Þjóðviljinn - 27.07.1991, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.07.1991, Blaðsíða 2
Evrópskur dómur Dómstóll Evrópubandalagsins hefur fellt dóm í deilumálum Breta og Spánverja, en breska þingið hafði sett lög sem takmarka áttu aðgang annarra Evrópubandalagsþjóða að miðunum innan breskrar fikveiðilögsögu. í skjóli reglna sem gilda innan EB höfðu Spánverjar fundið leið inn í bresk fyrirtæki og stunduðu veiðar á miðum breskra sjó- manna. Dómurinn er afdráttarlaus: lög Evrópubanda- lagsins eru ofar lögum einstakra aðildarlanda. Bret- ar geta ekki sett lög til verndar sínum fiskimiðum eða einkarétti breskrar útgerðar til að stunda veiðar á heimamiðum. í krafti réttarins til að eiga og reka fyrirtæki geta Spánverjar keypt sig inn í breska út- gerð og látið skip sín landa aflanum á Spáni. Dómurinn hefur vakið bæði ugg og reiði í Bret- landi, því með honum er staðfest yfirþjóðlegt vald Evrópubandalagsins. Sýnilegt er að dómurinn er í fullu samræmi við grundvallarreglur bandalagsins, og tilraun Breta til að komast undan hinu yfirþjóð- lega valdi er því undarlegri sem aldrei hefur leikið vafi á að í tjórfrelsinu fræga felist sá réttur sem Spánverjar hafa nú nýtt sér. Niðurstaða dómsins á að vera lærdómsrík fyrir okkur íslendinga. Verði af Evrópsku efnahags- svæði skulu samþykktir Evrópubandalagsins gilda í öllum aðalatriðum á svæðinu. í því felst frelsi allra aðildarþjóðanna til að fjárfesta í hvaða landi sem er. íslensk stiórnvöld hafa sagt að í „Luxemborgar- stórsigrinurrr felist fyrirvarar af íslands hálfu, sem komi í veg fyrir að erlendir aðilar geti keypt sig inn í íslenskan sjávarútveg. Hins vegar er alls ekki Ijóst hvernig slíkum fyrirvara verður við komið, hvemig verður hægt að flokka fyrirtækin sem útlendingar eiga þannig að þeir komist ekki bakdyramegin inn í sjavarútveginn. Það er augljóst að fyrirvari af þessu tagi verður mjög flókið tæknilegt úrlausnar- efni, og vandséð hvernig hann getur haldið til fram- búðar. Þetta má meðal annars ráða af því, að jafn- vel nú, þegar eignaraðild útlendinga í íslenskum sjávarútvegi á ekki að vera möguleg, hafa erlendir aðilar fundið leiðir inn í íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki. í annan stað er ætlunin að aðildarríki EES lúti sameiginlegu eftirliti og dómstólum í þeim málum sem samningurinn tekur til og mun þetta eiga jafnt við um fyrirtæki, einstaklinga, stofnanir og ríki. Dómurinn í deilu Breta og Spánverja gefur ótvírætt til kynna við hverju megi búast ef sambærilegar deilur kæmu upp innan EES, ekki síst vegna þess að EFTA-ríkin hafa þegar samþykkt að grundvallar- reglur EB skuli gilda á svæðinu, eins og áður segir. Samkvæmt fréttum frá Noregi veldur dómsnið- urstaðan því, að minni áhugi er nú á aðild að Evr- ópubandalaginu en áður. Hér á landi hefur áhugi almennings á inngöngu í bandalagið verið í lág- marki og dómurinn sýnir að allar efasemdirnar um ágæti EB fyrir ísland hafa haft við rök að styðjast. Áhugamenn um inngöngu í bandalagið hafa sagt að aðild sé ekki á dagskrá nú, en ekki hefur farið á milli mála að þeir reikna með henni síðar. Það hef- ur Alþýðuflokkurinn og áhrifamikil öfl í Sjálfstæðis- flokknum einnig gert. I umræðum um málið hefur komið fram að Islendingar hefðu lítið eða ekkert að óttast, þótt þeir gengju í EB, fiskveiðistefna banda- lagsins tryggði hverri þjóð forgang að sínum heimamiðum. Dómurinn staðíestir að þessi fullyrð- ing er algerlega röng og vonandi verður hann til þess tiyggja enn betur en hingað til samstöðu þjóðarinnar um að ísland eigi ekkert erindi í EB. hágé. Þ.tóðviltinn Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Rltstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvlk. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverð á mánuöi: 1100 kr. XLIPPT & SKOJRIB ó x {lte*U>f*0ðtS' r» UMUlti li»g' Hl«rgvU'»»"n' il.crr* »»’ 17'- *„»»lg »» » l'rO'1 ”'Í",ror lvt. F61k *»»' cr ........"1,lk';”' :n:.i •« lir Uon'l »l'1»r * i t,r»kn 'y,ln , ! Cr cðlilcg' »''1 yc‘k. . ort mióR ócftl l l°lk l ,\ rkki »,c"’ '^v'vHlcnV ólck' islc"5k» v s\fl\wats l’nö d \’r” , * ni) sS ;k\ ctu g»,n’ 0.,v»»n-' 'i viö ellll'cl""11-1’» " cr émkr... srrA* ckki veriö Abcr- •0„|lokksl"».i»1"' „ ThnlcUc 'c'k' iri|l„igöUrSÖ'»'Cy; l,U\v!m»onM sv'tu' li ckki ylU vf'l""n' . t»-»A á Akrra !;f!JSSiæ u'v1".11" *‘"ð"r ....MinMI’V'5" llokks""7 .Vlr,k»rö"'i"" i 1»"'1 ilvnr cr ni rf „ppMokk U'U'«'i»'k;'!";. ^ r»i*'»gi»' „nin I 51»'»'"' ? p„ ,,ö k»M»"g Mþýíullokk*"'* ’ „ „g frcior' n,»»r 1 vnr. » H.’» c'» \'T" 'nronrlvor ,nr,«A •£» - „„„» um \.e«»\ "" "fvcgn. i Uf""1""’, ,"M„ll"kk»r l»m lUöi'itn aviORSO" 5rn7 "V iö gci’> U»rg»'1 0 ‘ S'gUv"' ii'gn »6 kp"» Mg lim . vrfl:u < - mMallokkar \m* *wór lUö.ulai ,jMIU.TÖlM''»""» öi l'-.,"»f’ V"’ llcl'ir ""g' »° , l’orslc'"" bivf'.tit „ppslnkk'." ,'M5M>n \'vc"rl<" U., h’cri sin'il" I sjAvnrútvg' »g1 ^ l,Mc," ajnrnn" »"»" , i sicln" SC"'.A *!> nö 'nk» "1" \,„i,i lyr". V,ýöull»kk""» 1 ■■„'„”» rr l- \aiuli»'u • 0a; vcöskyo U"'U' K i’nörr nðl»""_’ vc"»"g'nöko';;»; ,j»kli»g"'" 1 l'l.rön „rnl, cr M' nö »'f"’ hrig'V'vkc'1"'' r; '"" 1""<’ " „V ';t"»v"’V'"'" „»»».. ''rl"r '' n"gn o# lóik wy' I'vn' I” „„k"r'1n'1'""r Svo sem vonlegt er hefur mörgum brugðið nokkuð í brún þegar þeir hafa heyrt röksemdafærslu Sighvats Björgvinssonar heilbrigðisráð- herra fyrir því að sjúklingar beri aukinn kostnað af veik- indum sínum, með því að þeim er gert að greiða meira fyrir Iyf en áður. Ráðherrann hefur ekki einasta stutt aðgerðir sín- ar efnahagslegum rökum, heldur gripið til máiflutnings sem margir hafa talið ganga gegn grundvallarstefnu Al- þýðuflokksins. Um þetta skrif- ar Hrafn Jökulsson rithöfund- ur og blaðamaður athyglis- verða grein í Alþýðublaðið í gær og tekur klippari sér bessaleyfl til að birta greinina í heild, án athugasemda eða frekari umfjöllunar. hágé. Afturgangan í heilbrigðiskerfinu í kvöldfréttum ríkisútvarps- ins 20. júlí mátti heyra dálitla hugleiðingu Sighvats Björg- vinssonar heilbrigðisráðherra um lyf. Hann sagði: „Þeir einir borga og kaupa lyf, sem eru veikir. Þannig að þetta hlýtur óhjákvæmiiega að koma með einhverjum hætti niður á þeim sem þurfa lyf. Fólk sem er heii- brigt þarf í flestum tilvikum ekki lyf og þess vegna er mjög óeðlilegt að ætlast til þess að þessar aðgerðir komi niður á þeim sem ekki brúka Iyfin.