Þjóðviljinn - 23.08.1991, Side 7

Þjóðviljinn - 23.08.1991, Side 7
Gorbatsjov - Vestur-Evrópumenn þeir sem nú vilja hjálpa upp á hann örlátlegar en fyrr segja aö ófarir valda- ránsmanna tryggi að efnahagsaðstoö við Sovétrikin komi að gagni, þar eð þeir hafi verið helstu þröskuldar í vegi umbóta á efnahagskerfi. A hvorn skal veðja, Gorbatsjov eða Jeltsín? Agreiningur meðal sjö mestu iðnríkja heims um stuðning við sovésku stjórnina, líklegt talið að völd dragist frá henni til stjórna lýðvelda Leiðtogar helstu vesturlanda- ríkja og Japans fagna manna mest falli sovésku valdaræningj- anna og þarf varla að efast um að þeim sé aivara. Hinsvegar líta þeir sem margir fleiri svo á, að valdaránstilraunin hafi markað straumhvörf sem þeir eru ekki á einu máli um hversu við skuli bregðast. Margra mál á Vesturlöndum er að þau hafi lagt sovéskum íhalds- mönnum vopn í hendur með tregðu á að veita stjóm Gorbatsjovs efna- hagslega aðstoð. í Sovétríkjunum hafi margir litið svo á, að hann hafi farið bónleiður til búðar til Lund- úna í júlí, er hann hitti þar leiðtoga sjö mestu iðnríkja heims. Þar fékk hann loforð um tæknilega aðstoð og aukaaðild fyrir Sovétríkin að Al- þjóðlega gjaldeyrissjóðnum (IMF), en ekki fyrirheit um teljandi efha- hagslega aðstoð. Efnahagshjálp tafarlaust Ágreiningur var um þetta með- al þeirra sjö stóru. Evrópsku megin- landsveldin, Þýskaland, Frakkland og Ítalía, mæltu með verulegri efnahagsaðstoð við sovésku stjóm- ina en hin fjögur aðildarriki sjö- ríkjaklúbbsins vom þar á móti, sér- staklega Bandaríkin og Japan. Breitt var yfir ágreininginn á fund- inum en Bandaríkin og Japan höfðu sitt fram í stómm dráttum. Nú er svo að sjá að evrópsku meginlandsveldin séu staðráðin í því að niðurstöður Lundúnafundar sjöveldanna verði teknar til gagn- gerrar endurskoðunar og að þau ákveði að veita Sovétríkjunum þeg- ar í stað vemlega efhahagsaðstoð til að greiða fyrir umbótum í efna- hagskerfi þeirra. Gianni de Michel- is, utanríkisráðherra Italíu (sem er mesta viðskiptaland Sovétrikjanna, næst Þýskalandi), tilkynnti í gær að stjóm hans hefði ákveðið að leggja til að Sovétríkin fengju fúlla aðild að IMF hið allra fýrsta. Það yrði til að greiða fyrir efnahagsaðstoð til þeirra að vestan. Japanir krefjast Suöur-Kúrileyja Viðbrögð stjóma Bandaríkj- anna og Japans í gær bentu til þess að þau hefðu í þeim efnum nokkuð sömu afstöðu og fýrr. Bandarikja- stjóm segir að efhahagsmálin séu í slíku óstandi hjá Sovétmönnum að hætt sé við að efnahagsaðstoð til þeirra eins og sakir standa færi í súginn, og Japansstjóm virðist hugsa eitthvað svipað. Þar að auki setja Japanir það sem skilyrði fýrir meiri efnahagsaðstoð við Sovétrík- in að þau láti af hendi við þá Suður- Kúrileyjar. Á Lundúnafúndi var Bretland Bandaríkjanna og Japans megin í máli þessu, en ummæli Johns Maj- or, forsætisráðherra Breta, í gær bentu til þess að Bretar væm í því að færast nær afstöðu meginlands- veldanna. Jafnframt þessu em vestur- landaleiðtogar óvissir um, hvetjir muni skipta mestu máli í Sovétríkj- unum eftir valdaránið misheppn- aða, Gorbatsjov og miðstjóm hans eða stjómir lýðveldanna. Þegar fýr- ir valdaránið vom stjómir vestur- landarikja famar að taka upp bein sambönd við stjómir lýðveldanna, sérstaklega Rússlands undir fomstu Borísar Jeltsíns. Nú er Jeltsín dáður meira en nokkm sinni fýrr sem kappi sá er bauð valdaræningjunum byrginn og kom þeim á kné, og ætla má að völd hans og þar með stjómar rússneska sambandslýðveldisins aukist við það í raun. Þar sem Rússland er kjami Sovétrikjanna hlyti því að fylgja að vald miðstjómarinnar minnkaði. Eystrasaltslýó- veldin, Úkraína Ennfremur gerðist það