Þjóðviljinn - 22.05.1991, Side 3
ÍBAG
22. maí
er miðvikudagur.
Imbrudagar.
142. dagur ársins.
Sólarupprás í Reykjavík kl.
3.52 - sólarlag kl. 22.59.
Viðburðir
Norðurreið Skagfirðinga 1849.
Þjóðviljinn
fyrir 50 árum
Þjóðviljinn bannaður.
fyrir 25 árum
X-G. Kosið um borgarmál.
Kosiö um kjaramál. Kosið um
landsmál. Kosið um reisn. Ár-
angurinn í kvöld fer eftir starfi
okkar í dag. (haldið smeykt við
Sigurjón og Guðrúnu.
Sá spaki
Munurinn á leikhúsi og kirkju
er aöallega sá að leikhúsið
viðurkennir hreinskilnislega og
heiðarlega hvað það er en
kirkjan er hinsvegar leikhús
sem á allan máta og að hluta
óheiðarlega reynir að fela það
sem það er.
(Sören Kirkegaard)
MÍN
SKOÐUN
á greiðslu til launafólks
vegna viðskiptakjara-
batans
Bjöm Grétar Sveins-
son, formaður Verka-
lýðsfélagsins Jökuls á
Höfn í Hornafirði
í fyrsta lagi er enginn ágreining-
ur um að þessi efnahagsbati er til
staðar.
I öðru lagi er enginn ágreiningur
um að hann gangi til launafólks á
samningstímanum.
Um hvað er þá deilt? Það er hægt
að deila um hvort hækkun vegna
viðskiptakjara á að vera 2 pró-
sent eða 6 prósent.
Atvinnurekendur og ríkisstjóm
eiga það saineiginlegt um þessar
mundir að vilja þvæla þessu máli
út og suður. Þeir eru einnig sam-
mála um að hækka skattfijáls
laun fjármagnseigenda um tugi
prósenta með vaxtahækkunum.
Ef þeir telja að þetta sé rétta leið-
in til þess að undirbúa næstu
samninga í september, þá em
þeir úr takt við alla umræðu sem
á sér stað hjá því fólki sem skap-
aði þessar aðstæður. Og nú er
komið að því að greiða fyrir
,diöfundarréttinn“.
HÆ! VióSALÍeAALA'.
ÞAO E.ÍNA ÍEM MiS VANTAR
NÚNA ER A€>ÞÓ,BRe6ejR.
FRÁ S.VO EG G.ETV
VERiO HAMhHAFI EDR-
SETA.WIt»t»,>
AHiörleifur Guttormsson skrifar
Ríkisstjómin varð ekki til á 4 dögum
Hægri stjórnin er að stíga sín
fyrstu spor. Aðdragandinn
að myndun hennar er enn i
umræðu manna á meðal. Hin opin-
bera söguskýring sem guðfeður
stjórnarinnar, Jón og Davíð, reyna
að halda á lofti er að stjórnin hafi
verið mynduð af þeim snillingunum
úti í Viðey á tæpum fjórum sólar-
hringum. Ekkert er fjær sanni. í
grein DV sem birtist 15. mai sl.
leiddi ég líkur að þvi að þeir félagar
hafi svarist í fóstbræðralag, áður en
Davíð ákvað að bjóða sig fram til
formennsku í Sjálfstæðisflokknum.
Á Alþingi sl. vetur sáust um það
mörg teikn, að hveiju dró um stjómar-
myndun. Á því var vakin athygli fyrir
þingrof. Til vitnis um það er m.a.
ræða sem undirritaður flutti 13. mars
1991 í umræðu um þingsályktun um
álbræðslu á Keilisnesi. Sú ræða varð
nokkuð rómuð vegna lengdar í flutn-
ingi, en lítið heíur verið greint ffá
innihaldi hennar. Ekki stendur til að
bæta úr því í þessari grein að því er
varðar álmálið. Hins vegar tel ég rétt
vegna þess sem síðan hefúr gerst að
vekja athygli á upphafi hennar og
þeim vamaðarorðum sem ég þá lét
falla um líklega framvindu mála.
Fylgt er útskrift Alþingis af munnleg-
um flutningi, en felldar em inn i milli-
fyrirsagnir lesendum til glöggvunar.