“ Sem sagt: Það er eðlilegt að veikt fólk borgi lyfin sín og mjög óeðlilegt að heilbrigt fólk taki þátt í þeim kostnaði. Einfaldara gæti það ekki verið. Eða hvað? Eru þessi sjónarmið samboðin ráðherra jafiiaðarmanna? Eru þau í samræmi við stefnu þess flokks sem réttilega telur sig aðalarki- tekt íslenska velferðarkerfisins? Athugum það. Ef röksemdafærsla Sighvats Björgvinssonar er notuð áfram má eins segja: Þeir einir leggjast inn á sjúkrahús sem eru veikir. Því fylgir kostnaður. Það er þess vegna mjög óeðlilegt að ætlast til þess að sá kostnaður lendi á þeim sem ekki eru á sjúkrahúsum. Eða: Einungis fólk sem á ung böm þarf á bamaheimilum að halda.' Það er þess vegna mjög óeðlilegt að kostnaður við bama- heimili lendi á þeim sem ekki eiga böm. Og hvað með elliheimilin? Það er bara gamalt fólk sem „brúkar“ þau. Það hlýtur að vera óeðlilegt að þeir sem ekki eru gamlir taki þátt í kostnaði við elliheimili. Og svona mætti halda áfram. Þau sjónarmið sem komu fram i orðum heilbrigðisráðherra eiga vissulega fylgismenn. Hing- að til hafa þeir hins vegar ekki verið áberandi í forystu Alþýðu- flokksins, jafnaðarmannaflokks íslands. Það virðist sem hin pólitíska afturganga Margrétar Thatcher leiki lausum hala í heilbrigðis- ráðuneytinu. Andi Jóns Baldvins- sonar svífur að minnsta kosti ekki yfir vötnunum. Sá Sighvatur Björgvinsson sem nú segir að veika fólkið geti borgað ofan í sig lyfin er tæpast sami Sighvatur sem bað Vestfirð- inga að kjósa sig í vor. Engu er líkara en hann hafi fengið það sem kalla má „niðurskurðar- sjokk“. Dagsskipunin í ríkisstjóm Davíðs Oddssonar er niðurskurð- ur. Það á að skera niður i náms- lánakerfinu, húsnæðiskerfinu, heilbrigðiskerfinu. Það á að skera niður næstum því alls staðar. Gott og vel. En hvar em stóm málin Al- þýðuflokksins? Hvar er niðurskurðurinn í landbúnaðarkerfínu, hvar er upp- stokkunin í sjávarútveginum? Foringjar Alþýðuflokksins sögðu að kosningamar í vor snemst fyrst og fremst um þessi tvö mál. Nú em þessir málaflokkar hins vegar í höndum sjálfstæðis- manna. Halldór Blöndal hefur sagt að ekki verði hróflað við bú- vörusamningnum. Þorsteinn Páls- son þvertekur fyrir uppstokkun í sjávarútvegi og hnýtir þeirri slaufu gjaman aftan við mál sitt að fráleitt sé að taka upp þá stefnu sem Alþýðuflokkurinn hefúr barist fyrir. Sighvatur Björgvinsson er hins vegar ekki með neitt múður þegar honum er sagt að skera nið- ur. Og hann ræðst í þetta heilaga verkefhi með ótrúlegum gassa- gangi. Vom engar aðrar leiðir færar? Hvað með álagningu lyf- sala og skipan lyfsölu í landinu? Hefði verið hægt að efla verð- skyn heilbrigðisstétta á lyljum? Það er að minnsta kosti búið í einu vetfangi að koma inn verð- skyni hjá sjúklingum. Enda em þeir látnir blæða. Hin dapurlega staðreynd þessa máis er sú að niðurskurður- inn í heilbrigðiskerfmu er aukaat- riði í hugum fólks. Hin nýja pól- itík Alþýðuflokksins er aðalatrið- ið. A örfáum vikum virðist mál- efnaleg umpólun hafa átt sér stað. Samhjálparhugsjóninni, horn- steini jafnaðarstefnunnar, hefur verið hent út í hafsauga. Og fólk hlýtur að spyrja: Hvað næst? Hvar þarf næst að beita niðurskurðarhnífnum? Hnífnum, já. Það er farið að saxast svolítið á kosningaloforð Alþýðuflokks- ins, farið að fjara ískyggilega undan hugsjónum jafnaðarstefii- unnar. Hrafn Jökulsson ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.