Þjóðviljinn - 23.08.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.08.1991, Blaðsíða 14
um, sér í lagi vakti eggjandi vöxt- ur bassaleikarans athygli. Fimmta sveit kvöldsins nefndist Kvensaxið, skipuð tveim ungum „dömum“, sem fluttu dá- indis dauðapopp af fítonskrafti og höfðu einnig einna skemmtileg- ustu sviðsframkomu af hijóm- sveitum kvöldsins. Hljómsveitin Hrafnar er ættuð frá Akureyri. Sveitin er ein sú reffílegasta sem undirritaður hefur séð, drengimir eins og nýkomnir úr mótorhjóla- ferð til vítis, enda náðu þeir upp ógnvænlegri stemmningu með hráu og kraftmiklu bylgjurokki. Birtan Hinumegin hét næsta sveit. Þar er aðalsprautan Helgi Pétursson, organisti bæjarins og áður meðlimur í Dá, Með Nökt- um og Haugnum. Þeir fluttu bara eitt lag, „Poison", nýbylgjupopp í anda Joy Division og Bauhaus, og var útkoman einstaklega góð. Síðasta sveit fyrir hlé kallað- ist Dauði, og var e.k. samsuða upp úr hljómsveitinni EXIT ffá Akureyri. Dauði skartaði tveimur söngvumm, gítarleikara og trommuleikara. Tónlistin var auð- vitað dauðarokk, en fór í að mestu leyti fyrir ofan garð og neðan, þar sem gítarinn kafnaði í trommum og söng. Irritation Ltd. hét fyrsta sveit eftir hlé og flutti mönnum hljóð- geming mikinn, en það var næsta sveit, Ræsið, sem margir höfðu beðið eftir og naut hún einna mests fylgis áhorfenda. Ræsið flutti hardcore-rokk með metal- áhrifum og var mjög skemmtileg og þétt þrátt fyrir ungan aldur. Af gefnu tilefni er rétt að benda á að hér er um að ræða aðra sveit en þá sem keppti nýverið á Húnaveri undir sama nafni. Keldusvínin ffá Húsavík og Reykjavík vom næst á svið og kvað þá við annað tón. Tónlist Keldusvínanna má helst lýsa sem blöndu af Pixies og King Crim- son (er það hægt?), og vom lög þeirra vönduð og velhugsuð. Þéir náðu að halda skemmtilega hrá- um blæ og náðu hæst í laginu „Eva“, sem er hrein perla. Þungarokksveitin Blóðmör steig næst á fjalimar. Blóðmör er eitt besta nafn á þungarokksveit sem undirritaður hefur heyrt, og mættu fleiri þungarokksveitir taka upp þessa málhreinsunar- stefnu, fremur en að velja fárán- leg nöfh sem þeir skilja varla sjálfir. Drengimir í Blóðmömum vom annars ekkert að rembast við frumleikann, heldur tóku sem flestar tegundir þungarokks, eitt dauðarokklag, eitt í anda Iron- Maiden, annað í anda Boin Jovi og einn slagara í ætt við Stones og AC/DC. Þeir vom vel þéttir og tókst mjög vel upp í öllum lögun- um. Lokatónana átti auðvitað Rot- þróin. Stemmningin var þá orðin dæmalaust góð og náðu Rotþróar- menn að halda henni til enda. Hæst reis stuðið þegar Rotþróin lék slagarann E1 Condor Pasa, sem ailur salurinn söng með í. Mér er til efs að þetta gamla sullupopp njóti nokkursstaðar jafnmikilla vinsælda og á Húsa- vík. Rotþróin er orðin ótrúlega þétt á tónleikum og stefnir tví- mælalaust í röð fremstu sveita landsins. Eins og sjá má var mikil fjöl- breytni í tónlistarstefnum þetta kvöld, og einnig vakti athygli hve sveitimar vom yfirhöfuð góðar og vel spilandi. Fyrir þá sunnan- menn sem ekki hafa fengið nasa- sjón af þessari Húsavíkur rokk- bylgju má benda á að nokkrar þessara sveita munu halda tón- leika í vetur, m.a. Rotþróin, Ræs- ið, Keldusvínin, Hrafnar og Down & Out. Einnig munu nokkrar