Þjóðviljinn - 30.07.1991, Síða 2

Þjóðviljinn - 30.07.1991, Síða 2
Mál sem verður að upplýsa Nýlokið er allmikilli hreinsun af Straumnesfjalli fyr- ir vestan, en þar höfðu ráku Bandaríkjamenn ratsjárstöð í nokkur ár. Fluttar voru itarlegar fréttir af hreinsuninni og ráðherrar umhverfis- og utan- ríkismála fóru á staðinn væntanlega til þess að leggja áherslu á þýðingu atburðarins. Þessi hreinsun er auð- vitað góðra gjalda verð. Bandaríkjamenn eru miklar eyðsluklær og herstöðvum þeirra um allan heim hafa löngum fylgt stærri og meiri sorphaugar en menn eiga að venjast. Á Straumnesfjalli var vissulega heilmikiö drasl úr þeim byggingum sem þar standa raunar enn að einhverju leyti, og ástæða var til að fjarlægja. Sorp- haugar fyrirfmnast þar að sögn engir og mun ástæðan vera sú að sorpinu frá stöðinni var einfaldlega hent í sjóinn og liggur ekki fyrir hvaða skaða það kann að hafa valdið. Á Heiðarfjalli á Langanesi var önnur ratsjárstöð. Þar hagaði hins vegar svo til að sorpið var urðað í ná- grenni stöðvarinnar og er þar enn. Hvað í haugunum leynist er ekki vitað nákvæmlega en eitt er víst að grunsemdir um hættulegt innihald þeirra hafa þegar orðið til þess að náttúruverðmæti í nágrenninu eru nú talin einskis virði. Þegar nú viðkomandi aðilar, sem hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum, láta reyna á rétt sinn gagnvart bandarískum yfirvöldum og leita aðstoðar þeirra sömu ráðherra og létu að sér kveða á Straumnesfjalli virðist áhuginn á aðstoð við þá vera í lágmarki. Þegar betur er að gáð verður sú afstaða að sönnu skiljanleg, (en ekki að sama skapi stórmannleg) þar sem fyrir liggur að í júnímánuði árið 1970, u.þ.b. ári áður en viðreisn- arstjómin féll í kosningum, var gerður samningur milli ríkisstjórnar íslands og Bandaríkjahers þess efnis að ríkisstjórnin afsali sér öllum rétti til skaðabóta vegna radarstöðvarinnar. Afsalið er haldgóður vitnisburður um áratuga ræfildóm íslenskra stjórnvalda gagnvart bandarískum hermálayfirvöldum þar sem það er ekki einasta samþykkt fyrir hönd íslenska ríkisins, heldur líka fyrir hönd allra íslenskra ríkisborgara. Nú hefði mátt ætla að bandaríkjamenn hefðu ekki þurft að hafa miklar áhyggjur af skaðabótakröfum vegna starfsemi sem var hætt, nema því aðeins að þeir vissu meira en þeir létu í veðri vaka við íslendinga. Eins áður segir liggur ekki fyrir fullkomin vissa um hvaða efni kunni að leynast í sorphaugunum á Heið- arfjalli, en ástæða er til að ætla að þar sé að finna stórskaðlega efni sem haft geti varanlegar og víðtæk- ar afleiðingar. Þar er einkum um að ræða efnið PCB, sem brotnar afar hægt niður og allsstaðar er lögð mikil áhersla á að útrýma, ekki síst vegna hættu á að það mengi grunnvatn og sjó. Af þessu má Ijóst vera að hér er á ferðinni mál sem nauðsynlegt er að upplýsa til fulls. Grunurinn einn um að skaðleg efni leynist þarna í jörðu hefur þegar haft þau áhrif að landið í nágrenni stöðvarinnar er ekki nýt- anlegt eins og efni hefðu átt að standa til. Komi á næstu árum eða áratugum upp grunur, að ekki sé tal- að um vissu, um að sjórinn mengist af þessum sökum getur það valdið miklu tjóni fýrir sjávarútveginn og út- flutning á fiski. Úr því verður að fást skorið með óyggj- andi hætti hvort hér hafi orðið stórfellt mengunarslys eða ekki og skiptir þá engu máli þótt það kunni að vera óþægilegt fyrir íslensk stjórnvöld eða einstaka stjórnmálamenn, til þess eru of miklir hagsmunir í húfi. hágé. Þióðviliinn Málgagn sóslalisma þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélagið Bjarki h.f.. