Þjóðviljinn - 09.03.1991, Page 5
EKLENDAR WS FIRETTIR
Bandaríkin vilja alþjóðlega
friðarráðstefnu um Austurlönd nær
A Dagur Þorleifsson skrifar
Ymsar áþreifingar eru nú í gangi um skipan mála í
Austurlöndum nær, er Irak er þar úr sögunni sem
svæðisbundið stórveldi í krafti herafla. James
Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er lagður
af stað til landa þessara og er talið að erindi hans
sé meðal annars að telja ráðamenn Saúdi-Arabíu á að láta
meira að sér kveða í málefnum heimshluta þessa yfirleitt en
þeir hafa gert hingað til.
Bandaríkjastjóm vill að líkind-
um láta Saúdi-Arabíu vega á móti
Iran, sem eftir stríðsósigur Iraks er
mesta herveldið við Persaflóa, og
Sýrlandi, sem hefúr eflst það mik-
ið við hrakföll Saddams að vestur-
landaríkjum þykir nóg um.
I þingræðu á miðvikudag sagði
Bush Bandaríkjaforseti að hann
vildi að friður í Austurlöndum nær
yrði tryggður með því m.a. að
framfylgt yrði tveimur samþykkt-
um Öryggisráðs S,.þ. viðvíkjandi
deilum araba og, ísraels. í þeim
samþykktum eru Israelar hvattir til
að sleppa svæðum þeim, sem þeir
halda hersetnum, og lagt til að al-
þjóðleg friðarráðstefna verði
kvödd saman til að fjalla um deilur
araba og Israels.
Sigur Bandaríkjanna í Persa-
flóastríði hefúr hækkað þau í áliti í
heiminum yfirleitt og Bush nýtur
nú slíkra vinsælda heimafyrir að
enginn forseti þarlendur hefur ver-
ið vinsælli frá tíð Franklins Roose-
velt, ef marka má niðurstöður
skoðanakannana. Bendir ýmislegt
til þess að Bandaríkjastjóm hyggist
nú neyta þess til að knýja fram
lausnir sem henni séu að skapi á
deilumálum Austurlanda nær.
Stjómir Egyptalands og Jórdaníu
hafa látið í ljós ánægju með þessi
ummæli Bandaríkjaforseta.
ísraelar eru ekki heldur
ósnortnir af þeim, því að talsmaður
stjómar þeirra gaf í skyn í gær að
til greina gæti komið að stjómin
féllist á friðarráðstefnu ísraels og
arabaríkja. Er það í fyrsta sinn sem
núverandi Israelsstjóm lætur slíkt i
Genscher (t.v.) og Assad Sýrlandsforseti - hann og fleiri arabískir ráðamenn sækjast eftir auknum afskipt-
um Þýskalands af málefnum Austurlanda nær.
ljós. En nokkuð ber enn á milli
Bandaríkjanna og ísraels í þeim
málum.
Þá upplýsti í gær Hans-Diet-
rich Genscher, utanríkisráðherra
Þýskalands, að arabariki þau átta,
sem nýlega gerðu með sér einskon-
ar vamarbandalag að því er virðist
með það fyrir augum að halda írak
og íran í skefjum, hefðu farið ffarn
á aukna hlutdeild Þýskalands við
að jafna deilur í Austurlöndum
nær. Hefðu stjómir arabaríkja þess-
ara í því sambandi bent á að sam-
skipti Þýskalands og arabaríkja
hefðu alltaf verið vandræðalaus og
vinsamleg. Rikin átta sem hér um
ræðir eru Egyptaland, Sýrland,
Saúdi-Arabía, Kúvæt, Bahrain,
Katar, Sameinuðu arabafursta-
dæmin og Oman.
Irösk kona með barn sitt á flótta frá uppreisnarsvæðunum - fólk flýr
þaðan unnvörpum af ótta við bardaga og hryðjuverk, auk þess sem
mikill skortur er þar á mat og læknishjálp.
Kúvætar
látnir lausir
í gær komu til föðurlands
síns um 1200 Kúvætar, sem
frakar höfðu lausa látið. Voru
þeir fluttir fangnir til (raks fyr-
ir um tveimur vikum. Kú-
vætskir embættismenn höfðu
áður tilkynnt að um 40.000
landar þeirra væru horfnir af
völdum iraka.
írakar afhentu einnig í gær
fuiltrúum Alþjóðanefndar Rauða
krossins í Bagdað um 40 frétta-
menn, sem þeir höfðu handtek-
ið. Fréttamenn þessir fóru inn á
uppreisnarsvæðiö i Suður- (rak
fyrir nokkrum dögum og hefur
ýmsum sögum farið af öriögum
þeirra slðan. Að sögn írösku rík-
isfréttastofunnar INA eru frétta-
menn þessir Bandaríkjamenn,
Frakkar, Bretar, (talir, Norð-
menn, Brasilíumenn, Spánverji,
Iri og Úrúgvæmaöur.
