Þjóðviljinn - 27.07.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.07.1991, Blaðsíða 8
Heiðarfjallið hreinsað burt í heilu lagi! | eynist grunsemdir landeig- I / enda Eiðis á Langanesi og ýmissa sérfræðinga sem JL V-þeir hafa leitað til vegna meintrar efnamengunar, þar með talið mengunar vegna PCB og ým- issa þungmálma, á rðkum reistar, má Ijóst vera að um stórfelt meng- unarslys er að ræða. Slegið hefur verið á að kostnaðurinn við að hreinsa út eiturefni úr jarðvegi á Ijallinu og í hlíðum þess geti num- ið allt að 2600 miljörðum íslenskra króna, sem eru um 26 föld fjárlög íslenska ríkisins! Með öðru móti er ekki talið unnt að stemma stigu og koma í veg fyrir mengun frá PCB og fleiri efnum hafi þau á annað borð komist út í jarðveg. Aætlað er að kostnaður við að Slegið hefur verið á að kostnaðurinn við að hreinsa út eiturefni úr jarðvegi á fjallinu og í hlíðum þess geti numið allt að 2600 miljörðum íslenskra króna, sem eru um 26 föld fjárlög íslenska ríkisins! hreinsa hvem rúmmetra jarðvegs sé um hálf miljón króna. Af því geta lesendur séð að hér er ekki um neitt smávægilegt magn af jarðvegi að ræða, eða 5 miljónir rúmmetra af jarðvegi. En þratt fyrir að alvara málsins sé sumum ljós, virðast ís- lensk stjómvöld á öðru máli. Eins og greint hefur verið frá í fréttum í Þjóðviljanum af þessu máli, em jarðeigendur Eiðis á Langanesi að undirbúa málshöfðun á hendur bandarískum stjómvöldum vegna þeirra búsifja sem þeir hafa orðið fyrir vegna mslahauga ratsjár- stöðvar bandariska hersins sem starf- rækt var á fjallinu frá 1956-1970. Saga þessa máls er með eindæmum og í raun lygisögu Iíkust. Tildrög þessa máls em þau að núverandi eigendur Eiðis, Sigurður Þórðarson, matvælafræðingur og Bjöm Erlendsson, vatnafræðingur, keyptu jörðina 1974 í þeim tilgangi að helja í Eiðisvatni lax- og bleikju- eldi. Eftir undangengar markvissar rannsóknir og tilraunir með eldi, sem bentu til ágætrar arðsemi af hafbeit- areldi leituðu eigendur hófanna við erlenda fjárfestingaraðila um sam- starf. En þá riðu ósköpin yfir. Fram komu upplýsingar að Bandaríkja- menn höfðu urðað um 15 ára skeið allan úrgang á fjallinu, þar með talið matarleifar og spenna og rafgeyma, sem öllu jöfnu hafa að geyma skað- legan úrgang. Við pessi tíðindi kipptu hinir er- lendu fjarfestingaraðilar að sér hend- inni og eigendumir urðu að láta af frekari áformum um rekstur hafbeit- arstöðvarinnar. Þegar þeir Sigurður og Bjöm fara síðan á stúfana til að reyna að komast að umfangi mengunarinnar tekur ekki betra við. Þrátt fyrir vitnisburð Islendinga scm störfuðu við ratsjárstöðina Iengst af meðan hún var starfrækt, þess efnis að Bandaríkjamenn hefðu sturtað hvaða óþverra sem var ofan í soprgrifjur á fjallinu, þar með talið rafgeymum og jafnvel líka spennum sem hafa að öTlu jöfhu að geyma hið þrávirka efni PCB og hverskyns ol- ium, rákust þeir Sigurður og Bjöm á vegg þar sem íslensk stjómvöld og sérstaklega Utanríkisráðuneytið með vamarmáladeild og síðar varnar- málaskrifstofu voru annars vegar. Líkt og eðlilegt getur talist vildu þeir Eiðisbændur leita réttar síns og fá bætt það tjón sem þeir urðu fyrir. Þeir vora búnir