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Ritstjóm, skrifstofa, afgreiðsla, auglýsingar: Slðumúla 37, Rvík. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. UPPT & SKOEIÐ Kreppa í reyfarabúskapnum Þótt undarlegt megi virðast er fátt jafn rækilega háð pólitískum breytingum og spennusagan, reyf- arinn. Reyfarinn (einkum sá sem vill vekja þá athygli að hann síðar komist á kvikmyndatjald) byggir mjög ofit á einhverskonar alþjóð- legum háska sem stefnir að góðu og íogru mannlífi. Og til að skapa hann þarf að þaulnýta þá óvinar- ímynd sem í gangi er. Hér á Vest- urlöndum hefur „ljóti Rússinn" með sínum samsærum og illvirkj- um gegnt þessu hlutverki áratug- um saman, eins og kunnugt er. Nú er hinsvegar svo komið að austur og vestur teljast ekki lengur hemaðarlegir né heldur hug- myndalegir andstæðingar svo heit- ið getur. Og þá em góð ráð dýr í reyfarabúskapnum. Héðan og það- an í heiminum heyrast harmaþulur um bókahandrit og kvikmynda- handrit sem hafa dottið upp fyrir í meiningarleysi vegna þess að þau byggðu á óvinarmynd sem enginn tekur mark á lengur. Ljóti Rússinn er gagnslaus orðinn, bæði í pólitík- inni sjálfri og reyfaranum, menn verða að róa á önnur mið eða snapa gams á sínum markaði. Reyfarinn sem brást Þetta rifjaðist upp á dögunum þegar blaðað var í reyfara sem ný- kominn er á íslensku og heitir „Falin markmið". Þetta er ein af þeim spennusögum sem vill fylgj- ast með eins og það heitir; aðal- hetjumar eru tvær konur (en það er talinn mikill áfangi í jafnréttisbar- áttu að sýna að konur geti leyst morðgátur og skotið niður bófa rétt eins og hinn parturinn af mannkyninu). Þessar konur standa andspænis þcim ósköpum að tveir ágætir bókaútgefndur eru myrtir út af handriti sem feiknalega öflug klíka vill ekki með neinu móti að út sé gefið. Gengur nú allt sinn fagmannalega rcyfaragang þar til kemur að því að segja frá því hvað var í handritinu sjálfu. Þá verða menn hcldur betur fyrir vonbrigð- uni; handritið lífshættulega átti að afhjúpa mikið pólitískt samsæri hjá þremur áhrifamiklum fjöl- miðlakóngum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Ætluðu þeir að ntða niður í sínu fjölmiðlaveldi Nató og vígbúnað Bandaríkjanna og koma Evrópu meira eða minna á vald Rússa undir vígorðinu „betra er að vera rauður en dauð- ur“. Sú var tíð að hægt var að gera út á þetta mynstur með góðum ár- angri á reyfaramarkaðnum. A ís- lensku sáust líka bækur í þessum flokki, m.a. ein sem hét víst „ Þetta getur ekki gerst hér“ og er um það hvemig breskir friðarvinir koma Bretlandi undir kommúnismann. En í ljósi þess sem gerist í raun og veru, verða slíkar sögur eins og misheppnuð skrýtla nú til dags (reyfarinn er nefnilega form sem gerir furðu strangar kröfúr til skyn- semi). Spennutilefnið lekur mátt- úrulaust niður í meiningarleysu. Björn Bjarnason enn Og fyrst við erum stödd í þess- ari grein fáránleikans: Bjöm Bjamason þingmaður sver sig í ætt við lánlítinn reyfarahöfúnd af því tagi sem hér var nefndur. Hann er frosinn fastur í spennusögumynstri