Þjóðviljinn - 09.03.1991, Side 10
...viðræðum
haldið
áfram
Jón Sigurðsson
Undirritun áfanga-
samkomulags eitt
mikilvægasta fram-
faraskref síðustu ára
\ atvinnumálum
Islendinga.
Morgunblaðinu 5. október
1990
A. Garðar Guðiónsson skrifar
Viðræður við erlenda aðila um álbræðslu á íslandi hafa staðið yfir nær sleitulaust síðan núverandi
ríkisstjórn tók við völdum og raunar í mörg ár þar áður. Nú í vikunni náðist sá áfangi í málinu að
ríkisstjórnin lagði blessun sína yflr þingsályktunartillögu um að viðræðum verði haldið áfram.
Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra túlkar þetta svo að nú sé endanlega komin pólitísk niðurstaða í
málinu, en sem fyrr er alls óvíst hvort og þá hvenær verður af samningum við hina erlendu viðsemjendur.
Þetta blasir við nú þegar þingi er að ljúka og kosningar fram undan.
Fyrir skömmu var búist við
heimildalagafrumvarpi frá iðnaðar-
ráðherra, en ríkisstjómin féllst ekki
á það. Landsvirkjun hefur lýst yfir
því að virkjanaframkvæmdir heQ-
ist ekki fyrr en fyrirvaralausir
samningar liggja fyrir.
Saga álmálsins í tíð þessarar
ríkisstjómar er saga mikilla yfir-
lýsinga og bjartra vona, en einnig
saga mikilla vonbrigða, deilna,
tafa og óvissu.
I stjómarsáttmála þeirrar ríkis-
stjómar sem tók við völdum haust-
ið 1988 var gerður sá fyrirvari að
samningar um stóriðju væm háðir
samþykki allra stjómarflokkanna.
Þetta var gert að undirlagi Alþýðu-
bandalagsins, þess stjórnarflokks
sem hefur haft mesta sérstöðu í
málinu frá upphafí.
Þegar Jón Sigurðsson varð iðn-
aðarráðherra haustið 1988 höfðu
iðnaðarráðherrar á undan honum
gert ítrekaðar tilraunir til þess að
laða hingað erlend stórfyrirtæki í
því augnamiði að koma á fót stór-
iðju á Islandi. Jón tók við viðræð-
um við fjögur fyrirtæki sem höfðu
tekið sér nafnið Atlantal, en þau
vom: Alusuisse, Alumined Beheer
í Hollandi (nú Hoogovens), Austr-
ia Metal í Austurríki og Granges í
Svíþjóð. Þá var verið að gera at-
huganir á hagkvæmni þess að
stækka álverið í Straumsvík vem-
lega og fljótlega eftir fæðingu
stjómarinnar var farið að tala um
fmmvarp um nýtt álver. Síðan hef-
ur oft verið talað á svipuðum nót-
um, en eins og sagði hér í upphafi
hefur niðurstaðan orðið sú í bili að
lögð hefur verið fram þingsálykt-
unartillaga um að viðræðum verði
haldið áfram.
Árin 1988 og 1989 var mikil
umfjöllun í blöðum um fyrirhug-
aða samninga um stóriðju, hvað
eftir annað lýstu fyrirtækin áhuga
sínum og menn vom bjartsýnir.
Ymist var rætt um að stækka
álverið í Straumsvík, reisa þar nýtt
álver eða bæði stækka í Straums-
vik og reisa nýtt álver úti á landi.
Eyjafjörður kom mjög fljótlega inn
í þá umræðu.
Bjartsýni 1989
Þannig sagði Tíminn í septem-
ber 1989 að álver við Eyjafjörð
væri líklegur kostur. Morgunblaðið
hafði það sama eftir iðnaðarráð-
herra um svipað leyti. Jón var þá
að tala um fjárfestingu i verk-
smiðjum og virkjunum upp á 140
miljarða króna og var bjartsýnn
fyrir hönd Iands og þjóðar.
Alþýðubandalagið hefur alltaf
gert fyrirvara um stóriðju og þegar
umfjöllun dagblaðanna um þessi
mál er skoðuð rekst athugandinn af
og til á viðtöl við forystumenn
flokksins þar sem dregið er úr
þeim árangri sem Jón taldi sig hafa
náð.
Svavar Gestsson sagði til dæm-
tækifæri að yfirlýsingin væri mik-
ilvægur áfangi sem skyti stoðum
undir íslenskt atvinnulíf og þjóðar-
búskap. Bjartsýnin var ríkjandi.
Alþýðublaðið skrifaði leiðara
um það sem það kallaði affek iðn-
aðarráðherra og sagði nauðsynlegt
að allir legðust á eitt svo iðnaðar-
ráðherra mætti ljúka þessu „mikla
hagsmunamáli fyrir þjóð og land á
sem hagkvæmastan hátt“.
I kjölfarið fylgdi svo frétta-
skýring í Alþýðubíaðinu þar sem
þau miklu tíðindi voru kunngjörð
að þjóðarsátt hefði náðst um stór-
iðju: Nýja álverið er að verða að
veruleika. Endanlegrar ákvörðunar
er að vænta um næstu áramót.
Þetta var skrifað fyrir ári.
