Þjóðviljinn - 28.05.1991, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Qupperneq 2
Krafist heilinda Fyrir helgina birti Dagblaðiö Vísir skoðanakönnun. Best er að taka fram að skoðanakannanir segja að sjálfsögðu ekki alla söguna; venjan hefur til dæmis verið sú að Alþýðubandalagið hefur alltaf verið mun hærra í kosningum en í skoðanakönnunum. [ þessari könnun DV kom fram að Alþýðubandalgið hafði aukið fylgi sitt verulega frá kosningunum og hefur ekki sýnt hærri tölu í skoðanakönnunum um langt árabil. Fyrir því eru vafa- laust margar ástæður, en meginástæðan er ugglaust sú sem DV hafði í fyrirsögn á fréttinni að Alþýðuflokkskjós- endur hefðu yfirgefið Alþýðuflokkinn og flutt sig yfir til Al- þýðubandalagsins vegna þeirrar ákvörðunar forystu Al- þýðuflokksins að efna til stjórnarsamstarfs með Sjálfstæð- isflokknum. Þar með rauf Alþýðuflokkurinn stjórnarsam- starfið til vinstri sem þó hafði fengið meirihluta þingmanna í kosningunum 20. apríl síðastliðinn. í beinu framhaldi af þessari könnun var haldinn lands- fundur Kvennalistans sem var mjög athyglisverður um margt, þar sem kvennalistakonur veltu því eðlilega fyrir sér hver væri orðin staða Kvennalistans. Kvennalistinn hefur nú verið til í nærri 10 ár. Hann hefur haft nokkur áhrif í ís- lenskum stjórnmálum, en þó miklu minni en hann hefði getað haft. Allt þetta, fylgi Alþýðubandalagsins í síðustu könnun og landsfundur Kvennalistans ásamt fylgishruni Alþýðuflokksins sem tapar meira en þriðja hverju atkvæði frá kosningum til könnunar- allt þetta hveturtil endurmats og endurskoðunar á heildarstöðu íslenskra stjórnmála á vinstri væng. Þær ábendingar eru sérstaklega mikilvægar fýrir Alþýðubandalagsmenn og ekki sist forystu Alþýðu- bandalagsins. Segja má að aðalfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík hafi í raun verið skynsamlegt svar við þessum nýju hræringum í íslenskum stjórnmálum. Hitt sem var athyglisvert við könnun DV var sú afstaða sem kjósendur virðast hafa til hinnar nýju ríkistjórnar. Þar kom skýrt fram að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur minna fylgi en nokkur önnur ríkisstjórn hefur haft í upphafi starfsferils síns frá því að skoðanakannanir hófust með reglulegum hætti hér á landi. Talsmenn stjórnarflokkanna hafa reynt að skýra það með því að ríkisstjórnin hafi orðið að grípa til óvinsælla ráðstafana. Ríkisstjórnin hefur að- eins eitt gert nú þegar: Hún hefur hækkað vexti. En í ríkis- fjármálum eru aðgerðir hennar enn óljósar og óskýrar. Greinilegt er að vísu að ríkisstjórnin ætlar gegn náms- mönnum með óven]ulegum ruddaskap. En að öðru leyti eru skýringarnar á litlu fylgi ríkisstjórnarinnar ekki þær, að sársaukafullar ráðstafanir ráði úrslitum. Það sem ræður úrslitum er sú staðreynd að ríkisstjórnin verður til við að- stæður sem fólkiö í landinu viðurkennir ekki sem fullgildar. Það er enginn, þar á meðal ekki hinn almenni kjósandi Sjálfstæðisflokksins, sáttur við þær skýringar sem gefnar eru á myndun stjórnarinnar af hálfu forystumanna Alþýðu- flokksins. Það kann enginn að meta stjórn sem verður til í skjóli óheilinda eins og þeirra sem forystumenn Alþýðu- flokksins birtu kjósendum eftir kosningar. Það mikilvæga og jákvæða við skoðanakönnun DV er því, að hún sýnir að kjósendur hafna óheilindum en krefjast skýrra svara og heiðarleika í íslenskum stórnmálum. Það er mikilvægur vegvísir. Ráðist að námsmönnum Eins og sagt var hér á undan eru árásir ríkisstjórnarinn- ar á námsmenn sérstakt íhugunarefni. Það er ekki rétt sem menntamálaráðherra Ólafur G. Einarsson heldur fram að námsmenn hafi