Iraskir Sjítasjeikar:
uppreisn um allt land
Einn af leiðtogum Írakssjíta þeirra, sem í rúma viku
hafa verið í uppreisn gegn Saddam forseta, hélt því
fram í gær á fréttamannafundi í Beirút að Iraksher
hefði drepið yfir 30.000 af uppreisnarmönnum og
öðru fólki á uppreisnarsvæðunum. Tugir þúsunda
væru særðir.
Flóttamenn frá uppreisnar-
svæðunum og aðrir hafa haldið
því fram að stjómarherinn svífist
einskis í tilraunum sínum til að
bæla uppreisnina niður, herþyrlur
hafi skotið á óbreytta borgara og
i Basra hafi stjómarherinn beitt
sinnepsgasi.
Sjítaleiðtogi þessi, Sheikh
Abu Maytham al-Saghir, sagði
að eigi að síður veitti uppreisnar-
mönnum betur. Hann kvað ósatt
vera að stjómarherinn hefði end-
umnnið Basra, aðra mestu borg
landsins, en að vísu héldi Iraks-
her uppi hörðum árásum með
stórskotahríð á þá borg, sem og
helgu borgirnar Najaf og Kar-
bala, sem sjeikinn segir að einnig
séu á valdi uppreisnarmanna.
Að sögn al-Saghirs ráða upp-
reisnarmenn nú öillum borgum í
Suður-írak og hefði uppreisnin
nú breiðst út um nærfellt allt
land, meira að segja til Tikrit,
ættborgar Saddams og flestra
gæðinga hans, sem er í norður-
hluta landsins. 1 Kúrdistan segir
sjeikinn „íslamska uppreisnar-
menn“ berjast með kúrdneskum
skæmliðum og hafi þeir náð Súli-
maníu úr höndum stjómarhersins
og miklum hluta olíuborgarinnar
Kirkuk.
Annar leiðtogi uppreisnar-
manna af sjítatrú, Sheikh Mohsin
al- Husseini nefndur og einnig
staddur i Beirút, hélt því fram
skömmu síðar að Saddam hefði
fyrir þremur dögum boðið upp-
reisnarsamtökum bæði sjíta og
Kúrda sættir og þar með hlut-
deild í völdum með sér, ef þeir
létu af uppreisninni, en uppreisn-
armenn hefðu hafnað því. Er
þetta í fyrsta sinn sem fréttist að
Saddam hafi leitað sátta við upp-
reisnarmenn.
Iraksstjóm hefúr nálega ekk-
ert látið frá sér heyra um upp-
reisnina og fátt er um fréttir af
henni frá hlutlausum aðilum.
Talsmenn Bandaríkjahers hafa
hingað til ekki talið uppreisnar-
menn sigurstranglega.
Flóttamenn frá
Albaníu fljúgast á um mat
Yfir 15.000 Albanir,
sem síðustu daga
hafa fiúið foðurland
sitt til Ítalíu, hafast
nú við á hafnar-
svæðinu í Brindisi
og skortir þá bæði mat og húsa-
skjól. Italska lögreglan heldur
vörð um þá, enda líta þarlend
stjórnvöld svo á að flest þetta
fólk sé ekki pólitískir flótta-
menn og ætlar að senda það aft-
ur til Albaníu.
Yfirvöld á staðnum hafa útbýtt
til fólksins einhverju af matvæl-
um, en að þess sögn eingöngu til
kvenna og barna. Sumir Alban-
anna segja að ekki einu sinni
bömin hafi fengið að borða. Kalt
er þama að næturlagi um þessar
mundir og Albanir með smáböm
hafa reynt að stöðva bíla, sem eiga
leið um hafharsvæðið, og biðja þá
sem bílunum aka að taka við
börnunum í bílana til þess að
kuldinn verði þeim ekki að tjóni.
Næstum 20.000, Albanir hafa
farið sjóleiðis til Ítalíu síðustu
tvær vikumar, að sögn ítalskra fé-
lagsmálayfirvalda. Flestir þeirra
komu á skipum, sem þeir tóku
traustataki í höfninni í Durres,
sem er helsta hafnarborg Albaníu.
Margir höfðu lítið eða ekkert af
mat með sér er þeir lögðu af stað
og fyrir hefúr komið að þeir hafa
slegist um mat sem ítalir hafa gef-
ið þeim.
Ymsar ástæður eru sagðar
liggja að baki flóttanum, einna
helst löngun til að komast í rýmri
lífskjör á Vesturlöndum og ótti við
upplausn og átök heimafyrir og ef
til vill aukna harðstjóm á ný.
Síða 5
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991