Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 3

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 3
v'X'JTíX *n,'s5?f •A, t sv í DÁG 4. júlí er fimmtudagur. 185. dagurársins. 11. vika sumars byrjar. Sólarupprás í Reykjavík kl. 3.10 - sólarlag ki. 23.52. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Banda- ríkjanna. Síðasta galdra- brenna á íslandi 1685. Þjóðviljinn fyrir 50 árum Nýtt Dagblað: Milljónaher með þúsundir skriðdreka gegn Þjóðverjum, segir Stalin. Landið verður lagt í auðn, hvar sem Sovéther- inn verður að hörfa undan. fyrir 25 árum Æskufólk mótmælir morð- æði Bandaríkjamanna í Vi- etnam. Bandarísk orustu- þota leikur listir yfir Þing- völlum. Vinnufatagerðin h.f. segir upp 50 manns. Sá spaki Hvað er æska? Draumur. Hvað er ást? Innihald draumsins. (Sören Kirkegaard) KOHUKVVAR^ AO HAMSTRA LVFtM A Inpibiöre Sólrún Gísladóttir skrifar Höll að hætti Kafka á húsnæðisvanda framhaldsskólanna Þorsteinn Þor- steinsson skóla- meistari Fjölbrauta- skólans í Garðabæ Það er nægjanlegt húsrými fyrir alla framhaldsskólanema á þessu ári og því næsta. Hins vegar er ásóknin í skólana í Reykjavík það mikil, að til að verða við þeim þyrfti að stækka skólana talsvert. Þannig væri þetta ekkert vandamál ef nemendur sæktu skóla í sinni heimabyggð. Skól- amir í höfuðborginni bera sig aumlega nú vegna þess að þeir innrita nemendur langt utan þeirra umdæmis. Ég átti sjálfur þátt í að semja reglugerðina og ef farið væri eftir 50. grein henn- ar um umdæmisskiptingu væri vandamálið úf sögunni. Það er jafhvel hægt að eyða þessu vandamáli með réttri hverfa- skiptingu á suðvestur hominu, en það er alkunna að skólar inn- rita nemendur eftir einkunum. Annars á þetta vandamál ekki einungis við um skólana, heldur hvers kyns stofhanir sem þenjast út á höfiiðborgarsvæðinu. Ef ætlunin er að stækka höfuðborg- ina, þá verðum við að taka upp pyngjuna og borga fyrir stæklom á skólum og öðrum stofnunum. eir samningar sem eru til umfjöllunar hér á þessum fundi eru flóknustu, um- fangsmestu og afdrifarík- ustu samningar sem íslendingar hafa nokkru sinni gert. Gangi þeir í gegn munu þeir hafa í för með sér gagngerar breytingar á þeim iögum og stofnunum sem íslenskt stjórnkerfi hvflir á og þeim reglum sem nú gilda í hvers kyns viðskiptum. Einmitt þess vegna er svo gríðarlega mikilvægt að málefnalegar um- ræður eigi sér sem víðast og sem oftast stað um þessa samninga. Þær umræður mega aftur á móti hvorki byggjast á hræðslu við einangrun né við útlendinga, ekki á sleggjudómum um að menn séu annað hvort heimóttarlegir ein- angrunarsinnar eða landsölumenn og ekki á vanþekkingu á því sem vinnst og því sem tapast í þessum samningum og á kostum og göll- um Evrópubandalagsins. Umræða af því tagi getur hæglega leitt til þess að áður en við er litið sé búið að skipta þjóðinni upp í tvær and- stæðar fylkingar sem ekki séu í kallfæri hvor við aðra og láti því duga að munda vopn sín og verjur. Umræðan um herstöðvarmálið og Nato ætti að vera okkur víti til varnaðar. I þessu máli er mikilvægt að sem flestir reyni að gera sér grein fyrir áhrifum samninganna um Evrópskt efhahagssvæði, ekki bara á einu afmörkuðu sviði heldur hafi ætíð hugfast að það er heildarsýnin sem máli skiptir. En það er hægara um að tala en í að komast að gera sér grein fyrir hinum fjölmörgu þáttum samninganna. Þegar ég segi þetta tala ég af reynslu. Ég hef eytt talsverðum tíma í að kafa í málið og tel ég mig samt ekki komna til botns í því. Það er líka til marks um stærð þessa máls að við sem tölum á þessum fundi gerum ekki mikið meira en að gára yfir- borðið. Astæðan fyrir því að ég legg svo mikla áherslu á heildarsýnina Flóknustu, umfangs- mestu og afdrifarjkustu samningar sem íslend- ingar hafa gert er sú, að Islendingum hefur verið talin trú um að prímadonnan í ís- lensku þjóðlifi - fiskurinn - leiki aðalhlutverk í því stóra