Þjóðviljinn - 27.07.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.07.1991, Blaðsíða 4
Kjamavopna tilraunir: Svíþjóð hvetur til al- gers banns Sænska stjórnin hefur lagt fram uppkast að nýjum sátt- mála um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og segir að nú sé tími til kominn að öllum slíkum tilraunum sé hætt. Lagði Maj-Britt Theor- in ambassador, fulltrúi Sví- þjóðar á 39 ríkja afvopnunar- ráðstefnunni í Genf, fram til- löguna á fimmtudag og hvatti til þess að endir væri bundinn „á það óða öryggiskerfi sem byggist á kjarnavopnafæ- lingu.“ í sáttmála gerðum 1963 eru bannaðar tilraunir með kjama- vopn í andrúmsloftinu, úti í geimnum og neðansjávar, en ennþá eru leyfðar kjamorku- sprengingar í tilraunasicyni neð- anjarðar. Sovétríkin hafa lýst því yfir að þau séu reiðubúin að sam- þykkja algert bann ef önnur kjamorkuveldi geri slíkt hið sama, en Bandaríkin hafa svar- að því til að algert bann væri langtímamarkmið, sem náð yrði þegar ekki þyrfti lengur við kjamavopna „til að tryggja al- þjóðaöryggi.“ ElLENDAR FIÉTTIR Kaganovftsj á velmektarárunum - tfmabilið persónugert. Síðasti úr innsta hringnum kringum Stalín látinn Lazar Moíssevítsj Kaganovít- sj, sá síðasti eftirlifandi af mönnunum í innsta hringn- um kringum Stalín, lést í Moskvu á fimmtudagsnótt, 97 ára að aldri. Kaganovítsj fæddist 1893 í Ka- baníj í Úkraínu, skammt ffá Kíev og vom foreldrar hans gyðingar. Hann naut lítillar skólagöngu og gekk í félag bolsévíka í Kíev 1911. A fyrstu ámnum eftir byltingu bol- sévíka 1917 vann hann við að skipuleggja Rauða herinn og var æðsti maður sovéska kommúnista- flokksins í Túrkestan (sovésku Mið-Asíu) 1920-25. Þegar um miðjan þriðja áratug var hann kominn i fremstu röð áhrifamanna í, flokknum, varð aðalritari hans i Úkraínu 1925 og skömmu síðar fúlltrúi í stjómmálaráði og mið- stjóm. Hann gegndi ýmsum ráð- herraembættum og varð varafor- sætisráðherra Sovétrikjanna 1944. Kaganovítsj slapp heilskinna gegnum allar „hreinsanir“ Stalíns og þótti það vel af sér vikið, ekki síst fyrir það að Stalín var mjög í nöp við gyðinga. Var talið að Stal- ín hefði hlífl Kaganovítsj vegna af- burða dugnaðar og hæflleika við stjómsýslu og skipulagningu, ekki síst við iðnvæðinguna á fjórða ára- tugnum. Öðmm þræði átti Kagano- vítsj velgengni sína að þakka því að hann var í senn slægur og djarf- ur. Við stjómarstörfin var hann ekki síður ókvalráður en húsbóndi hans. Kaganovítsj var maður þrekinn og fyrirferðarmikill ásýndum og þróttmikill fjörmaður að sjá. „Hann var þetta tímabil per- sónugert,“ sagði Sergej, sonur Khrústsjovs. „Eins og alltaf, þegar byltingar em gerðar, þá gerðist það í Rússlandi að menn, sem héldu að þeir gætu gert öðm fólki gott með því að beygja það undir vilja sinn, gerðu mistök sem urðu að illsku og síðan glæpum.“ Eftir lát Stalíns 1953 kastaðist fljótlega í kekki með þeim Kag- anovítsj og Khrústsjov. Endaði það með því að Kaganovítsj var sviptur öllum embættum og stöðum 1957 og rekinn úr flokknum 1962. Hann bjó eftir það í Moskvu og hafði hægt um sig, var lengi hress en síðan fyrir tveimur ámm kvað heilsu hans hafa hrakað mjög. Hann fylgdist með því helsta sem gerðist til hins síðasta og leist ekkert á stefnu Gorbatsjovs. Skömmu fyrir andlátið var hann spurður hvort hann væri ekki ein- mana. „Hvílík heimska,“ svaraði öldungurinn. „Kommúnisti, marx- isti, getur aldrei orðið einmana.“ „Hann útvegaði okkur notalega kafTistofú með snjóhvítum borð- dúkum og góðum mat,“ sagði El- ísaveta Leontova sem var ritari hans á flmmta áratug, er hann var jámbrautaráðherra. „Þá var nú önnur öldin. Meðan hann og Stalín réðu höfðum við það gott.