Þjóðviljinn - 14.03.1991, Blaðsíða 8
Fkéitim
A höttunum
eftir rauðum
hundum
Umferðarráð og lögregla hafa ákveðið að skcra upp
herör gegn bíræfnum bílstjórum sem bruna yfir á
rauðu Ijósi. Yfirvöld hafa af því vaxandi áhyggjur
hversu margir ökumenn kæra sig kollótta um litinn á
götuvitum við gatnamót. Mun þetta stórhættulega at-
hæfi bílstjóra hafa færst mjög í vöxt að undanförnu,
eins og löghlýðnir borgarar hafa án efa orðið varir við. Oft eiga fót-
gangandi vegfarendur fótum fjör að launa þegar óþolinmóðir og lit-
blindir bflstjórar stíga bensínið í botn til að „ná Ijósunum“. Mjög
harðir árekstrar hljótast líka oft af þessu athæfí manna.
Lögregla og Umferðarráð
hafa nú tekið höndum saman um
að vekja athygli á þessu vanda-
máli og þeirri hættu sem því fylg-
ir.
A fundi sem yfirvöld umferð-
armála héldu með blaðamönnum
í gær kom fram að lögregla mun í
auknum mæli hafa gætur á gatná-
mótum og geta þá sökudólgar átt
það á hættu að verða 7000 krón-
um fátækari, verði þeir gómaðir.
Oli H. Þórðarson sagði að
ekki gæti síður stafað hætta af
[ umferöinni hefur svonefndum rauöum hundum, þ.e. biræfnum bilstjórum sem bruna yfir á rauöu Ijósi, fjölgaö mjög.
Lögregla um land allt mun á næstunni hafa vakandi auga með götuvitum á gatnamótum og góma þrjótana. Mynd: Jim
Smart.
þeim bílstjórum sem eru seinir að
taka við sér þegar grænt ljós
kviknar. Þá færist óþolinmæðin
enn í vöxt og sem flestir vilja
sleppa yfir gatnamótin áður en
rauða ljósið logar á ný.
Umferðarráð kynnti einnig
niðurstöður könnunar sem það
gerði í samvinnu við lögreglu um
öryggismál ökumanna og far-
þega. Kannað var hversu margir
notuðu bílbelti, hvort bílstjórar
hefðu ljósin tendruð á daginn og
hversu margir væru á negldum
dekkjum, vetrardekkjum og sum-
ardekkjum í vetrarfærðinni. Þegar
á heildina er litið virðist ástand
mála nokkuð gott. Um 80 prósent
ökumanna höfðu bílbeltin spennt,
85 prósent farþega í framsæti og
tæp 70 prósent farþega í aftursæt-
um bifreiða. Næstum allir, eða
nær 95 prósent, höfðu ökuljósin
kveikt. Þá voru langflestir bílar
með nagladekk, eða tæp 70 pró-
sent. Tæpur fjórðungur bíla var
með vetrardekk og innan við
flmm prósent með sumardekk.
BE
Bændur óttast aukinn
innflutning búvara
A Guðmundur Rúnar Heiðarsson skrifar
Svo virðist sem ótti bændasamtak-
anna við það að heimilaður yrði
aukinn innflutningur búvara hafí
átt stóran þátt í þeirri ákvörðun
þeirra, að nauðsynlegt væri að ráð-
ast í sársaukafulla hagræðingu í
landbúnaðinum. Markmiðið með því er að
auka samkeppnisaðstöðu innlendra landbún-
aðarvara og stuðla að verðlækkun þeirra.
Eða eins og Haukur Halldórsson, formaður
Stéttarsambands bænda, sagði: „Eins og allir vita
er ekki víst að það gefi bændum mest í aðra hönd
að hækka verð á búvömm sem mest. Heldur hvað
verður eftir þegar búið er að greiða allan kostn-
að“.
Aukafulltrúaráðsfundur Stéttarsambands
bænda hófst í gær og honum lýkur í dag. Á þess-
um fundi munu hinir rúmlega sextíu þingfulltrúar
taka afstöðu til nýja búvörusamningsins sem und-
irritaður var í vikunni með fyrirvara um samþykkt
fulltrúafundarins. Eftir að formaður Stéttarsam-
Bændasamtökin settu það sem
skilyrði fyrir frekara samstarfi við
aðila vinnumarkaðarins að öllum
hugmyndum um innflutning land-
búnaðarafurða yrði ýtt út af borð-
inu
bands bænda haíði kynnt þingfulltrúum nýja bú-
vörusamninginn var samþykkt með 34 atkvæðum
gegn 8 sú tillaga stjómarinnar að fundurinn yrði
haldinn íyrir luktum dymm.
