Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 5
ElRlTjENDAIR jgjl FKÉTTIR_ A Umsjón: Dagur Þorleifsson Vesturlandaher frá Irak - hraðlið til vemdar Kúrdum staðsett í Tyrklandi Bandaríska vamarmálaráðuneytið tilkynnti í gær að allt það her- lið Bandaríkjanna og annarra vesturlandaríkja, sem dvalist hef- ur í íraska Kúrdistan til vemdar Kúrdum gegn íraksstjóm, hefði verið kvatt þaðan og myndu síðustu hermennimir í því liði fara úr landi á mánudag. I herliði þessu em nú um 3300 manns en vom um 12.000 er flest var, í maí. Jafhframt hafa vesturlandaríki ákveðið í samráði við Tyrkland að staðsetja í tyrkneska Kúrdistan um 3000 manna herlið, þannig búið og skipulagt að það verði viðbragðs- snöggt og fljótt í forum, til þess að hræða Iraksstjóm frá því að ráðast á Kúrda enn á ný. Lið þetta mun njóta, ef með þaif, stuðnings flug- liðs ffá flugvélamóðurskipum á Persaflóa. Gert er ráð fyrir að í liðsafla þessum, sem verður undir bandariskri stjóm, verði bandarísk- ir, breskir, franskir, tyrkneskir, spasnskir, belgískir, ítalskir og hol- lenskir hermenn. Samkomulag um þetta milli vesturlandaríkja og Tyrklands er þó ekki enn fullffágengið, en tyrk- neskir embættismenn segja að svo verði innan sk^mms. Talsmaður bandaríska vamar- málaráðuneytisins sagði í gær að Bandaríkin og bandamenn þeirra úr Persaflóastríði hefðu látið Iraks- stjóm vita að þessi ríki „hefðu áffam eindreginn áhuga á að friður héldist í Irak“ og að þau væru „reiðubúin til að bregðast með hemaðaraðgerðum við athöfnum Iraks er yllu ófriði." Hann sagði einnig að banda- menn ætluðust til að her, sérþjálfúð lögregla og vopnaðar landamæra- varðsveitir Iraks héldu sig utan nú- verandi vemdarsvæðis banda- manna í íraska Kúrdistan. Enn- ffemur skyldu engar íraskar flug- vélar vera á lofti norðan 36. breiddarbaugs. Norðan hans er meirihluti kúrdnesku byggðanna í Irak, en ekki suðurhluti þeirra. Talið er að tyrkneska stjómin hafi ákveðið að verða með i þess- um ráðstöfúnum til að fyrirbyggja að Qöldaflótti Íraks-Kúrda til tyrk- nesku Iandamæranna í vor endur- taki sig. Munu Tyrkir í því sam- bandi hafa í huga ástandið í tyrk- neska Kúrdistan, þar sem mikil andstaða er við tyrknesk yfirráð og virðist fara vaxandi um þessar mundir. Um hálf miljón Kúrda flýði ffá írak til tyrknesku landamæranna í vor, en þeir hafa nú flestir snúið til baka. Margir þeirra Kúrda, sem flýðu til írösku landamæranna og komu flestir ffá suðurhluta íraska Kúrdistans, hafa einnig haldið heim á leið, en í þeim hluta lands- ins er ástandið ótryggara en í norð- urhlutanum, þar sem hersveitir bandamanna hafa verið. Engin slík vemdarsvæði em í suðurhluta íraska Kúrdistans og þar eru sum svæði á valdi Irakshers en önnur undir stjóm kúrdneskra skæmliða. Merani Fadel, einn af fomstu- mönnum Kúrdneska lýðræðis- flokksins, lét i gær í Ijós ósk um að bandamannahersveitir yrðu í íraska Kúrdistan enn um skeið, meðan ekki hefði náðst fullnaðarsam- komulag með Kúrdum og íraks- stjóm um sjálfstjóm fyrir Kúrda. Svo er að heyra á fréttum að í norðurhluta íraska Kúrdistans sé lífið að færast í eðlilegt horf, landsmenn hafi flestir snúið til heimila sinna og hveitiuppskera þar var í ár með besta móti. Þó era enn um 50.000 manns þar í flótta- mannabúðum. I suðurhluta kúrd- nesku byggðanna, þar sem