Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 5

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Side 5
BBLENBAM Umsjón: Dagur Þorleifsson Flugvél sprakk í tætlur - 223 fórust Austurrísk farþegaflug- vél sprakk í tætlur í lofti yfir Taílandi á sunnudagsnótt og fór- ust allir sem með henni voru, 213 farþegar og tíu manna áhöfn. Vélin var á leið frá Hong- kong til Vínarborgar með við- komu í Bangkok, höfuðborg Ta- flands. Flugvél þessi var Boeing 767- 300 og í eigu flugfélagsins Lauda- Air. Sjónarvottar segjast hafa séð eldhnött birtast á næturhimninum og síðan heyrt háa drunu. Voru þá 16 mínútur frá því að vélin hafði tekið sig upp af flugvellinum við Bangkok og hrapaði brakið úr henni niður á framskógi vaxna hæð um 200 km norðvestur af höf- uðborginni. Flugstjórinn hafði ekki látið flugtuminn á Bangkokflugvelli vita af neinum vandræðum og þyk- ir það benda til þess að sprenging- in hafi orðið fyrirvaralaust. Brakið er á víð og dreif um hæðina og enginn hlutur í því stærri en tveir fermetrar. Fréttamenn sáu skó, handtöskur og fatnað um allt innan um brakið og afrifha útlimi hang- andi í tijám. Fjölmennt björgunar- og lögreglulið var þá komið á vett- vang, en fyrir því tafði fólk í þús- undatali, sem braust upp á hæðina úr þorpum í nágrenninu til að leita að fatnaði og ýmsu fémætu í brak- inu og á líkunum. Farþegar vora af mörgum þjóð- um, þ.á m. Austurríkismenn, Svisslendingar, Astralir, Taílend- ingar og Bretar. Meðal austurrisku farþeganna var hópur stúdenta og kennara við háskólann í Innsbrack. Þetta er mesta flugslysið til þessa í sögu Taílands og í fyrsta sinn sem þota af gerðinni Boeing 767 verður fyrir þessu. Sú gerð var tekin í notkun 1982. Eins og eðlilegt má kalla er granað að hryðjuverkamenn hafl komið sprengju fyrir um borð í flugvélinni, en fátt var nánar um það vitað í gærkvöldi. Hringt var á alþjóðaflugvöllinn við Vín í gær og sagt að sprengja hefði grandað Lauda-vélinni, en það hefði orðið af misgáningi. Ætlast hefði verið til að sprengjan yrði sett um borð í aðra flugvél, frá flugfélaginu Unit- ed Airlines. Talsmaður þess flugfé- lags segir að engar vélar þess hafi átt að fara frá Bangkokflugvelli ná- lægt brottfarartíma Lauda-vélar- innar. Vinstri og hægri s\ / n / ♦ i sokn a opam Fylkja- og sveitarstjórna- kosningar fóru fram á Spáni um helgina og urðu úrslit þeirra þau að flokk- arnir til vinstri og hægri unnu á, en miðjumenn töpuðu. Kjörsókn var léleg, um 60 af hundraði, en var 69 af hundraði í næstu slík- um kosningum á undan þarlend- is, en þær fóru fram 1987. Þegar 99 af hundraði atkvæða höfðu verið talin hafði Sósíalista- flokkurinn, sem fer með stjóm á Spáni undir forastu Felipe Gonzal- ez forsætisráðherra, fengið 38,4 af hundraði atkvæða, heldur meira en síðast og Sameinaði vinstriflokkur- inn (kommúnistar o.fl.) 8,5 af hundraði á móti 6,9 af hundraði 1987. Hægriflokkurinn Partido Popular hækkaði úr 20,3% upp í 25,2%. Helsti miðjuflokkurinn, þekkt- ur undir skammstöfúninni CDS, fór miklar hrakfarir, lækkaði í fylgi um helming frá 1987. Sá ósigur þykir sumum sögulegur, þar eð leiðtogi flokks þessa er Adolfo Su- arez, er forsætisráðherra var 1976- 81 og stýrði sem slíkur innleiðslu lýðræðis að Franco einræðisherra héðangengnum. Suarez sagði af sér formennsku CDS er ósigur flokksins hafði verið kunngerður Gonzalez forsætisráðherra - flokkur hans styrkti stöðu sfna, en sigur hægriflokksins verður honum