Þjóðviljinn - 09.03.1991, Qupperneq 8
Kjartan
Gunnarsson
Um fátt er meira rætt þessa dagana en það hvort for-
maðurinn Þorsteinn Pálsson eða varaformaðurinn Dav-
íð Oddsson verði kosinn formaður Sjálfstæðis-
flokksins á morgun. Ljóst er að mörg mál sem flokkur-
inn á eftir að taka afstöðu til, svo sem sjávarútvegsmál,
landbúnaðarmál og afstaðan til Evrópubandalagsins,
koma til með að falla í skuggann af formannsslagnum.
Auk þess er ljóst að slagurinn mun óhjákvæmilega
draga dillc á eftir sér í ósætti innan flokksins en þetta
bera Sjálfstæðismenn af sér. Framkvæmdastjóri flokks-
ins, Kjartan Gunnarsson, er einn þeirra og vill frekar
tala um fjármálin og nýtt styrktarmannakerfi flokksins
sem hann telur ekki hafa gengið of vel. Kjartan er á
beininu í dag.
A G. Pétur Matthíasson skrifar
Mun gera
upp hug minn
í einrúmi
Er ekki formannsslagurinnn
enn eitt dæmið um að Sjálf-
stæðisflokkurinn byrji kosn-
ingabaráttu sína á því að
skjóta sig í fótinn?
Nei, alls ekki. Hann byrjar
á því að fylkja liðinu saman.
Hvernig gerir hann það í ljósi for-^
mannsslagsins?
Útaf fyrir sig mun það verða ákveðið
af stjóm flokksins. Það er verkefni lands-
fundar á hverjum tíma að velja flokknum
forystu og móta málefnagrundvöll hans
og það verður gert á þessum fundi alveg
einsog öllum öðrum fundum síðan 1929.
Þú telur þá að flokkurinn komi
sameinaður útúr landsfundinum þrátt
fyrir að nú sé bitist um formannssæt-
ið? ,
Ég er algerlega sannfærður um það að
hann muni aldrei koma sterkari útúr nein-
um landsfundi.
En óttastu ekki að þessi formannss-
lagur muni hafa í för með sér óeiningu
innan flokksins til lengri tíma litið?
Nei, alls ekki.
Á hverju byggir þú það?
Á þekkingu minni á þeim mönnum
sem í hlut eiga og þekkingu minni á
Sjálfstæðisflokknum, þeim hefðum og
venjum sem í honum ríkja og í hugum
Sj ál fstæðisfólks.
Þannig að þú telur að sá sem verð-
ur undir verði ekki tapsár?
Ég vil ekki nota orðalagið að einhver
verði undir í kosningunum sem fylgja
landsfundinum. Þar er valin forysta fyrir
flokkinn samkvæmt þeim reglum sem
flokkurinn hefur sett sér, einsog gert hef-
ur verið í marga áratugi. Ég er sannfærð-
ur um það að allir sem eru á þessum
fundi muni ganga jafnréttir frá honum og
þeir komu til hans.
Er ekki Ijóst að ýmsum innan Sjálf-
stæðisflokksins finnst Davíð Oddssons
fara of geyst og að þessir sömu muni
eiga erfitt með að gleyma því hvernig
hann komst til valda, fari svo að hann
verði formaður?
Ég veit það ekki. Þú verður að spyija
hvem og einn að því hvað honum finnst
um það.
Sjálfstæðisflokkurinn átti stóraf-
mæli 1989 og varð að aflýsa ýmsum
uppákomum vegna lélegrar þátttöku.
Lýsir þetta ekki því að flokkurinn sem
stofnun höfðar ekki til fólksins?
Flokkurinn aflýsti engri samkomu eða
atburðum sem átti að halda í tilefni af af-
mælinu 1989. Þvert á móti var afmælis-
yhald flokksins með miklum ágætum um
land allt og meðal annars var gefínn út
hluti af nýrri sögu Sjálfstæðisflokksins.
Telur þú þá að flokkurinn höfði
mjög til fjölda fólks sem stofnun?
Eg tel að Sjálfstæðisflokkurinn og
Sjálfstæðisstefnan höfði meira til kjós-
enda og almennings á Islandi heldur en
nokkur önnur stjórnmálastefna og það
mun sjást mjög greinilega í kosningunum
í vor
Þú nefndir í ræðu þinni varðandi
skýrslu um flokksstarfið að nýtt
styrktarmannannakerfi flokksins til
fjáröflunar gengi ekki nógu vel. Er það
ekki dæmi um þetta?
Þekkir þú einhvern sem starfar að
íjáröflun fyrir stjómmálaflokk og ekki er
óánægður með hvemig það gengur. Fyrst
og fremst verð ég sem framkvæmdastjóri
að lýsa þeim atriðum sem skipta máli, í
þessu tilviki í sambandi við íjáröflun
flokksins. Það er nauðsynlegt að efla
þetta kerfi því það er mjög farsæl og góð
leið til fjáröflunar.
I frægri skýrslu um Sjálfstæðis-
flokkinn var Valhöll lýst sem grafhýsi.
