Þjóðviljinn - 09.03.1991, Page 4
ElLEMDAR FEÉTTIR
Sautján flokkar í
finnskum kosningaslag
ADagur Þorleifsson skrifar
Reuter
Koivisto Finnlandsforseti, Tellervo kona hans oa Assi dóttir
þeirra - niðurstöður skoðanakannana hafa verið flokki hans
óhagstæðar.
ingkosningar fara
fram í Finnlandi 17.
þ.m. og eru spár,
byggðar á skoðana-
könnunum, á þá leið
að Miðflokkurinn,
áhrifamesti stjórnmálaflokkur
landsins frá því að heimsstyrj-
öldinni síðari lauk, muni vinna
eitthvað á og ef til vill endur-
heimta stjórnmálaforustuna að
nokkru úr höndum jafnaðar-
manna. Þeir hafa haft hana frá
því að Mauno Koivisto var kjör-
inn forseti.
Niðurstöður skoðanakannana
benda til þess að þetta verði ekki
góðar kosningar fyrir vinstriflokk-
ana, síst jafnaðarmenn. Sumir efast
þó um að miklar fylgistilfærslur
verði milli flokka og telja að þótt
jafnaðarmenn kunni að tapa ein-
hverju, verði þeir áfram stærsti
flokkur á þingi.
Sá þriðji af stórum fiokkum
Finnlands er Sameiningarflokkur-
inn, en svo heitir hægriflokkur
Finna. Sá flokkur og jafnaðarmenn
hafa undanfarið stjómað i félagi og
hægrimenn stefna að því að svo
verði áfram.
Því er haldið fram að forusta
Miðflokksins, sem áður var
bændaflokkur Finnlands, hafi
áhuga á að ná stjómarforustu og að
mynda stjóm með jafnaðarmönn-
um. Miðflokksmenn útiloka þó
ekki samsteypustjóm með hægri-
mönnum, að því tilskildu að þeir
síðamefndu fari ekki mjög halloka
i kosningunum. Jafnaðarmenn em
sagðir nokkuð beggja blands um
hvort hafa skuli „rauðbláa“ stjóm
áfram (þ.e. samsteypustjóm jafn-
aðarmanna og hægriflokks) eða að
þeir myndi stjóm með Miðflokkn-
um.
Af minni flokkum þykja græn-
ingjar einna sigurstranglegastir og
er ekki óiíklegt að þeir komi til
greina við stjórnarmyndun eftir
kosningar. En líklegast er að næsta
stjóm, hverjir sem í henni \*erða,
muni ákveða að byggt skuli eitt
kjamorkuver í viðbót, það fimmta
þar í landi. Heidi Hautala, formað-
ur græningja, segir útilokað að þeir
verði með í stjóm sem ákveði svo-
leiðis nokkuð.
Ekki þurfa finnskir kjósendur
að kvarta yfir vöntun á valkostum,
a.m.k. ef miðað er við fjölda lJokk-
anna sem bjóða fram, en þeir em
ekki færri en 17 í þetta sinn. Auk
þeirra sem þegar hefur verið getið
má nefna Vinstrasambandið (sem
er til orðið úr kommúnistum og
vinstrimönnum í námunda við þá),
Sænska þjóðarflokkinn (sem eink-
um gætir hagsmuna sænskumæl-
andi þjóðernisminnihlutans),
Landsbyggðarflokkinn (óánægju-
flokkur, eða var það a.m.k. upphaf-
lega), Kristilega sambandið,
kommúnistaflokk, þrjá flokka eft-
irlaunaþega, tvo græningjaflokka i
viðbót við þann sem þegar hefur
verið neíhdur og kvennaflokk.
Iraskir stjórnar-
andstæðingar
Eftir að Saddam Huss-
ein íraksforseti braut
á bak aftur að mestu
með eiturgasárásum
uppreisn Kúrda
1988, hefur þarlend-
um stjórnarandstæðingum ekki
verið mikill gaumur gefinn. Litið
hefur verið á þá sem sundurleitt
samsafn fámennra hópa, sem
enga möguleika hefðu á að reisa
rönd gegn öflugum einræðis-
herra Iands síns.
