Þjóðviljinn - 30.07.1991, Síða 8
Fmétter
Steingrfmur St. Th. Sigurðsson list-
málari.
71. einkasýning
Steingríms
Steingrímur St. Th. Sigurðsson
opnar í kvöld 71. einkasýningu sína.
Sýningin er í Eden í Hveragerði og er
þetta í 15. skipti sem hann sýnir þar.
Steingrímur segir sýninguna til-
einkaða Perlunni í Öskjuhlíð, sem
hann segist hafa hrifist af eftir dvöl í
París fýrir stuttu.
A sýningunni eru yfir 40 mál-
verk, flest ný.
Sýningin verður opnuð kl. 21.00 í
kvöld og henni lýkur 11. ágúst. -Sáf
verö á hrossa-
til J apans
Gott
Félag hrossabænda hafa nýveríð gert samning við japanska aðila um
sölu á hrossakjöti. Verð kjötsins er með því mesta sem geríst þannig
að hrossabændur geta væntanlega litið björtum augum til framtíðar-
innar Halldór Gunnarsson í Holti, formaður markaðsnefndar hjá
Félagi hrossabænda, sagði að undanfarín ár hafi 60-70 tonn af fitu-
sprengdu hrossakjöti veríð send til eins aðila í Japan.
- Nú er hins vegar kominn annar
aðili inn í myndina, þannig að búast
má við yfir 100 tonna útflutningi á ári
hveiju. Þetta eru um 1000 til 1500
hross, sem verða þá að vera fimm
vetra eða eldri og vel feit. Þessir kaup-
endur vilja fá svokallað pístólukjöt
sem er afturparturinn á hrossinu, síðan
er kjötið fitusprengt sem gerir það að
sannkölluðum veislumat, sagði Hall-
dór.
Verðið á þessari afúrð er mjög
gott um þessar mundir í Japan. Þeir
borga 45 þúsund krónur fýrir hálfan
skrokk, flutningskostnaður er 20 þús-
und krónur og síðan verður einhver
sláturkostnaður til viðbótar. Bændur
geta því fengið ágætis verð fýrir
hrossin.
Aðspurður um hvemig Japanir
framreiddu hrossakjötið, sagði Hall-
dór að bestu bitana borðuðu þeir hráa.
- Þeir em svona vitlausir í þetta þar
sem rannsóknir hafa sýnt að kjöt af
hrossum er eitt hollasta kjöt sem hægt
er að fá. Það er gaman að sjá þá koma
hingað í sláturhúsin þegar verið er að
slátra. Þeir skera af bitum og borða
þetta eins og konfekt, sagði Halldór.
Að sögn Halldórs verða bændur
að koma til móts við þennan markað.
- Það þýðir ekki að ætla sér að
smala bara einu sinni tvisvar á ári. Við
þurfúm að flytja um 4-6 tonn utan á
hverri viku og það þýðir að slátra
verður um 70 hrossum til að ná því
magni. Bændur ættu því að hafa sam-
band svo hægt verði að skipuleggja
slátrunina eitthvað fram í tímann,
sagði Halldór að lokum.
-sþ
Bókin um
bílnúmerin
Komin er út nýstárleg bók
um nýju bílnúmerin sem
ætlað er að skemmta öku-
mönnum og ferðafólki á
vegum landsins. Gagnstætt gamla
kerfinu hafa bókstafirnir á nýju
númerunum enga merkingu frá
hendi útgefanda.
Tveir bókstafir saman hafa hins-
vegar merkingu á ýmsum sviðum.
Sem orð, skammstafanir og tákn í ís-
lensku og öðrum tungumálum. Enn-
fremur sem tákn í visindum, við-
skiptum, fjarskiptum og samgöng-
um, svo eitthvað sé nefnt.
1 bókinni um bílnúmerin er safn-
að saman um 1200 slíkum þekking-
arbrotum, er nota má sem dægradvöl
á ökuferðum eða til spumingaleikja
og minnisæfmga við öll tækifæri,
ekki síst í sumarleyfinu.
