Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 15

Þjóðviljinn - 04.07.1991, Side 15
í-listinn vill stofna Sjálfstæð- isfélag í-listamenn á ísafirði efndu til fundar á þriðju- dagskvöldið, en einsog kunnugt er fékk l-listinn tvo menn kjörna ( síðustu sveitarstjómarkosning- um. Þrátt fyrir mikið fylgi í kosningunum og annál- aðan ánuga ísfirðinga á pólitík mættu einungis um 25 manns á fundinn. Fundarmenn voru samt vígreifir og var rætt um að stofna nýtt Sjálfstæð- isfélag í bænum. Þá kom fram á fundinum mikill vilji til að halda áfram starfi I- listans og stefna að framboði í næstu bæj- arstjórnarkosningum vor- ið 1994. Haraldur hugsar sinn gang Haraldur Líndal Haralds- son (HLH) sem lét af störfum sem bæjarstjóri á ísafirði þeaar skipt var um meirihluta í vor, mun nú vera að leita sér að vinnu og að sögn mun hann alvarlega vera að jhuga að flytja burt frá [safírði. Haraldur hefur búið á ísafirði í 10 ár og var efsti maður á í-listans I slðustu kosningum og má segja að listinn hafí verið stofr.aður um per- sónu hans. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hver tekur við af honum og hvort jafn mik- III styrr verði um þann mann og verið hefur um Harald. Töluverðar sögur hafa verið á kreiki um launamál Haralds, en á áðurnefndum fundi l-list- ans á þriðjudag, var upp- lýst að Haraldur hafi haft 350 þúsund krónur á mánuði í laun. Hvernig fólk umgengst ráð- herrann? Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og tryggingar- ráðherra hélt'blaða- mannafund á þriðjudag þar sem hann útskýrði sjúklingaskattinn og hversvegna hann hefði verið settur á. Á fundin- um bísnaðist Sighvatur mjög yfir pilluáti ýmissa hópa og nefndi sem dæmi að íslenskir sóla- landafarar stunduðu það að fá heimilislækna sína til að skrifa upp á heilu apótekin áður en þeir færu suður á bóginn, ef ske kynni að þeir fengju ( magann eftir langvinn og mikil fyllerí. I miðri dramatík ráðherrans hall- aði einn blaðamaður sér upp að kollega sínum og sagði stundarhátt þannig að heyrðist yfir salinn: Hverslags fólk er það sem ráðnerrann um- gengst eiginlega? Subbuleg unglingavinna I Vestfirska fréttablaðinu er sagt frá unglingavinn- unni a Isafirði undir fyrir- sögninni „Subbuleg ung- lingavinna". Þar segir að undanfarið hafi ýmsir oröið til að grípa andann á lofti yfir aðförum við að mála gangstéttarbrúnir og að fólk hafi kvartað undan því að börnin séu sumstaðar ein við verk sín og án tilsagnar að þv( virðist. „Víða megi sjá slóðir þar sem genaið hefur verið um með blautan pensil og dreifin um alla aangstétt,“ segir svo orðrett í blaðinu. Rusinan... Ungir karimenn I ný-nasistafélagi ( austurhluta Þýskalands. Ofbeldi hefur vaxið mjög meðal þeirra verst settu og nasista- félögum vaxið fiskur um hrygg eftir sameiningu Austur- og Vestur-Þýskalands. Uppgangur ung-nasista í hinu nýja Þýskalandi Atvinnuleysi og fátækt í austurhluta hins samein- aða Þýskalands hafa að undanförnu aukið vinsældir ný- nasistafélaga meðal ungs fólks, sérstaklega ungra karlmanna. Félagskapur ný-nasista er sér- staklega áberandi í suðurhluta landsins, þar sem áður var Austur- Þýskaland. Ungt fólk sem þar býr gerir sér grein fyrir að það á sér litla framamöguíeika í hinu nýja Þýskalandi. Þrátt fýrir að útlend- ingar séu ekki næm eins fjölmenn- ir í austurhluta landsins og vestur, ber mikið á útlendingahatn og for- dómum og gerist æ algengara að hópar ný- nasista ráðist á útlenda samborgara sína og misþyrmi þeim. Þa hefúr það einnig gerst að hópar ungnasista hafa ráðist inn á karnhús, t.d. í Dresden, þar sem vinstrisinnaðir menntamenn og listamenn halda til, og bijóti þar allt og bramli. Yfirvöld telja að milli tíu og fimmtán þúsund ungmenni í hinum fimm, nýju fylkjum Sambandslýð- veldisins séu meðlimir í ofbeldis- sinnyðum nasistafélögum. Astæður þessa aukna ofbeldis ungra manna á þessu svæði eru að- allega atvinnuleysi og fátækt, og það vonleysi sem greip um sig eftir að miklar vonir, sem bundnar voru við sameininguna, brustu. Þá segja þeir sem til þekkja að mörg þessara ungmenna séu synir og dætur Stasi-lögreglumannanna iílræmdu, og hafi verið alin upp í ströngum flokksaga. Þá er þess oft getið að skipulag SED-flokksins, ólýðræð- isleg uppbygging og vinnubrögð hans, sem kröfðust hlýðni og und- irgefni, hafi ýtt undir stofnun öfga- sinnaðra nasistafélaga, sérstaklega eflir að útséð var um að skipulagi kommúnismans væri lokið í Aust- ur- Þýskalandi og sameiningin nálgaðist. be byggði á Der Spiegel Andrabálkur Péturs í einni bók Út er komin hjá Máli og menningu Stórbók Péturs Gunn- arssonar. I henni eru hinar vinsælu bækur um Andra Haraldsson og þroskasögu hans: Punktur punktur komma strik (1976), þar sem Reykjavík eftirstríðsáranna og bamam^nningin öll lifnar á papp- ímum; Eg um mig frá mér tU min (1978), sem segir frá unglinga- raunum Andra og samspil við ótal skrautlegar persónur; Persónur og leikendur (1982) þar sem Andn reynir að finna sína mllu á leik- sviði lífsins og Sagan öll (1985) sem leiðir til lykta leitina að sjálfsmynd Andra. Allar em þessar sögur í endur- skoðaðri gerð höfúndar, einkum Sagan öll sem má segja að komi nú fyrir sjónir lesenda í alveg nýrri - og ovæntri - gerð. Bókin er 447 blaðsíður. Guð- jón Ketilsson gerði kápu. Mig grunaði ekki að vandi minn væri jafn yfir- þyrmandi og hann sýnist 1 \\h WjMkH Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 4. júlf 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.