Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Blaðsíða 11
11 SMÁFRÉTTIR mmmwmmmi %., ''j-- YlÐHOKF A Guðrún Helgadóttir skrifar: Sögufélagið og Al- þingisbækur Aðalfundur Sögufélagsins verður í Skólabæ, Suðurgötu 26, í kvöld kl. 20.30. Auk venjulegra aðalfundarstarfa heldur Gunnar Sveinsson skjalavörður erindi ura útgáfu Alþingisbóka Islands. Ut- gáfa Alþingisbóka hófst árið 1912 og gáfu þeir Jón Þorláksson, Ein- ar Amórsson og Einar Bjamason út íyrstu níu bindin. Þá tók Gunn- ar Sveinsson við og hefur i 25 ár unnið að þessari útgáfu, en 17. og síðasta bindið kom út á þessu vori. Alþingisbækumar em eitt viðamesta ritverk, sem til em á ís- lensku, alls 10.000 blaðsíður. íslensk framtíð og Evrópa rökrædd Stjómmálafélagið Birting, Samband ungra Framsóknar- manna og Samband ungra jafhað- armanna gangast fyrir opnum rökræðufundi á Komhlöðuloftinu á Bemhöftstorfu miðvikudags- kvöld kl. 20.30. Ýmsar brýnar spumingar um islenska framtíð og Evrópu verða rökræddar. Er ís- lensku fiillveldi hætt við þátttöku í EES? Er aðild að EB óhjá- kvæmileg? Em aðrir kostir raun- vemleiki eða loftkastalar? Hvar em mörkin við opnun og upp- stokkun? Jónas Kristjánsson, Steingrímur Hermannsson og Þröstur Olafsson verða málshefj- endur. Fundarstjóri Kjartan Val- garðsson, og Oskar Guðmunds- son stýrir pallborðsumræðum. Fundur um afsýr- ingu skjala og bóka Fundur um afsýringu pappírs í skjölum og bókum verður hald- inn í Þjóðskjalasafni Islands, Laugavegi 162, í dag kl. 16. Þór- arinn Stefánsson eðlisfræðingur kemur á fundinn og segir frá skýrslu sem hann tók þátt i að vinna fyrir háskólann í Þránd- heimi á síðasta ári, auk þess verð- ur farið í heimsókn á viðgerðar- stofu Þjóðskjalasafnsins og skoð- að hvemig unnið er að afsýringu og varðveislu á skjölum safnsins. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Námskeið í jóga og hugleiðslu Dídí Sukriti Av, sérlærður jógakennari frá Filippseyjum, verður með jóganámskeið fyrir konur á vegum Ananda Marga. Þátttakendum verða kynntar slök- unaraðferðir og hugleiðsla og verður rætt um skilning jóga á til- gangi andlegra æfinga. Nám- skeiðið verður haldið í leikskól- anum Sælukoti, Þorragötu 1, fimmtudaginn 30 maí kl. 20. Upplýsingar í sima 27050. Upplýsingamiðstöð Suðurlands I dag verður opnuð Upplýs- ingamiðstöð Suðurlands á Sel- fossi, þar sem ferðamönnum verða veittar alhliða upplýsingar varðandi flest sem lýtur að ferða- lögum um landið. Upplýsinga- miðstöðin á Selfossi verður móð- urstöð fyrir uppiýsingaþjónus- tumar í landsfjórðungnum. Ljósmyndasýning um séra Friðrik Sl. laugardag var opnuð ljós- myndasýning í Séra Friðriks- kapellu, sem risin er að Hliðar- enda við Öskjuhlíð í Reykjavik. Ljósmyndasýningin ber yfirskrift- ina >vLíf og starf séra Friðriks". Á sýningunni eru um hundrað ljós- myndir og hafa margar þeirra ekki komið fyrir almenningssjónir áður. Þá eru sýndir ýmsir munir séra Friðriks. Kvikmyndir Ós- valdar Knudsen „Séra Frink" og kvikmynd um sumarbúðir í Vatnaskógi verða