Þjóðviljinn - 30.07.1991, Qupperneq 7
FKÉTTBR
Geösjúkir hafa kvartaö mikiö undan þvl aö þurfa aö hlrast úti I kuldanum
vegna þess reykingabanns sem gildir á rlkisspltölunum. Mynd: Jim Smart.
Við erum svipt
mannréttindum
egar ákveðið var að banna
allar reykingar á ríkissp-
itölum stóðu umræður yfir
um það hvort geðdeildir
ættu að vera undanþegnar frá
þessari reglu. Héldu sumir þvi
fram að andlegt ásigkomulag geð-
sjúkra væri í sumum tilvikum
nógu slæmt fyrir, svo að ekki
þyrfti að bæta á þá að þurfa allt í
einu að hætta að reykja.
Sjúklingar á Flókagötu 29, en
það er deild frá Kleppsspítalanum,
hafa kvartað mikið undan þessu og
segja að þetta sé óviðunandi ástand
og sé á engan hátt bætandi íyrir
þeirra andlegu vanlíðan.
„Þetta er ekkert annað en svipt-
ing á okkar mannréttindum," sagði
einn sjúklinganna, sem blaðið ræddi
við. „Það þarf sterkan vilja til að
hætta allt í einu að reykja og þann
sterka vilja höfum við ekki til staðar
sem stendur. Það er aðeins verið að
auka á okkar andlegu vanliðan með
banninu."
Hann sagði ennfremur að ef
sjúklingamir vildu fá sér að reykja
þá þyrftu þeir að hírast úti í kuldan-
um, jafnvel í hellirigningu og fár-
viðri.
„Reykingar eru ekki leyfðar á
ríkisspítölum, og Flókagata 29 er ein
af deildum Landspitalans," sagði
Margrét Eíríksdóttir deildarstjóri á
Flókagötu 29.
„Hvers vegna ættu þessar reglur
ekki að gilda fyrir geðsjúka eins og
alla aðra? Reykingar em mjög slæm-
ar fyrir fólk sem er slæmt á taugum
því þær spenna upp taugakerfið,"
sagði Margrét.
Þess má geta að í nýjasta tölu-
blaði Geðhjálpar er grein sem nefn-
ist „Að gera illt verra“. Að áliti
greinarhöftmda þeirrar greinar er að-
eins verið að auka á vanda geðsjúkra
með banninu.
I greininni segir að með banninu
verði enn erfiðara að fá viðkomandi
sjúklinga til að samþykkja að leggj-
ast inn á spítalann. Þetta stuðli einn-
ig að því að sjúklingar noti hvert
tækifæri sem gefst til að strjúka í
bæinn eða jafnvel útskrifi sig sjálfir
áður en meðferð er lokið. I þriðja
lagi ef ætlast sé til þess að sjúklingar
hætti eða stórminnki allt í einu tób-
aksneyslu, hljóti það að kalla á
aukna lyfjagjöf.
Aðspurð um þörfina á aukinni
lyfjagjöf sagði Margrét að þvert á
móti hefði það sýnt sig að þeir sem
hefðu hætt að reykja, þyrftu á minni
lyfjagjöf að halda. Hún sagði þetta
stafa af þvi að nikótínið ynni á móti
verkun lyfjanna. „Það em til vísind-
arlegar athuganir sem sanna að reyk-
ingar auki þörfina á geðlyfjum.
Þannig að þetta bann gerir sjúkling-
unum ekkert nema gott,“ sagði Mar-
grét að lokum.
-KMH
Vöruskiptin í jafnvægi
Fyrstu sex mánuði ársins var
vöruskiptafjöfnuðurinn í jafn-
vægi en á sama tíma í fyrra
var hann hagstæður um 3 mil-
jarða króna á sama gengi.
I júní vom fluttar út vömr fyrir
8,7 miljarða króna og inn fýrir 8,9
miljarða króna. Vömskiptajöfnuður-
inn var því óhagstæður um 0,2 mil-
jarða í júní en var hagstæður um 1,6
miljarða í júní í fýrra á sama gengi.
