Þjóðviljinn - 22.05.1991, Page 9
Íþróttie
Sparkvertíðin hafin
Einbeitlngin skin úr andlitum leikmanna er þeir kljást um knöttinn. Mynd: Jim Smart
Fyrsta umferð Samskipadeild-
arinnar eins og íslandsmótið í
knattspyrnu heitir þetta
tímabilið hófst í gær. Alls
voru skoruð 24 mörk, í þeim
fimm leikjum er fram fóru í deild-
inni. Grasvellir hafa viða komið vel
undan vetri, þrátt fyrir það var á
tveimur stöðum leikið á möl þessa
fyrstu umferð.
FH - VfKRÍGUR 2:4
Fyrsti leikur Islandsmótsins byij-
aði suður í Hafnarfirði er Víkingar
heimsóttu FH-inga í Kaplakrikann.
Það var Júgóslavinn Tomislav Bosjnak
sem skoraði íýrsta mark Víkings og Is-
landsmótsins á 11. mínútu leiksins.
Bosjnak skallaði knöttinn í netið eftir
góða fyrirgjöf ffá Atla Einarssyni.
Víkingar bættu öðru marki við um
miðjan fyrri hálfleik og var þar á ferð-
inni gamla kempan Guðmundur
Steinsson. Guðmundur komst inn f
sendingu milli vamarmanna FH og
þakkaði fyrir sig með skemmtilegu
skoti í markið.
FH-ingar fengu í byrjun seinni
hálfieiks vítaspymu er Izudin Dervic
var felldur innan vítateigs Víkinga.
Hörður Magnússon tók spymuna, en
með snilldartöktum varði Guðmundur
Hreiðarsson markvörður Víkinga.
Guðmundur Steinsson bætti öðm
marki sínu við og þriðja marki Víkinga
þegar tíu mínútur vom eftir af leiktím-
anum í einni af skyndisóknum Vík-
inga. FH-ingar minnkuðu muninn
strax mfnútu síðar er Hörður Magnús-
son skoraði með þrumuskoti fram hjá
Guðmundi Hreiðarssyni. Tveimur
mínútum fyrir leikslok skoraði vara-
maðurinn Hólmsteinn Jónasson fjórða
mark Víkinga, en hann kom inn sem
varamaður í seinni hálfieik. A síðustu
mínútu leiksins skoraði Guðmundur
Valur Sigurðsson fyrir FH og lokast-
aða leiksins 4-2 var staðreynd.
FRAM - UBK 3:3
Sá leikur er kom einna mest á
óvart f deildinni á mánudaginn var
sjálfsagt leikur Fram við UBK. Á
sjöttu mínútu leiksins skoraði Steinar
Guðgeirsson fyrsta mark leiksins eftir
sendingu ffá Jóni E. Ragnarssyni.
Tveimur mínútum síðar fékk Baldur
Bjamason boltann við vitateig UBK
og skoraði með fallegu bogaskoti i
homið hjá Blikunum. Aðdáendur
Fram-Iiðsins litu björtum augum á
gang mála með svona góðri byijun, en
á 13. mínútu leiksins minnkaði Grétar
muninn fyrir Breiðablik og aukin
spenna færðist í leikinn.
Um miðjan fyrri hálfleik skoraði
hinn margreyndi leikmaður Fram Pétur
Ormslev þriðja mark liðsins og hagur
Framara vænkaðist aftur. Á seinustu
sekúndum fyni hálfieiks var darraðar-
dans rétt inn fyrir vítateig Fram-liðs-
ins. Kristján Jónsson var óheppinn er
hann féll við og lenti með hendumar á
boltanum, dómari leiksins benti um-
svifalaust á vítapunktinn og úr vítinu
skoraði Steindór Elísson af öryggi.
Seinni hálfleikur var í meira jafn-
vægi en sá fyrri og komu Blikamir æ
meira inn í leikinn eftir því sem leið á
hann. Á seinustu mínútu seinni hálf-
leiksins tókst Steindóri að skjótast inn
á milli vamamanna Fram og skora
jöfhunarmark Breiðabliks.
KA - ÍBV 2:3
Vestmannaeyingar sigrðu KA-
menn á mánudaginn, þegar þeir heim-
sóttu Akureyringa norðan heiða. ÍBV
átti meira í leiknum sem leikinn var á
malarvelli, og var sigur Iiðsins sann-
gjam. Það var því þvert á gang leiksins
er Akureyringar skoruðu fyrsta markið
á sjöundu mínútunni. Tékkinn Pavel
Vandas skallaði knöttinn i mark eyja-
manna eftir homspymu.
Þrátt fyrir það að Vestamannaey-
ingar réðu lögum og lofum á vellinum
vom það KA- menn sem bættu öðm
marki sínu við strax i upphafi síðari
hálfieiks er Ormarr Örlygsson skoraði
í mark eyjaliðsins. I síðari hálfleiknum
spiluðu Akureyringar vamarleik svo
Vestmannaeyingar fengu mikið næði
til að athafna sig með boltann. ÍBV
uppskar laun erfiðisins um miðbik
hálfieiksins er Leifur Hafsteinsson
skoraði fyrsta mark Vestmannaeyinga.
Á 82. mínútu leiksins jafnaði Martin
Eyjólfsson fyrir eyjamenn er boltinn
hraut af vamavegg þeirra norðan-
manna, en ÍBV hafði átt aukaspymu
rétt fyrir utan vítateig þeirra. Martin
fékk boltann við markteiginn, svo lítið
annað var að gera en að renna honum í
markið. Eyjamenn skomðu svo sigur-
mark sitt þegar fimm mínútur vom til
leiksloka. Ormarr Örlygsson greip f
peysu Sindra Grétarssonar er Sindri
var að sleppa inn fyrir vöm Akureyr-
inganna. Vítaspyma var dæmd um-
svifalaust og úr henni skoraði Hlynur
Stefánsson af öryggi.