sýndar á mynd- bandi og kostur er á hlýða á hljóðupptökur með ræðu og sálm- um séra Friðriks. Hlýt að efast um hæfni þessarar stjómar til að fjalla um stöðu Islands í Evrópu Alþingi Islendinga stendur nú á merkum tímamótum. Á undan- förnu tveimur og hálfu ári hefur farið fram umfangs- mikil breyting á öllu verklagi þingsins, starfsmannahaldi, fjár- reiðum þess og eignum, og þegar næsta þing kemur saman mun Alþingi væntanlega starfa í einni málstofu. Þessar umfangsmiklu breytingar hafa farið fram í góðu samstarfi við alla þing- menn. Þessum staðreyndum hefur engum dottið í hug að mótmæla, enda blasa þær við hveijum manni sem í þetta hús kemur. Ástæða þess að um þær eru engin ósann- indi höfð í frammi er trúlega sú að innri styrkur hins háa Alþingis nýt- ist landsmönnum ffemur óbeint en beint og því engin hætta á að þeir sem að þessu verki stóðu njóti þess í atkvæðamagni í kosningum. Annað er hins vegar uppi á ten- ingnum þegar verk fráfarandi rikis- stjómar em metin og gildir þá einu hver sú ríkisstjóm var. Þá er barist um hylli fjöldans og hvergi skeytt um heiðarleika í þeim málflutn- ingi. Og það sem einkennilegra er, er að engin ráð em fyrir því gerð að landsmenn viti e.t.v. betur, og því siður er litið til óska þeirra þegar ný stefnuræða er flutt. Nú vill svo til að fyrir liggur ný skoðanakönnun Félagsvisinda- stofnunar Háskólans um þau áhersluatriði sem fólki em efst í huga um þessar mundir og hvaða kröfur em gerðar til hinnar nýju rikisstjómar. Það er ekki að heyra að forsætisráðherra hafl lagt eymn við þeim niðurstöðum fólksins í landinu, því að í hugum manna skipa umhverfismálin efsta sætið. Um þann málaflokk fann ég ekki orð i stefnuræðu þeirri sem hér var flutt, ekki orð, enda féll ráðuneyti umhverfismála átakalaust í hlut Alþýðuflokksins. Jöfnun lífskjara skipar annað sæti, en hæstv. forsætisráðherra margítrekar í stefhuræðu sinni að ríkisstjómin geti „ekki hvers manns vanda leyst“. Bara sumra. Hann ætlar að auka einkavæðingu, selja ríkisfyrirtæki og draga úr al- mannaþjónustu og segir sig sjálft á hverjum það bitnar. Skyldu það ekki vera þeir sem minnst mega sín að vanda? I stefnuræðunni kemur hins vegar ekki fram hvar á að skera niður í samfélagsþjónustunni. 1 heilbrigðiskerfinu, í skólakerfmu? Við vitum það ekki. Þó er boðað að breyting verði á tilhögun hús- næðislána, en um það verður ekki rætt hér í kvöld vegna þess að skýrsla hæstv. ljármálaráðherTa um það efni verður lögð ffarn á morg- un. Hún verður lögð fram daginn eftir að umræður um stefnuræðu fara fram og bið ég menn að taka eftir þessu. Það er slæmt að heyra ekki hæstvirtan félagsmálaráðherra skýra þær aðgerðir hér í kvöld. Við heyrðum hins vegar í útvarpsffétt- um og sjónvarpsfréttum í kvöld að hækka eigi vexti af húsnæðislán- um. En íbúðakaupendur geta verið rólegir. Þeir fá hækkunina bætta síðla næsta árs og segir sig sjálft hver huggun það er fátæku fólki sem er að reyna að koma sér upp þaki yfir höfuðið. í skoðanakönnuninni umræddu biður fólk