Þjóðviljinn - 28.05.1991, Síða 16

Þjóðviljinn - 28.05.1991, Síða 16
Þtóðviuinn Þriðjudagur 28. mal 1991 Hvalveiðisinnar í mótbyr Ef enginn árangur næst á þessum fundi bendir flest til þess að leiðir skilji,“ sagði Þor- steinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra á fundi með fréttamönnum við upphaf 43. ársfundar alþjóða hvalveiði- ráðsins á Hótei Sögu í gær. Þorsteinn sagði þennan fund ráða mjög miklu um framtíð ráðsins, en kvaðst vona að ráðið myndi helga sig því sem það var stofhað til að gera, þ.e. ná sam- stöðu um skynsamlega nýtingu hvalastofnanna. Staðan yrði met- in í fundarlok. Hann vildi ekki gefa skýrt svar um hvert fram- haldið yrði eftir fundinn, ef svo færi að tillögum íslendinga um takmarkaða veiði á hrefnu og langreyði verður hafhað, en sagði að slík höfhun væri mjög alvar- legt mál. Fundinn sitja fulltrúar um 35 þjóða, en margar þessara þjóða gerðust aðilar að ráðinu þegar hvalveiðibannið var samþyldct. „Ameríkanar stjóma ferðinni og reka þetta hvalveiðiráð,“ sagði Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf., en hann á sæti í íslensku sendinefndinni. „Rökin gegn veiðum eru alltaf þau sömu: að allir hvalir, þar með talin hrefna, séu í útrýmingarhættu, hvaða töl- ur sem sýndar eru, eða þá að það megi ekki veiða svona gáfaðar skepnur.“ Fyrstu tvo dagana verða nið- urstöður vísindanefndarinnar kynntar og farið yfir tæknileg at- riði. Að þvi loknu hefjast um- ræður um niðurstöður vísinda- nefndarinnar og fleiri undir- nefnda sem setið hafa á fundum síðustu vikuna. Vísindanefhdin mun leggja fyrir fundinn a.m.k. fímm mismunandi módel að stjómkerfi fyrir hvalveiðar, en óvíst er hvort eitthvert þeirra verður valið til notkunar í fram- tíðinni eða hvort ráðið muni fela visindanefhdinni að vinna enn ffekar úr þessum mismunandi til- lögum. Odd Gunnar Skagestad, einn sendifulltrúa Noregs, sagði í samtali við blaðið að norsk stjómvöld gætu fellt sig við hvert módelið sem væri, þau væm öll fullnægjandi að þeirra mati. Hann kvaðst ekki vilja spá neinu um undirtektir ráðsins við íslensku tillögunni né heldur Norðmanna fyrr en hún yrði lögð ffam formlega. „Almennt talað taka Norðmenn undir sjónarmið Islendinga, en við viljum fyrst og fremst að vinnu við endurskoðun stjómkerfisins verði lokið sem fyrst,“ sagði hann. Aðspurður um hvort hann teldi að enduskoðun- arvinnan hefði verið tafín af ásettu ráði, eins og sumir hafa haldið ffam, sagði hann að slíkt kæmi sér ekki á óvart miðað við það sem á undan væri gengið, en vildi þó ekki fullyrða um það. Ýmis félagasamtök sækja fundinn í því skyni að kynna sjónarmið sín, m.a. Grænfriðung- ar, fulltrúar ffá World Wildlife Fund og Survival in the North. Þau síðast töldu vom stofnuð fyr- ir stuttu í því skyni að kynna sjónarmið þeirra sem em fylgj- andi hvalveiðum og íslendingar, Færeyingar, Grænlendingar og Norðmenn eiga aðild að þeim. -vd. Hrefnuveiðimenn frá Árskógssandi eru komnir til Reykjavikur til að fylgjast með ársfundi Alþjóöa hvalveiðiráðsins. Fátt bendir til þess að ráðið muni samþykkja til- lögur Islendinga um takmarkaða veiði á hrefnu og langreyöi. Mynd: Jim Smart. Heiðursmanna- samkomulag enn brotið Davíð Oddsson forsæt- isráðherra sagði í gær að sjávarútvegs- ráðherra myndi skipa formann nefndar stjórn- arflokkanna serii á að hafa það hlutverk að fara yfir sjávarút- vegsmálin og gera tillögur til ríkisstjórnarinnar. Jón Baldvin Hannibalsson sagði hinsvegar á fundi stuttu eftir stjómarmyndun að samkvæmt samkomulagi fengi Alþýðuflokk- urinn formennskuna í þessari nefhd