Þjóðviljinn - 23.05.1991, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 23.05.1991, Qupperneq 9
^Twenning Áhugamannaleikhús og sjálfsútgáfur Hornfirðingar í Kópa vogskirkj u Kaj Munk (Hákon Leifsson) og María fósfurmóðir hans (Sigrún Eirfksdóttir). Við krossinn stendur Wested, kennari Kajs, leikinn af Jóni Guðmundssyni. að er fallegt orð: „áhugaleikhús." Leik- féiag Hornafjarðar sýndi Leikritið um Kaj Munk í Kópavogs- kirkju um Hvítasunnuna. Húsið var fullt, áhorfendur klöppuðu leikurum lof í lófa og staðfestu enn einu sinni þau gömlu sann- indi að margt er hægt að gera þó að ekki sé valinn sérfræðingur í hverju rúmi. Sýningar áhugaleikhúsa eru að mínu mati enn viðkvæmari fyrir leikstjóm en þær sem sjá má í at- vinnuleikhúsum. I sýningunni á Kaj Munk gat ég ekki betur séð en Hlín Agnarsdóttir, leikstjóri hefði unnið gott starf. Þetta var raun- veruleg leiksýning þar sem allir voru með, allan tímann. Það kemur stundum fyrir í áhugaleikhúsum að hópurinn nær ekki saman, menn detta út úr rullunni þegar þeir eru ekki að gera neitt sérstakt sjálfir. I Kópavogskirkju var þetta ekki þannig. Hópurinn var samhæfður og ekki annað að sjá en allir hefðu fengið góðar leiðbeiningar um það hvað þeir áttu að gera og hvenær. Auðvitað mátti sjá gallaða tækni og misjafna hæfileika en þegar við fomm í áhugaleikhús er eins og við fyrirgefúm alltaf það sem kalla má „eðlileg mistök“. Það verður heldur ekki ffamhjá því gengið að hópurinn skilaði sýningu sinni af hlýju og ást á viðfangsefninu og það var ánægjulegt að eiga með þeim þessa kvöldstund. Tvennt er það þó sem ég ætla að nefna hér sem mér finnst gagn- rýnanlegt. Aðalleikarinn, Hákon Leifsson, sýndi framsögn sinni ekki nægilega virðingu að mínu mati. Hann þurfti í þessu leikriti að fara með mikinn og erfíðan texta, leikur hans hvílir blátt áffam á innihaldi textans og flutningur á honum var of veikur og óákveðinn. Annað atriði sem ég efaðist um var dans Auðar Bjamadóttur við Kaj Munk, fimm ára gamlan. Að vissu leyti var þetta hrífandi dansatriði en það var eins og það væri ekki á réttum stað. Það skar sig of mikið úr þeim aðferðum sem annars voru notaðar og þar að auki þá var búið að segja skýrt og skori- nort ffá ást móðurinnar á syni sín- um. Kannski hefði mátt stytta text- ann til þess að tvísegja þetta ekki á þann hátt sem gert var. Þó að ég sé hér að nefna atriði sem mér finnst að betur hefði mátt huga að þá breytir það því ekki að í leik þessara tveggja var líka margt gott. Lokaræða Munks var flutt af krafti hjá Hákoni og ást í meinum túlkuðu þau af næmi og lagni. Alltaf er það þannig á leiksýn- ingum að einhver eða einhverjir leikarar eins og taka meira pláss í endurminningunni en aðrir. Þau tvö sem stálu dálitlu af athygli minni meðan þau voru á sviðinu voru þau Erla Einarsdóttir í hlut- verkum Trínu, ömmu Kajs,og ffú Ólsen og Brynjar Smári Bjamason sem lék Kaj Munk fimm ára gaml- an. Hann var ffábær! Lýsing og búningar voru með ágætum. í bókinni: Ég og lífið, sem kom út árið 1989, ræðir Guðrún Asmundsdóttir nokkuð um leikrit sitt um Kaj Munk. Þar segir Guð- rún meðal annars: „Mig langaði að gera leikrit um þennan mann, trú- manninn, prestinn og hugsjóna- hetjuna Kaj Munk, og jaftiffamt um breyska manninn Kaj Munk sem um skeið hélt að nasisminn væri björgun heimsins, en hafði síðan manndóm og kjark til að snúa við blaðinu og verða mesti baráttumaðurinn gegn því sem hann hafði áður trúað á. Þessi veik- leiki vakti áhuga minn. I tvö ár var ég altekin af efninu og las allt sem ég komst yfir um og eftir Kaj Munk.