Þjóðviljinn - 09.03.1991, Qupperneq 3
Að gefnu tilefni
Um íslenska framtíð
Ekkert er jafn heillandi við pólitík og framtíðin, þetta óráðna
þokukennda fyrirbrigði sem alla almennilega stjórnmálamenn
og flokka langar til að móta að sínum hugmyndum. Og mikið
er búið að finna upp af yndislegum patentlausnum og kórrétt-
um sannleika um það sem muni gerast ef þetta eða hitt er
gert núna, að ekki sé nú minnst á það sem gerast mun ef hitt eða
þetta er ekki gert núna. Reynslan hefur svo einatt farið ómjúkum
höndum um spádómana, þegar menn verða að takast á við þá nútíð
sem er allt önnur en framtíðin sem þeir spáðu fyrir um fáum árum áð-
ur. Um þetta mætti taka mörg dæmi; íhaldið hamaðist árum saman
gegn dagvistun barna (og þumbast enn!) með þeim rökum að hún
væri illt verk gegn börnum, mæðrum og sjálfri fjölskyldunni; við á
vinstri vængnum héldum að innganga Islendinga í EFTA myndi fara
hraksmánarlega með íslenskan iðnað og atvinnu, svo tvö ólík dæmi
séu tekin. Menn geta náttúrlega deilt um það hvort ofangreindir spá-
dómar hafi ræst, en ætli sé ekki óhætt að slá því föstu að ekki hafi
orðið hérðasbrestur af þessum sökum.
Margur vinstrisinninn hefur
horft með glampa í augum
til fortíðarinnar þegar
mergur var i flokki og
verkalýðshreyfingu. Þá var
nú gaman að lifa fyrir bar-
áttuglaða sveit, nokkuð annað en ræfildóm-
ur, samningamakk og miðjumoð nútímans.
Og það er auðvitað mikið til í þessu. Þegar
verkalýðshreyfmgin barðist fyrir tilvistarrétti
sínum dugði ekkert minna en að standa af
sér storma og heyja stríð þegar aðrar aðferð-
ir skiluðu ekki árangri, það þurfti mannskap
sem þorði og gat lagt mikið á sig til að knýja
frarn sigur í hverju mannréttindamálinu öðru
mikilvægara. Ég ætla að nefna eitt:
Snemma á árinu 1955 hófu verkalýðsfé-
lögin undirbúning að gerð nýs kjarasamn-
ings, enda sýndu þá útreikningar að kaump-
máttur Jauna hafði lækkað um 20% á síðustu
árum. I samræmi við það kröfðust félögin
25-30% launahækkunar, þriggja vikna orlofs
og fullra verðbóta mánaðarlega á allt kaup.
Þarf ekki að orðlengja það að ekki náðist
samkomulag um þessar kröfur og kom til
víðtækra verkfalla sem hófust fostudaginn
18. mars. Þetta urðu einhver harðvítugustu
verkfoll fyrr og síðar. Gerðar voru ótal til-
raunir til að brjóta það á bak aftur með verk-
fallsbrotum. Verkfallið stóð til 29. apríl og
lauk með samningi sem markar tímamót í
því sem kalla mætti lífskjarasögu Islendinga.
Kauphækkunin var 10-11%, samið var um
þriggja vikna orlof, vísitöluskerðing var af-
numin og síðast en ekki síst: samið var um
að koma á atvinnuleysistryggingum. Síðast
talda ákvæðið var auðvitað það langþýðing-
armesta en vel að merkja: þess var ekki kraf-
ist áður en lagt var af stað í slaginn og kom
ekki á dagskrá fyrr en langt var Iiðið á verk-
fallið!
Vafasamt er að nokkur kjarasamningur
hafi haft önnur eins áhrif á þjóðfélagið og
þessi. Með því að koma á atvinnuleysis-
tryggingum var smánarlegasti þyrnirinn
sniðinn af þjóðfélaginu, því fátt er jafn nið-
urlægjandi fullhraustu fólki og það að geta
ekki unnið fyrir sér og verða að þola at-
vinnuleysi bótalaust. En um leið og þetta var
gert var dregið niður í þeim eldi sem ákafast
kynnti undir baráttugleði í verkalýðshreyf-
ingunni. Menn gátu lifað af atvinnuleysið,
atvinnuleysistryggingamar voru verk verka-
lýðssamtakanna og sjóðurinn talinn í eigu
þeirra. Þegar frá Ieið og atvinnuleysitrygg-
ingasjóður efldist varð atvinnuleysið, svo
bölvað sem það alltaf er, ekki jafn nistandi
og áður. Atvinnulaust fólk komst af, hafði til
hnífsins og skeiðarinnar, en næstu tvo ára-
tugina á undan hafði atvinnuleysi verkafólks
oft skapað himinhrópandi neyð um allt land.
Gerðu menn sér einhverja
grein fyrir því hvernig Is-
land myndi breytast þegar
alvarlegasti ágalli þjóðfé-
lagsins hafði verið numinn á
brott? Gátu menn gert sér
einhverja grein fyrir því hvemig launafólk
myndi hugsa eftir að komið hafði verið á fé-
lagslegu öryggisneti í stað þeirrar neyðar
sem og niðurlægingar sem hinir lakast settu
urðu áður að þola? Það er mér líka til efs.
Með öðmm orðum: Það liggur nokkum
veginn í hlutarins eðli að hinn marglofaði
baráttuandi fortíðarinnar átti rætur að rekja
til annarskonar þjóðfélags en við þekkjum
nú, fátæktin er ekki hlutskipti jafnmargra nú
og áður. Þetta leggur alveg nýjar skyldur á
samtök launafólks og stjórnmálaflokka á
vinstri vængnum og leiðir okkur strax að
þessari spumingu: Er tími hugsjónanna lið-
inn vegna þess að við höfum ekkert lengur
til að beijast fyrir?
