Þjóðviljinn - 14.03.1991, Blaðsíða 16
Páll Halldórsson, formaður BHMR, hafði I mörg horn að llta I gær, þegar niðurstaða í dómi undirréttar lá fyrir. Hún hefur valdið félögum í BHMR miklum vonbrigð-
um og margir þeirra telja niðurstöðu dómsins ekkert annað en pólitíska aðför að samningsréttinum. Mynd: Jim Smart.
Bæjarþing sýknar
ríkið af kröfum BHMR
^ gær var kveðinn upp dómur í bæjarþingi Reykjavíkur þar
Isem ríkið var sýknað af kröfum Bandalags háskólamennt-
aðra ríkisstarfsmanna. Málið var höfðað til að hnekkja
ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ógilda samnings-
bundnar launahækkanir til BHMR-félaga með bráða-
birgðalögum sl. sumar. Páll Halldórsson, formaður
BHMR, segir að niðurstaða dómsins sé veruleg vonbrigði og ekki
aðeins áfall fyrir BHMR heldur einnig öll stéttarfélög í landinu.
Ólafar Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segir mikilvægt að
þessum áfanga sé lokið og nú þurfi báðir aðilar að takast á við
sameiginleg viðfangsefni.
Forseti frestar
og fer heim
Guðrún Helgadóttir, forseti
sameinaðs þings, frestaði klukk-
an þrjú í fyrrinótt fundi þar sem
þingsályktunartillaga um álmál-
ið var til umræðu. Hún fór þá úr
húsinu og heim. Viðstaddir átt-
uðu sig ekki alveg á því hvað var
að gerast og kölluðu á Salome
Þorkelsdóttur varaforseta sem
var á heimleið. Hún kom á káp-
unni og sleit fundinum.
Guðrún hafði hugsað sér að
fresta fundinum til að ræða málið
áfram seinna þennan dag en vegna
þessa misskilnings var álmálið
hreint ekki á dagskrá fundar í gær
til að byrja með. Seinna um daginn
var þó búið að koma álmálinu á
dagskrá nýs fundar og stóð til að
ræða það í gærkvöldi.
Þegar Guðrún lýsti þeirri dag-
skrártilhögun um sjöleytið í gær-
kvöldi lýsti Hjörleifur Guttormsson
því yfir að hann vildi sjá alla ráð-
herra ríkisstjómarinnar viðstadda
umræðuna þar sem öll ríkisstjómin
virtist leggja mikla áherslu á þetta
mál. Hjörleifur hefur lýst því að
hann þurfi nokkurn tíma til að
ræða þetta mál. Sama á við um
Kvennalistinn.
Annars stendur til að ljúka um-
ræðu um málið og senda til nefnd-
ar þótt ræða þurfi mestaila nóttina.
Álmálið stendur einnig í ríkis-
stjóminni að því leyti að erfiðlega
gengur að koma lánsfjárlögum
saman þar sem íjármálaráðherra
vill setja það sem skilyrði fyrir lán-
töku Landsvirkjunar vegna undir-
búningsframkvæmda að raforku-
samningur verði tilbúinn. -gpm
Það var Bjarnheiður Guð-
mundsdóttir í Félagi íslenskra nátt-
úmfræðinga sem höfaði mál gegn
ljármálaráðherra fyrir hönd ríkis-
sjóðs og menntamálaráðherra fyrir
hönd rannsóknadeildar fisksjúk-
dóma við Tilraunastöð Háskóla Is-
lands í meinafræðum. Málið var
þingfest 4. október 1990, dómtekið
29. janúar 1991, endurupptekið 11.
febrúar sl. og dómtekið á nýjan
leik 25. febrúar sl.
I niðurstöðum dómsins segir að
bráðabirgðalögin brjóti ekki í bága
við stjómarskrána og „að löggjaf- *
anum sé heimilt undir vissum
kringumstæðum, svo sem við
framkvæmd efnahagsstefnu, að
skerða samningsbundin laun
manna án þess að bætur komi fyr-
ir“. Dóminn kváðu upp þeir Frið-
geir Bjömsson, Allan V. Magnús-
son og Jón L. Amalds. Málskostn-
aður var felldur niður.
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra sagði að BHMR-
málið hefði verið erfitt og við-
kvæmt mál. Þessvegna væri það
mikilvægt að niðurstaða dómsins
er mjög skýr í öllum aðalatriðum.
Þar kemur fram að bráðabirgðalög-
in eru í fullu samræmi við stjómar-
skrá og réttarreglur. „Hinsvegar
finnst mér mest um vert á þessari
stundu að haldið verði áfram þeim
viðræðum sem ég hef átt á undan-
fömum mánuðum við forystumenn
einstakra félaga innan BHMR til
að leita leiða sem hægt er að fara
til að ná árangri. Lífið heldur
áfram og við höfum öll lært af
þessari reynslu. Hún hefur verið
erfið en hún skilar öllum einhverj-
um lærdómi," sagði Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra.