að leggja í talsverðan rannsóknar- og fjárfcstingarkostnað vegna fyrirhugaðs fiskeldis. Leituðu þeir þvi hófana með aðstoð íslensks lögmanns að fá íslensk stjómvöld í lið með sér til þess að koma á samn- ingaumleitunum við bandarísk stjómvöld, eins og tíðkast hefur í samskonar málum sem risið hafa ytra vegna mengunar ffá herstöðv- um Bandaríkjahers. Við þessari beiði hafa íslensk stjómvöld þráfallega ekki orðið. Leitað var til Jóns Bald- vins Hannibalssonar, utanríkisráð- herra, vegna þessa máls, en Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður og lögfræðingur landeigenda segir hann ekki hafa virt sig og skjólstæðinga sína viðlits. Þá var einnig haft sam- band við Steingrím Hermannson, þá- verandi forsætisráðherra og hann beðinn að ganga í málið. Samkvæmt bréfi sem Bjöm sendi núverandi ut- anríkisráðherra, dags. 13. þessa mán- aðar, er því haldið fram að forsætis- ráðherra hafi sagt ríkislögmann hafa haft málið til meðferðar frá = því í september 1989. „Þessum staðhæfingum f.v. forsætisráðherra neitar rík- islögmaður og óskar eftir því, sbr. bréf dags. 27. des. 1990, að forsætisráðuneytið verði upplýst um það að ■ embætti ríkislögmanns hafi þetta mál ekki til neinnar meðferðar,“ segir orðrétt i bréfi Bjöms til Jóns Baldvins. Eftir að þeir félaga höfðu farið bónleiðir til búðar til að leita aðstoð- ar íslenskra stjómvalda í málinu, var tieim félögum nauðugur sá kostur að eita réttar síns með málssókn vestra á hendur bandarískum stjómvöldum. Tók þá ekki betra við og hefúr jafn- vel verið látið að því Iiggja að „pen- ingalykt" sé af kröfumþeirra Bjöms og Sigurðar. Bjöm Erlendsson, sagði að þetta mál snérist í rauninni ekki bara um hagsmuni landeigenda Eiðis, eins og sumir hefðu viljað láta skína í. Héma væri um mál að ræða sem varðaði alla íslenska þegna og komandi kyn- slóðir. -Þótt menn sjái ckki fram á það í dag að farið verði að nýta grunnvatn á þessum slóðum, gæti sú staða hæglega komið upp eftir ein- hveija áratugi og hvað þá, ef allt Oump slte Ljósmynd af ratsjárstöð hersins á Heiðarfjalli, tekin 1960. Inn á myndina hafa verið dregnar örvar sem sýna haugstæðiö þar sem öllum úrgangi frá stöðinni var fargað um 15 ára skeið. Hvað þar kann að leynast er ekki enn Ijóst. vatn reynist mengað. Þess vegna er mjög mikilvægt að botn fáist í það hvort hættuleg efni leynist í sopr- haugunum á Heiðarfjalli. Það ættu íslensk stjómvöld að skilja, sagði Bjöm. En þar stendur hnífurinn ein- mitt í kúnni. Til þess að hægt sé að stefna bandarískum stjómvöldum þurfa þeir félagar áþreifanlegar sann- anir um hin hættulegu efni sem kunna að leynast í sorphaugnum á Heiðarfjalli. Að mati sérfræðinga sem Bjöm og Sigurður hafa verið með á sínum snæram er eina leiðin til þess að fá úr því skorið, að taka nokkur jarð- vegssýni úr sorpdyngjunni. Fóra þeir félagar fram á við Umhverfisráðu- neyti að fá til þess 200.000 króna styrk. Það fékkst ekki, enda sjóðir þess ráðuneytis uppumir. Hins vegar Thiu iicpcröjuiu^! oí UndcrctaTulÍTfg, cado and cntcrcd into aa of thc JOtr. day oí Junc, 1070, by and bctv/ccn thc Covomsicnt cf thc Kcpublic of JccJand, actin^ throujn izz Uiniszr)' for Porci/rn