Þjóðviljinn - 14.03.1991, Page 15
Skrítinn draumur
Ferðaskrifsiofan Veröld hefur
sent frá sér faliegan bækling
þar sem boðið er upp á ýmsar
feröakræsingar. Ekkert er til
sparað^við gerð krógans og
aídar, Andri Már Ingóllsson,
skrifar hástemmdan inngang
undir fyrirsögninni Láttu draum-
inn rætast. En þaö er skrltinn
draumur, skrítin söguþekking
og skilningurinn á fleygum orð-
um enn skritnari. Við gefum
Andra Má orðið: „Feröalög eru
íslendingum líklega mikilvægari
en flestum öðrum þióðum og
hefur svo verið allt frá dögum
Eails er hann mælti svo vel: „út
vif ek“. Utþráin er okkur í blóð
borin..."
Nú var það svo að Snorri
Sturluson mælti þessi fleygu
orð þegar Skúli jarl bannaði
honum að fara til Islands frá
Noregi. Egill var þá löngu kom-
inn undir græna torfú. Ut vil ek
táknaði ekki að fara utan frá ís-
iandi, heldur að fara út til ls-
lands. Hafa norrænufræðingár
löngum túlkað þessi orð Snorra
sem föðurlandsást eða heim-
þrá en ekki sem löngun hans tíl
ferðalaga.
Ný Hildur
í Meistaranum
Ingvar E.:
Bryndís Petra Bragadóttír í Ég er
melstarinn.:
sýningu Borgarleikhússins á
„Eg er meistarinn" eftir Hrafn-
hildl Hagalin Guðmundsdóttur.
Elva Osk Olafsdóttir, sem fór
með hlutverkið, er barnshaf-
andi og þurfti því að taka sér
frí. Lengi vel var óljóst hvort
Ingvar E. Sigurðsson gæti
haldiö áfram með hiutverk
sambýlismanns Hildar þar sem
hann leikur Pétur Gaut I upp-
færslu Þjóðleikhússins. Hallmar
Sigurðsson leikhússtjóri ætlaði
þá að hlaupa i skarðið, en Þor-
stelni Gunnarssyni, sem fer
með hlutverk meistarans, mun
ekki hafa lltist á þá tllhögun og
þótt Hallmar nokkuð roskinn í
hlutverkið. Máliö leystist svo á
farsælan hátt því samningar
tókust við Þjóöleikhúsið um
það að Ingvar gæti haldið
áfram í hlutverkinu, enda yröi
sýntönnur kvöid en Pétur
Gautur er á fjöium Þjóðleik-
hússins.
íþróttamaður árs-
ins á Siglufirði
Ásþór Sigurðsson var kiörinn
íþróttamaðurársins á skemmti-
kvöldl Kiwanlsklúbbstns Skjald-
ar nýlega. Ásþór er 18 ára og
bráðefnilegur skíðamaður i
alpagreinum. Hann varð þre-
faldur meistari á Unglinga-
Frá verölaunaafhendlngunni.
Kynþokkafullir karlmenn í stuttum
pilsum og hlédrægar söngkonur
Dragg-sjóið á Moulin Ro-
uge, eða Rauðu myllunni,
í fyrrverandi Kjallara
keisarans, sló í gegn um
síðustu helgi.
Ekki er langt síðan
landanum bauðst í fyrsta skipti að sjá
svonefht dragg-sjó (skv. Slangurorða-
bókinni) - skemmtiatriði þar sem karl-
ar iklæddir kvenmannsfötum troða
upp. Flestir þekkja þau atriði, sem jafii-
an vekja mikla hrifningu á árshátíðum,
þegar annars virðulegir skrifstofumenn
skakklappast á háum hælum uppi á
sviði.
Dragg-sjó eru annars eðlis. Þar
verður vart greint hvort um karl eða
konu er að ræða, eins og myndimar
sem Jim Smart tók af tveimur kyn-
þokkaföllum körlum á Moulin Rouge
síðastliðinn föstudag bera með sér. Rú-
sínan í pylsuendanum á dagskrá
kvöldsins var atriði, sem fyrir allmörg-
um árum naut mikilla vinsælda í
Glæsibæ, Súsanna baðar sig. Á milli
þess sem dragg-drottningar sýndu ögr-
andi dansa skemmtu ungar og feimnis-
legar söngkonur gestum með gömlum
dægurlögum.
Enn heför ekki verið föndin íslensk
þýðing á draggið, svo blaðamanni sé
kunnugt um. Upphaflega ku enska orð-
ið „drag“ hafa verið notað um kjóla
sem karlleikarar notuðu í þá daga þegar
konur voru óvelkomnar á leikhússvið-
um Evrópu - til aðgreiningar ffá
„dress“ sem kvenfólk klæddist.
Seiðandi
kántrísöngur
þessarar prúöbúnu
„heimskonu" fyllti
hjörtu áhorfenda á
Rauðu myllunni um
síöustu helgi.
Getnaðarfullur dans
dragg-drottningar á
nýjum skemmtistað
hér í bæ sem ber
heiti samnefnds
staðar í gleði-
borginni París:
Moulin Rouge.
Myndir: Jim Smart.
fY"
co
íIkjs
Ritgeröin m(n heitir: Þegar
skóla lýkur og heim er komið.
■ Mér er svo sem ekkert illa
við að vera hlekkjaöur niður
í kjailara, en þegar kjötinu
er kastað niður tekur
rottuskárinn...
Hvað, kennari?
«...
Síða 15
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 9.mars 1991