Þjóðviljinn - 09.03.1991, Qupperneq 12
______________Kytkmtmbt iTm.
WV W
Upp meö I i 4
klutana L A i
Laugarásbíó
Stella
Leikstjóri: John Erman
Aðalleikarar: Bette Midler,
John Coodman, Trine Alvar-
ado, Stephen Collins
Bette Midler hefur verið
dugleg að viða að sér
hlutverkum undanfarin
ár sem eru eins og snið-
in á hana. Þessar hálf
kómísku og hálf dramatísku kon-
ur sem lenda i ofur venjulegum
hlutum eins og til dæmis að ala
upp dóttur. Stella er ein af þess-
um kvikmyndum þar sem maður
getur ekki ímyndað sér neina
aðra en Midler í aðalhlutverkinu.
Myndin hefst árið 1969 og
við kynnumst Stellu, ungri konu
sem vinnur á bar í einhverju
krummaskuði í Bandaríkjunum.
Hún er kjaftfor og hress og tekur
fyrst illa í það þegar ungur
læknastúdent býður henni út. En
honum tekst á endanum að fá
hana með sér og þau eiga í ástar-
sambandi þó að þau séu að öllu
leyti mjög ólík. Hann er úr vel
stæðri millistéttarfjölskyldu en
foreldrar hennar voru fátækt
verkafólk sem drakk sig í hel.
Sem sagt vonlaust samband. Rétt
áður en hann fer til að vinna í
New York kemst hún að því að
hún er ólétt. Hann biður hennar,
hún neitar, því hún er svo stolt,
og ákveður að eiga bamið alein -
hver kannast ekki við þessa
sögu?
Síðan lýsir myndin skondn-
um og sorglegum uppákomum
milli mæðgnanna. Pabbinn lætur
ekki sjá sig fyrr en stelpan er
orðin þriggja ára en þá fer hann
að hitta hana reglulega. Hún
heimsækir hann í New York þar
sem hann er orðinn fínn og ríkur
læknir, andstæðurnar milli for-
eldranna em sem sagt skarpar.
Þetta endar náttúrlega allt
með ósköpum, eða þannig. Stelp-
an verður hrifin af auðmannssyni
sem hún hittir í partýi hjá pabba
sínum (I krummaskuðinu búa
bara drullusokkar með enga
framtíð) og þegar mamma henn-
ar blandast inn í málin hagar hún
sér agalega illa, hún þekkir engar
fágaðar umgengnisvenjur og
stelpan skammast sín fýrir hana.
Að lokum fómar móðirin sér íyr-
ir dótturina svo að augnayndið
hennar eigi kost á betra lífi en
því sem hún getur boðið henni
upp á og þá er komið að vasa-
klútunum!
Myndin er ágætlega samsett
og þessi tuttugu ár renna sann-
færandi í gegn með stuttum atríð-
um sem sýna náið samband
mæðgnanna. Og það er einmitt
vegna þessa nána sambands sem
mér finnst endirinn helst til harð-
ur og gamaldags. Stella er endur-
gerð á myndinni Stella Dallas
sem King Vidor gerði árið 1937
og sum atriði, eins og endirinn,
hafa kannski verið rökrétt fyrir
fimmtíu árum en em það varla
núna. Þó verð ég að viðurkenna
að ég veit ekkert um bandaríska
yfirstétt og það getur svo sem
verið að hún sé svona fordóma-
fúll.
Bette Midler leikur hlutverk
sitt með sóma og fáar konur þora
að vera jafh ótrúlega hallærisleg-
ar á hvíta tjaldinu og hún. Atriðin
milli hennar og Trine Alvarado
sem leikur dótturina em undan-
tekningarlaust vel heppnuð og
sömuleiðis er John Goodman lit-
rík og skemintileg aukapersóna.
Fyrst og fremst er þetta mynd
fyrir þá sem hafa gaman af að
snökta smávegis í bíó.
Sif
Köngulærnar sem
tóku yfir Hollywood
Bíóhöllin
Arachnophobia
Leikstjóri: Frank Marshall
Framleiðendur: Steven Spiel-
berg ofl.
Handrit: Don Jakoby &
Wesley Sorich eftir skáldsögu
hins fyrrnefnda
Aðalleikarar: Jeff Daniels,
Harley Jane Kozak, John
Goodman, Julian Sands ofl.