Affaira, ancJ thc Icoland Ltrcnsc J-orcc. h71EJ(liA£, thc United Statcs of Ancrica will shortly rctum to tlic CovcmDcr.t of lcclajjd, throunjj tiic Iccland-linitcri Statcs Dcfcnse Council, i ccrtain trnct of la;id, topcthcr with all builriinnt and cortain otlicr ítr.rovciúcr.ts thcrcon, rcfcrrcd to aa thc Ji-2 SITE L/diCliKE'i, but o-s an Jr.tcrir; rr.casurc cesircs to rclcasc cuatociy of snic! SITL to tJic Covcrnr.cnt ií Jcdar.J as cf this datc, 'ú.c partics to tJiia Meraoranrius a£rcc as follows: AUTICLE I Tnc Iccland L>cfcnsc J:orcc horoby rcloaacs to thc Govcmment of lccland thc H-2 SITE LAK’CENES, and thc Covcrnr.icnt of Iccland riocs hcrcby riivc or. bclialf of itsclf and nll Icclajtdic citizcns, all claius np.ainst bic Unitcd Statcs of Aracrica, or its officors or a;cnts, all clains wíiicíi C3/ arisc f.roc tJicir cntry upon or usc of tJiis prcpcrty or ar.y oí tJ;c IsprovcBicnts attadicd thoreto. .ARTICLE II Tííc Covcmincnt of Iccland ajjrcos to protcct and storc ccrtain propcrty cí t):c Unitcd f.tatcs Covcmaiont vhich yct rc».aír.s at thc l:-2 SITE LVi'GENES, ur.til sudi trac as thc l.'nitcd Statcs r.ay tccicvc said propcrty. Ar. invcntory of thc proporty concomcd is attadicri to this nprccinont as iltcchmcnt (1). IK VíITKESS MiEJUJOF, thc Govcmincnt of Iccland and thc Dcfcnsc Fcrco of ti;c L'nitcJ Statcs havc causcd this .-JcjnoranduM of Dndcrstandinr to í>o caccuteri this 30th day of Junc, 1970. LEfRESÐ.’TIKG TJJE COYERNjniJiT 0F JCELCiD: REPnESENTIK'C TJJE FCRCE: ICELtóD DZFEi:S2 hll ATKYf.GVASOK Mófý-.Dcfcnsc Divísion ‘o \ 7 l // Lloyd H. Captain, TJia’-lAS U. 5. Navy Samningurinn sem Páll Ásgeir Tryggvason, þáverandi forstöðumaður varnar- máladeildar utanrikisráðuneytisins undirritaði fyrir hönd íslensku ríkisstjórnar- innar 1970. Samningurinn sem Páll ÁsgeirTryggvason, þáverandi forstöðumað- ur varnarmáladeildar utanrfkisráðuneytisins undirritaði fýrir hönd íslensku ríkis- stjórnarinnar 1970. er þeim félögum, með bréfi ráðu- neytisins meinað að róta og grafa í vemdarans haugum þar sem betra sé að láta hættuleg eiturefni óhreyfð. í stað sýnatökunnar ætlar ráðuneytið einhveija næstu daga að gera út leið- angur sérfræðinga með jarðgasleitar- tæki til að staðsetja dyngjuna og ganga úr skugga hvort frá henni leki hættulcgar lofttegundir. Ekki em allir á eitt sáttir um gagnsemi fyrirhugaðra mælinga. Samkvæmt álitsgerð ráðgjafarfyrir- tækisins Skíðblaðnis er bent á að sú aðferð dygi að öllum líkindum skammt. I áliti fyrirtækisins segir: „Hvort hægt er að skynja rokgjamar Iofttegundir með jarðgasleitartæki... vil ég ekki dæma, en þykir þó senni- legt að sú mengun sem líklegast er að sæti eftir í jarðvegi að svo mörg- um ámm liðnum sé eðlisþyngri en svo að búast megi við að nún berist upp við þessar knngumstæður“ og er bent á að til þess að þjóna hagsmun- um landeigenda verði ekki komist hjá sýnatöku á staðnum. En hér með er ekki öll sagan sögð. Enn stendur eftir hvers vegna íslensk stjómvöld era svo óviljug til að láta ganga í eitt skipti fyrir öll úr skugga um það hvað soprhaugurinn umræddi hafi að geyma. Fyrir nokkrum árum kom skyndilega fram í dagsljósið