Þjóðviljinn - 12.09.1991, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 12.09.1991, Blaðsíða 4
íslensk matarmenning Dagskrá Árbæjarsafns sunnudaginn 15. septem- ber verður tengd matargerð einsog hún var áður fyrr f tilefni þess aö sláturtíðin er framundan. Hallgerður Gísladóttir þjóðháttafræð- ingur á Þjóðminjasafninu segir frá geymslu og mat- reiðslu á kjöti og innmat í eldri tíð. Spjall hennar hefst klukkan þrjú í Dillonshúsi. ( Árbænum verður sýning á gömlum mataráhöldum og algengur matur frá sfðustu öld verður á borðum. Bak- aðar verða lummur, búin til kæfa og í Hábæ verður kaffi brennt og malað. Krambúðin og Dillonshús verða opin sem endranær. Vigdís til írlands Forseti (slands, Vigdís Finnbogadóttir, hefur þegið boð forseta (rlands, Mary Robinson, um að fara í op- inbera heimsókn til írlands dagana 2.-4. október í haust. Dans á Steindórsplaninu Unnur Guðjónsdóttir ballettmeistari kynnir og kennir vegfarendum, börn- um og fullorðnum, auð- lærðan mexíkanskan dans á Steindórsplaninu í Mið- bænum laugardaginn 14. september. Dansinn hefst klukkan tvö og menn þurfa ekkert að borga, en dans- inn heitir La Raspa. Með þessu vilja aðstandendur minna á að á fyrri tíð tóku erlendir og íslenskir menn iand í Grófinni og fluttu með sér og kynntu siði annarra þjóða. Margir á náms- stefnu um íþróttir kvenna Rúmlega 80 manns sóttu námstefnu fyrir þjálf- ara, leiðbeinendur og áhugafólk um íþróttir kvenna á laugardaginn var. Mikill áhugi reyndist fyrir námsstefnunni, en yfirskrift hennar var „Sérkenni kvenna með tilliti til þjálfun- ar og keppni í íþróttum". List og siðfræði Dr. Berys Gaut mun halda fyrirlestur sem nefn- ist „Art and Ethics" í boði heimspekideildar Háskóla Islands og félags áhuga- manna í heimspeki sunnu- daginn 15. september klukkan 14:30 í stofu 101 í Lögbergi. Dr. Gaut er kenn- ari í heimspeki við St. Andrews háskóla í Skot- landi, en hann lauk dokt- orspróft frá Princeton há- skóla í ár og er sérfræðing- ur í siðfræði og fagurfræði. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku. Komík og húmor Jens Hovgaard lektor við Árósarháskóla mun halda fyrirlestur í Norræna húsinu laugardaginn 14. september klukkan fjögur. Fyrirlesturinn er um kímni og leitar fyrirlesarinn fanga hjá danska rithöfundinum Ludvig Holberg og tekur fyrir hið spaugilega í leikrit- um hans og veltir vöngum yfir hvort skopið breytist frá einum tíma til annars eftir tíðarandanum. Spurningin er hvort nútímamaðurinn hafi sama skopskyn og fólk á 18. öld. ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. Utför Hannibals Valdimarssonar, fyrrverandi formanns Alþýöubandalagsins og forseta Alþýöusambands fslands var gerö frá Dómkirkjunni I Reykjavfk I gær. Lfk- menn voru Jón Baldvin Hannibalsson, Ásmundur Stefánsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Pétur Sigurösson, Snorri Jónsson, Pétur Sigurösson, Einar ögmundsson og Jón Þorsteinsson. - Mynd: Kristinn. Tæpar 50.000 krónur í bækur og innritunargjöld Busaárið kostar nýnemann í mennta- eða fjölbrautaskól- anum í kringum 50.000 krónur. Þar af fara um 40.000 krónur í skólabækur og 8.- 10.000 krónur í innritunargjöld sem skiptast á milli nemendafé- laga og skóla. Þessar tölur eru fengnar með því að kanna verð á þeim bókum sem eru á bókaiista 3. bekkjar Menntaskólans í Reykjavík, en svo er fyrsta árið þar nefnt. Tekið skal fram að listinn er yfir bækur bæði haust- og vormisseris. Þess má geta að áfangastjóri Menntaskólans við Hamrahlíð kvaðst aðspurður telja að útgjöld vegna bókakaupa væru mjög svip- uð hjá nemum hinna ýmsu skóla. Nemendafélög fiestra fram- haldsskólanna reka skiptibóka- markaði þannig að útsjónarsamir nemendur geta fengið einhverjar bækur ódýrari, en svo er þó alls ekki alltaf, þar sem nýjar bækur eru oft teknar í notkun. Einnig er hægt að fá notaðar bækur í sumum bókabúðum, meðal annars hjá bókabúð Máls og mcnningar, en þar fengust þau verð sem í listan- um eru. Ofan á þann kostnað sem þegar er nefndur koma síðan einhveijar upphæðir vegna ýmis konar fjöl- rita sem gefin eru út af kennurum og eru seld í skólunum. Margumrædd innritunar- og efnisgjöld eru svipuð á milli skóla, um 4.000-5.000 krónur fyrir hveija önn. í Menntaskólanum í Reykja- vík er gjaldið þó helmingi lægra en víða annars staðar eða 4.600 krón- ur fyrir báðar annir fyrsta ársins. Gjöld þeirra sem stunda nám við öldungadeildir eru mun hærri en þeirra sem sækja dagskóla og má nefna að samanlagt er pappírs-, próf-, tækja- og efnisgjald við öld- ungadeild Fjölbrautaskólans í Breiðholti 12.800 krónur fyrir hvora önn og skiptir engu hvort nemdandi er í fúllu námi eða tekur aðeins eitt fag. -vd. Bókalisti busans í MR íslensk málfræði 217 kr. íslensk setningafræði 800 kr. Sýnisbók ísl. bókmennta 1580 kr. Skýringar við Sýnisbók 790 kr. Handbók um ritun og frágang 1229 kr. Smásagnasafn Finn Söeborg 995 kr. Den usynlige hær 975 kr. Verkefnabók í dönsku 1325 kr. Dansk uden problemer 2590 kr. Dönsk málfraeði 790 kr. Dönsk-ísl. orðab. ísafold 3386 kr. Dönsk-dönsk orðabók (Gyldendal) 2425 kr. Streamline English lesbók 945 kr. og vinnubók 550 kr. Now Read On 895 kr. English Grammar in Use 1350 kr. Ensk-ensk orðabók Oxford Standard 1175 kr. Þýska fyrir þig vinnubók, lesbók I og orðasafn 2690 kr. Þýsk málfræði 1790 kr. C’est Ca I lesbók 1495 kr. og æfingabók 1495 kr. Mannkynssaga BSE fram til 800 1820 kr. Almenn efnafræði 3490 kr. Þjálfún, heilsa, vellíðan - kennslubók í líkamsrækt 2563 kr. Jarðfræði eftir Guðbjart Kristjánsson 2.200 kr. Réttritun 600 kr. Stærfræði-flatannyndir 500 kr. bókstafareikningur lOOkr. Samtals 40.760 kr. Framhaldsskólanemar þyrpast I bókabúöirnar þessa dagana. Kristín Rós Hlynsdóttir heldur hér á megninu af námsbókaskammti busanna, en hann kostar um 40.000 krónur. - Mynd: Kristinn. september1991 Síða 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.