Bókin hþfðar þannig til fjöl-
fræðiáhuga íslendinga, sem er al-
þekkt einkenni á þjóðinni.
Þó bókin sé fýrst og fremst til
skemmtunar, örvar hún einnig at-
hyglisgáfuna. En það getur komið í
góðar þarfir þegar muna þarf ein-
kennisstafí bifreiðar, sem aðeins
bregður fýrir eitt andartak.
Bókin fæst á bensínstöðvum og í
almennum bókabúðum. -KMH
Hér afhendir fulltrúi útgáfu bókarinn-
ar, Elisabet Árnadóttir, forstjóra Bif-
reiöaskoðunar (slands, Karli Ragn-
ars, fyrsta eintakið til skoðunar.
Uppbót til
lífeyrisþega
Lífeyrisþegar með tekju-
tryggingu munu fá uppbót
með greiðslu ágústlífeyrisins
um mánaðamótin. Þetta er í
samræmi við kjarsamninga
á vinnumarkaði og samsvar-
ar þeirri orlofsuppbót sem
launafólk fékk fyrir mánuði.
Þeir sem hafa óskerta
tekjutryggingu, heimilsuppbót
og sérstakka heimilisuppbót fá
fulla orlofsuppbót 7.371
krónu. Þessi 21 prósent tekju-
hyggingarauki skerðist svo í
sama hlutfalli og bótaflokk-
amir hjá lífeyrisþegum.
-gpm
Vinningstötur
laugardaginn
„uuKiiuí-ín Fj0Lra UPPHÆÐÁHVERN
VINNINGAR VINNINGSHAFA VINNINGSHAFA
1. 5af5
2.252.263
2.
195.713
105
6.430
4.
3.828
411
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.892.147
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 91 -68151 UUKKULlNA 991002
Undir hvaða stofnun
falla mengunarslys?
Engin stofnun á íslandi virðist hafa framkvæmdarskyldu ef mengun-
arslys ber að höndum, sagði Umhverfiráðherra þegar hann var
inntur eftir hvaða lærdóm mætti draga af grútarmenguninni á
Ströndum. Nú hefur veríð ákveðið að skipa sérstaka aðgerðarnefnd
vegna meiríháttar mengunaróhappa á sjó.
Fram kom í máli Eiðs Guðnason-
ar á fundi er hann hélt með fjölmiðl-
um íýrir síðustu helgi, að ekki er til
nein áætlun í neinu ráðuneyti, ef stór-
fellt umhverfisslys ber að höndum.
Einnig er ljóst að erlend skip þurfa á
engan hátt að tilkynna sig þó þau sigli
umhverfis landið og dóli hér upp við
landsteina. Skip sem með hægum leik
geta verið full af eiturefnum eða öðr-
um slíkum úrgang. Aðspurður um til-
kynningaskyldu fyrir erlend skip sem
koma inn 1 íslenska landhelgi, sagði
Eiður að sú hugmynd heföi komið
fram og málið væri í athugun í stjóm-
kerfinu.
- Það eru ýmsir möguleikar í því
máli. Ef sú regla kemst á er hugsan-
legt að beita ströngum viðurlögum ef
skip tilkynna ekki komu sína inn í
landhelgina. Málum er þannig háttað í
dag að við höfúm ekki hugmynd um
hvaða eða hvemig skip em í kringum
landið og það er hlutur sem auðvitað
þarf að laga, sagði Eiður.
Hann sagði að nú væri í undirbún-
ingi að skipa sérstaka aðgerðamefnd
sem hefði eflirfarandi hlutverk: ,,Að
koma saman þegar meiri mengunaró-
höpp verða eða þegar hætta er á slíku,
meta mengunarhættu, skipuleggja
rannsóknir á lífríki, leiðbeina um við-
brögð og samræma aðgerðir einstakra
stofnana." Einnig á nefndin að meta
árangur þeirra aðgerða sem gripið
verður til vegna meiriháttar menguna-
róhappa þegar aðgerðum er lokið og
gera tillögur til umhverfisráðherra um
úrbætur eftir þvi sem þörf krefúr.
