Þjóðviljinn - 09.03.1991, Síða 9

Þjóðviljinn - 09.03.1991, Síða 9
Leikmynd Gunnars Bjarnasonar skapar margs konar umhverfi. Guðbjörg Thoroddsen í hlutverki sínu. Mynd: Grímur. Óþol Þjóðleikhúsið, Litla sviðið Bréf frá Sylvíu (Letters Home) Höfundur: Rose Leiman Gold- emberg Þýðing: Guðrún J. Bachmann Leikstjórn: Edda Þórarinsdótt- ir Hreyfingar: Sylvia von Kospoth Tónlist: Finnur Torfi Stefáns- son Leikmynd: Gunnar Bjarnason Lýsing: Asmundur Karlsson Ljóðaþýðingar: Sverrir Hólm- arsson Bandaríska skáldkonan Sylvía Plath (1932-1963) lifði fremur stutta ævi áður en hún féll fyrir eigin hendi, en varðveist hafa hundruð bréfa frá henni til Qölskyldunnar. Akveðnar spumingar vakna undir- eins og farið er að endurvarpa slíku efni og selja það undir yfirskini list- ar. Þótt það hafí verið í tísku á viss- um markaði undanfarið að hnýsast inn um slík skráargöt til að gaum- gæfa nekt listamanna, lifandi og lát- inna, er ekki augljóst hvers vegna gripið er til þessa á Litla sviðinu núna. Lítið verður af leikverkinu ráðið um hæðir í skáldlist Sylvíu Plath og umdeilanlegt hvort þessi bréf eru yfirleitt nógu sérstök eða sterk til þess að verða í sjálfu sér byggingarefni leikrits. En Leiman Goldemberg klippir einfaldlega hráa búta úr bréfunum og leggur í munn leikkonunum tveimur sem túlka Sylvíu og móður hennar Aurelíu. Og jafnvel þótt litið væri á verk þetta sem framhaldsþátt í mæðgna- umræðunni hrekkur það skammt þar líka. Hins vegar vinna íslensku lista- mennirnir aðdáanlega úr þessum erfiða efnivið. Stíll einfaldleikans ræður, leikmynd Gunnars Bjarna- sonar er snjöll lausn, sem myndar jaíht stiga og búr (andlegt fangelsi), og er látin bærast sem rótlaust þang- ið um sviðið. Leikstjórinn Edda Þór- arinsdóttir, sem hér þreytir ffumraun sína í leikhúsleikstjórn að loknu námi í Bandaríkjunum, kallar ffam allt það óbærilega óþol sem heijar á mæðgurnar, einkum Sylvíu, með flökti sálnanna um sviðið. Asamt sviðshreyfingameistaranum Sylviu von Kospoth hefur henni lánast að fanga í rýminu þann sveigjanleika sem í persónunum býr og gera það að sálnadýflissu. Sjaldgæft er að sjá staðsetningar, lýsingu og leikhljóð samræmast í svo nærfærnum og markvissum stil naumhyggjunnar og hér er gert. Athyglin beinist óvægin að hverri smáhreyfingu og svip- brigðum leikaranna tveggja, Guð- bjargar Thoroddsen í hlutverki Sylv- íu og Helgu Bachmann sem móður hennar. Þær eru báðar afar leiknar í því að færa áhorfandanum stingandi návist persónanna. Þessi atburðarás, sem stekkur ffá vonum og galsa yfir í harmleik og dauða, kemst því eins vel til skila og unnt er. Tónlist Finns Torfa Stefánssonar er afburða vönduð sem vænta mátti, kannski ívið skrautleg á köflum, miðað við einfaldan blæ sviðsetn- ingarinnar, þegar hann fléttar saman stefm af miklum hagleik. En tónam- ir fengu að svífa um af viðhlítandi hógværð. Þýðing Guðrúnar Bach- mann er lipur og ljóðaþýðingar Sverris Hólmarssonar fela í sér ramman keim alvörunnar. Þegar upp er staðið verður því ekki annað sagt en Þjóðleikhúsið bjóði upp á metn- aðarfulla og listræna sýningu, þar sem úrvals listafólki hefur tekist að blása furðu miklu lífsmagni í eftir- líkingu af leikriti. Knáir kómedíukrakkar LEIKHÚS Nauðsynlegt, fyrirsegjanlegt A Ólafur H. Torfason skrifar Leikfélag Reykjavíkur: 1932 Höfundur og leikstjóri: Guðmundur