verki sem verið er að skrifa úti í Brussel af samningamönnum EB og EFTA. Ef það hlutverk sé vel skrifað þá sé allt annað aukaatriði. En hvaða máli skiptir okkur þokkalegt aðal- hlutverk ef verkið er að öðru leyti meingallað. Það sem öllu skiptir er inntakið og mórallinn i verkinu og hvort það gengur upp í heildina. Hér er hvorki staður né stund til að fara út í einstaka þætti samn- inganna um Evrópska efhahags- svæðið - enda væri það til að æra óstöðugan. En því meir sem ég hugsa um þau samningsdrög sem fyrir liggja þeim mun ákveðnari mynd mótast í huga mér af alvar- legustu göllum þessarar samnings- gsrðar. Og alvarlegustu gallamir eru annars vegar þeir að með þess- um samningum er vegið að lýð- ræðinu, dregið verulega úr áhrifum þjóðkjörinna fulltrúa - sem voru ekki stórfengleg fyrir - aukið vald fært til stofnana og skrifíinna og völundahús valdsins gert enn stærra og flóknara en það var fyrir. Hins vegar blasir við að ef þessir samningar verða að veruleika verður enn erfiðara en áður fyrir allan almenning að átta sig á því hvaða lög gilda í landinu á þeim sviðum sem samningamir taka til. Það veður líka óljósara en áður hvar hið endanlega úrskurðarvald liggur á þessum sömu sviðum. Réttaróvissa mun því aukast. Ég skal rökstyðja af hverju ég held þessu fram. Nú um miðjan júní sat ég sam- eiginlegan þingmannafund EFTA og EB sem haldinn var hér í Reykjavík. Eftir þann fund urðu þessir megingallar samninganna mér enn ljósari en áður. Og þá átt- aði ég mig á því að það em ekki bara nokkrir villuráfandi og ein- gangrunarsinnaðir þingmenn í EFTA-ríkjunum sem hafa áhyggjur EES er einsog höll sem Kafka væri fullsæmdur af af samningsgerðinni. Þingmenn allra flokka á EB-þinginu fram- selja ekkert af þvi takmarkaða valdi, sem þing EB hefur, til stofn- ana á vegum Evrópska efnahags- svæðisins. Þeir, sem eiga í sífelldri baráttu við stofnanir EB fyrir þing- ræðinu em miklu betri gæslumenn þess en þingmenn EFTA-rikjanna sem fljóta margir hveijir sofandi að feigðarósi. Ég treysti mér ekki til að lýsa Evrópska efnahagssvæðinu betur en Thomas Spencer, sem er bresk- ur þingmaður á þingi EB. En til að forðast allan misskilning er rétt að geta þess að hann kemur úr breska íhaldsflokknum og tilheyrir þeim hópi á EB-þinginu sem kallar sig European Democratic Group. En hann sagði: „Evrópska efnahags- svæðið er einsog höll sem Kafka væri fúllsæmdur af í sínum skáld- sögum. Það ætti enginn að eyða ævi sinni í slíkri höll.“ Og þá vaknar sú spuming: Hver ætlar að gera það? Eg held að það langi engan til þess nema þá helst nokkra íslenska ráðamenn. Svíar og Austurríkismenn ætla að gera stuttan stans í þessari höll og jafn- vel Norðmenn og Finnar líka. I viðskiptakálfi Morgunblaðs- ins þann 20. júní sl. er sagt ffá við- ræðufundi ffamámanna í islensku og svissnesku viðskiptalífi utn. EES. Þar er m.a. vitnað í einn svissnesku ffamámannanna og sagt að hann hafi talið ljóst, „að samn- ingurinn myndi aðeins gilda í nokkur ár, þó ekki væri nema vegna þess að hann fæli í sér streitu um ákvörðunarvald. Hann sagði að það yrði að stefna að næsta skrefi þ.e.a.s. inngöngu í bandalagið.“ Breski þingmaðurinn talaði um kafkaíska höll og svissneski at- hafnamaðurinn talaði um streitu um ákvörðunarvald. Ég veit að margir skriffinnar, pólitíkusar og athafnamenn hafa þá þjálfun sem þarf til að rata um höllina og lesa fólknar leiðarlýs- ingar sem henni fylgja. En ég veit líka að það á ekki við um fólk flest, enda var þessi höll ekki byggð fyrir það. Hún var heldur ekki byggð fyrir fisk, en hann er agnið sem okkur er ætlað að bíta á. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er alþingismaður. Greinin cr stytt ræða sem hún flutti á undirbúningsfundi að stofnun Samtaka gegn santningi um Evrópskt efnahags- svæði, sem haldinn var í Norræna húsinu í gær. Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.