er í fyrirrúmi er í augum hinna traustu fylgismanna of mikilvæg til þess að tímabundinn ágreiningur um útfærslur augnabliksins, hvað þá persónulegur hagur eða metnaður, geti raskað þeim ásetningi að starfa með skoðanabræðrum og systrum að framgangi meginmálsins: Meiri jöfnuði. Verk- efni kosningaráðstefnunnar felst í þessum tveim orðum og útfærslu þeirra. ÓHT ÞJÓDVIIJINN Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýöshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. Starfsfólk Þjóðviljans Frá vinstri: Hallur Páll Jónsson framkvæmdastjóri, Jim Smart Ijósmynd- ari, Helgi Guðmundsson ritstjóri, Erla Hafliðadóttir setiari, Arnar Guðmundsson útgáfustjóri Bjarka h/f, Hildur Finnsdóttir prófarkalesari, Dagur Þorleifsson blaðamaður, Drífa Arnþórsdottir prófarkalesari. Svanheiður Ingimundardóttir starfsm. á auglýsingadeild, Unnur Agústsdóttir starfsm. á auglýsingadeild, Bára Sigurðardóttir afgr.m., Sigrún Gunnarsdóttir skrifstofustjóri, Sig- ríður Sigurðardóttir, starfsm. á auglysinqadeild, Halldór Jónsson bílstjóri, Ólafur Pétursson hönn- uður, Elías Mar prófarkalesari, Halla Pálsdóttir afgr.m., Kristinn Inqvarsson Ijósmyndari, Eiður Bergmann framkvstj. Fjölviss, Hrefna Magnúsdóttír afgreiðslustj., Sævar Guðbjörnsson útlits- teiknari, G.Pétur Matthiasson blaðamaður, Árni Bergmann ritstjóri, Jónína Sigurdórsdóttir bíl- stjóri, Sigurður A. Friðþjófsson fréttastjórj, Þorgerður Sigurðardottir afgr.m., Guðrún Geirsdóttir skrifstofum., Ottó Guðlaugsson prentari, Ólöf Sigurðardóttir matselja, Bergdís Ellertsdóttir blaða- maður, Ólafur.H. Torfason ritstjóri, Ragnar Karlsson blaðamaður með dæíur sínar, Leifur Björns- son prentari. A myndina vantar Steinar Harðarson auglýsingastjóra, Ólaf Björnsson prentsmiðju- stjóra, Guðrúnu Karlsdóttur setjara, Ólaf Gíslason blaðamann, Garðar Guðjónsson blaðamann, Guðmund Rúnar Heiðarsson blaðamann, Kristínu Pétursdóttur skrifst.m., Þórunni Aradóttur skrifst.m. og Kristberg Pétursson útlitsteiknara. Þjóðviljinn í nýjum búningi að fer væntanlega ekki fram hjá neinum lesanda að í dag, laug- ardaginn 9. mars 1991, kemur Þjóðvilj- inn út í nýjum bún- ingi. Að undirbúningi breyting- anna hefur verið unnið frá því í október og hafa allir starfsmenn blaðsins komið við þá sögu. Allt orkar tvímælis þá gert er, ekki síst að breyta blöðum, því al- kunna er að blaðalesendur eru fast- heldnir á blöð sín, vilja geta geng- ið að því efni sem þeir hafa áhuga á að lesa á vísum stöðum. Þess vegna fara útgefendur yfirleitt var- lega í að breyta blöðum sínum og útlit Þjóðviljans hefur ekki breyst mikið undanfarin ár. Hönnuður fékk þau fyrirmæli að skapa Þjóðviljanum léttara yfir- bragð án þess að slaka á þeirri al- vöru sem jafnan hefur fylgt blað- inu. Jafnframt var ákveðið að stækka blaðið um fjórar síður dag- lega. Ber að líta á stækkunina sem skref á leiðinni til þess að Þjóðvilj- inn nái aflur sinni fyrri stærð, þeg- ar hann var aldrei minni en 20 síð- ur daglega. Þó verður að taka fram að fjárhagur blaðsins er enn mjög þröngur og verður ekki hægt að ráðast í frekari stækkun þess nema því aðeins að það áskriftarátak, sem hafíð verður á næstunni, skili verulegum árangri. Framsetning efnis er einnig talsvert breytt, leiðari og Klippt og skorið verður framvegis á síðu 2. Á síðu 3 verður jafnan skopteikn- ing og auk þess nýr þáttur, Á döf- inni. Þar munu Ijölmargir ganga til liðs við blaðið og skrifa greinar um margvísleg málefni Iíðandi stundar. Þá verður leitað álits fólks úr ýms- um áttum og birt í stuttum eindálki á sömu síðu. Rými fyrir innlendar og erlend- ar fréttír eykst. Fréttir verða jafnan ýtarlegri en verið hefur og birting mynda mun aukast. Af erlendum vettvangi má nefna pistla frá út- löndum, sem birtast á laugardög- um, og munu Okkar menn í ýms- um borgum sjá um þá. Á blaðsíðu fimmtán verður siðan tekið upp léttara hjal og víða leitað fanga. Þrándur, sem hefur verið í orlofi að undanfomu fer aflur á kreik tvisvar í viku, en nú á bls. 13. Á móti hon- um munu fleiri pennar mæta til leiks aðra daga. Þá mun þjónusta blaðsins við Iesendur úti á landi verða aukin og stefnt er að þvi að taka efni eins og neytendamál og umhverfismál til aukinnar umfjöllunar. hágé. Ólafur Pétursson auglýsingateiknari hannaði blað- ið og segir þá stefnu sem valin var hafa verið tekna upp á ýmsum erlendum blöðum að undaníomu. „Ýmis önnur blöð hafa farið út á þá braut að keppa við sjónvarpið með því að æpa á lesandann bæði í fyrirsögnum og myndum. Okkar markmið var hins vegar að skapa blað sem væri þægilegt aflestrar og því fömm við allt aðra leið en þau blöð sem em að keppa við sjónvarpið. Það er mikill munur að vinna svona vinnu með þeirri tækni sem Þjóðviljinn hefur yfir að ráða. Tölvu- tæknin hefur alveg tekið völdin og er blaðið því sem næst allt unnið á tölvur, setning, umbrot og mynd- skreytingar. Fyrirsagnaletrið sem við völdum heitir Goudy og mér vitanlega hefur það ekki fyrr verið notað á ís- lenskum blöðum. Letrið í hausnum og hausum inn í blaðinu heitir Century Oldstyle en hefur verið breytt lítillega í aðalhaus. Meginmálsletur er því sem næst óbreytt.“ hágé. Tölvutæknin tekur völdin ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.