„Ég vil áður en ég kem að málinu
sjálfij aðeins vekja athygli á því sem
gerðist áðan á þingfúndi sem er nokk-
uð sérstætt. Þar var staðhæft að það
væri samkomulag um það hér að
halda áfram umræðu um þetta mál.
Svo reyndist ekki vera. Það hafði að-
eins verið gert samkomulag við annan
stjómarandstöðuflokkinn um að taka
mál þetta til umræðu. Hér kom upp
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins, Olafiór G. Einarsson, og
greindi frá því að hann hefði orðið við
tilmælum og gert samkomulag um
það að umræða um þetta mál mætti
fara ffarn hér í kvöld. (Ólafúr G. Ein-
arsson: „Fyrir mig“). Fyrir sig og
hann treysti því að það mundu aðrir
háttvirtir þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins fylgja og styðja það samkomulag
sem hann hefði gert fyrir hönd þing-
flokksins.
Af hveiju er ég að vekja athygli á
þessu? Vegna þess, virðulegur forseti,
að þessi atburður sýnir okkur inn í
ákveðið baksvið þess máls sem hér er
til umræðu. Sjálfstæðisflokkurinn,
forysta Sjálfstæðisfiokksins hér í
þinginu, gerir samkomulag um að
þessu umræða megi hér fram fara,
sem er mjög óvenjulegt eins og háttar
starfsemi í þinginu og fúndahaldi að
undanfömu, en svo ríkan skilning hef-
ur forusta Sjálfstæðisflokksins á því
að þetta mál hæstvirts iðnaðarráðherra
fái hér framgang, að þeir eru reiðu-
búnir að halda hér einn kvöld- og næt-
urfúndinn enn.
Ég tel að þetta sé vísbending um
það sem er í geijun í baksviði stjóm-
málanna á íslandi. Það eru þær þreif-
ingar sem eru í gangi á milli eins
stjómarflokksins, Alþýðuflokksins
hins vegar um möguleika á myndun
landsstjómar eftir komandi kosningar.
Hér eram við að fjalla um stórmál
í aðdraganda kosninga, en það eru
fleiri stórmál sem við ræðum hér.
Annað mál var raunar á dagskrá Sam-
einaðs þing í dag, skýrsla hæstvirts ut-
anríkisráðherra um viðræður um Evr-
ópskt efnahagssvæði. Þar fer Alþýu-
flokkurinn einnig með fomstu af hálfú
ríkisstjómarinnar. Þar er um að ræða
ennþá stærra mál heldur en það sem
við ræðum hér, þó að skyldleiki sé
um viðskiptaráðherra vom slegnir
gullhamramir að hálfu Sjálfstæðis-
flokksins. Vissulega þarf þetta ekki að
koma okkur mjög á óvart sem höfúm
fylgst með stefnu Alþýðuflokksins
innan núverandi rikisstjómar í mikils-
verðum málum og stefiiu Sjálfstæðis-
flokksins og máttleysi í stjómarand-
stöðu, þegar um er að ræða mál sem
Alþýðuflokkurinn öðrum fremur ber
.__fyrir bijósti.
Ég tel nauðsynlegt að vekja at-
hygli á þessu baksviði þess stóra máls
sem við ræðum hér og ég undrast það
mjög, virðulegur forseti, að aðrir
flokkar í ríkisstjóm landsins skuli
ekki ganga með opin augun hvað
þetta varðar, horfast í augu við þetta
tilhugalíf sem þama er í uppsiglingu
af fúllum krafli og bregðast við þvi
með þeim hætti sem nauðsynlegt er,
eigi það ekki að gerast að þessi öfl í
þjóðfélaginu, í Alþýðuflokki og Sjálf-
stæðisflokki, sem þar fara með for-
ustu, nái saman í kjölfar komandi al-
þingiskosninga.