þessar sveitir eiga efni á væntanlegri safnspólu, Snarl 3, sem kemur út í haust. Síðastliðinn laugardag vom haldnir árlegir rokktónleikar á Húsavík. Þar komu fram 13 hljómsveitir, þar af 10 úr pláss- inu. Dmlla átti að spila líka, en forfallaðist á síðustu stundu. Þetta er fjórða árið í röð sem þessir tón- leikar em haldnir og nú sem endranær vom þeir skipulagðir af „Æskulýðshreyfingunni sem Guð gleymdi". Þessi mikla gróska í tónlistarlífí staðarins hefur spurst suður um heiðar, sérstaklega eftir frægðarför hljómsveitarinnar Rotþróarinnar til höfuðborgarinn- ar í vor, enda má þetta teljast harla merkilegt i 2500 manna bæ. Sökinni á þessu má að mestu leyti skella á meðlimi fyrmefndrar æskulýðshreyfingar, en starfsemi hennar hefur aðallega snúist um þetta tónleikahald. Fyrstu tónleik- amir vom haldnir 1988, þar scm fram komu fimm sveitir sem hafa gengið aftur í ýmsum myndum á seinni ámm. Það var svo í þynn- kunni eftir tónleikana 1989 sem „Æsklýðshreyfingin sem Guð gleymdi“ var formlega stofnuð. Aðalmarkmið hennar er að drekka og skemmta sér, en óhjá- kvæmilega blandast tónleika- vafstur í málið af og til, auk þess sem einstaka meðlimir eru ekki lausir við myndlistarbakteríuna. Og enn er æskulýðshreyfingin á hreyfingu, þó í ár hafi fleiri aðilar komið nálægt tónleikunum. Það var greinilega mikill áhugi meðal ungmenna á Húsavík fyrir tónleikunum. Mikið líf var í kringum samkomuhúsið meðan verið var að undírbúa veisluna á laugardeginum. Þegar tónleikam- ir hófust svo, kl. 20.30, var salur- inn orðinn troðfullur og mikil stemmning í salnum. Flestir áhorfenda voru i yngri kantinum, og öfugt við reykvíska æsku bar lítið á hip-hop-liði og hippa- eftir- líkingum (sem er auðvitað gleði- efni). Fyrsta sveit kvöldsins nefnd- ist Geimharður og Helena, og flutti sumarpopp af mikilli innlif- un. Eftir tvö Iög, „Sumar í sjoppu" og „Sumar á skautum", fór trommuheili þeirra kumpána út af laginu og urðu þeir því að sleppa lögunum „Sumar í sveit“ og „Sumar um vetur". Kassagít- ardúettinn Down & out steig næst á stokk. Erfitt er að lýsa tónlist sveitarinnar, helst að um sé að ræða blöndu af Tom Waits og Spilverki þjóðanna. Þrátt fyrir það að tveir kassagítarar bjóði ekki upp á mikla fjölbreytni vom þeir ótrúlega lúnknir við að ná skringilegum hljóðum úr gítumn- um. Lögin vom góð og textamir skemmtilegir, og hljómsveitin tvímælalaust ein besta sveit kvöldsins. Þmmur og eldingar komu næst og spiluðu gamla Q4U-lagið „Creeps" við góðar undirtektir áhorfenda. Flulningurinn var góður, jafnvel betri en fyrirmynd- in.Hljómsveitin BRA er skipuð nokkuð yngri meðlimum en áður höfðu komið fram. Tónlistin sem þeir flytja er blanda af hardcore- pönki og þungarokki, og þrátt fyr- ir ungan aldur em þeir velspilandi og þéttir, sérstaklcga þótti mér trommarinn efnilegur. BRA naut greinilega mikilla vinsælda í saln- 14.