Þjóðviljinn - 22.05.1991, Blaðsíða 2
Fjármagn
eöa fólk
Nú hefur verið ákveðið að hækka vextina. Það
er ekki afleiðing af neinu öðru en stefnu ríkis-
stjórnarinnar. Hún lýsti því yfir á fyrsta degi
sínum að vextir yrðu að hækka.
Vextir af spariskírteinum ríkissjóðs hækka um allt
að 2%. Vextir af skuldbindingum í bönkunum hækka
annað eins. Húsbréfakerfið er hrunið: Afföllin eru nú
22%. Vaxtaskrúfan er komin af stað.
Afleiðingarnar eru: verðbólga, gjaldþrot, atvinnu-
missir og að ávinningur þjóðarsáttartímans verður að
engu gerður á örstuttum tíma.
Þannig hefur fjármagnið fengið sitt. Vaxtahækkun
upp á 1% jafngildir sömu upphæð í beinum peningum
og launahækkanir yfir línuna upp á 1,6%. 2% vaxta-
hækkun jafngildir í rauninni hærri upphæð en sérstök
kaupbreyting vegna viðskiptakjarabata sem verka-
lýðshreyfingin telur nú að ætti að vera kringum 2,4%.
Á sama tíma og ríkisstjórnin hefur frumkvæði að
því að afhenda þeim sem fjármagnið eiga stórauknar
tekjur svo nemur miljörðum króna tekur hún þátt í því
að neita samtökum launafólks um launabreytingar
vegna viðskiptakjarabatans. Þannig afhjúpar ríkis-
sjórnin innra eðli sitt. Hún tekur fjármagnið fram yfir
fólkið; stefna hennar viðurkennir ekki þá grundvallar-
staðreynd að fólkið skapar öll verðmæti þjóðarinnar
með vinnu sinni. Án vinnu er engin verðmætasköpun.
Með stefnu sinni tekur ríkisstjórnin undir þau viðhorf
sem einu sinni heyrðust að peningarnir yrðu til með
peningunum í einskonar hlutlausum sjálfsgetnaði pen-
ingaseðlanna hver með öðrum.
Samtök launafólks hafa nú sett fram kröfur sínar
um hlutdeild í viðskiptakjarabatanum. Þar er gert ráð
fyrir 2,4% launahækkun um næstu mánaðarmót auk
þeirra hækkana sem samningsbundnar eru og þeirra
hækkana sem verðlag hefur farið fram úr áætlunum.
Vinnuveitendasambandið neitar. Þess vegna neitar
ríkisstjórnin. Þar ræður Sjálfstæðisflokkurinn för. Al-
þýðuflokkurinn ræður engu. Hann gengur á bak orða
sinna í kosningabaráttunni er hann lofaði því að
launafólk ætti að fá hlutdeild í ávinningi þjóðarsáttar-
innar. Alþýðuflokkurinn er fangi Sjálfstæðisflokksins
og Vinnuveitendasambandsins.
( síðustu ríkisstjórn réð Alþýðubandalagið úrslitum
um það að vextir lækkuðu. Við töldum að vextir væru
þá samt of háir. Enginn sagði í kosningabaráttunni að
flokkur viðkomandi frambjóðanda myndi láta það
verða sitt fyrsta verk eftir kosningar að hækka vextina.
Þannig er komið aftan að kjósendum nú eftir kosning-
ar. Vaxtahækkunarmennirnir voru alltaf í stjórnarand-
stöðu í síðustu ríkisstjórn. Jón Sigurðsson var sendi-
sveinn þessara afla inni í ríkisstjórninni. Hann hélt
verndarhendi yfir bönkum og vaxtahækkunum.Hann
barðist gegn frekari vaxtalækkunum. Hann hefur nú
gerst ráðherra í ríkisstjórn þar sem vald vaxtahækkun-
arinnar er upphaf og endir alls. Vélgengislögmálin,
eins og Ögmundur Jónasson, hefur kallað þau, hafa
tekið völdin um sinn.
En ekki er öll nótt úti: Það er óþarfi fyrir samtök
launafólks að una afarkostum af hendi ráðamanna rík-
isstjórnar og atvinnurekenda. Það á að stilla upp and-
stæðum launavinnu og fjármagns, og samtök launa-
fólks tala öruggleg fyrir hvern einasta launamann í
landinu þessa dagana sem mótmælir vaxtahækkun
en krefst kauphækkana. Launamennirnir EIGA nefni-
lega peningana sem ríkisstjórnin er nú að afhenda
fjármagnseigendunum. Stjórnarherrar sem taka fjár-
magnið fram yfir fólkið eiga ekki að sitja lengi. Það er
vont fyrir litla þjóð. s.