Hvers vegna beitir ekki Fram-
sóknarflokkurinn sínu afli til að opna
augu þjóðarinnar fyrir þessari hættu
sem blasir hér við og hvers vegna ger-
ir Alþýðubandalagið ekki meira af því
að vara við þeirri hættu sem þama er í
uppsiglingu en leyfir hæstvirtum iðn-
„íslensk þjóð þarf á öðru að halda en lognmollu
og óljósum skilum í pólitík"
með báðum þessum málum. Og þar
hefúr það komið ffarn, og vefst ekki
fyrir þeim sem hafa fylgst með þess-
um málum báðum, að tengslin á milli
stefnu Alþýðuflokksins annars vegar
og Sjálfstæðisflokksins hins vegar í
báðum þessum málum em svo rík, að
líkumar á því að þessir flokkar leiti
samstarfs eftir komandi alþingiskosn-
ingar em dagvaxandi. Það er ekki að-
eins í sambandi við þessi tvö stóm
mál, heldur kemur þetta einnig fram í
skyldum málum sem varða eftiahags-
starfsemi í landinu og minni ég á þá
umræðu sem fór hér fram um vaxta-
mál og þróun vaxta í þjóðfélaginu.
Þar heyrðu menn tilhugalífið, þar urðu
menn varir við það hvemig hæstvirt-
aðarráðherra að leggja hér fram
skýrslur og tillögur af því tagi sem um
er að ræða í álmálinu og reynir þar
með að draga aðra flokka, þessa sam-
starfsflokka í rikisstjóminni með sér
út á svellið og gera þá samseka í þess-
um stóru málum?
íslensk þjóð þarf á öðru að halda
en lognmollu í óljósum skilum í pólit-
ík, jafnstór og afdrifarik mál og nú em
uppi i þjóðmálum, þar sem em tengsl-
in við Évrópu og þeir samningar sem
hæstvirtur utanríkisráðherra er að
undirbúa og þeir samningar sem hæst-
virtur iðnðarráðherra fer með umboð
fyrir hönd ríkisstjómar í sambandi við
byggingu risaálbræðslu sem hann fyr-
irhugar að verði staðsett á Keilisnesi.
Þessi mál til samans mynda uppi-
stöðuna í landsmálapólitíkinni og
horfúnum varðandi pólitíkina á Is-
landi, ekki aðeins á næstu mánuðum,
ffarn yfir kosningar, heldur á næstu
árum. Og svo er víst sem tvisvar tveir
em fjórir, að ef Alþýðuflokkurinn nær
ffam þessum hugðarefnum sínum, þá
ætlar hann sér, hvemig svo sem þessar
samningaviðræður þróast að bindast
samtökum við hvem þann sem getur
tryggt ffamgang þeirra hér á Alþingi
og í komandi rikisstjóm.
Það er enginn flokkur í landinu
sem er jafnblindur í sambandi við þá
stóm hagsmuni sem hér er um að
ræða, sem gengur svo fortakslaust
ffam án þess að horfa til hægri eða
vinstri í þessum efnum eins og Al-
þýðuflokkurinn. Þó að Sjálfstæðis-
flokkurinn hafi nú fengið nýja forustu
þá er mér fúllkunnugt um það að í
þeim stóra flokki em býsna margir
sem væm hikandi við að skrifa upp á
þá stefnu sem þama er á ferðinni, al-
veg sérstakfega varðandi hið Evr-
ópska efúahagssvæði, að ekki sé nú
talað um áhugamál forastu Sjálfstæð-
isflokksins í sambandi við Evrópu-
bandalagið, að tengjast þar enn fastar
en i gegnum Evrópskt efhahagssvæði,
sem litið er á aðeins sem fyrsta skref
inn í þessa stóm ríkjasamsteypu, það
stórríki sem þama er í undirbúningi.
Hvers vegna taka ekki flokkar f
landinu, sem hafa staðið fyrir annað,
fastar á í þessum efnum, Framsóknar-
flokkurinn og Alþýðubandalagið? Og
hvemig stendur á því að Kvennalist-
inn, sem tekur hér með heiðarlegum
og einörðum hætti þátt í að afhjúpa
þann gjöming sem hæstvirtur iðnaðar-
ráðherra stendur hér fyrir í sambandi
við álmálið, er að tæpa á því að Sjálf-
stæðisflokkurinn geti „allt eins“ verði
vænlegur til fylgilags að kosningum
loknum, eins og við höfúm alveg ný-
lega heyrt ffá fyrsta frambjóðanda
Kvennalistans í væntanlegum alþing-
iskosningum hér í Reykjavík?
Ég er að nefna þetta hér, virðuleg-
ur forseti, vegna þess að við verðum
að skoða þessi mál sem við emm að
ræða hér í samhengi.“
Flutt á Alþingi að kvöldi dags
13.mars 1991.
Síða 3
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1991