þá fáu daga sem valdaræningjamir réðu að nafninu til að Eistland og Lettland lýstu yfir fúllu sjálfstæði þegar i stað að fordæmi Litháens frá því í fýrra. Eftir það sem nú hefúr gerst verður erfiðara fýrir sovésk stjóm- völd að standa gegn sjálfstæðis- kröfúm þessara ríkja en fýrr og scnnilegt er að á Vesturlöndum fær- ist í aukana kröfúr um að vestur- landaríkin viðurkenni sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna þriggja undan- bragðalaust. Það er vandamál fýrir vesturlandastjómir, sem eins og sakir standa vilja síst af öllu auka vandræði sovésku miðstjómarinn- ar. Það sem heyrist nú frá Úkraínu bendir einnig til þess að ráðamenn þessa auðuga og annars fjölmenn- asta lýðveldis Sovétríkjanna hygg- ist nú gera alvöru úr því að taka sér aukna sjálfstjóm. Þótt svokölluð neyðamefnd valdaræningjanna sæti ekki að völdum nema í tvo daga, dugði það til þess að koma af stað votti af kaldastríðshviðu á Vesturlöndum. Það kom helst fram í allharðorðri „viðvörun" til Sovétríkjanna frá ut- anríkisráðhemim Nató, sem kom frekar hallærislega út af því að hún var samþykkt á miðvikudag, þegar „kúppið" var þegar farið út um þúf- ur. Ekki er ólíklegt að ýmsir þeir á Vesturlöndum, sem hafa hagsmuna að gæta í herjum og vígbúnaði, muni á næstunni halda því fram að „fýrst þetta gerðist, geti það gerst aftur“. Ekki virðist sá kvíði mjög vel grundvallaður, þegar haft er i huga að við valdaránið kom á daginn að sovéski herinn, og varla einu sinni KGB, létu ekki að stjóm þeirra Jazovs, Krjútsjkovs og Pugos, æðstu manna stofnana þessara sem voru helstu forkólfar valdaræningj- anna. Það hefði einhvemtíma verið talið til tíðinda Föstudagur 23. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7 Með bestu fáanlegri tækni Fyrir mánuði fékk Náttúru- verndarráð til umsagnar starfs- leyfi fyrirhugaðrar álbræðslu á Keilisnesi. Var það texti mikill, bæði í islenskri og enskri útgáfu. Við nánari athugun reyndist gæta allnokkurrar ónákvæmni í ís- lenska textanum í samanburði við hinn enska, léleg þýðing, ef svo má segja. Var texti þessi því endur- sendur. Fyrir viku fékk svo ráðið aðra útgáfu textans, og var nú bet- ur vandað til verksins. Þennan texta fékk svo umhverfisnefnd AI- þingis loks að sjá. Ég hef áður haldið því fram á síðum Þjóðviljans, að „sérfræðingar" umhverfisráðuneytisins, sem með starfsleyfið fæm, hefðu sennilega fátt annað með málið að sýsla en að snara tilboðum Atlantal-hópsins yfir á íslensku. Þessi tilgáta hefúr nú ver- ið staðfest og það sem meira er, kunnátta „sérfræðinganna" í ástkæra ylhýra málinu reyndist óviðunandi fýrir venjulega fúlltrúa Náttúru- vemdarráðs. Síðasta útgáfa starfsleyfisins hefúr samt að geyma ýmis blómstur, sem ættu ekki að finnast í rósagarði hins orðvanda umhverfisráðherra, Eiðs Guðnasonar, sem eitt sinn hlaut málfarsverðlaun ríkissjónvarpsins. Hér er eitt þeirra: „Hlutaðeigandi aðilar munu fýlgjast grannt með ffamtíðarþróun í tækninýjungum sem miða að því að draga úr útblæstri brennisteinstvíild- is, t.d. með minnkun brennisteins í forskautsefninu, til þess að íhuga endurskoðun á framleiðsluaðferð, ef hún reynist fjárhagslega hagkvæm.