^ myndinni Arachnophobia,
Isem er um banvænar köngu-
lær frá Venezuela, er eytt þó
nokkrum tima í að segja
okkur að köngulær séu
meira góðar en vondar og
bæði nytsamir og iðjusamir þjóð-
félagsþegnar. Þær spinna undur-
fallega vefi, éta pirrandi skordýr
og drepa næstum því aldrei fólk.
Svo virðist sem tarantulan sé
ekki nærri því eins hættuleg og
maður hefur haldið og nánast
hægt að hafa hana sem gæludýr.
Og svarta ekkjan er mun hættu-
legri kæmstum sínum en okkur
mannfólkinu. En þrátt fyrir alla
þessa kosti er eins og þessar
loðnu áttfætlur hafi verið fæddar
til að leika aðalhlutverk í hryll-
ingsmyndum. Fuglar, froskar,
kettir og kanínur hafa öll verið
notuð einu sinni. Rottur og skor-
dýr hafa hrætt fólk í þó nokkmm
myndum en ótvíræður sigurveg-
ari hryllingsmynda úr dýraríkinu
er köngulóin.
Óteljandi glæpamenn hvíta
tjaldsins hafa kennt sig við
köngulær, þeir fyrstu vom líklega
í myndinni Die Spinnen sem
Fritz Lang gerði árið 1919.
Á sjötta áratugnum varð allt
yfirfullt af allskonar hryllings-
myndum og köngulær léku mis-
stór hlutverk í þeim. T.d. lék
könguló áhrifamikið aukahlut-
verk í klassíkemum The incredi-
ble shrinking man þar sem venju-
leg könguló kemur pínulítilli
hetjunni í mikinn vanda sem
hann leysir úr með stoppunál. En
aðal köngulóarmyndin frá þess-
um tíma var Tarantula (1955). I
henni breytir vísindamaður óvart
könguló í risastórt ferlíki sem
trampar yfir Bandaríkin þver og
endilöng þangað til bandariski
flugherinn sprengir hana í loft
upp.
Köngulær þurfa ekki að vera
óeðlilega stórar til að vera hræði-
legar. Hver man ekki eftir baráttu
Sean Connery við köngulóna í
Doctor No eða frekar kómísku
köngulóaratriði í byrjun myndar-
innar Raiders of the lost ark.
En nóg um sögu köngulóar-
innar á hvíta tjaldinu og snúum
okkur að nýjustu myndinni þar
sem þessi áttfætla með miklu
leikhæfileikana fer með aðalhlut-
verkið. Arachnophobia byrjar í
Venezuela þar sem vísindamað-
urinn Dr. Atherton (Julian Sands)
er að leita að áður óþekktum teg-
undum af skordýrum. Hann finn-
ur köngulóartegund í djúpu jarð-
falli sem hefur verið sambands-
laus við umheiminn í margar ald-
ir og er ótrúlega banvæn. Hún
bítur og drepur ljósmyndara
ferðahópsins og fer með honum
heim til Bandaríkjanna í kistunni
hans alla leið til smábæjarins
Canaima í Kalifomíu sem er in-
dæll á yfirborðinu en rotinn undir
huggulegheitunum.
Um sama leyti er ungur lækn-
ir (Jeff Daniels) að flytja til bæj-
arins með íjölskyldu sinni. Hann
er hræðilega hræddur við köngu-
lær út af atviki í bemsku sinni og
það er náttúrlega hann sem heyr
lokaomistuna við óvininn (örlítið
Hitchcockst). Stuttu eftir að hann
kemur í bæinn fer fólk að deyja
af óútskýranlegum orsökum og
það tekur að sjálfsögðu þó nokk-
urn tíma að tengja dauðsföllin
ljósmyndaranum frá Venezuela
og hafa samband við vísinda-
manninn sem er kominn heim. Á
meðan er köngulóin geysilega ið-
in, hún fjölgar sér með hjálp
venjulegrar köngulóar og brátt er
allur bærinn fullur af lífshættu-
legum litlum kvikindum.