Rennir það ekki stoðum undir þá
skoðun að flokkurinn höfði ekki til
fólks?
okkrum misserum eftir að
þessi margfræga skýrsla var
skrifuð fékk flokkurinn
60,4 prósent atkvæða í
Reykjavík og nærfellt helm-
ing atkvæða á landinu öllu í
sveitarstjómarkosningum. Ég hef aldrei
gert mikið með þessar fullyrðingar. Ég
tek ekki mikið mark á þeim, auk’þess
sem mér finnst innihaldið skipta meira
máli en umbúðimar.
Er ekki ljóst að 1400 manna sam-
koma fólks með ólíka hagsmuni og
skoðanir muni aldrei koma sér saman
um mikilvæg mál einsog sjávarútvegs-
mál og landbúnaðarmál öðruvísi en að
úr því verði hálfgerð moðsuða?
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hef-
ur alltaf verið mjög stór og þetta er
reyndar sá stærsti en landsfundunum hef-
ur almennt tekist að komast að niðurstöð-
um sem hafa reynst flokknum farsælar.
Það mun þessi fundur líka gera. Stærð
fúndarins í sjálfu sér gerir meiri kröfúr til
málamiðlunar og til þess að unnið sé af
miklum krafti að því að ná slíku sam-
komulagi og ef þess þarf þá gerum við
það.
Þú heldur þá að það verði gengið
endanlega frá hreinni og klárri stefnu í
t.d. sjávarútvegsmálum?
Já, tvimælalaust.
Á það sama við um hugmyndir um
aðild að Evrópubandalaginu?,
Ég á von á því að staða Islands í
framtíðar Evrópu verði rædd hér töluvert
og það verði gerðar ályktanir og sam-
þykktir um það hvemig Sjálfstæðisflokk-
urinn telur rétt að nálgast það viðfangs-
effii.
í drögum að ályktunum er ekki
tekin beint klár afstaða til t.d. þessara
tveggja málaflokka. Lýsir það ekki því
að flokkurinn eigi í nokkrum erfiðleik-
um með vissa málaflokka?
Ég tel nú að það sé tekin nokkuð af-
dráttarlaus frumafstaða til þess í þessum
drögum. En við skulum gæta að því að
þetta eru drög og þau eru sett fram til
þess að vekja umræður og til þess að vera
umræðugrundvöllur fyrir þessar umræð-
ur.
Hvora telur þú rödd skynseminnar;
Pálma Jónssonar þegar hann segir að
ekki sé hægt að lækka skatta eða Dav-
íðs Oddssonar og fleiri þegar þeir segj-
ast ætla að lækka skatta um leið og
flokkurinn kemst til valda?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur margít-
rekað þá stefnu sína að hann vilji stöðva
þensluna í skattheimtunni og ríkisút-
gjöldunum og að því loknu muni hann
einhenda sér í það að lækka skatta. Við
höfum þegar reynslu af því þar sem við
höfum farið með meirihluta í sveitarfé-
lögum einsog til dæmis í Reykjavík, þar
sem við höfum lægri útsvarsstofn heldur
en flest önnur sveitarfélög.
En er sá lági útsvarsstofn ekki ein-
faldlega til kominn af því að sveitarfé-
lagið er stærra en öll önnur og fær
meira I aðstöðugjöld o.s.frv?
Flest sveitarfélög kjósa nú að nýta til
fulls alla þá tekjumöguleika sem þau
hafa.
Ert þú að segja að það verði afstaða
flokksins að ekki verði hægt að lækka
skatta fyrstu árin?
Ég er ekki að segja það. Ég er yfirleitt
ekki að leggja neinn dóm á það i smáat-
riðum með hvaða hætti Sjálfstæðisflokk-
urinn myndi starfa í rikisstjóm ef hann
ætti þess kost að taka þátt í henni. Það
verður að meta það og skoða þegar þar
að kemur. Sjálfur er ég mjög hlynntur
skattalækkunum og tel almennt að um-
svif ríkisins séu of mikil.
En telur þú að það verði hægt að
ganga í það strax eða verður að bíða?
g tel að það muni alveg liggja
1 fyrir, ef Sjálfstæðisfloidcurinn
j myndar ríkisstjóm að aflokn-
um næstu kosningum, með
hvaða hætti hann muni beita
sér fyrir skattalækkunum.
Hvernig mun hann beita sér fyrir
skattalækkunum?
Það er eitt af því sem þessi landsfúnd-
ur mun taka ákvörðun um.
Hvorn ætlar þú að kjósa sem for-
mann, Þorstein eða Davíð?
Ég mun gera það upp við mig í ein-
rúmi hvem ég kýs - og kjósa í einrúmi.
Ertu búinn að gera upp hug þinn?
Ég kýs að gera það þegar ég þarf að gera
það. Það er ekki fyrr en á sunnudaginn
sem kosningar fara fram.
Ein að lokum, Kjartan. Þú hefur
verið orðaður við borgarstjórastólinn,
fari svo að Davíð verði formaður.
Myndir þú taka stólinn, væri þér boð-
inn hann?
Ég hef verið orðaður við svo afskap-
lega margt um ævina að ég tek það ekki
alvarlegar heldur en annan orðróm.
En myndir þú þiggja hann ef þér
yrði hann boðinn?
Það er enginn sem býður hann. Það er
borgarstjómarflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins sem samkvæmt venjum og reglum
flokksins gerir upp í sínum hópi hver
flokkurinn leggur til að verði kosinn
borgarstjóri.
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991
Síða 8