Þjóðviljinn - 30.07.1991, Qupperneq 1
Mörg hundruð manns lögðu leið sína í Haukadalinn á laugardag til að sjá hinn eina sanna Geysi gjósa. Gosið hafði verið auglýst
kl. 15, en áhorfendur þurftu að bíða í nær hálfan annan tíma eftir að hverinn sendi frá sér lóðréttan vatnsstrók. Gosið reyndist heldur
ekki sérlega tilkomumikið. Talsverð úrkoma var á svæðinu og mjög lágskýjað, þannig að gossúlan rann nánast saman við umhverfi sitt.
Enda héldu flestir á brott áður en Geysir gamli hafði lokið gosi sínu. fsama mund kvað Strokkur upp raust sína og gerði mun betur en
Geysir. Mynd: Þorfinnur.
Veiðileyfagjald ekki á
dagskrá að sögn Davíðs
Davíð Oddsson forsætisráðherra telur ekki eðlilegt að þing-
maður annars stjórnarflokksins sé í forsæti fyrir nefnd sem
á að endurskoða lögin um stjórn fiskveiða og sjávarútvegs-
ráðherra skipar. Davíð fór í gær á fund Þorsteins Pálssonar
í sjávarútvegsráðuneytinu við Skúlagötu og dvaldi þar lengi. Þá
ræddi Davíð einnig við Jón Baldvin Hannibalsson formann Alþýðu-
flokksins í gær.
Davíð sagði að málið yrði leyst
í vikunni. Hans túlkun á stefnuyf-
irlýsingu stjómarinnar er sú að þar
sé ekki kveðið á um upptöku
veiðileyfagjalds.
„Það er eðlilegt að menn leiti
sátta um mannskap. Eg fyrir mína
parta tel að það sé ekki eðlilegt að
þingmaður annars hvors stjómar-
flokksins veiti nefndinni for-
mennskusvaraði Davíð aðspurð-
ur um hvort eðlilegt væri í stjóm-
arsamstarfmu að Alþýðufiokkur-
inn hafnaði Vilhjálmi Egilssyni
þingmanni Sjálfstæðisfiokksins
sem formanni nefndarinnar.
Davíð taldi ekki að kominn
væri brestur i heiðursmannasam-
komulag hans og Jóns Baldvins og
sagði að verið væri að vinna að
lausn málsins og að það myndi
leysast síðar í vikunni.
Agreiningur er greinilegur í
stjóminni um hvemig eigi að end-
urskoða sjávarútvegssteftiuna. Al-
þýðufiokkurinn hefúr talið sig eiga
rétt á formanni sjömannanefndar
sem á að endurskoða stefnuna.
Þorsteinn skipar hinsvegar nefnd-
ina og lagði til að Vilhjálmur yrði í
forsæti í nefndinni, en því hafnaði
Alþýðuflokkurinn. Þeir hafa einnig
hafnað Áma Kolbeinssyni ráðu-
neytisstjóra, en til athugunar er til-
laga Þorsteins um að skipa tvo for-
menn sinn úr hvomm flokknum.
Davíð hefur tekið jákvætt í þessa
lausn.
Þessi nefhdarskipan hefúr leitt
til mikilla yfirlýsinga af hálfu Þor-
steins og Jóns Baldvins. Þorsteinn
segist ekki hafa heyrt annað en
skítkast úr röðum Álþýðufiokks-
manna auk þess sem hugmyndum
þeirra um auðlindaskatt hafi verið
hafnað í stjómarmyndunarviðræð-
unum. Jón Baldvin segir Þorstein
ekki hafa gert annað en að vísa á
bug stefnu Alþýðuflokksins í sjáv-
arútvegsmálum varðandi veið-
leyfagjald og að það sé í andstöðu
við það sem talað var um í stjóm-
armyndunarviðræðunum.
I stefftuyfirlýsingu ríkisstjóm-
arinnar segir að stjómin ætli að ná
markmiðum sínum með mótun
sjávarútvegsstefnu þar sem stjóm-
skipunarleg staða sameignar-
ákvæðis laga um stjóm fiskveiða
er tryggð. Þetta ákvæði virðist hver
túlka fyrir sig. Davíð sagði við
Þjóðviljann í gær nýkominn af
fundi Þorsteins að enginn hefði
haldið því fram að upptaka veiði-
Ieyfagjalds fælist í stefnuyfírlýs-
ingu ríkisstjómarinnar.
-gpm
Hitabylgja
á leiðinni
Islendingar eiga von á ann-
arri hitabylgju sem spáð er að
standi fram á fimmtudag, sam-
kvæmt upplýsingum frá Veður-
stofu íslands.
„Við getum kallað þetta hita-
bylgju á íslenskan mælikvarða,“
sagði Einar Sveinbjömsson veð-
urfræðingur hjá Veðurstofu Is-
lands. „Þetta verður líklegast
minni útgáfa af þeirri hitabylgju
sem var hér fyrstu vikuna í júlí-
mánuði og á líklega aðeins eflir
að standa fram á fímmtudag.“
Einar sagði að júlímánuður
liti út fyrir að verða með þeim
allra hlýjustu júlímánuðum sem
menn muna eftir.
Hlýjasti júlímánuður á öld-
inni var árið 1936 en þá var með-
alhitinn 13,2°. Árin 1939 og
1944 var meðalhitinn 13,0°. Allt
bendir til þess að meðalhitinn
fyrir júlímánuð þetta árið verði
um 13,0°.
Margir vilja kenna gróður-
húsaáhrifunum um þær veður-
farsbreytingar sem virðast eiga
sér stað hér á landi en Einar
sagði það mikinn misskilning.
Skýringarnar væru fyrst og
fremst þær að afbrigðilegur
lægðargangur valdi því að hita-
dreifingin yfir allt norðurhvelið
væri öðruvísi en gengur og ger-
ist.
Það verður sem sagt hlýnandi
veður um allt land í dag og hlýj-
ast verður á Norður - og Vestur-
landi, samkvæmt veðurspá ís-
lands. -KMH
Mengunar-
úttekt frestað
Leiðangri að undirlagi Um-
hverfisráðuneytisins á Heiðar-
fjall á Langanesi, til að mæla
hugsanlega mengun frá sorp-
haugum hersins hefur verið
frestað. Upphaflega átti ferðin
að vera farin 12. ágúst nk. en
hefur nú verið frestað til 19.
dags ágústmánaðar.
Að sögn Bjöms Erlendssonar,
eins af landeigendum Eiðis á
Langanesi, sem staðið hefur í
ströngu vegna meintrar mengun-
ar frá soprhaugum hersins á fjall-
inu, er ástæðan sögð sú af hálfú
opinberra aðila að jarðgasleitar-
tækið sem ætlað er að þefa uppi
eitraðar gufur, sem frá haugnum
kunna að leka, er ekki starfhæft
sem stendur. Á tækið vantar þar
til gert efni, en það er ekki til í
landinu eins og stendur.
Ferðinni á Heiðarfjall hefur
því verið frestað meðan nauðsyn-
leg efni á tækið eru ekki handbær
í landinu.
-rk