Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 3

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 3
9 Frelsi, jafnrétti o bræðralag markaðarins I Dí5lG 28. maí er þriðjudagur. 148. dagurársins. Fullt tungl. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.35 - sólarlag kl. 23.18. Viðburðir Síðasta mótspyma París- arkommúnunnar brotin á bak aftur 1871. Þjóðviljinn tyrir 50 árum Þjóðviljinn bannaður. fyrir 25 árum „Sigurhátíð“ Sjálfstæðis- manna fásótt. Aflýsa varð „hátfðinni" í veitingahús- inu Klúbbnum. Merkum áfanga náð - eigin mynd- mótagerð Þjóðviljans. Nýja Fokker Friendship- vélin kemur kl. 14 í dag. Sá spaki Mennirnir eru ósanngjam- ir. Þeir nota aldrei það frelsi sem þeir hafa, en krefjast þess sem þeir hafa ekki; þeir hafa hugs- anafrelsi, en krefjast tján- ingafrelsis. (Sören Kierkegaard) á stækkun Kringl- unnar og áhrifum hennar a gamla miðbæinn Guðrún Jóns- dóttir arkitekt Ég hef ákaflega miklar áhyggjur af af þessari þróun og þá sérstaklega af háu hlutfalli verslunarhúsnæðis miðað við íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Ég tel þessa aukningu á verslunarhús- næði sem nú stendur fyrir dyrum varhugaverða. Eftir stækkun Kringlunnar hlýtur að vera ennþá meiri hætta en fyrr á því að gamli mið- bærinn deyji. Verst er að skipulagslegar ákvarðanir styðjast ekki við neinar at- huganir á innkaupaháttum eða verslunarvenjum íbúa, þannig að ég tel að menn séu að renna blint í sjóinn með skipulagi á verslun og stækkun Kringlunnar. Ríkisstjórnin hefur til- kynnt að hætt verði að lána skv. húsnæðislána- kerfinu frá 1986. Því ur verið lokað og verður húsbréfakerfið eina almenna Iánakerfið sem völ er á. Það ætti í sjálfú sér ekki að vera slæm tiðindi sé miðað við þær lýs- ingar á kerfinu sem gefnar voru í upphafi. Það átti nánast að leysa hvers manns vanda. Engin biðröð eftir láni, eftir 2-3 vikur væru hús- bréfin komin í hendur umsækjanda; lánsupphæð mikið hærri en áður, hæstu lán eru í dag liðlega 9 milj- ónir, og þar af leiðandi minna af skammtímalánum; engin vandmál fyrir ríkið m.a. vegna svonefndrar innri fjármögnunar húsbréfakerfis- ins; engin þensluáhrif á fasteigna- markaðinn sem myndu hækka íbúðaverð. Betra var ekki hægt að hugsa sér, í stað skömmtunarkerfis og biðraða sem af því leiðir, var boðið fyrirheitna landið í húsnæðismálum þar sem allir fengju lán eftir þörfúm og þegar þeir vildu. Hér var komin framtíðarlausn í húsnæðismálum ís- lendinga, sagði félagsmálaráðherra. Auðvitað var ekki hægt að standa gegn slíku gylliboði, reyndar voru til efasemdarmenn sem skildu ekki hvemig hægt væri að ávísa eft- ir þörfum úr hefti með takmarkaðri innstæðu. En slíkir menn vom um- svifalaust stimplaðir vondir kallar sem þvældust fyrir ffamsæknum öflum alþýðunnar. Hin nýja jafhaðarstefna gmnd- vallaðist á því að virkja kyngi- magnaða krafta sem leynast í við- skiptum með verðbréf. Dansinn kringum verðbréfakðkálfmn, þar sem ábatavonin er drifkrafturinn, myndi leiða af sér hámörkun á ffelsi og jafhrétti launafólks. Urelt þing var hin foma skoðun: Rétturinn til húsnæðis á viðráðan- legum kjörum. Beita ætti ríkisvald- inu til þess að uppfylla þann rétt og að það fé sem til þess þyrfti væri á betri kjömm en annað fjármagn. Til