en sem kunnugt er þá er S slenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 1:0 gegn Albaníu í Evrópu- keppni Iandsliða í Tirana á sunnudag. Sigurmarkið skor- uðu Albanir í fyrrihiuta síðari hálfleiks sem jafnframt var fyrsta markið sem þeir skora í háa herrans tíð. Þorsteinn Pálsson fyrrum for- maður Sjálfstæðisflokksins sjáv- arútvegsráðherra. Nefndin á í raun að móta stefnu stjómarinnar í sjávarútvegsmálum. Davíð var að svara fyrirspum Halldórs Asgrímssonar, Frfl., um tilhögun nefndarinnar í áfram- haldandi umræðum um stefhu- ræðu forsætisráðherra í samein- uðu þingi. Hann sagði að nefndin yrði skipuð þremur mönnum úr hvomm flokki og að formaðurinn yrði sjöundi maður og skipaður af Þorsteini. Davíð sagði að gert væri ráð fyrir fullu samráði milli Samkvæmt Iýsingu frá leikn- um á Rás 2 og úrslitum hans var þetta einn daprasti leikur sem ís- lenskt knattspymulandslið hefur sýnt í langan tíma og er þó af nógu að taka í þeim efnum. Þó léku Albanir einum færri síðustu tíu mínútur leiksins, eftir að ein- um leikmanni þeirra hafði verið flokkanna um hver yrði formaður en ljóst er að sá mun koma til með að vera í oddaaðstöðu. Þá sagði Davíð í ræðu sinni að stjómarflokkamir tveir hefðu komið sér saman um að standa svona að þessu og að um fullt jafnræði yrði að ræða milli flokk- anna. Aðspurður um þetta mál í gærdag sagðist Jón Baldvin engu svara að svo stöddu. Honum gafst heldur ekki tækifæri til að svara Finni Ing- ólfssyni, Frfl., sem spurði hann út í þetta mál í umræðunni en vísað af velli eftir að hafa hrækt á íslenskan leikmann. Tveir ís- lenskir leikmenn og tveir al- banskir fengu gul spjöld. Deginum áður hafði landslið- ið 21. árs og yngri tapað fyrir al- bönskum jafnöldrum sínum með 2:1. -grh umræðum um þetta lauk ekki áð- ur en Þjóðviljinn fór í prentun í gær. Finnur spurði einnig hvort Alþýðuflokkurinn hefði heykst á allri kröfugerð sinni í ríkisstjóm- inni. Til að rökstyðja spumin- gauna benti hann á að sjávarút- vegsráðherra ætlaði að halda áfram sömu stefnu og fyrri stjóm í sjávarútvegsmálum og að hann hafhaði sölu veiðileyfa sem Al- þýðuflokkurinn hefði lagt til. En til stóð að fá inn 5 miljarða króna í tekjur á næsta ári af veiðileyfa- sölu. Þá nefndi Finnur að land- búnaðarráðherra hyggðist standa við búvörasamninginn en að Al- þýðuflokkurinn hefði viljað skera hann upp og spara 4 miljarða króna. Þá sagði Finnur að þar sem Alþýðuflokkurinn fengi ekki einu sinni formennskuna í sjávar- útvegsnefndinni ofan á allt annað hefði Jón Baldvin í raun étið allt heiðursmannasamkomulagið svo kallaða ofan í sig. Finnur var að vitna til þess samkomulags sem formenn stjómarflokkanna gerðu sín á milli sem leiddi til myndun- ar ríkisstjómarinnar. Kjarvals- hús selt formanni lækna- félagsins Kjarvalshúsið á Sel- tjarnarnesi, ein af þeim fasteignum sem Sláturfé- lag Suðurlands tók upp í greiðslu frá ríkinu fyrir húseign sína við Laugar- nes, hefur nú verið selt. Kaupandinn er Högni Óskarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur. Kaupverð er ekki gefið upp, en Högni segir húsið illa farið, enda hafi því ekki verið haldið við sem skyldi í aldarQórðung. SS tók við átta fasteign- um og tveimur lóðum upp í greiðslu á SS- húsinu, sem samtals vora metin á 300 milljónir. Þrjár fasteignanna, allt einbýlishús, hafa nú ver- ið seldar og að sögn Stein- þórs Skúlasonar forstjóra SS lítur vel út með sölu hinna eignanna sem allar era at- vinnuhúsnæði af ýmsu tagi. -vd. Dapur dagur í Albaníu -gpm

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.