Þjóðviljinn - 09.03.1991, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR
ÞJÓÐVILJANS
681310 og 681331
Jón Baldvin í feluleik
með yfirmenn hersins
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur í tveim
fyrirspurnatímum á Alþingi ekki viljað viðurkenna að yfir-
maður bandaríska hersins á íslandi og staðgengill hans eigi
sæti í alíslenskri nefnd sem heitir skipulagsnefnd um ör-
yggis- og varnarmál. Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðu-
neytisins hefur staðfest það við Þjóðviljann að Thomas
Hall aðmíráll og Donald Perkins offursti eigi formlega sæti
í nefndinni. Báðir hafa setið fundi nefndarinnar sem tók til starfa
1. nóvember síðastliðinn.
A G. Pétur Matthíasson skrifar
í svari við fyrirspum Hjörleifs
Guttormssonar, Alþýðubandalagi,
frá 31. janúar, um hverjir ættu sæti
í nefndinni taldi Jón Baldvin upp
sex íslenska aðila en lét ekki getio
hinna bandarísku neíhdarmeðlima.
I fyrirspurnatíma á fimmtudag
svaraði hvorki hann né Oli Þ. Guð-
bjartsson dómsmálaráðherra því
hvort útlendingar ættu sæti í
nefndinni. Aðspurður eftir fyrir-
spumatímann í janúar sagði utan-
ríkisráðherra að hann hefði talið
upp alla nefndarmeðlimina í svari
sínu. Róbert Trausti Árnason,
skrifstofustjóri varnarmálaskrif-
stofunnar, er formaður nefndarinn-
ar.
Þar með lýkur þó ekki vand-
ræðagangi ráðherranna með þessa
nefnd því hvorki dómsmálaráð-
herra né utanríkisráðherra vilja
viðurkenna að hafa átt frumkvæðið
að stofnun skipulagsnefndar um
öryggis- og vamarmál. Það em þó
þeirra ráðuneyti sem hafa stofnað
nefndina án þess að það hafi verið
lagt fyrir ríkisstjómina.
Nefndin hefur meðal annars
það hlutverk að samræma áætlanir
sem varða vamar- og liðsdreifing-
aráætlanir herliðsins á Miðnesheiði
og vamir hemaðarlega mikilvægra
staða, auk samræmingar á t.d.
stuðningsáætlunum viðtökulands
og neyðaráætlunum Almannavama
ríkisins.
Hjörleifur telur að hugmyndin
að þessari nefnd sé komin frá aðal-
stöðvum Nató í Brussel og bendir
hann á rit öryggismálanefndar eftir
Albert Jónsson sem ber titilinn
„Iceland, NATO and the fCcflavík
Base“ sem kom út 1989. I bókinni
er vitnað til skýrslu frá höfuð-
stöðvum Nató þar sem Islendingar
eru hvattir til að auka stuðning
sinn við herliðið eða auka það sem
heitir á ensku „host nation sup-
port“ eða „stuðningur viðtöku-
lands“ á íslensku.
í íyrirspumatíma á fimmtudag
sagðist Hjörleifur telja að þetta
væri hin raunverulega ástæða þess
að nefndin var sett á laggimar.
í fyrirspurnatímanum í lok
janúarmánaðar sagði Jón Baldvin
Hannibalsson að nefndin hefði ver-
ið skipuð að frumkvæði dóms-
málaráðherra. Oli sagði hinsvegar
á fimmtudaginn að það væri heldur
sterkt að orði kveðið og benti á að
29. maí i fyrra hefði á viðræðu-
fundi verið rædd tillaga frá vamar-
málaskrifstofú utanríkisráðuneytis-
ins um skipan öryggismála, auk
þess sem bréf hefði komið frá
sömu skrifstofu þar sem lagt væri
til aukið samstarf aðila með stofn-
un nefndarinnar. Þetta var ítreljað
með öðm bréfi 7. ágúst, sagði OIi.
Því hafi svarbréf dómsmálaráðu-
neytisins frá 6. september ekki ver-
ið að frumkvæði ráðuneytisins,
einsog utanríkisráðherra hafi hald-
ið fram, heldur staðfesting.
Jón Baldvin sagði þá að orð sln
um frumkvæði dómsmálaráðherra
hefðu ef til vill orkað tvímælis en
að bæði hann og dómsmálaráð-
herra teldu nefndina eðlilega'og
nauðsynlega.
Jón Baldvin sagði hlutverk
nefndarinnar vera að samræma
áætlanir og framkvæmd á sviði ör-
ggis- og varnarmála svo sem
ostur væri og ákveða hlutverka-
skipti og úrlausn verkefna þannig
að ekki rækjust á áætlanir herliðs-
ins og Almannavama. Þetta verður
ekki gert án samráðs við yfirmenn
hersins, sagði Jón, en Hjörleifur
gagnrýndi í bæði skiptin harkalega
að hér væri verið að setja á lagg-
imar nefnd þar sem sæti ættu full-
trúar herliðsins á Keflavíkurflug-
velli,
OIi tók undir orð Jóns og taldi
það þjóðþrifamál að styðja sam-
ræmingu neyðaráætlana.
Hjörleifur og Kristín Einars-
dóttir, Kvennalista, gagnrýndu á
fimmtudag að hér væri verið að
festa í sessi bandaríska herinn á
sama tíma og í Evrópu væri unnið
að friði og afvopnun.