ekki um skattalækkun, ekki um skattalækkun sem forsæt- isráðherra er svo hugleikin. Fólk biður um hækkun skattleysismarka fyrir þá sem lægst launin hafa. Fólk biður ekki um skattalækkun fyrir alla. Það biður um aukna leik- skólaþjónustu og öryggi fyrir bömin sín eftir að skóla lýkur. Um það áhersluatriði er ekki orð í stefnuræðu forsætisráðherra. Áhersluatriði hans eru því órafjarri vilja fólksins í landinu. Fólkið í landinu vill áframhaldandi stöðug- leika í efnahagsmálum svo að hjól atvinuveganna stöðvist ekki á nýj- an leik eins og þau gerðu síðla árs 1988. Og fólkið í landinu veit að síðustu ríkisstjóm tókst að gera að henni óska ég þjóðarinnar vegna alls hins besta. En það tókst að blekkja kjósendur. Við getum aðeins horft forviða á þá þingmenn sem fegurstu draumana höfðu um öflugan flokk jafnaðarmanna og félagshyggjufólks, andstæðinga hringamyndunar og flutnings fjár- magns á æ færri hendur í þjóðfé- lagi okkar, þá sem skrifuðu langar greinar um kolkrabbann sem teygir um um Evrópskt efnahagssvæði af mikilli varúð svo að við festumst ekki í Evrópubandalaginu áður en við fáum við ráðið. Hún er fólgin í því að gera stóru fyrirtækin stærri á kostnað hinna minni. Hún snýst fyrst og síðast um óheflan flutning vöm og vinnuafls, þjónustu og fjármagns milli aðildarríkjanna. En hún snýst líka um mótun sameiginlegrar Hugmyndin um evrópska efnahagssamvinnu og Evrópubandalag er upphaflega byggö á hagræðingu á tilflutningi tjár- magns. það sem engri ríkisstjóm hefur tek- ist í áratugi, að eyða verðbólgunni. Henni tókst einnig að bæta við- skiptakjörin, og þess vegna krefjast nú launþegasamtökin í landinu hækkaðra launa. Sú mynd sem dregin er af stöðu efnahagsmála í þessu dæmalausa plaggi, stefnu- ræðunni, er eins og lélegur skóla- stíll og minnir á tilsvar ungs laga- nema með kímnigáfu i nýútkomnu stúdentablaði, en hann er spurður í lok viðtals: „Og framtíðin?" Svar: „Davíð Oddsson.“ Hvemig má það vera að for- sætisráðherra og flokkur hans fær það kjörfylgi sem nægir honum til að véla Alþýðuflokkinn til að mynda með sér ríkisstjóm? Jú, svarið er einfalt. Vinur litla manns- ins. Borgaraflokkurinn sálugi fór aftur heim til flokksins sem haföi enga stefnu ffam að færa fyrir kosningamar og hefur ekki enn. Alþýðuflokkurinn fékk kjörfylgi sitt til þess að fyrrv. rikisstjóm héldi áffarn starfi að þeim málefn- um sem þóðin óskar sér heitast að unnið verði að, en það vill svo til að ef menn skoða kosningabæk- linga Alþýðubandalagsins, þá vora einmitt þau málefni, sem fólkið í landinu leggur áherslu á, höfuð- áhersluatriði Alþýðbandalagsins í þessum kosningum. Gallinn er bara sá að hin nýja ríkisstjóm hef- ur engan áhuga á þeim ef marka má stefnuræðuna. En hin nýja ríkisstjóm er stað- reynd og ég tek auðvitað undir það klæmar um allt samfélagið og eirir engu. Hvar er samviska þeirra stödd? Og kolkrabbinn er samur við sig. Veit formaður þingflokks Alþýðuflokksins Össur Skarphéð- insson, hveijum landbúnaðarráð- herra fól að gera úttekt á