samn- ingur milli íslenskra stjómvalda og bandarískra, sem gerður var 1970, sama ár og starfseminni á Heiðar- fjalli var hætt. Þar afsala íslensk stjómvöld fyrir sína hönd og allra ís- lenskra ríkisborgara öllum rétti til skaðabótakrafna vegna vera og starfr semi Bandaríkjahers á Heiðarfjalli. I staðinn virðist hafa orðið að sam- komulagi að ýmislegt góss frá stöð- inni félli í hendur íslenskra stjómvalda, þar með taldir spennar, jarðýta, pallbíll af Dodgegerð og 50 þúsund gallon af díselolíu. I bandaríska tímaritinu Defense Cleanup, riti sem einvörðungu er helgað mengun frá herstöðvum, er því naldið fram fullum fetum að Bjöm Erlendsson og Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður og lögffæðing- ur þeirra Sigurðar og Bjöms, telji samninginn geta flokkast undir land- ráð. - Þessi orð eiga fyllilega rétt á sér, sagði Jón Oddsson þegar Þjóð- viljinn ræddi við'hann í gær. Jón sagði að samkvæmt 10. kafla hegmngarlaga er fjallar um landráð, 3. málsgrein 91. grein væri vart hægt að líta með öðm móti á samninginn, en i umræddri máls- grein segir svo orðrétt: „Sömu refsingu skal ennfremur hver sá sæta sem falið hefúr verið á hendur af islenska ríkinu að semja eða gera útum eitthvað við annað ríki ef hann ber fyrir borð hag ís- lenska ríkisins íþeim erindrekstri.“ Rétt er að benda á að íslensk stjómvöld gátu tæplega vitað að þau hafi verið að kaupa köttinn í sekkn- um með því að skrifa undir samn- inginn. Ætla má að bandarísk stjóm- völd hafi ekki upplýst innlenda aðila um það hvað kynni að leynast í haugnum. Jón Oddsson segir að sé líkja megi samningnum við kaup og sölu á gallaðri vöm. - Vitanlega er það seþandinn sem ber ábyrgðina reynist hann uppvís að því að leyna kaup- anda göllum. Lesendum til glöggvunar birtum við hýr mynd af samningnum, sem Páll Asgeir Tryggvason, þáverandi forstöðumaður vamarmáladeildar Utanríkisráðuneytisins skrifaði undir með vitund og fyrir hönd íslensku ríkisstjómarinnar, dags. 30. júní 1970, en þá fór Emil Jónsson, Al- þýðuílokki, með ráðuneyti utanrík- ísmála. Að mati Jóns leynir sér varla að samningurinn er gerður af banda- rískum embættismönnum en ekki ís- lenskum. Það má meðal annars ráða af orðalagi og stafsetningu. Til að mynda er Langanes stafsett i þau þrjú skipti sem heitið kemur fyrir sem Langenes! Slík pennaglöp hefðu íslenskir embættismenn tæp- lega gert sig seka um, jafnvel þott væm famir að hugsa á öðrum nótum en íslenskum. Ef leita á annarra skýringa fyrir Enn er því ósvarað hvers vegna ís- lensk stjómvöld eru svo óviljug til að láta ganga í eitt skipti fyrir öll úr skugga um hvað soprhaugurinn umræddi hafi að geyma því að íslensk stjómvöld hafa frá fyrstu tíð reynt að koma í veg fyrir að landeigendur Eiðis gætu leitað réttar síns en að samningurinn sem slíkur sé feimnismál, er að þau óttist að bandarísk stjómvöld hafi endur- kröfurétt á hendur íslenska ríkinu vinni landeigendur skaðabótamálið vestra. Fari svo er lióst að ávinning- urinn af Dodge-bílnum og olíuföt- unum er ærið léttvægur. -rk ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. júlí 1991 Síða 8

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.