Þjóðviljinn - 12.09.1991, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.09.1991, Blaðsíða 11
SJÓNVARPIÐ 17.50 Þvottabirnirnir (29) Bandarískur teiknimyndaflokk- ur. Leikraddir Öm Ámason. 18.00 18.20 Tumi (7) Belgískur teikni- myndaílokkur. Leikraddir: Ár- ný Jóhannsdóttir og Halldór N. Lámsson. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Á mörkunum (28) Frönsk/kanadísk þáttaröð. 19.00 19.20 Litrík fjölskylda (5) Bandarískur myndaflokkur í léttum dúr. 19.50 Hökki hundur Bandarísk teiknimynd. 20.00 20.00 Fréttir og veður 20.30 Gersku ævintýrin Ný fréttamynd Sjónvarpsins, sem Jón Ólafsson fréttamaður og Friðþjófur Helgason kvik- myndatökumaður gerðu í Moskvu og Eystrasaltsríkjun- um í kjölfar misheppnaðs valdaráns harðlínumanna og falls kommúnistaflokksins. 20.55 Mógúlaríkið Lokaþáttur. Breskur heimildamyndaflokkur um svonefnt Mógúlatímabil í sögu Indlands. Þýðandi og þul- ur Gylfi Pálsson. 21.00 21.25 Evrópulöggur (17) Þessi þáttur er írá Þýskalandi og heit- ir Gestur frá Vinarborg. 22.00 22.20 Tilvalin dauðastund (The Bradbury Theatre - The Won- derful Death of Dudley Stone) Kanadísk mynd byggð á smá- sögu eftir Ray Bradbury. 23.00 23.00 Ellefufréttir og dagskrár- lok. SlÓNYARP & ÍJWARP STÖÐ2 16.45 Nágrannar 17.30 Börn eru besta fólk. Endurtekinn frá sl. laugardegi. 19.19 19.19 20.10 Maíblómin Annar þáttur þessa breska myndaflokks og enn er embættismaðurinn frá skattinum í innheimtuheim- sókn. 21.05 Á dagskrá 21.30 Neyðaróp hinna horfnu Lokaþáttur þessa evrópska spennumyndaflokks. 22.25 Guð blessi barnið Átakan- leg mynd um unga konu sem lifir á götum stórborgar ásamt dóttur sinni. Þegar dóttirin veikist tekur móðirin þá af- drifaríku ákvörðun að láta dótt- ur sína í fóstur. Aðalhlutverk: Marie Winningham, Grace Johnston og Dorian Harewood. Leikstjóri: Larry Elikann. 00.00 Lögga til leigu Hér er á ferðinni góð spennumynd þar sem segir frá lögreglumanni og gleðikonu, sem neyðast til að vinna í sameiningu að ffam- gangi sakamáls. Aðalhlutverk: Burt Reynolds og Liza Minelli. Leikstjóri: Jerry London. Fram- leiðandi: Raymond Wagner. Bönnuð bömuin. Lokasýning. 01.35 Dagskrárlok. Rás 1 FM 92.4/93.5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gísli Kolbeins flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunþáttur Rásar 1 - Hanna G. Sigurðardóttir og Trausti Þór Sverrisson. 7.30 Fréttayfirlit - fréttir á ensku. Kíkt í blöð og fréttaskeyti. 7.45 Daglegt mál, Mörður Ámason flyt- ur þáttinn. 8.00 Fréttir 8.10 Umferðarpunktar., 8.15 Veðurfegnir. 8.40 í far- teskinu Franz Gíslason heilsar upp á vætti og ann- að fólk. 9.00 Fréttir. 9.03 Laufskálinn Létt tónlist með morgunkaffínu og gestur lítur inn. Umsjón Jónas Jónasson. 9.45 Segðu mér sögu „Litli lávarðurinn“ eflir Frances Hodgson Bumett. Friðrik Friðrikson þýddi. Sigurþór Heimisson les (12). 10.00 Fréttir. 10.03 Morgunleikfimi með Halldóm Bjömsdóttur. 10.10 Veðurfregnir. 10.20 Táp og fjör Þáttur um heilsu og heilbrigði. Um- sjón Halldóra Bjömsdóttir. 11.00 Fréttir 11.03 Tónmál Tónlist 18. og 19. aldar. Umsjón: Leifur Þórarinsson. 12.00 Fréttayfirlit á hádegi 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. 