engar vesturlandahersveitir hafa verið, er ástandið verra. Uppskemstörf hafa gengið þar treglega, ekki síst vegna þess að íraksher hefúr lagt jarðsprengjur á akra, og þar áræða margir ekki að snúa aftur til heim- kynna sinna. Kúrdnesk böm og breskur hermaöur - hversu mikil trygging verður fyrirhugaöur fælingarherstyrkur vesturlanda- rlkja öryggi Iraks- Kúrda? Bosnía - eldfimasta þjóðemapúðurtimnan r Ifféttunum af þeim ósköpum sem nú ganga á í Júgóslavíu hefúr mest kveðið að þremur lýðveldum þar, Serbíu, Króatíu og Slóven- íu. Minna hefúr heyrst fíá hinum lýðveldunum þar þremur, þ.á m. Bosníu- Herzegóvínu, sem að margra áliti er þó eldfimasta þjóðema- púðurtunnan í því sundurlynda sambandslýðveldi. Sviss leyfir fjár- magnsútflutning til Suður-Afríku Sviss bættist í fyrradag í röð þeirra landa sem em að láta af refsiaðgerðum gegn Suður-Afr- íku með því að afnema höft á fjármagnsútflutningi þangað. Undirtektimar við þá ákvörðun Bandaríkjastjómar að hætta efnahagslegum refsiað- gerðum gegn Suður-Afríku, sem er mikill sigur fyrir Suður- Affíkustjóm, em misjafnar og óvíst hvort fleiri en Svisslend- ingar feta á næstunni í fótspor Bandaríkjanna í því efni. Evr- ópubandalagið vildi þegar i apr- íl aflétta hömlum á viðskiptum við Suður-Affíku að nokkm, en af því varð ekki vegna andstöðu dönsku stjómarinnar, sem vinstriflokkar þar þvinguðu til þeirrar afstöðu. Affíska þjóðarráðið (ANC) lét í ljós óánægju með áminnsta ákvörðun Bandaríkjastjómar og á þá leið hafa viðbrögðin verið vfðast í þriðja heiminum. Ibra- him Babangida, forseti Nígeríu og formaður Einingarsamtaka Affíku (OAU), kallaði þetta „stórfellt áfall“. Fimmveldi setja Irak úrslitakosti Fulltrúar ríkja þeirra, sem fastaaðild eiga að Óryggisráði Sameinuðu þjóðanna (Banda- ríkjanna, Bretlands, Frakklands, Kina og Sovétríkjanna), kvöddu í gasr á fund sinn ambassador íraks hjá S.þ. og tilkynntu hon- um að stjóm hans yrði að leggja ffam tæmandi lista um tækni og efnabirgðir sínar, er nota mætti til kjamorkuvinnslu. Færi Iraks- stjóm ekki að þeim tilmælum yrði hún að taka afleiðingunum. Bandarískir embættismenn segja að Bandarikjaher hafi til taks lista yfir staði í írak, sem ráðist kunni að verða á ef Iraks- stjóm fari ekki í einu og öllu að fyrirmælum S.þ. í þessu máli. Lýðveldi þetta er svo til alger- lega umkringt af Króatíu, Serbíu og Svartfjallalandi, sem í stómm dráttum er Serbíu megin i deilun- um. Hin lýðveldin fimm eiga það sameiginlegt að i þeim öllum er ein þjóð langfjölmennust og ríkj- andi. Þau geta því kallast þjóðlönd. En i Bosníu em þjóðimar þijár og engin í meirihluta. Um 40 af hundraði íbúa lýð- veldisins, sem em um 4,2 miljónir, em múslímar, um þriðjungurinn Serbar og um fimmtungur Króatar. Allir tala þeir sömu tungu, serb- ókróatísku, en ekki dugir það til að sameina þá ffemur en Króáta og Serba annarsstaðar. Bosnísku múslímamir em af- komendur slavneskra og kristinna landsmanna, sem snemst til íslams meðan Ósmans-Tyrkir réðu þar löndum, en héldu tungu sinni. I Júgóslavíu em þeir skilgreindir sem sérstök þjóð. í fijálsum kosningum sem ný- lega fóm ffam i Bosníu skiptust menn nokkumveginn eftir þjóð- emi/trú og síðan ríkir yfir lýðveld- inu samsteypustjórn þriggja flokka, múslímaflokks, serba- flokks, króataflokks. Samlyndið í þeirri