Auk þess er þessari nefnd falið
sem sérstakt verkefhi að gera áætlun
um rannsóknir eða mælingar vegna
hugsanlegra mengunaróhappa af völd-
um olíu og geislavirkra efha sbr.
skýrslu starfshóps um mengunarmæl-
ingar í sjó frá júní 1989.
I lok tilkynningar um þessa nefhd
segir, að hún eigi að fara ýfir og meta
viðbrögð stjómvalda við grútarmeng-
uninni á Ströndum.
Nefndin verður skipuð fúlltrúum
frá Geislavömum ríkisins, Hafrann-
sóknarstofnun, Náttúrufræðistofhun,
Siglingamálastofnun og fúlltrúa frá
Umhverfisráðuneytinu.
Þjóðviljinn hefúr eftir starfsmanni
Umhverfisráðuneytisins að írafár það
sem skapaðist vegna grútarmálsins á
Ströndum megi rekja til ákveðinna
þátta. I fýrsta lagi að Umhverfisráðu-
neytið er ungt að árum og verksvið
ráðuneytisins ekki fúllkunnugt. Starf-
semi ráðuneytisins skarast einnig
mjög við ýmiss önnur ráðuneyti. I
þessu dæmi, sagði viðmælandi Þjóð-
viljans, vom áhöld um hvaða ráðu-
neyti átti að bregðast við grútarmeng-
uninni.
Undir Sjávarútvegsráðuneytinu
heyrir Siglingamálastofhun og sú
stofnun á að bregðast við mengun í
sjó. Áðumefndur starfsmaður sagði
einnig að sumum hafi fúndist að
Landbúnaðarráðuneytið ætti að vera
inn í þessu máli, þar sem æðarbúskap-
ur heyrir undir Landbúnaðarráðuneyt-
ið.
-sþ
Byggt yfir 205 þúsund manns á
Aárunum 1945-1989 var lokið byggingu 68.300 íbúða á íslandi. Sé
gert ráð fyrir að þrír íbúar búi að meðaltali í hverri íbúð þá hefur
verið byggt yfir 205.000 manns á þessum árum. Um er að ræða
rúmlega 80 prósent þjóöarinnar miðað við mannfjölda í árslok 1989. Þetta
kemur fram í riti Þjóðhagsstofnunar um fjárfestingu á árunum 1945-1989.
Gífurlegt átak hefur verið gert í
húsnæðismálum á þessum ámm því á
sama tíma og byggt var yfir 205.000
manns fjölgaði íslendingum um
123.000 manns.
Á þessu 44 ára tímabili hefur fjár-
festing aukist meira en landsfram-
leiðsla. Aukning fjárfestingar í land-
inu, þ.e. fjárfestingar atvinnuveganna,
íjárfestingar opinberra aðila og fjár-
festingar í íbúðarhúsnæði, hefur verið
4,5 prósent að meðaltali. Á sama tima
hefur landsframleiðslan aukist um 4,3
prósent á ári að meðaltali. Sé tekið til-
lit til mannfjölda hefúr fjárfesting auk-
ist um 2,9 prósent á mann á ári að
meðaltali en landsframleiðslan um 2,7
prósent.
Öll þessi fjárfesting hefúr þýtt það
að þjóðarauður íslendinga hefur auk-
ist til muna. Hann hefúr sjöfaldast síð-
an 1944.
Á þessum ámm hafa komið sam-
dráttarskeið sem flest hafa staðið í eitt
til tvö ár. En blómaskeið mælast einn-
ig á mælikvarða fjárfestingar, þannig
jókst fjárfesting að meðaltali um 12,7
44 árum
prósent á árunum 1950-55 og um 11,7
prósent á árunum 1970-75.
I riti Þjóðhagsstofnunar má finna
ýmsan fróðleik. Til dæmis er þar út-
skýring á hvemig landsframleiðslan er
reiknuð. Verg landsframleiðsla er jöfn
samanlagðri einkaneyslu, samneyslu,
íjárfestingu, birgðabreytingum og út-
flutningi á vöm og þjónustu að frá-
dregnum innflutningi á vöm og þjón-
ustu.
-gpm
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júlí 1991
Slða 8