Þar við bættist að sum vestur-
landaríkja litu með velþóknun á
Saddam og önnur, sem kannski
höfðu illan bifur á honum að ein-
hverju marki, álitu hann a.m.k.
betri en Iransklerka.
Hæpið er að kalla írak þjóð-
riki. Ibúar þess eru á margan hátt
ólíkir innbyrðis, skiptast í þjóðir,
trúflokka, eftir landshlutum og at-
vinnuháttum. Það á sinn þátt í því
hve andstæðingar valdhafa eru
sundraðir.
Ennfremur er þess að gæta að
þótt Saddam hafi reynst lélegur
herstjóri, hefur hann verið þeim
mun duglegri við að útrýma and-
stöðu gegn sér innanlands. Til þess
hefur hann vel skipulagt lögreglu-
lið og leyniþjónustu sem einskis
svífast. Allir þeir sem minnsti
grunur hefur fallið á um andstöðu
við stjórnvöld hafa verið hand-
teknir, ef til þeirra hefúr náðst, og
pyndaðir og drepnir unnvörpum.
Með þessu móti hefur tekist að
mestu að koma í veg fyrir að á
legg kæmist skipulögð andstaða
innanlands. Undantekning að
nokkru eru kúrdnesku héruðin, þar
sem aldrei hefur tekist að fullu að
bæla niður vopnað viðnám.
En nú, þegar her Saddams, öfl-
ugasta kúgunartæki hans, er að
miklu leyti lamaður eftir gífurlegar
og að margra mati háðulegar hrak-
farir í stríði, hefur óvild margra
landsmanna í garð stjórnar hans
brotist út í uppreisn. Og þar eru
hvað helst að verki sjítar, sem
hingað til hafa yfirleitt verið undir-
dánugir valdhöfum af súnnatrú.
27. des. s.l. komu útlægir fúll-
trúar 17 íraskra stjómarandstöðu-
samtaka saman á ráðstefnu í Dam-
askus, í skjóli Assads Sýrlandsfor-
seta, erkióvinar Saddams. Þar vom
mættir m.a. Kúrdar, sjítar, komm-
únistar og fijálslyndir. Stofnað var
bandalag, fremur laust f reipum
þó. Samkomulag náðist um að
vinna að því sameiginlega að
steypa Saddam af stóli og setja i
stað hans bráðabirgðastjóm full-
trúa allra samfélagshópa Iraks.
Ennfremur samþykkti ráð-
stefnan að lýðræði yrði komið á í
írak, virðingu fyrir mannréttindum
og jafnrétti þjóða. Frjálsar kosn-
ingar skyldu fara fram einu til
tveimur árum eftir að Saddam
hefði verið steypt.
Bandalag þetta, sem fáir tóku
alvarlega er það var stofnað, skipt-
ist í nokkrar fylkingar. Þar eru
sjítasamtök með íslamska bók-
stafstrú ofarlega á baugi og náin
sambönd við Iran. Þau samtök
munu öðrum fremur standa_ að
uppreisninni í Mesópótamíu. I Iran
kváðu þau hafa um 15.000 manna
vopnað lið.
Þá eru það Fimm kúrdneskir
flokkar, sem síðan 1988 hafa með
sér bandalag, Þjóðfylkingu íraska
Kúrdistans.
í þriðja lagi eru hópar á hug-
myndafræðilegum grunni, þ.á m.
kommúnistar, sem lengi reyndu að
vinna með írösku Baath-stjóminni,
með hörmulegum afleiðingum fyr-
ir sjálfa sig, og flokkar sem segjast
vera lýðræðissinnaðir að vestrænni
fyrirmynd. Enn má nefna herfor-
ingja, sem komist hafa í ónáð hjá
Saddam.