Helstu markmið nýja búvörusamningsins í
stefnumörkun í mjólkurframleiðslu og sauðfjár-
rækt em:
* að stuðla að því að í landinu geti þróast hag-
kvæmur og öflugur landbúnaður,
* að lækka vömverð til neytenda án þess að
slaka á þeim gæðakröfum sem gerðar em til þess-
ara vara og án þess að það komi niður á afkomu-
möguleikum bænda,
* að koma á og viðhalda jafnvægi í fram-
leiðslu og sölu mjólkur- og sauðfjárafurða,
* að lækka opinber útgjöld til þessarar fram-
leiðslu,
* að stuðla að því að búskapur verði í sem
bestu samræmi við landkosti og æskileg landnýt-
ingarsjónarmið.
I framsögu Hauks Halldórssonar, formanns
Stéttarsambands bænda, kom fram að aðdragand-
inn að hinum nýja búvömsamningi hefur verið
nokkuð langur. Alyktun þar um var samþykkt á
aðalfundi Stéttarsambandsins árið 1988 en samn-
inganefndin var hins vegar ekki skipuð fyrr en i
apríl árið 1989. Þá um sumarið var byrjað að
vinna að gerð nýs búvörusamnings og vom drög
að honum lögð fyrir aðalfund Stéttarsambandsins
á Reykjum síðastliðið haust. Eftir þann fund lá
fyrir, að mati forystumanna bændasamtakanna, að
ekki væri pólitískur meirihluti á Alþingi til að
veita þeim drögum brautargengi að gerð nýs bú-
vörusamnings.
Nokkru áður, á fundi á Hvanneyri haustið
1989, höfðu menn horfst í augu við hækkandi
verðlag á landbúnaðarvömm og minnkandi sölu.
Af þeim sökum ályktaði fundurinn á Hvanneyri
um nauðsyn hagræðingar í landbúnaði og að bú-
vömverð yrði lækkað.
Þegar aðilar vinnumarkaðarins byrjuðu að
leggja drög að nýjum kjarasamningi, sem er betur
þekktur í dag sem „þjóðarsáttin“, vom forystu-
menn Stéttarsambandsins kallaðir til skrafs og
ráðagerða. Þar vom menn að velta því fyrir sér
hvort og hvemig væri hægt að gera skynsamlegan
kjarasamning, þannig að hægt væri að komast út
úr þeim vítahring sem víxlverkun kaupgjalds og
verðlags var.
Haukur Halldórsson sagði að á þessum fund-
um hefðu aðilar vinnumarkaðarins bent talsmönn-
um bænda á að búvara hefði hækkað verulega
meira en almennt kaupgjald hafði gert. Haukur
sagði að þessar umræður hefðu leitt til þess að
bændasamtökin komu inn í þessa vinnu aðila
vinnumarkaðarins sem endaði með aðild þeirra að
„þjóðarsáttinni“. En þar var, eins og kunnugt er,
lagður gmnnurinn að því að verðbólga yrði svip-
uð og í helstu nágrannalöndum íslendinga.
I beinu framhaldi af kjarasamningunum náð-
ist svo samkomulag um það að nefnd bænda og
aðila vinnumarkaðarins skyldi vinna að gerð til-
lagna sem miðuðu að því að gera samkeppnis-
stöðu landbúnaðarins sem besta.
Að mati forystumanna bændasamtakanna
svifu þá áður yfir vötnunum hugmyndir um auk-
inn innflutning á búvörum. Haukur sagði að
ákveðnir aðilar hefðu jafnvel talið mögulegt að
ekki þyrfli að hækka launin eins mikið ef leyfður
yrði aukinn innflutningur á búvömm. Af þeim
sökum settu bændasamtökin það sem skilyrði fyr-
ir frekara samstarfi þeirra við aðila vinnumarkað-
arins að öllum hugmyndum og umræðum um inn-
flutning landbúnaðarafurða yrði ýtt út af borðinu.