“ Leikur aö lykiloröum Ráðherrar án fagþekkingar reyna oft að temja sér vald á lykilorðum, sem þeir varpa ffarn við ýmis tæki- færi, t.d. ef slá þarf ryki i augu ffétta- manna, sem enn minni þekkingu hafa. Frasar eins og PPP-reglan, var- úðarreglan og besta fáanleg tækni eru dæmi um þetta. Þama er um al- þjóðlegar vinnureglur að ræða, sem þjóðir viða um heim eru að reyna að temja sér í umhverfismálum. Ráðamenn hér segja hins vegar eitt og ffamkvæma svo allt annað. Auðvitað er það ekki besta fáanleg tækni að láta allt brennisteinstvíildi ffá Keilisnesi tjúka óhreinsað út í loftið. Það er bara gert af þjónkun við hina erlendu viðsemjendur eins og svo margt annað. Mótbárur „sérffæðinganna“ eru hins vegar þær að brennisteinstvíildi myndist m.a. á hverasvæðum, og eldci séu uppi nein áform um að setja hreinsitæki á borholur! Þessu má svara á þá leið að sú tíð kann að koma að í alþjóðasáttmálum vetði þess krafist að brennisteinsríkt loft, sem hleypt er upp á yfirborð jarðar af mannavöldum, t.d. í gufúaflsvirkjun- um, verði hreinsað. Loflhjúpurinn er öllu mannkyni sameiginlegur og okkar mengun er ekkert hreinni eða betri en annarra. Þegar nefndur er vothreinsibún- aður hefjast aðrir kveinstafir: „Hvað á að gera við hið mengaða ffárennsli, sem ffá hreinsibúnaðinum kemur?“ Það eru aldeilis ótrúlegar spumingar sem heyrast úr umhverfisráðuneyt- inu. Kalksúlfat og önnur efni sem felld em út á fýrsta stigi vothreinsun- ar með sjávarúða em tekin á annað stig hreinsunarinnar í fellingartanka. Við vothreinsun verða sem sé til ýmsar aukaafúrðir stóriðjunnar, sem em miður æskilegar, en fara að öðr- um kosti beint út í umhverfið. Þær verður að færa á gjaldahlið umhverf- iskostnaðar- reikningsins.Þetta er beinn kostnaður, sem verksmiðjan verður að taka á sig, eins og margt annað sem ekki er nefrít hér. Vothreinsibúnaður er besta fáan- lega tækni í dag og án hans á verk- smiðjan auðvitað ekki að fá starfs- leyfi. Óþolandi sukk með sjóöi framtíöarinnar Það gengur ekki að hið íslenska umhverfisráðuneyti sé sífellt að veita útlendingum yfirdráttarheimild á innistæður afkomenda okkar. Móðir náttúra verður ekki í betra standi til að ala komandi kynslóðir af sér, ef svona er á málum haldið. Svo notast sé við orðfæri núverandi forsætisráð- herra: „Þetta er óþolandi sukk með sjóði ffamtíðarinnar!" Margir horfa reyndar til Daviðs Oddssonar með spumaraugum: „Skyldi hinn kolómögulegi raforku- sölusamningur ffá þvi fýrir ári vera orðinn betri fýrir það eitt að Davíð er nú sjálfúr sestur við stýrið?" Samningurinn hefúr nefnilega, ef eitthvað er, versnað síðan þá. Allir hafa nú séð hvemig álverðið getur steypst niður á við. Það vita kannski ekki eins margir að inn á markaðinn streyma ýmis ný efhi, sem munu leysa álið frá ýmsum núverandi hlut- verkum sínum innan skamms. En það er efni í aðra grein. Stórkostlegar falsanir álmenna Aðalatriðið er þetta: Það er verið að fálsa þetta dæmi með stórkostleg- um hætti. Heilu virkjanimar eru styttar út úr jöfnum Landsvirkjunar. Dýrustu náttúmperlur landsins em girtar yfir- þyrmandi raflínum til að þvera land- ið á sem ódýrasta vísu. Fátæk sveit- arfélög em látin gera hafnir fýrir mil- jarð með bakábyrgð rikissjóðs, og eins og áður segir ætlar umhverfis- ráðuneytið að opna yfirdiáttarreikn- ing hjá móður náttúm og senda þangað allan skítinn um fyrirsjáan- lega ffamtíð. Allt þetta fýrir eitt skitið álver, sem skaffar 600 störf, en setur senni- lega Landsvirkjun á hausinn. Þvi til að dæmið gangi upp þarf álverð að hækka um 100% og haldast þannig næstu 25 ár. Talsmönnum loðdýraræktar og fiskeldis er mjög hallmælt þessa dag- ana, jafhvel kallaðir fjárglæframenn. Allt og sumt sem þeir sögðu var: „Við gerum ráð fýrir óbreyttu verði á næstu áram.“ Þeir gerðu enga líkindaáhættu- dreifingu eins .>g Jón Sigurðsson. Þeir vom bara að reyna að fitja upp á nýjum atvinnugreinum til að gagnast byggðum sínum. Þeir hafa ekki feng- ið nein 25 ár til að sýna ffam á hagn- að eins og álverið fær. Þeir em bara dæmdir fúskarar af núverandi ríkis- stjóm og slegnir af. Já, ál dregur margan á tál. Einar Valur Ingimundarson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.