Þjóðviljinn - 30.07.1991, Qupperneq 15

Þjóðviljinn - 30.07.1991, Qupperneq 15
GáXED Hvemig á að bjarga Hafnfirðingi frá drukknun? Vitiði hvernig á að bregða Hafnfirðingi frá drukknun? Bregða honum. Þá hrekkur hann í kút. Pétur útvarpsstjóri? Eitthvað virðist það ætla að vefjast fyrir menntamálaráð- herra að skipa nýjan útvarps- stjóra, eftir að Markús Öm Antonsson hætti og tók við embætti borgarstjóra. Einsog kunnugt er þá tók Hörður Vilhjálmsson að sér starfið til bráðabirgða. Nú er talið lang líklegast að öðrum innanhús- manni, Pétri Guðfinnssyni framkvæmdastjóra Utvarps- ins, verði boðið útvarps- stjórastarfið. Bogi Agústsson fréttastjóri Sjónvarpsins verður líklega ffamkvæmda- stjóri og einhver góður og gegn Heimdellingur fær fréttastjórastólinn. Hestur bítur hest Ofbeldið er ekki einangrað við mannskepnuna eina. I BB, sem geflð er út á Vest- fjörðum er frásögn af hesti sem réðst á hest og beit hann: Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í Súðavík síðastliðið mánudagskvöld að hestur einn tók á rás inn í hóp hesta og réðst þar á annan og beit illa. Upphófúst sóðan mikil „slagsmál“ á milli hestanna sem enduðu með því að sá sem varð fyrir bitinu féll á gaddavírsgirðingu og slasað- ist mikið. Kalla þurfti á dýra- lækni sem gerði að meiðslum hestsins. Hesturinn hefúr enn ekki ver- ið yfirheyrður og ekki er vit- að hvort eigandi hestsins sem varð fyrir árásinni leggi fram opinbera kæru á hendur eig- anda hestsins vígreifa. 9 Hrun ána- maðka- stofnsins Frá Vestfjörðum skreppum við austur á SeyðisQörð. í Austra er sagt frá því að á Seyðisfirði finnist nú engir ánamaðkar og er þurrknum kennt um. „Þetta kemur sér auðvitað illa fýrir veiðimenn sem nú kaupa þennan fénað að sunnan á okurverði, þetta 35-80 kr. stykkið eftir væn- leik og stærð. Öllu alvarlegri hlutur mun þó vera æxlunar- mál þessara kvikinda, en Jón- as kvað þau einungis stunda árlíf sitt ofanjarðar og hafði eftir virtum raunvísinda- manni. Nú er bara að vita hvort norð-austanáttin með sínum sudda bjargar málun- um eða hvort hrun ána- maðkastofnsins hér austan- lands bætist ofan á aðra óár- an.“ Eftirsókn í einangrun I síðustu viku var greint frá því í Degi að fullskipað væri í hundaeinangrunina í Hrísey út næsta ár. Sex klefar fýrir hunda og tveir fýrir ketti eru fullir og mikil aðsókn ffá fólki sem vill flytjagæludýr- in með sér heim til Islands. Sóttkvíin varir frá einum mánuði og allt að ársfjórð- ungi en tegund dýrana skipir þar máli. EÚSÍNAN Norðurljósin þinga um hreyfimyndagerð hreyfimynd var í sjónvarpi árið 1974. Höfúndur hennar var Jón Axel Egilsson og var myndin kubbamynd, sem kallaðist Land- neminn. Fjórum árum síðar var fýrsta íslenska teiknimyndin fhim- sýnd í sjónvarpi, var það Þryms- kviða eftir Sigurð Öm Brynjólfs- son. Norðurljósin munu þinga í Hafnarfirði dagana 23.-25. ágúst. í Hafnarborg verður haldin sýning á teikningum, handritum og fleim sem tengist hreyfimyndagerð í tengslum við þingið. Þeim sem áhuga hafa á að taka þátt í þingi þessu og koma verkum sínum á framfæri er bent á að hringja í síma 611307 til að fá allar nánari upplýsingar. BE Samtök þeirra sem fást við hreyfimyndagerð á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum munu halda sitt árlega þing hér á landi í ágústlok. Nordic Light kallast samtökin, sem voru mynduð ár- ið 1985 á fundi nokkurra hreyfimyndagerðarmanna í Stokkhólmi. Norðurlöndin hafa síðan skiptst á að halda þing Norðurljósanna, en þetta er í fýrsta sinn sem íslending- ar em gestgjafamir. Eystrasaltsbúar slógust í hópinn fýrir nokkmm ár- um, en í þeim löndum stendur þessi listgrein á gömlum merg og hefúr þátttakendum þaðan fjölgað með hverju ári. Hreyfimyndir geta verið af ýmsu tæi, eins og menn þekkja sem horfa á sjónvarp, þ.e. teikni- myndir, brúðumyndir, leirmyndir og fleira. íslendingar eiga sér ekki langa hefð í gerð hreyfimynda þótt nokkrar slíkar hafi verið gerðar. Nú em í framleiðslu tvær myndir sem báðar hlutu styrk úr Kvikmynda- sjóði og Norræna kvikmyndasjóðn- um. Þá er verið að leggja síðustu hönd á þá þriðju, Jólatréð eftir Sig- urð Öm Brynjólfsson, og verður hún væntanlega sýnd á þinginu. Fyrsta opinbera sýning á íslenskri Úr teiknimyndinni Jólatréð okkar" eftir Sigurð Örn Brynjólfsson, sem verið er aö leggja slöustu hönd á um þessar mundir. Hreyfimyndir geta verið af ýmsu tæi, þekktastar eru að sjálfsögðu teiknimyndimar sem hafa um lanat skeið verið ómiss- andi hluti sjónvarpsdagskrár. Fáir eru frægari nú en púkinn hann Bart Simpson og fjölskylda hans. fslensk hreyfimynda- gerð er skammt á veg komin, en kannski mun þing Norðurljósa i Hafnarfirði blása llfi i þá sem áhuga hafa á gerð teikni- mynda og annarra hreyfimynda hér á landi. 1 8 Síða 15 ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. júll 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.