STJARNAN - VALUR 0:3
Leikur Stjömunnar og Vals fór
ffam á malarvelli í Garðabænum.
Mörk Valsmanna vom frekar af ódým
gerðinni, nema þá kannski fyrsta mark
þeirra, sem Baldur Bragason skoraði
effir fallega sendingu inn fyrir vöm
Stjömumanna. Valsmenn bættu öðm
marki sínu við um miðjan hálfleikinn
er Anthony Karl Gregory náði að ýta
boltanum ffam hjá markverði Stjöm-
unnar. Valsmenn drógu sig eftir annað
markið í vöm, svo Stjaman komst
meira inn í leikinn. Besta tækifæri
Stjömunnar var úr aukaspymu sem
Ingólfur Ingólfsson tók. Ingólfur skaut
fimaföstu skoti yfir vamarvegg Vals,
en Bjami Sigurðsson markmaður náði
að henda sér í boltann á síðustu
stundu.
Valsmenn innsigluðu svo sigur
sinn undir lok leiksins er Gunnar Más-
son potaði boltanum inn, eftir að mark-
vörður þeirra Garðbæinga hafði misst
hann úr höndum sér.
VÍÐIR - KR 0:4
KR-liðið haföi algera yfirburði í
þessum leik, og greinilegt er að þeir
mæta mjög sterkir til leiks i þessu Is-
landsmóti. Fyrsta markið kom þó ekki
fyrr en á 19. mínútu er Gunnar Odds-
son skoraði eftir skemmtilega send-
ingu ffá Rúnari Kristinssyni. Það vom
ekíd liðnar nema þijár mínútur ffá
markinu er Rúnar bætti við öðm marki
KR-inga með fimaföstu skoti.
I síðari hálfleik var sama einstefha
á ferðinni. KR-ingar sóttu látlaust og
um miðbik leiksins fengu þeir víta-
spymu er skot ffá Hilmari Bjömssyni
var varið með hendi á línu Víðis-
manna. Keflvíkingurinn Sigurður
Björgvinsson skoraði úr vítinu fyrir
KR. Fjórða mark KR-inga og sfðasta
mark leiksins leit svo dagsins ljós í lok
hanss, er Rafn Rafnsson skoraði auð-
veldlega ffam hjá markverði þeirra
Gerðamanna. ,
Á myndinni em frá vinstri: Karl Karlsson sem var markahæstur leikmanna á mótinu, Dagur Sigurösson Val en hann var
útnefndur leikmaður mótsins og Geir Hallsteinsson þjálfari landsliös Islands 18 ára og yngri. Mynd: Jim Smart.
Norðurlandameistarar í handbolta
Við Islendingar höfum nú í
fyrsta sinn síðan 1970,
hlotið Norðurlandameist-
aratitil i handbolta. Drengja-
landslið 18 ára og yngri gerði sér
lítiö fyrir og hirti siguriaunin á
Norðurlandamóti sem haldið var
í Finnlandi í síðustu viku. Karl
Karlsson úr Fram varð marka-
hæstur á mótinu og Dagur Sig-
urðsson úr Val var útnefndur
besti leikmaður mótsins.
„Þetta er sigur liðsheildarinn-
ar,“ sagði Geir Hallsteinsson þjálf-
ari liðsins er hann fór yfir stöðu
mála með blaðamönnum í gær.
„Svona hópur kemur aðeins á 20
ára fresti,“ sagði Geir og sagði að
auk liðsandans sem hefði verið frá-
bær hafi þrotlaus vinna og bindindi
á áfengi og tóbak haft sitt að segja
um þennan árangur.
Fyrsti leikur strákanna var við
Svía. Byijaði leikurinn vel hjá
okkar mönnum og skoruðu þeir
fimm fyrstu mörkin í leiknum.
Þetta setti Svíana út af laginu og
íslenskur sigur 22-20, á höfuðóvin-
inum í handbolta Svíum varð stað-
reynd. Næst tóku íslendingar Finna
í kennslustund og sigruðu þá 27-
21. Danir urðu næst fyrir kraft-
miklu íslensku liði og urðu að lúta
í lægra haldi 23-19. Seinasti leik-
urinn var við Norðmenn og voru
þeir lítil hindrun hjá strákunum.
Sigur varð staðreynd og um leið
sigruðu Islendingar mótið með
fullt hús stiga.
Landsliðshópurinn sem skipað-
ur er leikmönnum 18 ára og yngri
er búinn að æfa meira og minna
saman í fjögur ár. Þeir byijuðu í
landsliði 16 ára og yngri og hafa
nú spilað 17 landsleiki án taps.
Miklar vonir eru bundnar við
þennan hóp í ffamtíðinni og má
segja að menn bíði spenntir eftir
heimsmeistaramóti 21 árs og yngri,
sem haldið verður í Grikklandi
næsta haust. Það verða allavega 5
til 6 leikmenn úr þessum kjama
sem verða orðnir nógu gamlir til
að spila með því liði. -sþ
TÓBAKSVARNANEFND
REYKLAUS DAGUR 31. MAÍ
Tilefnið
sem þú beiðst eftir?
BúSu þig
undir
aö hætta
aÖ reykja
Leiðbeiningarrit Krabbameinsfélagsins
ÚT ÚR KÓFINU
°9
EKKI FÓRN - HELDUR FRELSUN
fást ókeypis á heilsugæslustöðvum
um land allt, í mörgum apótekum
og hjá Krabbameinsfélaginu.
Reyklaus dagur
- reyklaus framtíÖ!
Síða 9
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. maí 1991