Þjóðviljinn - 30.08.1991, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1991, Síða 7
Á leiftur- hraða niður lyftugöng „Það eina sem flaug í gegn- um huga mér á leiðinni niður var hvernig ég ætti að bjarga mér út úr þessari klípu. Auðvitað hélt ég að þetta væri mitt síðasta og hreytti út úr mér í fallinu „and- skotinn“, ég var jú á leiðinni nið- ur, er það ekki,“ sagði Þórarinn Þórarinsson, er Nýtt Helgarblað, ræddi við hann um þá skelfilegu lífsreynslu að hrapa tólf metra niður um Iyftuop í Þjóðarbók- hlöðunni. í síðustu viku greindu Qöl- miðlar frá því að falli Þórarins nið- ur um lyftuopið væri hægt að líkja við kraftaverk þar sem hann slapp svo til óslasaður frá því. Þórarinn segist ekki enn skilja hvemig og hvers vegna hann hafi sloppið. - Ég ætlaði að fara að færa raf- magnssnúm í lyftugöngunum, þegar ég hrasaði og missti jafn- vægið. Við það steyptist ég fram fyrir mig og í gegnum bráða- birgðahindranir sem vom fyrir op- inu. Mér tókst þá að grípa í raf- magnssnúmna og snúa mér þannig að lappimar snem niður. I fallinu krafsaði ég allan tímann í átt til snúmnnar og til móts við fyrstu hæðina náði ég taki á henni aftur og dró það mjög úr fallhraðanum, sagði Þórarinn. Aðspurður hver viðbrögð manna hefðu verið, sagði Þórarinn að menn hefðu hringt strax á sjúkrabíl og farið að hlúa að sér. - Menn héldu eðlilega að ég væri stórslasaður þar sem ég lá á lyftu- botninum. Allavega varð ég var við það á slysadeildinni að þar höfðu menn búið sig undir stór- slys. Neyðarbíllinn var fljótur á vettvang og fannst mér líða ör- skammur tími þar til ég var kom- inn inn á Borgarspítala. Læknamir þar vora mjög varkárir, líklega hafa þeir ekki trúað því að ég hefði sloppið eins vel og raun bar vitni. f'eir fóm yfir hvert bein, lið fyrir ið og hristu bara höfuðið þegar þeir uppgötvuðu að það eina sem hafði gefið sig var þumalputtinn. Læknar á Borgarspítalanum sögðu að líðan Þórarins eftir óhappið hafi verið ótrúlega góð. - Það er ekki hægt að segja annað en það sé kraftaverk hve vel hann slapp. Ef ég hefði heyrt einhvem segja frá þessu hefði ég ekki trúað því. En ég er nauðbeygður til að trúa því að hann hafi sloppið svona vel, ég sá það víst sjálfur, sagði einn læknirinn er Nýtt Helgarbíað ræddi við. Þórarinn er að læra múrverk og segir að oft á tiðum verði menn að vinna í mikilli hæð. - Ég hef aldrei fundið fyrir lofthræðslu og býst ekki við að það breytist neitt við þetta óhapp. En þetta kennir manni samt að aldrei er of varlega farið. Ég slapp núna á einhvem óskiljan- legan hátt, hvemig sem á því stendur. Ætli það hafi ekki einhver haldið í höndina á mér á leiðinni niður, sagði Þórarinn. Einn vinnufélaga Þórarins seg- ir að hann hafi verið við lyftuopið á fyrstu hæð. Þórarinn hafi verið á þeirri þriðju og, ætlað að draga snúmna upp. - Ég vissi ekki fyrr en hann kom hrapandi ffarn hjá mér. Þegar ég rifja það upp núna, sér maður ýmiss skondin atriði við þetta. Þórarinn virtist nokkuð ró- legur í fallinu og það eina sem ég heyrði hann segja var „andskot- inn“. Hann virtist einnig allra manna rólegastur á staðnum og var byrjaður að slá á létta strengi á leið í sjúkrabílinn. Þegar Þórarinn var beðinn að lýsa líðan sinni núna sagðist hann vera vel á sig kominn. - Eg er auð- vitað allur lemstraður. Skrámaður hér og þar og marinn. En einu al- varlegu meiðslin er þumalfmgur- inn. Hann var víst mölbrotinn og sagði hinn ágæti Iæknir Rögnvald- ur, sem eyddi rúmum þremur tím- um í að púsla honum saman, að óvist væri að ég gæti notað hann fullkomlega aftur. Annars er ég strax farinn að huga að því hvenær ég get farið að æfa handbolta aftur. Maður byrjar sjálfsagt fljótlega á einhveijum léttum æfingum og fær einhverja aðstoð hjá sjúkraþjálfara til að byrja með, sagði Þórarinn. Þórarinn segir að fréttaflutn- ingur af þessu óhappi hafi verið næsta furðulegur. - Það er eins og fjölmiðlar hafi sett þetta slys í ein- hverja jöfnu. Maður sem hrapar tólf metra og lendir á steinsteypu á samkvæmt henni að vera mikið Rætt við Þórarin Þórarinsson um þá skelfilegu lífsreynslu að hrapa niður um lyftuop í Þjóðar- bókhlöðunni Það er samdóma álit lækna að Þórarinn hafi sloppið ótrúlega vel. Aöeins þumalfingurinn brotnaði, en auk þess er Þórarinn marinn vfðs vegar um Ifkamann og annar öklinn snerist við fallið. Mynd: Jim Smart. slasaður. I mínu tilfelli var þetta ekki rétt útkoma. Fréttaflutningur ljósvakafjölmiðla fijótlega eftir slysið var einmitt á þessum nótum. Ég átti að liggja alvarlega slasaður á Borgarspítalanum. Þetta gera þeir án þess að hafa nokkrar heim- ildir fýrir því, læknamir á spítalan- um gáfu þeim ekki þessar upplýs- ingar. Mér finnst að fjölmiðlar megi stundum fara sér aðeins hæg- ar í fféttaflutningi og fá fréttir sín- ar staðfestar áður en þær era birtar. Þegar blöðin koma út daginn eftir er ég nafngreindur og þess getið að ég sé lítt slasaður. Þessi fréttaflutn- ingur snerti mig ekki persónulega, en ættingjar mínir, þurftu að standa í því að hringja út um að tilkynna að það væri með mig, sagði Þórarinn. Þórarinn fellur úr lyftuopinu á þriöju hæð (A) og nær að grlpa I rafmagnssnúr- una þar skammt fyrir neðan (B). Eftir fall um tvær hæðir nær hann aftur taki á snú- mnni (C) sem Kklega hefur bjargað llfi hans. Þórarinn er 1,80 m á hæð og er ffgúran á myndinni f réttu hlutfalli við það. Þjóðviljinn / ebó Föstudagur 30. ágúst 1991 NÝTT HELGARBLAÐ — S(ÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.