Ólafsson Leikmynd og búningar: Hlín Gunnarsdóttir Lýsing: Lárus Björnsson Umsjón með tónlist: Jóhann G. Jóhannsson Sýningarstjóri: Ingibjörg Bjarnadóttir Guðmundur Ólafsson gerir með verð- launaverki sínu, 1932, tilraun til þess bæði að segja dæmisögu um þjóð- félagsmál og flytja okkur persónu- bundinn andblæ snauðra og ríkra kreppufjölskyldna með aðgangi að lífshlaupi fjölmargra einstaklinga. Of margra kannski, því sögurnar keppa um athyglina, auk þess sem verícið gerist á fimm eða sex sam- liggjandi leikrýmum, þar sem mið- sviðið verður þó yfirleitt útundan. I þessu hástemmda verki birtist oft mikil fæmi Guðmundar í smíði samtala, og nær hann endrum og sinnum að mála sterkar skyndi- myndir af persónuleikum. Nokkur tilfinningasemi og spennuþrungin, yfirkeyrð samtöl rýra þó heildarár- angurinn. Fmmleiki Guðmundar er þó oft ferskur, eins og þegar mis- munandi smekkur á samkvæmis- dönsum er látinn gefa stéttaskipt- inguna til kynna. Okkur vantar vissulega meiri almenna úrvinnslu á þessu tíma- skeiði Islandssögunnar, listaverk eða skemmtanir sem geta miðlað áfram þeim lærdómum sem nauð- synlegir em til að virða og leggja rétt mat á samhengi fyrirbæranna. Hins vegar virðast íslenskir sagn- fræðingar og listamenn allnjörvað- ir í hefðir gmnnristandi og gamal- dags persónusögu og grófgerðrar Verkamennirnir á eyrinni reyna að snapa daglaunastarf við uppskipun úr togara. Mynd: Jim Smart. lýsingar afleiðinga. Vegna ónógrar yfirsýnar um þau svið sem fræði- menn hafa vanrækt lánast því alltof sjaldan að kveikja nægilegt ljós yf- ir þeim aflstöðvum sem réðu hag- sögu og framfomm. Guðmundur Ólafsson vinnur samviskusamlega í þessari hefð sem hér hefur nær einokað blöð og bækur, með þeim afleiðingum að verk hans verður full fyrirsegjan- legt og þunglamalegt, eins og gömul eimreið sem allir vita hvert er að fara. Atvik - átök og ástir - fá einhvem skylduræknisþef, auk þess sem táknfræði verksins gerist harla jámbent undir lokin. Þótt hér sé drepið á augljósar misfellur í umfangsmikilli og brýnni sögu Guðmundar Ólafsson- ar, er jafh greinilegt að hann hefur á valdi sínu margt af þeim galdri jafnt smásærra og stórbrotinna eig- inda leikhússins, sem koma saman í áhrifamiklu samræmi heildarinn- ar. Leikmynd Hlínar Gunnarsdótt- ur er létt og glæsileg í sjálfu sér, og ber höfundi sínum gott vitni, en Hlín geldur þess að verkið felur í sér fullmargar persónur, of margar sögur. Lýsing var býsna brött, sem er reyndar einn galli leikhússins sjálfs, og víða gengu leikarar hreinlega úr úr birtunni og mátti þó ekki á dökkvann bæta. I aðalhlutverkum em traustir leikarar, þar sem María Sigurðar- dóttir nær jafnbestum árangri í hlutverki Auðar. Margrét Helga Jó- hannsdóttir var sannfærandi sveita- kona á mölinni, en synirnir full brothættir í höndum Kristjáns Franklíns Magnúss og Þórarins Eyfjörðs. Jón Sigurbjörnsson í hlutverki uppgjafabóndans gaf alla þá dýpt sem unnt var. Þáttur hans og Sigrúnar Eddu Björnsdóttur snertir einna vandmeðförnustu drætti sýningarinnar. Fjöldi leikara kemur fram í öðmm smærri hlut- verkum og má segja að mörg til- svör úr þeim hópi séu með eftir- minnilegustu leiftmm verksins. Leiklistarfélagið Aristofanes, Fjölbrautaskólanum í Breið- holti Tveggja þjónn Höfundur: Carlo Goldoni Þýðing: Bjarni Guðmundsson Leikstjórn og leikmynd: Sig- urþór A. Heimisson Lýsing: Gunnar Þór Arnarson Leikendur: Ingvar Sverrisson, María Hjálmtýsdóttir, Hlynur Leifsson, Sigurlaug Jónasdótt- ir, Bára Konný Hannesdóttir, Katrín Þórey Þórðardóttir, Bergur Ólafsson, Ásgeir Örn Ásgeirsson, Rannveig Krist- jánsdóttir, Steinunn Stefáns- dóttir, Þórdís Asa Þórisdóttir og Páll Ingi Magnússon. Það er menningin sem skapar eina almennilega gagnsæið í tilver- unni og mannkynssögunni. Þetta sannast enn einu sinni í sal Fjöl- brautaskólans í Breiðholti þessar vikurnar, en þar arka bísperrtir nemendur í stórskemmtilegri út- Tveggja þjónn: Ingvar Sverrisson í hlutverki sinu. Mynd: RK gáfu sinni af 200 ára gömlu leik- verki ítalans Goldonis, og þar að auki í sprelllifandi afbrigði af ærslaleikjahefð Commedia dell'arte, en blómaskeið hennar var frá miðri sextándu öld og fram á miðja átjándu, þótt ræturnar nái langtum lengra aftur. Þetta dásam- Gerist stofnfélagar ! Hafið samband við stjóm: Birna Þórðardóttir í síma 29075 Guðlaug Teitsdóttir í síma 29647 Sigurður Einarsson í síma 622864 lega frjómagn listarinnar, sem veldur blómgun upp af sama rótar- kerfi öld eftir öld, með nýju og nýju fólki, er eitt undur veraldar. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á þessu verki fyrir röskum tveimur áratugum er mörgum leikhúsunn- endum í fersku minni vegna ævin- týralegrar frammistöðu Arnars Jónssonar í hlutverki þjónsins, en mjög mæðir á hæfileikum hans í þessum kostulegheitum öllum. Og að þessu sinni færir Ingvar Sverris- son okkur stórgóða persónu, þótt hún sé í klossaskapnum ákaflega ólík þeim ofurlipra Trifolio sem skaust um í Iðnó forðum daga, en það var ein frumraun Amars Jóns- sonar á opinberum vettvangi. Og víst gæti árangurinn í Breiðholtinu núna verið að kynna okkur ein- hveija afreksleikara framtíðar, því auk Ingvars hafa t.d. þau Katrín Þórey Þórðardóttir í hlutverki Smeraldínu og Páll Ingi Magnús- son sem Serbinetto á valdi sínu furðu.mikil tilbrigði og sviðsnánd. Kómedíukrakkarnir í Breið- holtinu hafa verið svo lúsheppnir að fá sérfræðing í Commedia dell’arte leikstílnum, Sigurþór A. Heimisson, til leikstjómarinnar, en að loknu námi í Leiklistarskóla Is- lands kynnti hann sér þessa grein Thalíu sérstaklega á ltalíu og hefur starfað í íslensk- ástralska leik- hópnum Icestralia, m.a. í Feneyj- um, Flórens og Bologna. Verk Goldonis henta ágætlega áhugaleikumm og ungu fólki, þar gefst tækifæri til að skrumskæla persónur og rasa út, enda lifa nem- endumir í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti jafnt hlutverkin og leika þau. Svona bullandi leikgleði hrif- ur ævinlega áhorfandann, þótt við- vaningsbragur geti verið á myndun einstakra atkvæða eða svipbrigða og óvæntir skellir eða ljósagangur séu eitthvað að þvælast baksviðs. Hjákátleg líkamsbeiting, skrautleg- ir búningar og óvenjuleg ljósaskip- an hjálpuðust að við að gera kvöld- stundina góða. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Evrópuráðsstyrkir á sviði félagsþjónustu Evrópuráðið veitir starfsmönnum stofnana og samtaka á sviði félagsþjónustu styrki vegna kynnisferða til aðildar- ríkja ráðsins á árinu 1992. Umsóknareyðublöð fást í fé- lagsmálaráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 15. apríl n.k. Félagsmálaráðuneytið, 7. mars 1991. Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.