“ AFriðrik Haukur Hallsson skrifar i Þvs. dá idi Fyrirsjáanleg „innri útvíkkun’* og upplausn Evrópubandalagsins Oft er talað um Evrópurík- ið í stað Evrópubanda- lagsins - og þykjast menn þá vera sérlega spáglöggir og hafa kjarna málsins í hendi sér. Þetta er þó gjörsamlega fjar- stæðukennt tal. Opinberlega skilgreinir þetta bandalag sig sem „alþjóðleg sam- tök án ríkiseinkenna“, og er það nánast það eina sem menn eru þar sammála um, enda hárrétt. Með til- liti til skipulags og pólitískra markmiða flestra þátttökuríkjanna, þá getur Evrópubandalagið ekki orðið að ríki. Þvert á móti bendir nú flest til þess, að það muni enn frekar veikjast hið innra og leysast upp i fleiri hagsmunaeiningar: þau riki sem fyrir em munu „klofna“ í smærri einingar, fylki og smáríki, sem ekkert vilja gefa eflir af ríkis- valdi sínu, en þó fá tryggt sæti í ráðherranefndum bandalagsins. Og þegar litið er til áætlaðrar útvíkk- unar bandalagsins til austurs í byij- un næstu aldar, þá verður væntan- legt „smáríkjafargan“, eins og það er kallað, enn augljósara. Stöðugt fieiri héruð, borgriki eða fylki telja að hagsmunum um- bjóðenda sinna verði best borgið með því að bijótast fram til aukins sjálfræðis. Sjálfstæðisvilji ýmissa þjóðarbrota í Vestur-Evrópu var oft mun ákafari en forsetar og æðsta- vald ríkjanna vildi viðurkenna: Blóðugust er aðskilnaðarstefna hryðjuverkamanna meðal Baska á Spáni og Norður-Ira; en einnig Walesbúar og Skotar vilja ekki einasta hafa eigið fótboltalið i landsleikjum, heldur að minnsta kosti takmarkað sjálfstæði (í ríkja- bandalagi við England). Þá er al- ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. j kunna að Flæmingjar og Vallónar í Belgíu þola illa stjóm hvors annars á eigin málum og að Bretónar hefðu fyrir langa löngu sagt sig úr lögum við Frakka, hefðu þeir bara komist upp með það. Og áfram mætti telja upp minnihlutahópa og þjóðarbrot um alla Evrópu. Þá em til öllu spauglegri klofn- ingstilburðir. Til dæmis heimta Bæjarabúar, þegar þeir em búnir „Verða kannski samdar al- gjörlega nýjar keppnisreglur og t.d. fækkað í 1. deildinni, smáríkin sett í deild með fylkjunum og látin slást við þau um Iausu sætin í 1. deildinni?“ að sulla hafsjó af bjór oní vömbina á sér, „fríríkið“ Bæjaraland og nýj- an kóngsa á borð við Lúðvík klikk- aða. Loks eru þær fréttir nýjastar frá Ítalíu, að Norður-ítalir (allt að ánni Pó) vilji vera sér á parti og að Suður-Ítalía (frá og með Neapei) verði ein undir mafiósastjóm og því skilin frá Mið-Ítalíu, þar sem liðónýt ríkisstjómin í Róm fengi áfram að sóa peningum uppá krít. Með þessari málefnalegu þrískipt- ingu stígvélsins hyggjast Norður- ítalir forða sjálfum sér frá yfirvof- andi þrotabúi ítalska ríkisins og hindra um leið frekari framrás ma- fíósa og annarra stórglæpamanna. Öllu alvarlegri vísbending um þessa sundmngarþróun er viðleitni þýsku sambandsrikjanna, 16 að í 1991 tölu, til beinna áhrifa á ákvarðana- tektir Evrópubandalagsins. Sjálf- stæði þeirra er töluvert og öll hafa þau stjómir með 15-30 ráðhermm. Til að byrja með er hér aðeins tal- að um „með ákvörðunarrétt í þeim málum sem varða viðkomandi fylki“. En eins og útlegging á sam- svarandi klausu í Lúxemborgar- samkomulaginu frá 1966 sýnir, þá munu þau brátt líta svo á að allt varði þá einhvem veginn, enda sé ekkert pólitískt fylkjunum óvið- komandi. Með sama rétti og húm- anistar fyrr og síð telja, að ekkert mannlegt sé þeim óviðkomandi, verða allir sanngjamir menn að samþykkja þetta sjónarmið. Sósíaldemókratar í Þýskalandi leggja þunga áherslu á þessa „innri útvíkkun Evrópubandalagsins" og þeir eru nú í þeirri valdastöðu í Sambandsráðinu