“ Ég er á því að Guðrún hafi skrifað að mörgu leyti ansi gott leikrit um Kaj Munk. Hins vegar efast ég svolítið um þetta með veikleikann. Hugtakið sjálft, þ.e. veikleiki, gufar einhvem veginn upp þegar allt er orðið jákvætt og veikleikamir þó sýnu bestir. Það er að mínu mati einmitt „veikleiki“ þessa leikrits að lífsviðhorfið í því A Umsión Kristián Tóh. lónsson ..... ............. er svo jákvætt að við liggur að allt jafhist út. skjóta afþér hausinn hengja þig i kjallaranum fara ótœpilega í töflurnar drekkja þér í ósnum halda niðri andanum að eilifu min vegna máttu þetta allt j j en aðeins vegna min Úr dagskrá Kirkjulista- hátíðar Undir sumarsól: Ljóðadagskrá í samantekt Sigurðar Valgeirsson- ar. Flytjendur: Ingibjörg Haralds- dóttir, Matthías Johannessen og Pétur Jónasson, gítar. Dagskráin verður flutt í Dóm- kirkjunni, mánudaginn 27. maí kl. 17:00 og í Langholtskirkju þriðju- daginn 28. maí kl. 20:00 Myndir úr Fjallkirkjunni, leik- lestur úr bók Gunnars Gunnars- sonar. Leikgerð: Bjami Benedikts- son ffá Hofteigi. Flytjendur: Helga Bachmann og Helgi Skúlason. Dagskráin verður flutt í Árbæjar- kirkju, fimmtudaginn 23. maí, kl. 20:00 og í Langholtskirkju þriðju- daginn 28. maí kl. 20:00 Kristnihald undir jökli, leik- lestur úr samnefndri bók Halldórs Laxness. Leikgerð Hallgrímur Helgason. Flytjendur: Rúrik Har- aldsson og Þorsteinn Gunnarsson. Kristnihaldið verður flutt í Kópavogskirkju laugardaginn 25. maí kl. 17:00 og í Langholtskirkju sunnudaginn 26. maí kl. 20:00 Ljóðmyndir, Skólaljóð og Ský Fáein orð um:“Ljóðmyndir eða pappírsflugvélar“ eftir Hlvn Hallsson, „Skólaljóð“ eftir Árna Sigurjónsson og tíma- ritið „Ský“. Ljóðmyndir og Skólaljóð em lítil ljóðahefli,gefm út á kostnað höfúnda en það þriðja, tímaritið Ský, er eins konar ör- tímarit, pínulítið hefti með Ijóðum og myndum. Margt hefúr verið sagt um útgáfu bóka sem ekki em framleiddar hjá útgefendum og sumt af því hefúr satt að segja ekki verið fagurt. Kannast ekki allir sem koma nálægt bókmenntum við hugtök eins og: „lággróður“, og ýmis önnur niðrandi heiti á sjálfs- útgáfúm? Ekki hvarflar að mér að taka undir þann söng. Ég er hreint ekki viss um að bækur stórra útgáfufyr- irtækja séu þegar á allt er litið betri en bækur þeirra sem gefa út á eigin kostnað. Útgefendur virðast á stundum allir vera að gefa út nán- ast sömu bókina og eiga það til að eyða offjár í að auglýsa furðuleg- asta bull í von um skjótan hagnað. Ég held tæpast að við lesendur höfúm nokkra ástæðu til þess leng- ur að greina milli ritverka eftir þvi hvemig útgáfan er fjármögnuð. Út- gáfutæknin hefúr tekið þeim fram- fömm, eins og allir vita, að nú er stutt í að rithöfúndar geti gefið út hvað sem þeim sýnist án þess að gefa útgefendum nokkuð eftir í ffágangi. Ekki þarf heldur að búast við því að bókmennta- sérfræðing- ar stærri útgefenda hafi umtalsverð áhrif á gæði þeirra bókmennta sem út koma hjá þeim. Hjá íslenskum útgefendum er öll slík vinna í þeirri niðumíðslu að það er með ólíkindum. Þess vegna er þetta undarlega happa og glappa yfir- bragð á íslenskri útgáfú. Hvað því viðvíkur sitja sjálfsútgáfur og stærri útgáfúr við sama borð. Ljóðmyndir, pappírsflugvélar Séu þessi þijú rit sem nefnd vom i upphafi tekin sem dæmi þá er fljótlegt að afgreiða bókina Ljóðmyndir. Þetta er enn ein bókin sem virðist einna helst skrifúð til þess að fúllvissa sig um að heimur- inn sé það sem maður sér og heyr- ir. Ljóðin em stutt, hversdagsleg í myndmáli og furðu sjaldgæft að í þeim tengist tvær ljóðmyndir. Sem dæmi um aðferð höfundar má nefna ljóðið Rigning. með því fylgir einföld, teiknuð mynd sem ætla má að sé af dropum á gleri. Höfundur hefúr reyndar þann hátt á við gerð hverrar opnu að hann teiknar mynd á vinstri síðu en birt- ir ljóð á