áhyggjuefni. og má vera að þar með sé ferli hans í stjómmálum að mestu lokið. Sósíalistaflokkurinn er sæmi- lega ánægður með sína útkomu, sem varð betri en margir höfðu spáð. Sameinaði vinstriflokkurinn hefúr styrkt stöðu sína veralega og hægriflokkurinn ekki síður. í borg- arstjóminni í Madrid fékk hann hreinan meirihluta. Síðasta sovéska herfylkið frá Tékkó Síðasta einingin af her þeim sovéskum, sem verið hefur í Tékkóslóvakíu frá innrás Varsjár- bandalagsins 1968, fór úr landi í gær, að sögn tékkóslóvakíska sjónvarpsins. Var þar um að ræða eitt herfylki (bataljón), sem gætt hafði aðalstöðva sovéska hersins í landinu í Milovice, um 40 km norðaustur af Prag. Eftir era þá í Tékkóslóvakiu 350 sovéskir liðsforingjar og 450 óbreyttir hermenn, sem afhenda tékkóslóvakískum yfirvöldum þær herstöðvar, sem Sovétmenn hafa enn í landinu, 20. n.m. Stjómir rikjanna gerðu með sér samning um brottflutning sovésku hersveitanna í landinu snemma s.l. ár. EPRDF-liðar á helsta flugvelli landsins skammt frá Addis Ababa. Náðu þeir flugvell- inum á sitt vald á sunnudag. Addis Ababa: Uppreisnar- menn við hliðin Foringjar EPRDF-upp- reisnarmanna í Eþíópíu fyrirskipuðu í gær sínum mönnum að fara inn í Addis Ababa, höfuðborg Iands- ins, og taka hana á sitt vald. Eru þar með líkur á að borgarastríð- inu þarlendis, sem staðið hefur næstum þrjátíu ár, sé nú loksins að ljúka. Eþíópíustjórn fyrirskipaði í gær leifum hers síns að hætta að beijast, enda mun nú allur baráttu- kjarkur úr þeim hersveitum. Upp- reisnarmenn vora í gær allt í kring- um borgina og var búist við þeim inn í hana innan 24 klukkustunda. Stjómarhermenn reyndu að pranga út vopnum sínum og hjálmum og kváðust síðan ætla heim. Mikil spenna var í borginni og skothríð heyrðist sumsstaðar, en ekki mun þar hafa verið um að ræða bardaga, heldur stjómarher- menn sem skutu út í loftið í rælni eða sér til hugarhægðar. Annar helsti flokkur uppreisn- armanna, eritreanska sjálfstæðis- hreyfingin EPLF, náði um helgina á sitt vald höfúðborg Eritreu, As- mara, og hafnarborginni Assab. Er þá öll Eritrea á valdi uppreisnar- manna þar i fyrsta sinn i striðinu. I Lundúnum er að hefjast frið- arráðstefna stríðsaðila með Banda- ríkin sem málamiðlara, en óljóst er nú hvert ffamhaldið af því verður þar eð óvíst er hvort stjómin í Addis Ababa er í rauninni til leng- ur. Flestir helstu manna Mengistus einræðisherra, sem flýði til Zimb- abwe fyrir viku, era annaðhvort í felum eða hafa flúið land, enda munu þeir ekki búast við neinu góðu af uppreisnarmönnum. 11991 útgáfan o| mest lesnu bók landsins er komin út Nú getur þú fengið símaskrána inn- bundna fyrir aðeins 175 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Númerabreytingar sem ákveðnar hafa verið é í tengslum við útgáfu símaskrárinnar og til- | kynntar hafa verið símnotendum fara fram | aðfaranótt 30. maí. Að þeim breytingum 1 loknum hefur símaskráin að fullu tekið gildi, þ.e. frá og með 30. maí n.k. PÓSTUR OG SfMI Vió spörum þér sporin í tilraunaskyni verður tekið við gömlum símaskrám til endurvinnslu á póst- og símstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Sérstök athygli er vakin á því að öll síma- númer í Reykjavík sem byrja á 8 breytast. í stað fyrsta stafs sem nú er 8 kemur 81 og verða þessi númer því öll 6 - stafa eftir breytingunna. t Sfða 5 ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 28. mal 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.