stjóm er ekki gott og hefúr upp á síðkastið farið versnandi. Það stafar m.a. af því að „það liggur í loftinu“, sérstaklega eftir heldur hallærislega ffammistöðu júgóslavneska hersins gegn Sló- venum, að serbneska stjómin undir fomstu Slobodans Milosevic sé farin að hallast að því að sam- bandslýðveldinu sé ekki við bjarg- andi. Menn þykjast sjá merki þess að Milosevic og fýlgismenn hans séu tilleiðanlegir til þess að fallast á svokallaða stórserbneska lausn í staðinn, þ.e.a.s. að sambandslýð- veldið leysist upp en sjálfstæð Serbía innlimi þau svæði í Króatíu og Bosníu er að miklu eða tals- verðu leyti era byggð Serbum. Ef Slóvenía losnaði frá Júgóslavíu yrði erfiðara en fyrr fýrir Króatíu að standa gegn slíkri lausn. í stríði við Serbíu stæði hún illa að vígi, með sambandsherinn undir serb- neskri stjóm á móti sér og lausan allra mála í Slóveníu og þar að auki fjölmenna serbneska þjóðem- isminnihluta ekki einungis í Bo- sníu, heldur og Króatiu sjálfri. KJögumálin ganga á víxl í Bo- sniu þessa dagana og saka allir alla um að reyna að splundra lýðveld- inu eða leggja það niður með það fýrir augum að sameina það Króa- tíu eða Serbíu. Ef að líkum lætur vilja Króatar/Serbar lýðveldisins helst sameinast Króatíu/Serbíu, en þó heldur hafa lýðveldið áfram en það falli undir Serbíu/Króatíu. Um Bosníumúslíma segir þekktur bandarísk-júgóslavneskur sagnffæðingur að þeir hafi alla sína tíð verið hlýðnir valdhöfúm lands síns, hvort heldur þeir hafi verið Tyrkjasoldánar, Habsborgarar, Serbakonungar, nasistar eða kommúnistar Titos og gert sitt besta til að verða sér úti um hlunn- indi f staðinn. Nú er ekki óhugs- andi að þeir þykist eygja mögu- leika á að verða ríkjandi þjóð í sjálfstæðri Bosníu. í bráðina hefúr tekist einskonar bandalag með múslímaflokki lýðveldisins, sem er í stjómarforustu, og króataflokkn- um, vegna sameiginlegs ótta við Seibíu, fjölmennasta lýðveldið, og serbnesku hcrshöfðingjana sem stjóma sambandshcmum. Hætt er við að það bandalag, eins og fleira í yfirstandandi ill- deilum í Júgóslavíu, veki upp óhugnanlegar endurminningar. Þegar Þjóðveijar höfðu hertekið Júgóslavíu 1941 lögðu þeir Bosníu undir sitt króatíska leppríki er laut grimmri fasistastjóm. Bosníuserbar okkar daga muna enn fjöldamorð og önnur hryðjuverk sem þáver- andi valdhafar Króatíu ffömdu á þeirra fólki og þeim sjálfúm. Þeir muna einnig að múslimar vora margir hollir króatísku ústasja- stjóminni og tóku þátt í hryðju- verkum hennar. I Slóveníu er allur þorri íbúa Slóvenar og stjóm þess lýðveldis sækist ekki eftir landsvæðum í öðr- um lýðveldum. Með hliðsjón af því virðist illdeila Slóveniu og sambandsstjómar því tiltölulega auðveld úrlausnar, a.m.k. saman- borið við deilur Serba og Króata. Jafnvel með besta vilja væri stór- felldum erfiðleikum bundið fýrir fomstumenn þessara þjóða að draga upp ný landamæri sín á milli. Mikill hluti serbabyggðanna í Bosníu og Króatíu liggur sem sé langt ffá landamærum þessara lýð- velda að Serbíu og Svartfjallalandi. Þær em mikið til vestanvert í Bo- sniu og í Dalmatíu. Skástrikuðu svæðin eru héruð þau í Bosníu og Króatíu, sem að mestu eða miklu leyti eru byggð serbnesku fólki. Síða 5 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 13. júlí 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.