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 23. ágúst 1991 VAGGTÍÐINDI venju notast Stewart við undirleik hljómsveitarinnar The Spíritual Cowboys... Aætlanir útgáfufyrirtækjanna um útgáfur það sem eftir er af árinu em orðnar nokkuð mótaðar. Frá Steinum má búast við upp undir þijátíu titlum og kennir þar margra grasa. Sólóplata Karls örvarssonar hefúr verið nokkuð lengi á döfinni en nú er hún I lokafrágangi. Sálin og Todmobile em langt komnar af stað með plötur, en plata Ný Dönsk strák- anna er enn aðeins á umræðustigi. Blúskompaníið em rétt hálfnaðir með sina plötu og svona mætti lengi telja. Steinar munu halda endurút- gáfunum áfram, von er á nýjum .Aftur til fortíðar" plötum, og enn ánægjulegri em þau tíðindi að löngu ófáanlegar plötur Þursaflokksins em væntanlegar í fyrsta skipti á disk. Sömu sögu er að segja um tvær fyrstu plötur Stuðmanna sem Steinar hyggst cndurgcfa á disk... RS. Músik, fyrirtæki Péturs Kristjánssonar, hefur þegar sannað sig á íslenska plötumarkaðinum með þremur plötum sem allar hafa geng- ið vel. A.m.k. níu útgáfúr em fyrir- hugaöar hjá fyrirtækinu sem eftir er árs. Þar má nefna Eyjólf Kristjáns- son og Geirmund Valtýsson sem báðir verða með plötur, blúsplötu frá KKBand, nýja plötu frá Magnúsi og Jóhanni, og stóra plötu frá hljóm- sveitinní Hendes Verden, sem Valdi- mar Flygenring er í forsvari fyrir. Að auki mun P.S. Músik sjá um að koma lögum úr Landslaginu 1991 á fram- færi, og gefa út þriðju plötu Gamm- Nú hafa klassískir grískir skúlp- túrar i fyrsta skipti verið bannaðir í Bandaríkjunum. Fjórar allsberar grískar styttur áttu að prýða umslag nýjustu píötu Bowie og félaga í Tin Nýja Tin Machine umslagið: Bann- að f Bandarikjunum. Todmobile þremenningarnir em langt anna sem án efa verður fúll af úrvals bræðingi... Von er á nýrri Public Enemy plötu í október. Hún mun heita Apocalypse '91. í september kemur þó út forsmekkur af nýju plötunni þegar lagið „Cant truss it“ kemur á smásklfú... Nýja U2 platan hefúr verið fáan- leg i nokkum tíma og þá aðeins sem illfáanlegur „bútlegguri*. Nú er hins- vegar von á plötunni í október, mörgum aðdáandanum eflaust til mikillar gleði. Líkur eru á að U2 tón- leikaferð um heiminn hefjist snemma árs 1992... Paul McCartney platan CHOPA B. CCCP sem upprunalega kom að- eins út í Sovétríkjunum verður faan- leg í vestrinu I i í lok september. Platan varð fyrsta gull-mctsöluplat- an í Sovétríkjunum og inniheldur 13 rokk og ról standarda sem McCartn- ey tók upp á tveim dögum... önnur sólóplata Dave Stewart úr Eurythmics kemur út í næsta mán- uði. Platan heitir „Honest“ og að komnir með nýja plötu. Machine, en þegar í ljós kom að um 60% plötubúða myndu ekki selja piötuna vegna umsiagsins var brugð- ið á það ráð að klippa tippin burt. Þvf fá Ameríkanar tippa-lausa plötu, en ailar aðrar þjóðir fá umslagið f heilu lagi. Talsmaður hljómsveitarinnar hafði þetta að segja inn málið: „Sveitinni fmnst þetta mál faránlegt. Þegar umslagið var hannað í byrjun datt ekki nokkrum manni í hug að það yrði gert mál út af þvi. Þetta er i fyrsta skipti sem viðurkennd sigild list er bönnuð 1 Bandaríkjunum og okkur finnst breytingamar hræðileg- ar. Staðreyndin að þetta breytta um- slag er taiið viðunandi i Bandaríkj- unum segir meira um siðferðið þar i landi en þúsund orð“... Fönkrokkhljómsvetin fiábæra, The Red Hot Chili Peppers, hafa lokið við að hljóðrita nýja plötu sem er enn ónefhd. Platan var unnin af Rick Ruben og kemur út seint í september. Hljómsveitin tók svo mikíð upp að platan verður jafnvel tvöföld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.