þess að taka af allan vafa um ágæti húsbréfakerfisins upplýsti félagsmálaráðherra í viðtali í Press- unni 23. febr. 1989: „Það hefur komið fram ótti við að það muni myndast affóll af þessum húsbréfum. Ég held að sá ótti sé ástæðulaus, vegna þess að húsbréfln verða sambærileg eign og spariskírteini ríkissjóðs. í nú- verandi keríl hafa hins vegar af- föllin af lánsloforðunum verið mjög mikil, þar sem verðbréfa- markaðurinn hefur verið að græða á neyð fólksins og þörf þess fyrir skammtímafyrir- greiðslu. Það er ekkert slfkt uppi í þessu fyrirhugaða húsbréfa- kerfi.“ Þá lá það fyrir, engin affoll og enginn til að græða á neyð fólksins. Ennfremur sagði félagsmálaráð- herra á Alþingi 5. maí 1990: „Að því er varðar síðari spurningu hv. þm. um húsbréfa- kerfið. Þegar það opnast núna 15. maí fyrir það fólk sem vill nýta sér húsbréfakerfið til kaupa á eldri íbúðum spurði hv. þm. hvort ástæða væri til þess að ætla að raunvextir munu hækka við það. Ég tel ekki ástæðu til að ætla það.“ Svo ekki myndi húsbréfakerfið valda hækkun á raunvöxtum. En lítum á málin nú ári síðar: 1. Hærri vextir - þensla: I skýrslu fjármálaráðherra sem lögð var fram í síðustu viku, kemur fram að helsti vandinn er mikil aukning á þörf fyrir lánsfé. Þar valda húsbréfm mestu. Nauðsynlegt sé að mæta þessari þörf með hækk- un vaxta. 2. AffóU: Aftbll eru um 22-23% af hús- bréfúm. Aætlað er að gefin verði út húsbréf fyrir 12 miljarða króna á þessu ári. Það þýðir að aflollin gætu orðið liðlega 2,5 miljarðar króna. 3. Hærra íbúðarverð: í bréfi Seðlabanka íslands 5. maí sl„ sem birt er í skýrslu fjár- málaráðherra, segir: „Því er haldið fram að kaupendur hús- næðis, sem greiða hluta verðsins með húsbréfum, verði ekki fyrir afföUum þar eð bréfin séu metin á uppreiknuðu verði í viðskiptun- um. Þetta passar ekki við þær upplýsingar að við staðgreiðslu sé gefinn 10-15% afsláttur af upp- gefnu verði íbúðar, sé ekki greidd með húsbréfum.“ Aflbllin þýða einfaldlega hærra íbúðaverð. 4. Innri ijármögnun bregst: Félagsmálaráðherra hefúr upp- lýst að innri fjármögnun húsnæðis- kerfisins sé um 20%. Það kallar á áframhaldandi útgáfú húsbréfa við hveija sölu. 5. Grætt á neyð fólksins: Þeir sem sækja um greiðsluerf- iðleikalán úr húsbréfakerfinu verða að sæta aflöllum. Til þess að gera upp skyldir upp á 4 mkr þarf 5 mkr skuldabréf. Ein miljón króna fer í að græða á neyð fólksins. 6. Áframhaldandi affoU: Húsbréfin eru í samkeppni við aðra kosti á verðbréfamarkaði og miðað við þá verður langmesta magnið af húsbréfum. Til þess að þau seljist umfram aðra valkosti verða húsbréf að vera besti ávöxt- unarkosturinn. Það þýðir einfald- lega viðvarandi affoll og affbllin munu aukast fremur en hitt i þeirri almennu vaxtahækkun sem ákveðin hefúr verið. Öll þesi atriði sýna svo ekki verður um villst að reyndin er önn- ur en sagt var að hún yrði. Ég held að þolendur þessarar tilraunar jafhaðarstefnu markaðar- ins geti tekið undir með þjóðskáld- inu. En enginn tælist af orðum um jöfhuð auður og fátækt á hvom sinn söfnuð. „Dansinn kringum verðbréfakálfinn þar sem ábatavonin er drifkrafturinn myndi leiða af sér hámörkun á frelsi og jafnrétti launafólks“. Síða,9y

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.