Þjóðarsátt
I fréttaskýringunni var sérstak-
lega vitnað til þeirrar stefnubreyt-
ingar Alþýðubandalagsins að gera
meirihlutaeign Islendinga ekki að
skilyrði fyrir stóriðju. Samþykkt
um þetta var gerð á landsfundi
haustið 1989. Og að sönnu gaf
þingflokkur Alþýðubandalagsins
grænt ljós á áffamhaldandi viðræð-
ur, en Hjörleifur Guttormsson
lagði fram sérálit og gagnrýndi
málsmeðferð á ýmsa lund. Hann
hefur síðan haldið uppi stöðugri
gagnrýni á ríkisstjórnina vegna
þessara viðræðna og stóð einn
þingmanna AB gegn þeirri þings-
ályktun sem nú liggur fyrir Al-
þingi.
Trúlega hefur það verið óþarf-
lega stórt upp í sig tekið af Al-
þýðublaðinu að lýsa yfir þjóðarsátt
um stóriðju. Gagnrýnisraddir hafa
nefnilega heyrst úr ýmsum áttum.
Hagfræðingar hafa efas_t um hag-
kvæmni stóriðju fyrir íslendinga
og jafnvel spáð þjóðinni stórfelldu
tapi. Umhverfísvemdarsinnar hafa
haldið uppi mótmælum vegna
þeirrar stórfelldu mengunar sem
fyrirsjáanlegt er að 200 þúsund
tonna álver muni valda.
Júlíus Sólnes umhverfismála-
ráðherra hefur sætt talsverðri gagn-
rýni fyrir að vera hlynntur stóriðju,
en hann lýsti stóriðju sem illum
kosti en nauðsynlegum í samtali
við Þjóðviljann.
Heill stjórnmálaflokkur,
Kvennalistinn, hefur tekið einarða
afstöðu gegn stóriðju, og talsverð-
ar deilur hafa orðið í öðmm stjóm-
málaflokki, Alþýðubandalaginu.
Barátta byggðanna
Svo má ekki gleyma því að
stóriðjuáformin hafa leitt til mik-
illa deilna milli byggðarlaga. í yf-
irlýsingunni í mars var boðuð
ákvörðun um staðarval fyrir lok
maí 1990. Sú ákvörðun var þó ekki
formlega tilkynnt fyrr en um
haustið. í millitíðinni urðu mikil
blaðaskrif um það hvar fynrhugað
álver ætti að rísa. Þingmenn og
sveitarstjómarmenn skrifuðu í blöð
Jón Sigurösson iðnaðarráðherra hampar kampakátur álinu, öruggur um að álver á Keilisnesi sé I höfn. En
snurðumar á þræðinum reyndust margar og í lok kjörtímabilsins stendur hann uppi meö þingsályktun, sem
segir það eitt að leyfilegt sé að halda áfram viðræðum. Mynd E.ÓI.
is við Þjóðviljann í september
1989 að Jón væri að lofa upp í
ermina á sér með stóriðjufyrirheit-
um sem enginn vissi hver fótur
væri fyrir og ekki hefðu komið til
umræðu í ríkisstjóminni.
Um svipað leyti sagði iðnaðar-
ráðherra hins vegar á fúndi á Egils-
stöðum að hann væri vongóður um
að stækkun álversins í Straumsvík
gæti hafist næsta vor, það er vorið
1990.1 október sagði Jón að þings-
ályktunartillaga um stækkun vers-
ins í Straumsvík væri á næsta leyti
og um svipað leyti hófst undirbún-
ingur að starfsleyfi.
Þjóðviljinn sagði þó á þessum
tíma að flestir endar væm óhnýttir
í þessum efnum og efaðist um
samningsvilja fyrirtækjanna í Atl-
antal-hópnum.
Hópurinn grisjaðist enda ört
um haustið 1989, svo að í ársbyrj-
un 1990 sátu Svíar og Hollending-
ar þar einir eftir. Austurríska fyrir-
tækið og Alusuisse höfðu bæði
dregið sig út úr viðræðunum og
þar með vöknuðu menn upp af
þeim draumi að álverið í Straums-
vík yrði stækkað.
Bjartsýni tók fjótlega aftur að
gera vart við sig, þegar bandaríska
stórfyrirtækið Alumax gekk til liðs
við Átlantal í ársbyijun 1990. Áð-
ur hafði verið rætt við norska fyrir-
tækið Elkem um þátttöku, en af
því varð ekki.
Um þetta leyti lýstu bæði for-
sætisráðherra og fjármálaráðherra
þeim hugmyndum að aðild íslands
að væntanlegri stóriðju kæmi til
greina, en Steingrímur sagði í
blaðaviðtali að íslendingar ættu
ekki að taka mikla áhættu í þessu
sambandi.
Alumax gerðist formlegur aðili
að Atlantai í byijun febrúar 1990.1
frétt Morgunblaðsins um máljð
sagði að fýrirtækið hefði sýnt Is-
Iandi áhuga síðan um mitt ár 1988.
Yfirlýsing um ásetning
í mars var svo undirrituð yfir-
lýsing um ásetning Atlantals og ís-
lenskra stjórnvalda um að ljúka
samningum fyrir 20. september
það sama ár. Áðilar vörðust allra
frétta af staðarvali, en sögðu að
taka ætti ákvörðun um það fyrir
lok maí þá um vorið.
í yfirlýsingunni sagði jafnframt
að iðnaðarráðherra myndi leggja
fyrir Alþingi frumvarp til heimild-
arlaga í október með það að mark-
miði að fá það samþykkt fyrir árs-
lok.
Ekkert af þessu gekk eftir, en
Jón Sigurðsson sagði við þetta
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991
Síða 10