Fimm árum
eftir morðið
A Tryggvi Þór Aðalsteinsson skrifar frá Svíþjóð
I
aðalstöðvum lögreglunnar vinna 25 rannsóknar-
Iögreglumenn eingöngu að málinu auk aðstoðar-
fólks. Enn berast ábendingar sem nauðsynlegt er
að kanna
„Sannfæring yfirmanns rann-
sóknarinnar um að svarið sé að
finna í einhverri möppunni á
borðum rannsóknarlögreglumanna
vekur auðvitað vonir um að sá eða
þeir sem valdir eru að morðinu
verið dregnir fram í dagsljósið“
í nýfollnum snjónum á gang-
stéttinni við Sveavagen liggja
nokkrar rósir. A miða sem einhver
hefúr fest við eina rósina stendur:
„Palme. Við höfum ekki gleymt
þér. Sænska þjóðin“.
Við legsteininn í Adolfs Fred-
riks kirkjugarðinum hafa verið
lagðir tveir blómakransar. Annar
er bundinn rauðum rósum og
rauðum borða. Hann er frá
Sænska jafnaðarmannaflokknum.
Hinn er gerður af hvítum og rauð-
um drottningarblómum og vafinn
hvítum borða. Á honum stendur:
„Yassir Arafat, forseti Palestínu“.
Þegar líður á daginn hafa fleiri
kransar bæst við. Frá jafnaðar-
mönnum í höfuðborginni og frá
Alþýðusambandinu. I Alþýðuhús-
inu í Stokkhólmi heilsar Ingvar
Carlsson forsætisráðherra upp á
stóran hóp eldri byggingamanna
og málmiðnaðarmanna sem þar
eru á fundi. Hann hefur mál sitt
með því að minnast forsætisráð-
herrans fyrrverandi. Hann leggur
áherslu á hversu mikil áhrif Palme
hafði. Ekki aðeins í eigin Iandi,
heldur einnig á alþjóðavettvangi.
Það var hans bjargfasta skoðun að
aldrei mætti koma til þess að beitt
væri kjarnorkuvopnum í deilum
þjóða. í slíku stríði myndu allir
tapa. Þessi skoðun sem Olof
Palme hélt svo ofl á lofti heyrist æ
oftar og nú af munni risaveldanna.
Það er ekki lengur aðeins hlutverk
smáþjóða að flytja slíkan boð-
skap.
Það er 28. febrúar. Fimm ár
eru liðin frá því Olof Palme féll
fyrir morðingjahendi síðla kvölds
er hann var á heimleið í fýlgd Lis-
betar konu sinnar. Á Sveavágen, í
hjarta Stokkhólms, bar að óþekkt-
an mann sem hleypti af skotum á
stuttu færi. Olof Palme hné niður
og var látinn skömmu síðar. Þessa
sögu þekkja flestir.
Nú, fimm árum síðar, er málið
enn óupplýst. Hver skaut og hver
var ástæðan? Þessum spumingum
er enn ósvarað og þeim fjölgar
sem trúa því að svarið fáist aldrei.
Samt er stöðugt unnið að rann-
sókn málsins. I aðalstöðvum lög-
reglunnar vinna 25 rannsóknar-
lögreglumenn eingöngu að málinu
auk aðstoðarfólks. Enn berast
ábendingar sem nauðsynlegt er að
kanna.
Rannsókn málsins hefur verið
þolraun fyrir sænskt réttarkerfi.
Lögreglustjórar og ráðherrar hafa
mátt segja af sér vegna þátta sem
beint eða óbeint hafa tengst leit-
inni að morðingjanum. Hans
Holmér, sem fyrst leiddi rann-
sólmina, vék úr starfi rúmlega ári
eftir morðið. Hann vann að rann-
sókninni lengst af samkvæmt
þeirri kenningu að samtök land-
flótta Kúrda stæðu að baki ódæð-
inu. Menn úr þeirra röðum voru
handteknir og húsrannsóknir gerð-
ar. Þessum mönnum var fljótlega
-sleppt þar sem ekkert var hægt að
sanna. Þeir hafa sjálfir kært og
krafist skaðabóta og uppreisnar
æru. Lögreglan hefur orðið ber að
því að hlera síma fólks án þess að
hafa til þess leyfi. Af því hafa
sprottið réttarhöld sem ekki eru að
fullu útkljáð. Þegar bókaútgefand-
inn Ebbe Carlsson festist í tollin-
um með ólögleg tól og tæki sem
nota átti við eins konar einkarann-
sókn á málinu varð það til þess að
Anna-Greta Leijon dómsmálaráð-
herra varð að segja af sér.