Þióovh.iinn
Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f..
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson.
Ritstjóm, skrifstofa, afgreiösla, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verö f lausasölu: 100 kr. Nýtt Heigarblað: 150 kr.
Áskríftarverö á mánuöi: 1100 kr.
Hvað vill kjósandinn
elskulegur?
Félagsvísindastofnun hefur
gert fróðlega athugun á viðhorfum
almennings til þess, hver ættu helst
að vera verkefni nýrrar ríkisstjóm-
ar (og þegar könnunin var gerð var
ekkert um það vitað hvemig sú
rikisstjóm mundi líta út).
Að vísu er það svo að flestar
viðhorfakannanir hafa i sér ein-
hveija innbyggða vankanta sem
ekki er auðvelt að losna við. Til
dæmis að taka: fólk er spurt að þvi
hvort það vilji leggja „mikla
áherslu" á breytta fiskveiðistefnu.
Hér er spurt um eitt það mála sem
mestu varðar um hag landsmanna í
bráð og lengd, en nú ber svo við að
innan við helmingur þeirra sem
spurðir em vilja Ieggja „mikla
áherslu“ á það mál og hér er og um
að ræða einna stærstan hóp þeirra
sem vilja leggja „litla áherslu“ á
stórmál (27,5%) Þetta þýðir að
líkindum (eins og könnun sem
sýndi ótrúlega mikið fylgi við nú-
gildandi kvótastefnu) að ríkjandi
ástand verður eins og óumflýjan-
legt í hugum margra - um leið og
n.".:ð er það flókið að fáir hafa í
huga sér einhvem valkost sem þeir
gætu hugsað sér að mæla með í
spjalli við náungann.
Allt er vænt sem vel
er grænt
En það em margar skemmti-
legar vísbendingar í þessari könn-
un. Ekki síst sú sem felst í því að
fólk setur umhverfisvemd efst á
blað af öllum málaflokkum (86,3%
vilja leggja „mikla áherslu“ á þau
mál). Við skulum vona að þessi
niðurstaða bendi til einhverskonar
vitundarvakningar, hvemig sem
okkur mun nú ganga að koma
þeirri vakningu í jákvæð verk. Hér
getur líka annað komið til greina:
umhverfisvemd er eitt þeirra mála
sem allir em fyrirfram sammála
um í stórum dráttum. Allir em
meira en fúsir til að „tala grænt“
eins og það heitir. AUir em sam-
mála um að „þessir Andskotar“
(hinir) eigi ekki að fá að svína allt
út og eitra fyrir mig og mín böm
og drekkja öllu í msli. Þegar svo
almennt er spurt komast menn ekki
að því hver alvara býr á bak við
umhverfisvemdaráhugann. Og rifj-
ast þá upp fyrir Klippara könnun
sem gerð var í Hollandi fyrir síð-
ustu þingkosningar þar. Þar var
fólk beinlinis að því spurt, hvort
það væri tilbúið að fallast á skert
lífskjör (þ.e.a.s. minni neyslu) ef
það fengi í staðinn vemlega um-
hverfisbót. Og svo merkilega vildi
til að meira en helmingur Hollend-
inga svaraði játandi, enda mjög að
þeirri þjóð þrengt í þrengslum og
efhafræðisukki á ræktuðu landi og
úrgangssukki í ánum.
Skipta flokkar máli?
Það er líka fróðlegt að skoða
niðurstöður könnunarinnar eftir
fylgi þeirra sem svara við pólitíska
flokka. Að sönnu gerist það í ýms-
um málum öðmm en umhverfis-
vemdarmálum, að það em vissir
hlutir sem sjálfsagt þykir að taka
undir (hvað svo sem menn meina
með því í reynd). Til dæmis: þegar
spurt er að þvi hvort Ieggja eigi
„mikla áherslu" á jöfnun lífskjara,
þá er að sönnu umtalsverður mun-
ur á stuðningsfólki Alþýðubanda-
lagsins (91,9%) og Kvennalista
(94,4%) annarsvegar og stuðnings-
fólki Sjálfstæðisflokksins (79,8%
játuðu spumingunni úr þeim hópi).