Fyrstu sex mánuðina vom fluttar
út vörur fyrir 46,4 miljarða króna og
inn fýrir sömu upphæð. Verðmæti
útflutningsins er óbreytt á föstu
gengi frá því sem það var á sama
tíma í fýrra. Sjávarafurðir vom um
82 prósent alls útflutnings og tæp-
lega 5 prósent meiri en á sama tíma í
fýrra. Utflutningur á áli var 9 pró-
sentum minni og útflutningur kísil-
jáms 59 prósentum minni en á sama
tíma á síðastliðnu ári.
Verðmæti innflutningsins fýrstu
sex mánuði ársins var 7 prósentum
meira en á sama tíma í fýrra.
-Sáf
Menntamála-
ráðuneytið úthýsir
námsmönnum
Olafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, skipaði í sumar
nefnd er leggja skal fram tillögur um breytingar á lögum
Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). Námsmenn sendu
skriflega ósk um að fá fulltrúa í nefndina, sem menntamála-
ráðherra hafnaði. Pétur Óskarsson, fulltrúi stúdenta hjá LÍN, segir
námsmenn vera furðulostna yfir vinnubrögðunum.
Pétur Oskarsson segir það skrítin
vinnubrögð að námsmenn skuli ekki
eiga fúlltrúa í nefhd sem fjallar um
lífsafkomu þeirra.
- Við vitum ekkert hvað er að
gerast í sambandi við þessa nefnd.
Það er þó ljóst að nefhdin er tekin til
starfa og einnig heyrum við úr ýms-
um áttum að lagðar verði til miklar
breytingar í sambandi við það kerfi
sem nú er við lýði, sagði Pétur.
Þjóðviljinn hafði samband við
Lárus Jónsson, formann LÍN og innti
hann eftir störfúm nefndarinnar.
- Það er enginn fúlltrúi frá Lána-
sjóðnum í nefhdinni. Hún mun samt
hafa samráð við stjóm hans á síðari
tímum um ýmis atriði varðandi þær
hugmyndir er nefhdin leggur til.
Formaður nefndarinnar, Guð-
mundur K. Magnússon prófessor,
sagði að einn fúndur hafi verið hald-
inn í nefhdinni. Hann segir að líklegt
sé að námsmenn fái fúlltrúa í nefhd-
ina einhvemtímann síðar, en það
væri alfarið komið undir ákvörðun
menntamálaráðherra.
Aðspurður hvort um miklar
breytingar hjá LÍN yrði að ræða,
sagðist Guðmundur ekki geta svarað
því á þessu stigi málsins.
- Við höfúm aðeins rætt um
hvemig kerfin em í nágrannalöndum
okkar og svo hver umræðan um
Lánasjóðinn hefur verið héma
heima. Það virðist vera að blandað
kerfi sé komið víðast hvar, ef ekki
allsstaðar í kringum okkur, sagði
Guðmundur.
Er Þjóðviljinn innti Guðmund
eftir því hvort um einhveija breyt-
ingu yrði að ræða á endurgreiðslu-
tímanum sem í dag er miðaður við
40 ár, sagði hann að málefhi Lána-
sjóðsins væm of óskýr til að hægt
væri að ræða einstaka liði hans.
- Við eram á kafi í umræðum
um Evrópskt efnahagssvæði. Þetta
hangir allt á sömu spýtunni, og ég
get engu svarað fýrr en niðurstaða er
komin í sambandi við EES. Ef við
verðum þar með hljótum við að sam-
ræma okkar kerfi miðað við önnur í
Evrópu, sagði Guðmundur.
-sþ
Suðurlandsmótið
I hestaíþróttum
var haldið á
Gaddastaðaflöt-
um við Hellu um
helgina. Mikill
fjöldi tók þátt I
mótinu og var
keppt I öllum
greinum hesta-
íþrótta. Mynd:
G.T.K.
Lappað upp á lyfjareglugerðina
Breytingar verða gerðar á umdeildri reglugerð um þátttöku almenn-
ings í lyfjakostnaði um mánaðamótin. Formaður lyfjahópsins segir
að verið sé að lagfæra agnúa á reglugerðinni og gagnrýnir verka-
lýðshreyfinguna fyrir að koma ekki með ábendingar. Verkalýðshreyfing-
in vill ekki taka þátt í slíku og endurtekur kröfu sína um að reglugerðin
verði dregin til baka.