Fer ekki
á ströndina
í bráð
A Bergdfs Ellertsdóttir skrifar
Grá Herkúles-
flutningavél
millilenti á
Keflavíkurflug-
velli í gær. Inn-
anborðs voru
sólbrenndir og þreytulegir
bandarískir hermenn á leið
heim frá Persaflóa.
Samtals lentu 16 vélar á Vell-
inum í gær með 438 hermenn úr
flutnjngadeild bandaríska hers-
ins. I gömlu flugstöðinni voru
fjölmargir landar þeirra saman
komnir til að fagna hetjunum.
Grátandi konur féllu um háls blá-
ókunnugum hermönnum og
sögðust vera stoltar af þeim. „Við
studdum ykkur 100 prósent, guð
blessi ykkur.“
Enginn þeirra hermanna sem
komu ringlaðir inn í gömlu flug-
stöðina undir húrrahrópum og
klappi komst nokkurn tímann í
hann krappan við Persaflóa. Bill,
sem blaðamaður tók tali um leið
og hann steig út úr vélinni og tók
ofan eyrnahlífarnar, sagðist þó
einu sinni hafa orðið hræddur
egar Scud-flaug var skotið á
orgina Riyad, þar sem hann var
staddur. Lengstum leiddist mér
þó hræðilega og var heitt, sagði
Bill.
Ed, stór og glaðbeittur flug-
maður, sagðist ekki geta farið á
ströndina í bráð. Eg er orðinn
hundleiður á sandi, sagði hann.
Gloria, eina konan í hópnum,
sagðist mest af öllu hlakka til að
koma heim og fara í heita sturtu.
Það var aðeins einu sinni heitt
vatn hjá okkur allan þennan tíma
og það var á jólunum. Hún sagði
að það hefði verið mun auðveld-
ara en hún hafði ímyndað sér í
fýrstu að vera ein af fáum kven-
hermönnum á staðnum.
Mike Herman sagði tímann
hafa verið lengi að líða, en það
var þess virði. Hjá stríðinu varð
ekki komist og þeir sem stjórn-
uðu herjum bandamanna unnu
mikið og gott starf að mínu mati.
Fáir létu lífið og stríðið tók frem-
ur stuttan tíma,sagði hann.
Flestir hermannanna voru
sammála um að stríðinu hefði
lokið fyrr en þeir ætluðu. Þeim
hafði verið sagt að stríðið gæti
staðið í a.m.k. ár. Gloria sagði
fljótt hafa komið í Ijós að fjöl-
þjóð^herinn hafði yfirhöndina.
Þótt Irakir hefðu verið ljölmennir
réðu þeir ekki yfir jafngóðum
vopnum. Hún sagðist hafa vonast
til að vera komin heim í apríl. Sú
ósk hennar hefur ræst.
Hermennimir fengu einungis
klukkustundar stopp í Keflavík.
Eiginkonur kollega peirra á Vell-
inum höfðu drekkhlaðið langborð
með heimabökuðum kökum og
samlokum. Þeim gafst þó lítiö
tóm til að bragða á góðgætinu
því að blaðamenn og glaðir land-
ar þeirra vildu fá að ræða við þá.
Hermennimir tóku böm í fangið
og gáfu eiginhandaráritanir. Síð-
an var haldið heim á leið í faðm
fjölskyldna og ástvina.
Tveir þreyttir hermenn frá Persaflóa taka í fang ungan son kollega síns á Vellinum í gær.
Mynd: Jim Smart.
vegagerð í Laugardal
Vilja stöðva
Laugardalshójpurinn
hefur skrifao Davíð
Oddssyni borgar-
stjóra bréf þar sem
hopurinn óskar cftir
þvi að vegalögn frá
Suðurlandsbraut að Langholts-
vegi verði stöðvuð. Hópurinn
heídur fund um málið í aag.
I bréfinu til borgarstjóra segist
hópurinn telja það ákaflega
óheppilegt að raska þeirri ró sem
Laugardalurinn býr yfir í dag.
Hópurinn telur að með því að
leggja veg þvert yfir dalinn muni
bílaumferð margfaldast og valda
annarri röskun í friðsælu umhverfi
dalsins.
Skipulag að svæðinu var aug-
lýst rneð eðlilegum hætti á sínum
tíma. Laugardalshópurinn telur þó
að fólk hafi þá ekki gert sér grein
fyrir hve afdrifaríkar skipulagstill-
ögur hafi verið um að ræða og að
þess vegna hafi þeim ekki verið
mótmælt.
Hópurinn lýsir sig reiðubúinn
til viðræðna við borgarstjórann, en
Stjórn Skipstjóra- og stýri-
mannafélagsins Öldunnar krefst
þess að sjómenn fái sambærilega
hækkun launa eins og aðrir
launamenn hafa fengið.
Félagið krefst þess að fiskverð,
sem er ákveðið af Verðlagsráði
sjávarútvegsins hækki um 2,8% í
stað 2,5% frá 1. mars. Eins og
leggur eindregið til að fram-
kvæmdir verði þegar í stað stöðv-
aðar og að leitað verði skynsam-
legri lausna á skipulagi helsta úti-
vistarsvæðis Reykvíkinga. -gg
kunnugt er hafa aðrir launamenn en
sjómenn fengið 0,3% hækkun
launa til viðbótar frá síðustu mán-
aðamótum vegna bættra viðskipta-
kjara. Að mati stjórnar Öldunnar er
viðbúið að þessi viðbótarhækkun
fari forgörðum hjá sjómönnum yfir
nánast alla vetrarvertíðina, verði
ekkert að gert. -grh
Sjómenn
skildir útundan