Leikstjórinn Frank Marshall
notar öll brögðin í bókinni:
könguló í felum á baðinu, köngu-
ló í sturtu, könguló alveg að fara
að bíta yndislega barnið og svo
framvegis. Myndin er hröð og
skiptir léttilega á milli þess að
vera hrollvekjandi og dálítið
spaugileg. Hún er líka ágætlega
Ieikin og þá vil ég sérstaklega
nefna John Goodman í frábæru
hlutverki skordýraeyðis og
köngulæmar sem standa sig með
prýði.
Það er aðeins einn galli við
Arachnophobiu eins og aðrar
myndir af þessari tegund. Hann
er sá að fyrir þá sem eru ekki
hræddir við köngulær verður
myndin aldrei sérstaklega hroll-
vekjandi en þeir sem eru virki-
lega hræddir sitja frekar heima
og horfa á Hemma Gunn.
Sif
RAMMAR
□ Danska kvikmynda-
akademlan veitir á hverju ári
verðlaun sem kallast Robert
- prisen og það er myndin
Dagens Donna eftir leikstjór-
ann Stefan Henszelman
sem hefur fengiö flestar út-
nefningar f ár. Þetta er gam-
ansöm mynd um ástarsam-
bönd og vináttu, einskonar
Sex, lies and videotapes
Danmerkur. Hvort sem hún
fær öll þessi verðlaun eöa
ekki er hún væntanleg á
danska kvikmyndahátíö í Há-
skólabíói í vor.
□ Vinsælasta mynd
Frakka á síöastliðnu ári var
Cyrano de Bergerac meö
Gérard Depardieu í aöal-
hlutverki. Hún veröur tekin til
sýninga í Regnboganum inn-
an skamms. Og Depardieu
situr ekki auöum höndum,
hann hefur nýlokið við mynd
hjá leikstjóranum Peter Weir
(Dead Poets Society) sem
heitir Green Card og fjallar
um franskt tónskáld sem gift-
ist amerískri stúlku til aö fá
atvinnuleyfi (Green Card) í
Bandarlkjunum. Andie
McDowell úr Sex, lies and
videotapes leikur á móti hon-
um.
□ John Goodman hefur
verið í ýmsum aukahlutverk-
um á milli þess sem hann
leikur eiginmann Roseanne f
sjónvarpinu. Hann hefur nú
fengiö aöalhlutverk f mynd-
inni King Ralph sem David
S. Ward leikstýrir. Goodman
leikur píanóleikara ( Las Veg-
as sem veröur konungur
Bretlands af því aö breska
kóngafjölskyldan er útdauö.
Peter O’Toole leikur einkarit-
ara hans.
□ Svo virðist sem kven-
kyns „James Bond" sé á
leiöinni f kvikmyndahús því
þaö á aö fara aö kvikmynda
aðalhetju bókaflokks eftir
skáldkonuna Söru
Paretsky. Söguhetjan er sú
óviöjafnanlega klára Victoria
Warshawsky sem er einka-
spæjari í Chicago, og það er
hin fturvaxna Kathleen
Turner sem fer með aöal-
hlutverkið.
□ Jonathan Demme
hefur nýlokið við að gera
hryllingsmyndina The silence
of the lambs. Þar leikur Jodie
Foster starfsmann FBI sem
er aö leita aö geöveikum
fjöldamoröingja. Anthony
Hopkins leikur annan geö-
veikan morðingja sem hjálp-
ar Foster að finna hinn.
□ Oliver Stone er búinn
aö gera mynd um gamalt
átrúnaðargoð sitt, Jim Morri-
son, söngvara hljómsveitar-
innar Doors. Val Kilmer leik-
ur Jim heitinn og Meg Ryan
eiginkonu hans. Andy War-
hol kemur víst líka fyrir í
myndinni og hann er leikinn
af Crispin Clover - ég get
ekki beöiö!
□ Amerfkanar eru ákaf-
lega uppteknir af réttarhöld-
um um þessar mundir.
Presumed innocent og Re-
versal of fortune eru komnar
og tvær aðrar eru á leiöinni. í
Music Box er Jessica Lange
verjandi föður sfns sem er
ákæröur fyrir brot gegn Gyð-
ingum f seinni heimstyrjöld-
inni, og f Class action leika
Gene Hackman og Mary El-
izabeth Mastrantonio fööur
og dóttur með ólíkar pólitísk-
ar skoöanir sem takast á f
réttarsal.
Sif
ÞJÖÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991
Síða 12