12.48 Auðlindin Sjávarút- vegs- og viðskiptamál. 12.55 Dánarfregnir. Auglýs- ingarv 13.05 í dagsins önn - Er heimur á bak við heiminn? Umsjón Elísabet Jökuls- dóttir. (Einnig útvarpað í næturútvarpi kl. 3.00) 13.30 Lögin við vinnuna 14.00 Utvarpssagan „í morgunkulinu" eftir Willi- am Heinesen Þorgeir Þor- geirsson les eigin þýðingu (19). 14.30 Miðdegistónlist sónata í As-dúr ópus 46 eftir William Sterdale Bennett. lan Hobson leikur á píanó. Ur „Ferðasöngvum“ eftir Ralph Vaughan-Williams. John Shirley-Quirk syngur og Viola Tunnard leikur á píanó. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: Framhaldsleikritið „Olöf og Ingunn“ eftir Sigrid Undset Sjöundi og loka- þáttur. Utvarpsleikgerð: Per Bronken. Þýðandi: Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri: Brynja Bene- diktsdóttir. Leikendur: Stefán Sturla Siguijónsson, Þórey Sigþórsdóttir, Guð- rún Ásmundsdóttir, Harpa Amardóttir, Sigurður Skúlason, Kristján Franklin Magnús, Edda Þórarins- dóttir og Gunnar Eyjólfs- son. (Endurflutt á þriðju- dag kl. 22.30) 16.00 Fréttir. 16.05 Völuskrín Kristín Helgadóttir les ævintýri og bamasögur. 16.15 Veðurfregnir 16.20 Á förnum vegi Norð- anlands með Kristjáni Sig- urjónssyni. (Frá Akureyri) 16.40 Lög frá ýmsum lönd- um 17.00 Fréttir 17.03 Dagbókarbrot frá Afríku „Afmælishátíð undir Afríkuhimni“. Um- sjón Sigurður Grímsson. (Endurt.) 17.35 Konsert fyrir balala- íku og hljómsveit eftir Eduard Tubin Emanuil Sheynkman leikur með sænsku útvarpshljómsveit- inni; Neeme Jarvi stjómar. 18.00 Fréttir 18.03 Hér og nú 18.18 Að utan 18.30 Auglýsingar. Dánar- fregnir. 18.45 Veðurfegnir. Auglýs- ingar. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Daglegt mál Endurt. 19.35 Kviksjá 20.00 Úr tónlistarlífinu Þátt- ur í beinni útsendingu. Gestur þáttarins er John Speight söngvari og tón- skáld. Leiknar verða hljóð- ritanir af verkum hans, meðal annars „Ljósbroti“, hugleiðingu um steinda glugga Skálholtskirkju. Hljómeyki syngur, Úlrik Olason leikur á orgel Skál- holtskirkju. (Upptaka Út- varpsins frá 10. ágúst sl.) Umsjón Már Magnússon. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan (Endurt. frá kl. 18.18) 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Orð kvöldsins. Dag- skrá morgundagsins. 22.30 Sumarsagan: „Drekar og smáfuglar" eftir Olaf Jóhann Sigurðsson Þor- steinn Gunanrsson les (11). 23.00 Sumarspjall Kristján Þórður Hrafnson. (Einnig útvarpað þriðjudag kl. 15.03). 24.00 Fréttir. 00.10 Tónmál (Endurt. úr Árdegisútvarpi). 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báð- um rásum til morguns. Rás 2 FM 90.1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins Leifúr Hauksson og Eiríkur Hjálmarsson hefja daginn með hlustendum. - Sigrið- ur Rósa talar frá Eskifirði. 8.00 Morgunfréttir - Morgunútvarpið heldur áffam. 9.03 9-fjögur Úrvals dægur- tónlist í allan dag. Umsjón: Eva Ásrún Albertsdóttir, Magnús R. Einarsson og Margrét Blöndal. 12.00 Fréttayfirljt og veður. 