Skömmu fyrir jól 1988 var
maður nokkur, Christer Pettersson
að nafni, handtekinn í íbúð sinni í
úthverfi Stokkhólms. Hann neit-
aði staðfastlega en var dæmdur í
ævilangt fangelsi í undirrétti. Það
var í lok júlí 1989. Málið gekk að
sjálfsögðu til æðra dómsstigs og
rúmlega ári eftir að hann var
handtekinn, var hann látinn laus.
Sannanir ónógar og ekki dugði til
þótt Lisbet Palme teldi rétt að
Christer Pettersson væri sá maður
sem hún sá eitt andartak með
byssu í hendi hið örlagaríka
kvöld.
Að þessum þætti loknum var
rannsókn málsins á ný komin á
eins konar núllpunkt. Hans Ölve-
bro, sem tók við rannsókninni um
áramótin 1987-88 og stjórnar
henni enn, trúir því að svarið sé að
finna einhvers staðar í öllum þeim
gögnum sem safnað hefur verið
saman á liðnum árum. Stór hluti
af þeirri vinnu sem unnin er fer í
að rannsaka nánar gögn sem at-
huguð voru í tið Hans Holmér,
þess sem fyrst leiddi rannsóknina.
Flans Ölvebro segir að í fyrstu
hafi rannsóknin öll tekið mið af
þvi að samtök stæðu að baki
morðsins. „Menn trúðu því ein-
faldlega ekki að einstaklingur af
eigin frumkvæði væri valdur að
dauða Palmes,“ segir Hans Ölve-
bro í nýlegu blaðaviðtali. Hann
segir m.a. frá því að Christer Pett-
ersson hafi verið yfirheyrður af
lögreglunni þegar vorið 1986, að-
eins þremur mánuðum eftir morð-
ið. Yfirheyrslan var lausleg þótt
þá þegar hafi allar grunsemdir
sem beindust að honum síðar ver-
ið kunnar. Enginn sá þá ástæðu til
að kafa dýpra í málið. Það sýnir
m.a. að menn trúðu því einfald-
lega ekki að „venjulegur bófi“ á
borð við Christer gæti verið sá
seki. Þrautskipulögð samtök, jafn-
vel alþjóðleg, hlutu að standa að
baki morðinu á forsætisráðherran-
um. Fyrst þegar farið var að kanna
gögnin á ný beindist athyglin að
Christer Pettersson sem leiddi til
þess að hann var handtekinn í des-
ember 1988 eins og áður segir.
Þetta sýnir að auðvelt er að lenda
inni á rangri braut. Hvert atriði
verður að kanna niður í kjölinn.
Hvort það voru samtök eða
einstaklingur er jafn óljóst og áð-
ur. Sannfæring yfirmanns rann-
sóknarinnar um að svarið sé að
finna í einhverri möppunni á
borðum rannsóknarlögreglumann-
anna vekur auðvitað vonir um að
sá eða þeir sem valdir eru að
morðinu verði dregnir fram í
dagsljósið. „Ég trúi því að málið
leysist svo lengi sem við höfúm
efnivið að vinna úr og sífellt sjá-
um við hluti sem þarf að skoða
nánar,“ segir Hans Ölvebro sem
leiðir hópinn sem hvern virkan
dag vinnur að því að finna svarið
við spumingunni sem í fimm ár
hefur hvílt þungt á Svíum.
Og þótt jafnaðarmenn í Stokk-
hólmi og Lisbet Palme hafi verið
sammála um að ekki væri ástæða
til að standa fyrir stórri athöfn í
tilefni þess að fimm ár væru liðin
ffá því að Olof Palme lést, gleym-
ist hann ekki eins og rósimar við
Sveavágen em vitni um.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991
Síða 4