í ályktun stjómar BHMR um
dómsniðurstöðuna er lýst furðu á
dómi undirréttar sem þýðir að
stjómvöld á hverjum tíma geta tek-
ið af launamönnum löglega gerða
kjarasamninga ef þeir henta ekki
markmiðum stjómmálamanna. Þar
með sé samningsréttur stéttarfé-
laga að engu orðinn. Stjóm BHMR
telur að við það verði ekki unað.
Undir þessa ályktun tekur stjórn
Hins íslenska kennarafélags. Þar
segir ennfremur: „Ríkisvaldið hef-
ur brotið allan trúnað við starfs-
menn sína og er erfitt að sjá hvem-
ig þar geti gróið um heilt“.
Páll Halldórsson, formaður
BHMR, sagði að niðurstaða dóms-
ins væri sér mikil vonbrigði og
ekki aðeins áfall fyrir BHMR held-
ur öll stéttarfélög í landinu. Hann
sagði að með dómnum hefði verið
staðfest að kjarasamningar væru
ekki virði þess pappírs sem þeir
væru skrifaðir á, ef þeir væru ekki
í samræmi við efnahagsstefnu rík-
isstjórnarinnar á hverjum tíma.
Páll sagðist ekkert vilja fullyrða
um það hvort dómurinn væri pólit-
ískur dómur en það væri hinsvegar
ljóst að bæjárþingið hefði ekki haft
þrek til að standa gegn fram-
kvæmdavaldinu í þessu efni.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um það hvort dómi bæjar-
þings Reykjavíkur verður áfrýjað.
-grh
Sjálfstæðis-
menn leita
a naoir
Steingríms
Furðulegar fléttur eiga sér
stað í sölum og skúmaskotum
Alþingis þegar dregur nær
þinglausnum á vorin. Ein slík
flétta varð næstum að óleys-
anlegum hnút í efri deild í
gær. Meiri hluti fjárhags-og
viðskiptanefndar hafði komist
að samkomulagi um að breyta
frumvarpi til laga um efna-
hagsaðgerðir, sem er fylgi-
frumvarp frumvarps um
Byggðastofnun.
Breytingin felur í sér að
Byggðastofnun yrði óheimilt að
skuldbreyta lánum atvinnu-
tryggingadeildar, sem stofna á
samkvæmt frumvarpinu, eða
breyta þeim á annan hátt án
samþykkis Ríkisábyrgðarsjóðs.
Meirihluti nefndarinnar vill ekki
gefa Byggðastofnun leyfi til að
breyta lánum í þeim tilvikum
þegar þau standa illa og eru
tryggð hjá Ríkisábyrgðarsjóði,
án þess að sá sjóður hafi hönd í
bagga.
Þessu undu Sjálfstæðismenn
1 efri deild ekki og fóru sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
til Steingríms Hermannssonar
forsætisráðherra og báðu hann
um að grípa inn í málið. Hugs-
anlega var honum hótað mál-
þófi en hann leggur áherslu á að
þessi frumvörp um Byggða-
stofnun verði að lögum. Þá
gekk Steingrímur í það að reyna
að breyta breytingartillögu
meirihlutans til að sætta stjóm-
arandstöðuna og olli það mikilli
reiði nefndarmeirihlutans sem
vitanlega undi því illa áð for-
sætisráðherrann væri farinn að
vinna með stjómarandstöðunni.
Seint í gærdag virtist lausn
málsins vera í sjónmáli. Hún er
fólgin í því að Byggðastofnun
þyrfti að leita umsagnar forsæt-
is- og fjármálaráðuneytis áður
en atvinnutryggingadeild stofn-
unarinnar yrði heimilt að skuld-
breyta lánum eða breyta vöxtum
á þeim.
-gpm
Flugleiðir
á vænejum
hagnaoarins
Hagnaður af reglulegri starf-
semi Flugleiða varð 362 miljón-
ir króna í fyrra en árið 1989 var
tap á rekstri félagsins um 459
miljónir króna. Auk þess varð í
fyrra 348 miljóna króna hagn-
aður af sölu eigna félagsins,
fyrst og ffemst að sölu Fokker-
flugvélanna.
Tekjur félagsins hækka um
6,1% á milli áranna ef þær em
bomar saman á meðalverðlagi
ársins 1990 og kostnaður lækk-
ar um 2,2% á sama verðlagi.
Rekstrarafkoman batnar því um
625 miljónir króna á föstu verð-
lagi.
Velta Flugleiða í fyrra varð
um 12 miljarðar króna.
Á stjómarfundi félagsins á
þriðjudag var samþykkt að
leggja fyrir aðalfund að heimil-
að yrði að auka hlutafé um 400
miljónir króna að nafnvirði, en
gert er ráð fyrir að markaðsverð
þeirra gæti orðið um einn mil-
jarður króna. -Sáf