12.20 9-fjögur Úrvals dæg- urtónlist, i vinnu, heima og á ferð. 16.00 Fréttir 16.03 Dagskrá: Dægurmála- útvarp og fréttir. Starfs- menn dægurmálaútvarps- ins, Anna Kristine Magn- úsdóttir, Bergljót Baldurs- dóttir, Katrín Baldursdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson, og fréttaritarar heima og erlendis rekja stór og smá mál dagsins. 17.00 Fréttir - Dagskrá heldur áfram. 17.30 Meinhornið: Óðurinn til gremjunnar Þjóðin kvartar og kveinar yfir öllu því sem aflaga fer. 18.00 Fréttir. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóð- fúndur í beinni útsendingu, þjóðin hlustar á sjálfa sig Sigurður G. Tómasson og Stefán Jón Hafstein sitja við símann, sem er 91- 686090. 19.00 Kvöldfréttir 19.32 McCartney og tónlist hans Umsjón Skúli Helga- son. Níundi og lokaþáttur. (Endurtv frá sunnudegi) 20.30 íslenska skífan „Rokk'n roll öll mín bestu ár“ með Brimkló frá 1976. 21.00 Rokksmiðjan Umsjón Lovísa Sigurjónsdóttir. 22.07 Amina á Hótel íslandi Beint útvarp frá tónleikum frönsku söngkonunnar Am- inu, sem var fúlltrúi Frakka í Söngvakeppni evrópskra sjónyarpsstöðva í vor. 00.10 í háttinn 01.00 Næturútvarp á báð- um rásum til morguns. Barnaefni Sjónvarp kl. 17.50 Þátturinn VIÐ BENDUM Á segir oflar en ekki frá myndum sem ætla má að fullorðnir hafi gaman af. Bömin fá samt sinn skammt af sjónvarpsefni og verður dagurinn í dag þar engin undan- tekning. Mynd um Þvottabimina verður sýnd kl. 17.50 og kl. 18.20 verður ævintýri Tuma á dagskrá. Bömin þekkja orðið vel þessar teiknimyndapersónur og bíða oft spennt fyrir framan tækið eftir að þær birtist. Þetta er þó oft sá tími þegar niest annríki er á heimilinu, foreldrar nýkomnir heim frá vinnu og eldamennskan og tiltektir taka við, svo litill tími gefst fyrir sam- vemstund fjölskyldunnar. Það væri því ekki úr vegi að fullorðna fólkið slappaði örlítið af yfir sjónvarpinu með bömunum, útskýrði sögumar fyrir þeim yngstu og ræddi um þær við þau eldri. Það sakar engan þótt kvöldmatnum seinki öðm hvom. Guð blessi barnið Stöð tvö kl.22.15 Dag einn stendur Theresa Johnson ein uppi með dóttur sína. Eiginmaðurinn hefur yfirgefið hana og hún neyðis til að yfirgefa íbúðina sem þau bjuggu í og búa á strætum stórborgar þar sem glæpir em daglegt brauð. Theresa er stað- ráðin í að gefast ekki upp og dreymir um betri framtíð fyrir sig og dóttur sína. Nótt eina er dóttir hennar flutt í skyndi á spítala með blýeitmn. Hún nær sér en Theresa veit að hún getur ekki boðið dóttur sinni upp á þann aðbúnað sem þær búa við á strætunum og lætur því dóttur sína í fóstur. Þetta er átakan- leg mynd fyrir alla aldurshópa. Amina Rás 2 kl.22.08 1 kvöld verður bein útsending á Rás 2 frá tónleikum Aminu á Hót- el Islandi. Amina var fulltrúi Frakklands í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva í vor. Hún kernur hingað í tengslum við kynn- ingu á franskri dægurtónlist. Það er hljómsveitin Júpiters sem verð- ur þess heiðurs aðnjótandi að troða upp með Aminu. Það er óhætt að hvetja unga sem aldna til að leggja við eyru og njóta tilbreytingarinnar frá enska gaulinu sem alla jafna tröllríður útvarpsdagskránum. Síða 11 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 12. september 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.