að geta knúið málið fram gegn rikisstjóm Kohls, sem aftur á móti er í þeirri valda- stöðu innan Evrópubandalagsins að geta knúið rnálið fram, gegn eigin vilja sem og hinna aðildar- ríkjanna! í hvaða formi þetta sam- ráð verður er enn óljóst: Kannski mætir hver ríkisráðherra í framtíð- inni með þá fagráðherra fylkjanna til leiks, scm telja sig málið ein- hveiju skipta; þá setjast ekki leng- ur tólf ríkisráðherrar við sama borð í Brussel, til að vera ósammála um öll aðalatriðin, heldur kemur hver þeirra með nokkra fylkisráðherra með sér, sem gæta sinna hagsmuna af enn meiri hörku (til þess er jú til fylkissamráðsins stofnað), og allir verða enn meira ósammála um allt. Hugsanlegt er einnig að stofn- að verði „nýtt stjórnunarstig" sér- staklega fyrir fylkin eða aðrar lægri stjómeiningar bandalagsins. í væntanlegum fylkis- ráðherra- nefndum yrðu þá viðkomandi fagr- áðherrar fylkjanna látnir leika í eins konar 2. deild EB. Strax í þessari stöðu vakna mjög sjálf- stæðar spurningar: Hversvegna skyldi til dæmis fylkið Norðurrin- Vestfalen með sínar 18 miljónir íbúa (og eitt öfiugasta iðnaðar- svæði Evrópu) leika í 2. deild, en til dæmis nágrannahéraðið Luxem- borg (0,4 miljónir íbúa) fá að vera áfram í 1. deildinni? Þegar öll þessi fylki, tugum saman, vilja láta líta á sig sem „sjálfstæð ríki með takmörkuðu fullveldi í ríkjabanda- lagi eða sambandsriki" (eða eitt- hvað álíka sniðugt),hver verður þá ...og að ákvörðunarvald rík- isráðherranna verður enn minna; var það þó ekki mjög merkilegt fyrir, þar sem einn fýlupoki og sérhagsmuna- seggur gat sett allt í járn.“ staða eldri smáríkja í Evrópu- bandalaginu? Verða kannski samd- ar algjörlega nýjar keppnisreglur og t.d. fækkað í 1. deildinni, smá- ríkin sett í deild með fylkjunum og látin slást við þau um lausu sætin í 1. deildinni? Valddreifingin er prinsipp-at- riði og ótvírætt fagnaðarefni. En innan Evrópubandalagsins er eins og að einhverjum Skratta takist stöðugt að snúa faðirvorinu uppá sjálfan sig og umtuma bestu mál- um (með ótal fúlum málamiðlun- um og skrítnum „þróunarsjóðum“ og öðru óskyldu efni). Afleiðing alls þessa getur einnig orðið sú, ef fram heldur sem horfir, að myndast mun pólitískt tómarúm og að ákvörðunarvald ríkisráðherranna verður enn minna; var það þó ekki mjög merkilegt fyrir, þar sem einn fýlupoki og sérhagsmunaseggur gat sett allt í jám. Um leið og pólit- ískum pattstöðum fjölgar, „yrðu“ embættismennimir í Bmssel að skjótast inn í þetta pólitíska tóma- rúm: Þeir yrðu að skera á þessa frægu hnúta, leysa flækjur, taka af skarið og halda stofnuninni gang- andi - sama hvað það kostaði. Evr- ópubákn skrifræðisins mun þá efl- ast og stækka og stirðna, sam- kvæmt alkunnu lögmáli um slík fyrirbæri. Á meðan pólitískt vald innan Evrópubandalagsins heldur áfram að deifast og ríkis- og bráð- um einnig fylkisráðherrar vega hver annan upp, þá halda stóm fyr- irtækin áffam að éta þau smærri og stækka. Nú hafa þau öll þá viðbót- arréttlætingu fyrir auðhringamynd- uninni, að með tilkomu sameigin- legs Evrópumarkaðar geti aðeins þau fyrirtæki lifað samkeppnina af, sem em nógu gífúrlega stór fyrir. Fjármála- og viðskiptavaldið færist þannig á færri hendur, sem ekkert lýðræðislegt eftirlit er hægt að hafa með. Evrópubákn skrifræðisins mun einnig eflast - og það er ekki heldur undir neinu lýðræðislegu eftirliti. Valddreifingin leiðir þann- ig til valdaleysis einstakra „full- valda“ ríkja og réttkjörinna fulltrúa fólksins, en aukins valds hinna, sem starfa fyrir eigin reikning og yfirleitt án allrar ábyrgðar á „þjóð- arheill“ Evrópumanna. Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.