sem ekki getur breyst, blátt áfram vegna þess að Bjöm getur ekki án þess lifað að svörthvít heimsmynd hans sé óbreytt og óbreytanleg með sínum englum og andskotum. Og því heldur hann áfram að spinna sinn pólitíska reyfara með því að fýlla síðu eftir síðu í Morg- unblaðinu sínu til að sýna fram á, að Ámi Bergmann sé í öllum þankagangi eitthvað það sem frekjudeild þess blaðs þóknaðist að gera hann að fyrir margt löngu: Það mat skal standa um aldur og ævi. Fundin sönnun! Hér verða lesendur ekki þreytt- ir á því að rifja eina ferðina enn upp málavöxtu. Nema hvað; á fostudaginn var er Bjöm enn að. Og nú þykist hann loksins hafa fundið hina endanlegu sönnun þess að margnefndur ÁB sé ekkert ann- að en Moskvukonimi. Sönnun þessi er grein sem ÁB skrifaði í tímaritið Rétt, fyrir réttum þrjátíu árum. Sú grein er full af bjartsýni á það sem þá var að gerast í Sovét- ríkjum Khrúsjofs og þar með fylgdi það mat að sitthvað í sögu- túlkun og spám Marx gamla væri farið að rætast þar eystra. Af þessari þrítugu grein dregur Bjöm Bjamason þá ályktun að þar séu komnar hinar eiginlegu skoð- anir AB, sem sá sami vilji nú ekki kannast við. Þetta er eitt dæmið enn um það að ærlegur málflutningur er Bimi ofviða. Sjálfur mundi hann varla hafa flett upp í Réttargreininni hefði ég ekki vísað honum á hana sjálfur. I bókinni „Miðvikudagar í Moskvu“ (1979) er einmitt vitnað rækilega til þessarar greinar. Til að skýra ffá því hvemig ÁB og jafn- aldrar hans og kunningjar sovéskir hugsuðu á því bjartsýnisskeiði sem Khrúsjofshlákan vakti upp um 1960 (Stalín velt af stalli, fólki hleypt úr fangelsum, Solzhenitsyn gefinn út, átak í húsnæðismálum og fleiri lifskjaradæmum, geim- ferðasigrar sem Bandaríkjamenn vom reyndar svo hræddir við að þeir stórbreyttu skólakefi sínu til að „vinna upp yfirburði Sovét- manna í vísindum" eins og það var þá metið). Og ég vitna ekki í þessa grein til að halda henni til streitu (og þá er enn komið að lágkúruað- ferð BB), heldur til þess að gera grein fyrir því, hve veikum fótum bjartsýni hennar stóð, á hvað Moskvustúdentar um 1960 ráku sig á í veruleikanum strax einu eða tveimur árum síðar og gekk þvert á þeirra vonir. Hér er m.ö.o. um það sjálfsagða fyrirbæri að ræða sem kennt er við sögulegt samhengi, sem er vitaskuld bannorð í gadd- frosinni heimsmynd Bjöms Bjamasonar. s Ovartgrín Ekki verður hjá því komist að biðja lesendur afsökunar á því hve langan hala fleiprið í Bimi Bjama- syni dregur á eftir sér. Vonandi bætist það upp með vissum skop- legum uppákomum í málinu, eins og þegar Bjöm fer að fletta í göml- um Moggum til að sjá hvort þar stendur ekki eitthvað svipað um ÁB og hann hefur verið að halda fram núna. Og viti menn; sigri- hrósandi getur hann vitnað í Reykjavíkurbréf frá 20. desember 1981, þar sem svipuð ummæli em á kreiki! Liggur við að maður of- metnist yfir því að vera svo ræki- lega „á fæl“ hjá Morgunblaðinu, ef mann grunaði ekki í leiðinni, að Bjöm hefði verið svona fljótur að fmna það rétta tíu ára gamla Reykjavíkurbréf blátt áffam vegna þess að hann skrifaði það sjálfúr. Og nú er mál að segja eins og Kristinn heiti ég Olafsson: Thank, you for this...eh. typical program. Og gúdbæ. ÁB ÞJÓÐVILdlNN Þriðjudagur 30. júlí 1991 Síða 2

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.