stöðu fiskeldis í landinu þó að nýleg út- tekt lægi fyrir? Uttekt á þessu hjartabarni þingmannsins? Ein- hvem tíma hefði hann farið nokkr- um orðum um frændgarð landbún- aðarráðherra og tekið upp í sig, en það gerir hann ekki lengur. Nú er Alþýðuflokkurinn líka reiðubúinn að fóma þjóðarsátt um hagsmuni fólks og fyrirtækja með vaxtahækkun til þess að styrkja eiginhagsmuni lítils hluta þjóðar- innar á kostnað fólksins sem fjár- ins aflar. Rikisstjómin aðhyllist þau vestrænu viðhorf í atvinnumál- um sem best hafa dugað þjóðum hinum fjálsa heims, og er þá orð- rétt vitnað til stefnuræðu. Skyldi sú atvinnustefna bera í sér þær milj- ónir atvinnulausra sem byggja þessi ftjálsu ríki? Ég ætlast ekki til svars. Skyldi sú atvinnustefna líka bera í sér þær miljónir atvinnu- lausra í Bandaríkjum Norður-Am- eríku þar sem þjóðin býr nú við 20% ólæsi? Er það vestræn at- vinnustefha sem hentar íslenskri þjóð? Ég ætlast ekki til svars. En að þessu sögðu hlýt ég að efast um hæfhi þesarar ríkisstjóm- ar til að fjalla um stöðu íslands i nýrri Evrópu. íslendingar hljóta að þurfa að stíga hvert skref í viðræð- efnahagsstefnu hinna einstöku ríkja og þar með ákveðið ffamsal á sjálfsforræði aðildarríkjanna. Við ákvarðanatöku um aðild að þessari samvinnu skal á það bent að nor- ræn samvinna byggðíst aldrei á hagsmunum í heimi stórfyrirtækja og viðskipta, heldur á hagsmunum hvers einstaks íbúa í daglegu lífi. Hún byggist á mennt og menningu og sameiginlegum hagsmunum í þjóðlegri tilvist og andlegri reisn og ótvíræðu sjálfsforræði hinna einstöku þjóða. Efhahagsbandalag- slöndin eiga langan veg ófarinn til að ná því velferðarstigi sem við búum við á Norðurlöndum. Í öllum viskiptum við bandalag Evrópu- ríkja verður að stíga hvert skref af varkámi og ég treysti ekki þessari ríkisstjóm fyrir því verkefni. Það er ekki að sjá að Danir hafi efnast á vera sinni í Efhahagsbandalag- inu, en þar ganga nú 300 þús. manns atvinnulausir. Sex og átta akbrauta Evrópuvegir era fyrir fjármagn en ekki fólk. Kjömir fulltrúar þjóðarinnar á hinu háa Alþingi eiga ffamundan erfiða ákvarðanatöku sem hafa mun afgerandi áhrif á ffamtíð okk- ar allra. Kæraleysi og léttúð við gerð stjóranrsáttmála nýrrar ríkis- stjómar er óvirðing við fólkið í landinu og þjóðhagslega hættuleg. Það er ekki verkefni okkar að fara með rangar staðreyndir og stóryrði hvert um annað, og blekkingar um stöðu þjóðarbúsins. Verkefni okkar er að skýra og skilgreina raunvera- lega stöðu þess og lýsa mönnum inn í ffamtíðina með það eitt að leiðarljósi að hér í landi megi þríf- ast gott og heilbrigt mannlíf sem allir eigi aðgang að. í stefnuræðu ríkisstjómar er enga slíka ffamtíð- arsýn að finna, því miður. (Flutt í umræðu um stefnu- ræðu forsætisráðherra á A1 þingi.) Kæruleysi og léttúð við gerð stjórnarsátt- mála nýrrar ríkisstjórnar er óvirðing við fólkið í landinu og þjóðhagslega hættuleg. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 28. maí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.