Nei, tími hugsjónanna er ekki
liðinn. Við okkur blasa nú
viðfangsefni við ný skilyrði
í breyttum heimi. Vinstri-
sinnar verða að standa föst-
um fótum í hugsjónum um
félagslegan, efnahagslegan og menningar-
legan jöfnuð ef þeir vilja hafa betur í slagn-
um við ofursta markaðshyggjunnar sem
vinna að því leynt og ljóst að fela markaðs-
lögmálunum forsjá allra mála í samfélaginu.
Gegn margvíslegum gylliboðum markaðs-
hyggjunnar verða vinstrisinnar að sýna bæði
þrautseigju og þoliiunæði, þá má ekki skorta
dirfsku í málflutningi og baráttuaðferðum.
Um leið og þeir tefla fram rökum með fé-
lagshyggju en gegn markaðshyggju verða
þeir líka að hafa kjark til að nýta það sem
nýtilegt er úr markaðshyggjunni. Það er eng-
in ástæða til að ríkið sé með nefið ofan í
hvers manns koppi. Markaðslögmálin geta
auðveldlega leyst margvísleg verkefni í sam-
félaginu, eins og Ami Bergmann benti á í
helgarpistli sínum í gær. Þetta em hreint ekki
ný sannindi því vinstrimenn og sósíalistar
hafa áratugum saman tekið þátt í að búa til
blandað hagkerfi hér á landi. Og af því ég
var að minnast á hina báráttukátu fortið er
vert að muna allar atvinnubyltingarstjómim-
ar; Nýsköpunarstjómin 1942, vinstri stjómin
1956 og vinstri stjómin 1971 hugsuðu fyrst
og fremst um að skapa atvinnu og treysta
grundvöllinn undir atvinnulífið í landinu, en
minna um hitt hverjir væm hinir formlegu
eigendur atvinnutækjanna.
Margur maðurinn hefur reynt
fyrir sér í spádómum um
framtíðina en orðið að
sætta sig við snautlegan ár-
angur því að það er einmitt
hún sem erfiðast er að spá
um eins og kallinn sagði. A hinn bóginn vit-
um við að athafnir okkar í dag hafa áhrif á
morgundaginn. Nákvæmlega hver þau verða
vitum við hins vegar ekki til fúlls. í grófúm
dráttum getum við samt leitt trúverðugar lík-
ur að því sem muni gerast við tilteknar að-
gerðir. Þannig velkjumst við varla í vafa um
að félagslegt og eftiahagslegt misrétti eykst
ef markaðskóngamir fá að kollsteypa vel-
ferðarþjóðfélaginu undir því yfirskyni að
markaðurinn gæti tekið að sér félagslegt
þjónustuhlutverk, að sjálfsögðu gegn hæfi-
legu gjaldi. Enda þótt Alþýðubandalagið
hafni ekki einkarekstri eða markaðslögmál-
unum nú frekar en fyrri daginn er flokkurinn
eina afiið í þjóðfélaginu sem virðist geta
haldið fram gildum um jöfnuð af einhveijum
myndugleik eins og sakir standa. Alþýðu-
flokkurinn er kominn á fleygiferð inn í Evr-
ópubandalagið og talsmenn hans eru í fjöl-
mörgum málum eins og hægri villingar úr
Sjálfstæðisflokknum. Kvennalistinn hefur
allt of oft valið þann kostinn að vikja sér
undan ábyrgð, vilja ekki vera með vegna
þess að of skammt sé gengið. Þetta er auð-
vitað skiljanlegt viðhorf, en skilar afar litlum
árangri þegar til lengdar lætur. Pólitík á ís-
landi er ósköp einfaldlega þannig að flokk-
amir verða að semja sig áfram og það er
auðvitað þess vegna sem þjóðfélagið ber hin
sterku einkenni félagslegrar samhjálpar. Það
er líka þess vegna sem hagkerfið er svo
rækilega blandað mismunandi rekstrarform-
um og eignaraðild.
að má auðvitað ekki minna vera
en greinarhöfundur gangi á
hólm við sinar eigin fúllyrðingar
um að erfitt sé að spá um fram-
tiðina, með því að ljúka þessum
vangaveltum á nokkmm orðum
um íslenska ffamtíð. Hún mun bera mikinn
svip af breyttu alþjóðlegu umhverfi sem
engin leið er að víkja sér undan. Um það
hefur áður veri fjallað á þessum vettvangi og
varla ástæða til að endurtaka annað af því en
minna á að auðmenningin, með alþjóðlega
sjónvarpsafþreyingu í fararbroddi, mun
teygja sig um allt þjóðfélagið, og gildin sem
mæld eru í krónum og aurum munu áfram
eiga greiða leið að þjóðinni. Þrátt fyrir þetta
er engin ástæða fyrir vinstrisinna að óttast
framtíðina eða kvíða óunnum verkefnum í
pólitík, því þegar allt kemur til alls hefur
mannúðarþjóðfélagið, það sem byggir á
jöfnuði og félagslegu réttlæti, umhyggju fyr-
ir umhverfi og manni og síðast en ekki síst
hugsjónum um frið, margfalt traustari lífs-
skilyrði en samfélag auðmeningarinnar.
hágé
Þannig velkjumst við varla í vafa um að félags-
legt og efnahagslegt misrétti eykst ef markaðs-
kóngarnir fá að kollsteypa velferðarþjóðfélaginu
undir því yfirskyni að markaðurinn geti tekið
að sér félagslegt þjónustuhlutverk, að sjálfsögðu
gegn hæfilegu gjaldi
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991