Áframhaldandi samvinna bændasamtakanna og
aðila vinnumarkaðarins leiddi síðan til þess að
fulltrúar þeirra tóku þátt í störfum sjömanna-
nefndarinnar með bændum og í verðlagsnefndum
landbúnaðarins.
Jafnframt sáu forystumenn bændasamtakanna
fram á það að þau yrðu að leita að stuðningi við
áframhaldandi búvörusamning utan þings. Enn-
fremur að leitast við að ná sáttum um landbúnað-
armálin. I því sambandi veltu menn því fyrir sér
Aukafulltrúaráðsfundur Stéttar-
sambands bænda samþykkti með 34
atkvæðum gegn 8 að fundurinn
skyldi haldinn fyrir luktum dyrum,
eftir að formaður sambandsins hafði
kynnt nýja búvörusamninginn
hvað það væri sem færi mest fyrir brjóstið á neyt-
endum varðandi stefnuna í landbúnaðarmálum. I
skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar um málið
kom fram að það voru útflutningsbætumar sem
flestir voru á móti. Aftur á móti prísuðu flestir
gæði innlendra landbúnaðarafurða. Þetta var túlk-
að á þann veg að hvorki væri stuðningur fyrir
áframhaldandi útflutningsbótum í þáverandi
mynd hjá neytendum né á Alþingi sem lið í
byggðaaðgerðum. Af þeim sökum töldu menn
skynsamlegra að einhenda sér í það bæta sam-
keppnisaðstöðu sauðfjárafúrða í því skyni að auka
markaðshlutdeild þeirra. Að því marki er stefnt í
þeim búvörusamningi sem nú liggur fyrir auka-
fulltrúaráðsfundi Stéttarsambands bænda. Þar
verður tekið af skarið um það hvort bændur vilja
ráðast í þær aðgerðir sem óhjákvæmilegt er að
gera eða hvort þeir hafna þeim. Það mun koma
ljós í dag.
-grh
Listi Alþýðu-
flokksins á Norð-
urlandi eystra
Gengið hefur verið frá
lista Alþýðuflokksins á Norð-
urlandi eystra og er alþingis-
maöurinn Jón Sæmundur
Sigurjónsson, Sigluftrði, í
efsta sæti. (öðru sæti er Jón
Karlsson, Sauðárkróki.
í því þriðja er Steindór
Haraldsson, Skagaströnd, í
fiórða sæti er Agnes Gamal-
felsdóttír, Hofsósi og í því
fimmta er Friðrik Friðriksson,
Hvammstanga. -gpm
Kvennalistinn
á Suðurlandi
Drlfa Kristjánsdóttir,
Torfastöðum Biskupstungum
er í fýrsta sæti á lista
Kvennalistans á Suðurlandi
fyrir komandi þingkosningar.
f öðru sæti er Margrét Bjorg-
vinsdóttir, Hvolsvelii.
í þriðja sæti er Elísabet
Valtvsdóttir, Selfossi, f því
fjórða er Sigríður Steinþórs-
dóttir, Mýrdal, (fimmta sæti
er Sigurborg Hilmarsdóttir,
Laugarvatni og í sjötta sæti
er Pálína Snorradóttír,
Hveragerði. -gpm
Lísti Framsóknar
á Reykjanesi
Listi Framsóknarflokksins
vegna alþingiskosnínganna í
vor í Reykjaneskjördæmi
hefur verið ákveðinn. í fyrsta
sæti er forsætisráðherrann
Steingrfmur Hermannsson
og Jóhann Einvarðsson al-
þingismaður er f öðru sæti.
I þriðja sæti er Níels Árni
Lund Hafnarfirði. Næstu sæti
skipa Guðrún Alda Harðar-
dóttir, Kópavogi, Guðrún
Hjörieifsdóttir, Keflavfk,
Sveinbjörn Eyjólfeson, Mos-
fellsbæ, Siv Friðleifedóttír,
Seltjamamesi, Elín Jó-
hannsdótti r, Bessastaða-
hrepp, Röbert Tómasson,
Grindavfk, Óskar Guðjóns-
son, Sandgerði og f 11. sæti
er Stefán Amgrímsson,
Kópavogi. -gpm
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. mars 1991
Síða 8