Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.07.1991, Blaðsíða 16
Aumt yfirklór hjá ráðuneytinu Samtðk herstððvaandstæð- inga telja frétt Stöðvar 2 um komur herskipa með kjarnavopn í íslenskar hafnir staðfesta þær aðvaranir sem samtökin hafa haft í frammi við komur slíkra skipa til lands- irs á undanförnum árum. „Aumt yfirklór utanríkisráðu- neytisins breytir engu þar um,“ segir í tilkynningu frá SHA. Þjóðviljinn skýrði frá þessu í gær, en ftarn kom að ráðuneytið segist treysta aðildarþjóðum Nató til að bijota ekki á yfirlýstri stefnu íslenskra stjómvalda um blátt bann við kjamavopnum í íslenskri lög- sögu. „Er hryggilegt að sjá hvemig 40 ára vera í hemaðarbandalagi hefur gert það að verkum að utan- ríkisráðuneytið bergmálar aðeins stefnu þess, en gerir ekkert til að tiyggja að einróma vilja Alþingis se framfylgt," segir í samþýkkt miðnefh(rar SHA. SHA beinir eipnig þeirri kröfu til ríkisstjómar Islands, að hún beiti sér af alvöru fyrir afvopnun á hafinu i kringum landið. AfVopnun á höfum úti var eitt af þeim atrið- um sem Manfred Wömer aðal- ffamkvæmdastjóri Nató og Jón Baldvin Hannibalsson ræddu á fundi sínum í fyrradag, en Wömer er hér í opinberri heimsókn. Wömer staðhæfði á blaða- mannafundi í gær að þrátt fyrir takmörkun á kjamorkuvopnum í Evrópu mætti ekki búast við aukn- ingu slíkra vopna á ,Norður-Atl- antshafi í staðinn. Á fúndinum varð Wömer tiðrætt um þær breyt- ingar sem nú eiga sér stað á Atl- antshafsbandalaginu. Hann sagði að þrátt fyrir breytingar í samskipt- um austurs og vesturs þá væri Nató jafht sem áður homsteinn öryggis í Evrópu. Hann sagði bandalagið myndi styrkja þá stöðu sína í ffam- tíðinni, auk þess að styðja við bak- ið á Ráðstefhunni um öryggi og samvinnu í Evrópu, en austantjald- slönd taka þátt í Röse. Það var augljóst að aðalffam- kvæmdastjórinn fann sig, óumbeð- inn, knúinn til að svara spuming- unni sem hann spurði sjálfúr: Til hvers Nató? Hann telur bandalagið homstein öiyggis í Evrópu og eigi sem slíkt rétt á sér. Hann sér ekki líkur á þvi að Bandarikjamenn muni hverfa með allan sinn herafla frá Evrópu í náinni framtíð. „Bandaríkin þaríhast Evrópu og Evrópa þarfnast Bandaríkjanna,“ sagði Wömer. Bandaríkjamenn leggja mikla áherslu á að halda áfram starfsemi Atlantshafsbandalagsins þrátt fyrir að búið sé að leggja Varsjárbanda- lagið niður. Uppi em hugmyndir innan Nató um að breyta bandalag- inu í þá vem að herstyrkurinn felist í minni en hreyfanlegri einingum sem jafnvel gætu beitt sér utan bandalagslandanna. Það er að segja að breyta Nató i ,einhverskonar lögreglu heimsins. Ákvarðanir um framtið bandalagsins verða teknar í Róm i haust, og sagði Wömer að heimsóknir sínar til aðildarland- anna í sumar væri liður í undirbún- ingi Rómarfundarins. -gpm Manfred Wömer aöalframkvæmdastjóri Nató er nú á yfirreið I aöildarikjunum. Mynd: Kristinn. TakmQrkQnir q umferð í Kvosinni vegna gatna- framkvæmdQ Nú standa yfir gatnaframkvæmdir í Vonarstræti, Templarasundi og norburhluta Tjarnargötu, göturnar veröa malbikaöar, stein-lagöar og settar snjóbræöslulagnir í þær. jafnframt veröur noröurbakki Tjarnarinnar endurbyggöur. Nauösynlegt er aö loka götunum meðan á framkvæmd stendur. Verkiö veröur unniö í áföngum. Eftirfarandi er endurskoöuö áætlun um verktíma einstakra áfanga. Verktími: Vonarstræti austan nr. 10..............30. apríl -15. sept. Templarasund ..........................5. júlí - 15. ágúst. Vonarstræti frá nr. 8 ab Tjarnargötu og Tjarnargata frá Vonarstræti aö nr. 4..1. júlí -15. sept. Tjarnargata frá nr. 4 ab Kirkjustræti....1. júní - 6. ágúst. Tjarnargata frá Vonarstræti ab nr. 20....15. júlí - 20. okt. Til 15. sept. veröur ekki unnt ab aka um Vonarstræti frá Lækjargötu ab Suöurgötu. Þess í stab er ökumönnum bent á ab aka Skólabrú, Pósthússtræti og Kirkjustræti. Framkvæmdum vib Tjarnargötu milli Vonarstrætis og Kirkju- strætis verbur hagab þannig, ab abkoma verbur möguleg ab bílastæbi Alþingis. Vib upphaf hvers áfanga verbur auglýst nánarum lokanir gatna og breytingar á umferb. Borqarverkfræöingurinn í Reykjavík ífe Umferðardeild

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.