sætt betri kjörum en aðrir. Staðreyndin er sú, að í ríkisstjórnartíð Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins drógust námsmenn aftur úr. Kjör þeirra voru skert um 20% meira en kjör annarra. Síðasta ríkis- stjórn leiðrétti þessi ótíðindi. Þess vegna var þá aðeins unnið að því að tryggja að námsmenn yrðu öðrum jafn- settir að þessu leyti. Onnur rök menntamálaráðherra er slæmur fjárhagur lánasjóðsins. Fjárhagur lánasjóðsins ræðst af pólitískum vilja. Fráfarandi ríkisstjórn rétti sjóðinn við með sérstökum aðgerðum hvað eftir annað. Nú er greinilega ekki vilji til þess. Það er það sem máli skiptir. Lánasjóður íslenskra námsmanna er lífskjarajöfnun- arsjóður. Hann hefur það hlutverk að tryggja jöfnun til náms; líka láglaunafólks. Árás á lánasjóðinn er árás á kjör láglaunafólks. - s. Þtóðyiuinn Málgagn sóslalisma þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slöumúla 37, Rvik. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasöiu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. Pólitískt morð á Indlandi Morðið á Rajiv Gandhi er hörmulegur atburður. Það má líka segja með sanni eins og gert var í leiðara Tímans á laugardaginn, að þetta morð „er enginn venjulegur sorgaratburður, heldur felast í því ýmis tákn þeirra tíma sem heim- urinn býr nú við“. En hvaða tákn eru það og hvemig eigum við að ráða í þau? Leiðarinn leitast ekki við að gefa beint svar við slíkum spum- ingum, en segir sem svo, að þetta pólitíska morð geft m.a. „tæki- færi til að leiða hugann að heims- hluta sem er okkur Vesturlanda- mönnum enn stórlega framandi og við vitum naumast hvort tekst að stjóma með lýðræðislegum aðferðum". Hér kemur fram viss hneigð sem er enn skýrar fram dregin í annarri grein sem birtist í sama dagblaði, Tímanum, en þar segir: „Morðið á Gandhi minnir oss hressilega á hve takmarkað skyn- bragð Vesturlandamenn bera á málefni annarra heimshluta." Leiðtogar í lífsháska Nú má það vel satt heita, að Vesturlandamenn bera takmarkað skynbragð á málefni Indlands og svokallaðs þriðja heims yfirleitt. En það er samt mikill miskilning- ur að segja sem svo, að sú stað- reynd að Indland hefur misst þrjá leiðtoga fyrir morðingjahendi - Mahatma Gandhi, Indiru og Raj- iv, að hún sýni í sjálfu sér að mik- ið djúp sé staðfest milli „okkar" heims og „þeirra“. Nær væri að segja að ofbeldi hefur skotið djúpum rótum um heim allan og getur borið niður hvar sem er. Það eru að sönnu minni líkur á því að pólitískur höfðingi verði myrtur á íslandi en víða annars- staðar. Líklega stafar það einna helst af því að fáum dettur í hug að nokkur geti breytt rás heimsins eða örlögum þjóðar sinnar með slikum verknaði. Aftur á móti þurfum við ekki að fara lengra en til Bandaríkjanna til að rifja það upp, að þjóðhöfðingjar og for- setaefhi eru þar í römmum lífs- háska hvenær sem er. John F. Kennedy var myrtur, sömuleiðis bróðir hans Robert, það var skot- ið á Ronald Reagan. Það er ekki ýkja mikill munur á fyrsta heimi og þriðja heimi að þessu leyti: morðið liggur i loft- inu. Munurinn á heimshlutum gæti þá helst verið sá, að öryggis- þjónustan er betur skipulögð í hinum ríku löndum. Meiri likur á að morðingjamir komist ekki að fómarlambi sínu. En viljinn er jafhan fyrir hendi - hvort sem til- ræðismenn væntanlegir em haldnir einhverri mjög persónu- legri meinloku, eða hafa látið telja sér trú um að heimsandinn væri að sprikla í þeim, hvort heldur Guð, Sagan eða Þjóðarsál- in. Fréttimar og sagan Oflar en ekki flaska þeir sem setja saman fréttir á sögunni og tilvísunum til hennar. Til dæmis fannst þessum Klippara