En munurinn milli flokka er engu
að síður fremur lítill: það er blátt
áfram fastur hryggjarliður í um-
ræðunni _á íslandi að vilja jafna
lífskjör. í þeim sklingini emm við
allir í ,jafnaðarmennskunni“ og að
líkindum í ríkari mæli en flestar
þjóðir aðrar. Kannski vegna þess
ekki síst að við emm fá og vitum
betur hvert af öðm en menn gera i
stærri samfélögum. En hinn pólit-
íski ágreiningur um jöfnuð, hann
kemur ekki fram fyrr en menn fara
að spytja um það hvemig fara eigi
að því að jafna lífskjör í landinu.
Hvernig jafna
skal...
Nokkrar spurningar koma
reyndar inn á það mál, beint og
óbeint. Mest pólitískt mark er þá
takandi á spumingunni um sérstak-
an hátekjuskatt. Þar verður (eins
og í ýmsum dæmum öðmm) tölu-
verð fylgni milli fylgis Kvennalist-
ans (75,9%) og Alþýðubandalags-
ins (72,1%), en á hinum endanum
em fylgismenn Sjálfstæðisflokks-
ins, þeir em minnst hrifnir af sér-
stökum hátekjuskatti, þó eru
37,5% þeirra fylgjandi honum með
„mikilli áherslu". Það þarf svo
ekki að koma á óvart, þótt þessu
fylgi samsvarandi munur á fylgj-
endum Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðubandalags þegar að því er
spurt, hvort menn vilji leggja sína
miklu áherslu á að „hækka ekki
skatta“. Þar em Sjálfstæðismenn
langefstir (86,1%) en Alþýðu-
bandalagsmenn langneðstir
(53,2%) og er það rökrétt sem fyrr
segir: ef menn vilja sérstakan há-
tekjuskatt þá geta þeir ekki haft á
móti því að einhverjir skattar
hækki.
Dagvistarmál sýna og svipað
mynstur: Alþýðubandalagsfólk og
Kvennalista er þar efst á blaði í
áherslum (73,2%) en Sjálfstæðis-
fólk neðst (51,7%).
Alþýðuflokksfólk er
næst Sjálfstæðisfólki
Þégar allt kemur saman virðist
allgreinilegur munur staðfestur
milli Alþýðubandalags og Kvenna-
Iista annarsvegar (þar er „vinstr-
ið“) og Sjálfstæðisflokks hinsveg-
ar. Fylgismenn Alþýðuflokksins
em í sínu hugsanamynstri ein-
hversstaðar þar á milli en þó miklu
nær viðhorfamynstri Sjálfstæðis-
manna. Samkvæmt þessu er stjóm-
in nýja með vissum hætti rökrétt.
Framsóknarflokkurinn er svo um
margt greinilega miðjuflokkur,
eins og hann vill vera.
Hvergi kemur þessi munur
greinilegar fram en í afstöðu til
orkuffekrar stóriðju. Það em að-
eins 5,2% af stuðningsfólki Al-
þýðubandalagsins og 7,5% af
Kvennalistafólki sem vill leggja
„mikla áherslu" á þann málaflokk.
Aftur á móti er nær helmingur
Sjálfstæðismanna (48,2%) mjög á
þessu máli og Alþýðuflokksmenn
fylgja fast á eftir eins og að líkum
lætur (44,3%). Framsóknarflokkur-
inn dólar sér svo á miðjunni með
23% eindreginna áhugamanna á
þessu sviði.
Það er reyndar fleira merkilegt
í þessu stóriðjumáli en mjög
greinilega misjöfn afstaða til þess
eflir flokkum. Það kemur reyndar á
óvart eftir mikinn gauragang í um-
ræðu um þetta mál, að það er næst-
neðst á blaði á lista könnunarinnar
um þau stórmál sem almenningur
vill leggja mikla eða litla áherslu á.
Það eru reyndar aðeins 33,3%
þeirra sem spurðir er sem vilja
leggja ,jnikla áherslu“ á orkuffeka
stóriðju, þeir sem leggja „litla
áherslu“ (lengra leyfir spuminga-
listinn mönnum ekki að fara niður
í áhugaleysi eða andstöðu) á þau
mál eru fleiri en í nokkru máli öðru
eða 33,4%. Ögn fleiri en hinir stór-
iðjufúsustu!
ÁB
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1991
Síða 2