þeirri hægri. Myndimar em þannig gerðar að þær em fyrst og ffernst útlínuteikning af efni ljóðsins á hægri síðunni. Því er reyndar einnig þannig varið með ljóðin. Þau em fyrst og fremst út- línur. Það getur stundum verið gott að skrifa þannig texta en það er tómlegt að lesa hann. Rigning Fýkur vatn ofan úr himninum og skvettist á gluggann minn en ég sef Ymis tilbrigði af regndropum sem dynja á rúðum eða renna niður rúður em með algengustu leiðum sem þekkjast til þess að sýna harm þess sem horfir. Þetta hefúr verið gert í ljóðum og sögum áratugum saman og er líka mjög vinsælt í kvikmyndum. Það sem sagt er of ofl missir gjaman merkingu sína og sá finnst mér vera vandi þessa ljóðs. Skólaljóð Skólaljóð Áma Sigutjónssonar em að mörgu leyti ólík Ljóðmynd- um Hlyns þó að árangur höfúnda sé svipaður. Það er reyndar ekki ástæða til þess að eyða miklu púðri á þessa bók. Það leynir sér ekki að höfúndurinn er að gera að gamni sínu. Sem dæmi um gamansemina má til dæmis nefna að í bókina em settar textaskýringar sem reynast við nánari athugun vera rangar. Þannig er t.d. á Bls.20 í bókinni svohljóðandi skýring á bls.250. sem auðvitað er ekki að finna í þessari 45 bls. bók:“Bls.250: Siggi kúla: Þetta orð var notað á 5. ára- tugnum sem skens eða stríðni, en var þó yfirleitt sagt í vinsemd. Eig- inleg merking óljós“. Slík og þvílík er kímni þessarar bókar og ég fæ ekki betur séð en hún sé meginmarkmiðið með rit- inu. Aflan á bókarkápu hefur höf- undur samið glefsur úr ímynduð- um ritdómum og þar er m.a. rit- dómari með nafn sem gefur sterk- lega til kynna að um lítilmenni sé að ræða (Kort J. Dvergmann). Þessi skáldaði ritdómari seg- ir:“Hann er afdráttarlaust...skúffú- skáld". Brandarinn er misheppnað- ur vegna þess að hann er of sannur. Það er nánast aldrei fyndið að segja satt. Ámi er hins vegar dokt- or í bókmenntum og hefur sjálfsagt séð það fyrir að þetta yrði niður- staða lesenda. Það er vandræðalegt að þurfa að vera sammála gagnrýn- andanum Kort J. Dvergmann en ég held ég verði að láta mig hafa það. Þessi bók hefði betur legið í skúff- unni. Það em bækur á borð við þessar tvær sem hér hafa verið ræddar sem koma óorði á sjálfsút- gáfúna svokölluðu og það er bölv- að. Tímaritið Ský, þriðja hefti, er ágætt dæmi um það hve mikill list- rænn metnaður getur legið á bak- við útgáfu á eigin kostnað. Það er gefið út á vandaðan pappír, fallega myndskreytt og kveðskapurinn til fyrirmyndar. Heftið er í raunvem- legu vasabroti. Það má að því spyija hvort fyrir útgefendum hafi vakað svolitið rómantísk hugmynd um lesendur sem gangi alltaf með fogur ljóð í vasanum, sem þeir síð- an draga upp og líta í meðan þeir bíða eflir afgreiðslu í bankanum o.s.frv. Þetta em hins vegar aukaat- riði. Fremst í heftinu em þrjú ljóð eflir Hannes Sigfússon. Hannes þekkja allir sem eitthvað fást við ljóð. Það er trú mín að hann sé ald- ursforseti þessa tímaritsheftis. Upphafsljóð tímaritsins er ágætt dæmi um þá lífshættu sem löngum hefúr verið nálæg í kvæðum Hann- esar. Jafnvœgislist Síðan ég hætti að fljúga þotum yfir himinbogann feta ég mig á slakri linu yfir hyldýpin nota hendur sem vœngi veg salt og er sjálfur lóðið Kné min kikna jyrir áhœttunni Ég ætla ekki að telja upp öll þau ágætu skáld sem yrkja í þetta hefti en áskriftarbeiðnir og bréf til ritstjómar skal stíla á: Ský, póst- hólf 1686, 121 Reykjavík. Áður en skilið er við efnið langar mig til að benda á ungt og efnilegt ljóðskáld sem kallar sig því ágæta nafni: Kjartan H. Grét. og yrkir svo: Dýrkun mín vegna máttu drepa þig Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 23, maM,991,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.