hér undarlegt að heyra það þegar kosningar vom í Al- baníu ekki alls fyrir löngu, að þetta væm fyrstu frjálsu kosning- amar þar í landi í ein 45 ár. Fréttanotandinn hlaut að halda, að fyrir þann tíma hafi kosninga- mál í því góða landi verið í takk bærilegu ástandi, sem er reyndar fjarri öllum sanni. Annað dæmi heldur mein- laust: Þegar afnumin var sú skylda að Pólverjar þyrfhi vega- bréfsáritanir til að fara til Þýska- lands. Sagt var að nú gætu menn í fyrsta sinn síðan fyrir stríð ferðast án slíkra áritana milli landartna. Klippari hefúr að vísu ekki flett upp á þessu, en telur fráleitt að nokkur Pólvetji haft áritunarlaus komist til Þýskalands „fýrir stríð“ - eða hafa menn gleymt því að Þýskaland var þá undir stjóm Hitlers sem var síst af öllu að greiða götu Pólverja, fyrir nú ut- an það, að millistríðsárin vom mikið blómaskeið strangra ákvæða um vegabréf og áritanir um mestalla Evrópu. „I anda marxismans“ Höldum áfram með þetta smér. Eitt er mjög villandi og það er þegar talað er um það í frétt- um, að hér og þar sé stjómað „í anda marxisma". Til dæmis hafi Megistu í Eþíópíu, sem nú hefur flúið land, stjómað í anda Karls gamla. Fréttamenn em sjálfsagt í góðri trú þegar þeir setja saman slíkar klausur og þeir hafa fyrir sér alþjóðlegt orðalag fréttaskeyta „the marxist govemment of Ethi- opia“. Og þeir hafa það líka fyrir sér, að ráðamenn til dæmis í Eþí- ópíu, þeir hafa óspart svarið við nafh Marx og Leníns og reist af þeim köllum myndir stórar. En það kemur í sjálfu sér ekki „anda marxismans“ við hvað valdhafar hér eða þar kjósa að kalla sig. Ekki frekar en það hefði sanngjamt verið að segja að spillt óstjóm Haile Selaissie keisara í Eþíópíu hafi verið „kristileg í anda“, vegna þess að keisarinn tilheyrði fomri grein kirkjunnar og studdist við hana með ýmsum hætti. Það er til dæmis enginn „andi marxisma“ í erfðaveldi sem Kim II Sung og sonur hans hafa komið sér upp í Norður-Kóreu. Sönnu nær að tala um „anda léns- veldis“ eða eitthvað þessháttar. Tækifærisstefna Svokallaður þriðjaheims- marxismi er reyndar mjög sér- stætt fyrirbæri. Sumpart er hann til orðinn með þeim hætti, að þeir flokkar sem höfðu forystu í sjálf- stæðisbaráttu nýlendna, þeir vom að leita sér að evrópskri réttlæt- ingu á því einsflokkskerfí sem þeir komu sér upp. Og þá var upplagt að grípa, ekki til „marx- isma“ heldur til hins sovéska for- dæmis. Það var nógu „virðulegt", auk þess sem foringjar þriðja heimsins trúðu því í raun og vem, að sovéskur áætlanabúskapur væri lykillinn að því að taka „stórt stökk fram á við“. Yfirbuga vanþróun með samstillingu allra krafta og þar fram eftir götum. Eins ofl var þó þessi „marx- ismi“ eins og hver önnur tækifær- ismennska. Gott dæmi um það er stjóm Siads Barre í Sómalíu. Þegar höfúðóvinir Sómala, Eþí- ópar, lutu keisarastjóm sem var höll undir Vesturveldin, þá kvaðst Siad Barre vera marxisti hinn mesti, og fékk mikla aðstoð frá Sovétmönnum og þeirra banda- mönnum. Þegar veður skipuðust í Eþíópíu og við tóku liðsforingjar sem leituðu stuðnings hjá Sovét- mönnum, þá sveiaði Sómalíufor- seti „marxismanum", hallaði sér að Vesturveldunum, fékk hjá þeim vopn og aðstoð og veitti herskipum afnot af höfninni í Beira sem Sovétmenn höfðu áður notað. En hvað sem stjómskipan í Sómalíu hét opinberlega, þá breytti það engu um það að að- stoð úr austri eða vestri var fyrst og síðast notuð til að halda lífi í spilltri alræðisstjóm og bæla nið- ur með mikilli grimmd alla and- stöðu gegn henni. ÞJÓfÐVILJINNÞriðjUda§ur 1281 n Síðá>2

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.