Jón Sæmundur Sigurjónsson
sagði að lyfjahópurinn sem vann að
breytingunum á reglugerðinni myndi
ganga endanlega frá nýju breyting-
unum á fundi sínum í dag. I drögum
að breytingum er gert ráð fyrir að
fjölga eitthvað lyfjum á bestukaupa-
listanum auk þess að taka nokkur
fleiri lyf inn í greiðsluskyldu Trygg-
ingstofhunar. Þá koma inn nýjir
flokkar lyfja sem fara inn á lyfjaskír-
teinin, sagði Jón Sæmundur. Hann
vildi ekki fara út breytingamar í
smáatriðum. Hann sagði þó víst að
neflyf vegna heymæði yrðu tekin inn
í lyfjagerðina en einsog málum er
háttað nú greiðir Tryggingastofnun
ríkisins heymæðislyf í augu en ekki í
nef. Það mun breytast.
Jón Sæmundur gagnrýndi verka-
lýðshreyfinguna fýrir að koma ekki
með tillögur um breytingar. Bjöm
Grétar Sveinsson formaður verka-
lýðsfélagsins Jökuls á Höfn á Homa-
firði sagði að hreyfingin tæki ekki
þátt í þvi að slípa agnúa af reglu-
gerðinni heldur væri þeirra tillaga
einföld: Dragið reglugerðarbreyting-
tma til baka, sagði Bjöm Grétar og
bætti við að verkalýðshreyfingin
væri tilbúin til að ræða við aðila áður
en þeir fremja glæpinn en ekki á eft-
ir.
Til stendur að breyta löggjöf um
þessi mál í haust þegar Alþingi kem-
ur saman. Jón Sæmundur sagði að
vinna væri ekki farin af stað í því.
Hugmyndir em uppi um að fólk
greiði hlutfallskostnað af lyfjum,
þannig að því dýrari sem lyfin em
því meira þarf að borga. Einnig hef-
ur verið rætt um þak og gólf á slíkar
greiðslur, auk þess sem sérstakir
hópar yrðu teknir útúr. -gpm
Mótmælir vanvirðu
utanríkisráðuneytisins
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
þingkona Kvennalista hefur
sent utanríkisráðherra bréf þar
sem hún mótmælir svörum ráðu-
neytisins frá 22. júli sem hún telur
hvorki greinargóð, fullnægjandi
né sæmandi ráðuneytinu. Þá biður
hún enn og aftur um tæmandi
lista um herskipakomur til íslands
síðastliðin 30 ár, en samþykkir að
takmarka listann við Bandarikin,
Frakkland, Bretland og Sovétríkin
- það er að segja þau lönd á norð-
urhveli sem eiga kjarnavopn.
Ingibjörg Sólrún hafði áður
fengið lista yfir herskipakomur, en í
ljós kom að hann var ekki tæmandi
og vantaði komu skipa sem mjög
líklegt er talið að hafi borið kjama-
vopn. Ráðuneytið bar fýrir sig að
hafa leitað skipakoma með röngum
„skjalalykli" og bað um frekari rök-
stuðning við beiðni þingkonunnar.
„Hlýt ég sérstaklega að mót-
mæla þeirri vanvirðu sem ráðuneyti
yðar sýnir mér sem þjóðkjömum
fulltrúa þegar það neitar að láta mér
i té umbeðnar upplýsingar um her-
skipakomur í islenskar hafnir nema
ég rökstyðji beiðni mína enn frekar
en ég hef þegar gert. Með þessu er
ráðuneytið að koma í veg fýrir að ég
geti rækt störf mín sem þingkona og
fúlltrúi i utanríkismálanefúd Alþing-
is á þann hátt sem ég tel sjálf nauð-
synlegt,“ skrifar Ingibjörg Sólrún í
bréfi sínu til Jóns Baldvins Hanni-
balssonar og bætir við:
„Þessi afgreiðsla á beiðni minni
vekur óneitanlega þá spumingu
hvort þær upplýsingar sem um er
beðið séu á einhvem hátt óþægilegar
fýrir íslensk stjómvöld og ráðuneyti
yðar.“ -gpm
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1991