Þjóðviljinn - 27.09.1991, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.09.1991, Blaðsíða 8
Heimshorn Kosovo í brennidepli Breytingamar í Austur-Evrópu, sem staðið hafa yfir um þriggja ára skeið, hafa mikið verið til umfjöllunar að undanförnu enda varla von á öðru. (raun má segja að stórviðburðir í mannkynssögunni eigi sér stað á hverjum degi einhvers staðar i Austur-Evrópu. Að undan- förnu hafa Sovétríkin og Júgóslavía verið mest í brennidepli vegna þróunar mála þar. Lýðræðis- og frelsisþróunin er komin hvað skemmst á veg í þessum ríkjum Austur-Evrópu og kemur þar sjálfsagt ýmislegt til. Eitt eiga þessi ríki sameiginlegt og það er að þau eru bæði sambandsríki nokkurra lýðvelda, þar sem búa þjóðir af ólíkum uppruna, með mismunandi tungumál, menningu og sögu. I Heimshomi dagsins verður skyggnst inn í Júgóslavíu, sérstak- lega með hlut albanska minnihlut- ans í Kosovo í huga. Þjóðemis- átökin í Júgóslavíu hafa í ijölmiðl- um fyrst og fremst snúist um Kró- ata og Slóvena annars vegar og Serba hins vegar. En þau em mörg fleiri þjóðarbrotin í Júgóslavíu sem heyja sína baráttu fyrir auknu frelsi og eiga þá í stríði við Serba. Eftir heimsstyrjöldina síðari fékk Júgóslavía orð á sig fyrir stöðugleika. Þetta var á fyrstu stjómarámm Títos. A alþjóðavett- vangi var sú skoðun ráðandi að Júgóslavía væri heilsteypt ríki sem hefði fundið Iausnina á því hvemig ólíkar þjóðir ættu að lifa saman í sátt og samlyndi. Þá var það gleymt að Júgóslavía varð í raun til sem eins konar málamiðlun í Ver- salasamningnum 1919. Þannig vom hinar suðurslavnesku þjóðir, Serbar, Króatar og Slóvenar, settar í einn sekk og með þvi móti var álitið að hægt yrði að breiða yfir óleyst þjóðernisvandamál og landamæradeilur. Annað átti eftir að koma á daginn. Olík þróun, menning og trúarbrögð áttu eftir að afhjúpa þessa tálsýn og að margra mati var Júgóslavía eins konar „fangelsi þjóðanna“ undir jámhæl Serba. Eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar kommúnistar vom komnir til valda, var stofnað sambandsríki eftir sovésku mynstri. Einn þekkt- asti andófsmaður Júgóslaviu, Milovan Djilas, sem tók þátt í að ákveða innri ríkjamörk Júgóslavíu árið 1945, lét nýlega hafa eftir sér að hárrétt hefði verið staðið að því að skipta landsvæðum milli lýð- veldanna. Þar hefðu söguleg og þjóðemisleg sjónarmið setið í fýr- irrúmi. Vafalítið er það réttmæt fullyrðing, og það var í raun ekki fyrr en eftir dauða Títos árið 1980 að í ljós fór að koma að sambands- ríkið átti í miklum innbyrðis erfið- leikum og að kerfið sem ríkja- mörkin byggðu á var að leysast upp. Miðstjómin í Belgrad hefur orðið veikari en stjómir einstakra lýðvelda sterkari á síðasta áratug og þar með er ef til vill óhjá- kvæmilegt að ríkið liðist í sundur. Uppbyggingu sambandsríkisins eins og hún er í dag verður varla haldið við nema með valdi, með aðstoð hersins. Nú á síðustu vikum og mánuðum er þó að koma í ljós að sú leið er heldur ekki fær. íhlut- un hersins mun fýrr eða síðar valda upplausn ríkjasambandsins, og trú- lega frekar fyrr. Slóvenía og Króatía vilja sjálf- stæði en geta hugsað sér einhvers konar laustengt samband júgóslav- neskra ríkja, ekki frábmgðið því sem nú er mest rætt um í Sovétríkj- unum. Sú leið er vel fær hvað varðar ytri landamærí Júgóslavíu. Vandamálið er enn sem fyrr landa- mörk milli einstakra lýðvelda, um það mál ríkir síður en svo einhug- ur. Sérstaklega gætu Serbar ekki fallist á núverandi skipan mála, þeir telja að landsvæði Serbíu sé of lítið vegna þess að þriðjungur allra Serba búi fyrir utan núverandi landamörk Serbíu. Eins og málin standa núna lítur út fyrir að Sló- venía og Króatía fái sjálfstæði. Sömuleiðis Serbía, þó með þeim formerkjum að Serbía ráði yfir leifunum af Júgóslavíu, þ.e. lýð- veldunum Bosníu-Herzegovínu, Makedóníu og Svartfjallalandi ásamt sjálfstjómarhémðunum Voj- vodínu og Kosovo. Til að flækja myndina enn frekar hefur nú Makedónía lýst yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu á dögunum. Sjálfstjórnarhéraðið Kosovo hefur um margt sérstaka stöðu. Um 90% af íbúunum em af albönsku bergi brotnir. Af og til hafa serb- nesk yfirvöld reynt eftir megni að gera Kosovo að serbnesku ríki með hefðbundnum aðferðum nýlendu- stefnunnar. Serbar hafa verið fluttir inn og Albanir út úr héraðinu. Með þessu móti átti að breyta þjóðemis- samsetningu Kosovo, sem var fyrir um 30 ámm að tveimur þriðju hlutum byggt Albönum. Þegar þessar aðferðir dugðu ekki ákvað Títo að veita héraðinu umtalsverða sjálfstjóm og hefúr albönskum íbú- um stöðugt, farið fjölgandi síðast- liðin 25 ár. 1 stjómarskrá Júgóslav- íu frá 1974 var fulltrúum Kosovo á sambandsþinginu tryggt neitunar- vald og þar með hafði héraðið í raun sömu stöðu og sambandslýð- veldin. Eftir dauða Títos óskuðu Albanir eftir því að Kosovo yrði gert að sambandslýðveldi og marg- ar kröfugöngumar vom gengnar til að knýja á um það mál. En serb- nesk yfirvöld fóm herferð gegn AI- bönum og tóku meira að segja frá þeim þau réttindi sem þeir þegar höfðu áunnið sér. Sumarið 1990 tókst serbneskum yfirvöldum, með aðstoð hersins, að leysa upp þing og ríkisstjóm Kosovo og notuðu þau rök að verið væri að undirbúa það að Kosovo segði sig úr lögum við Júgóslavíu. Eins og stendur er Kosovo her- numið land. Serbnesk yfirvöld nota óvægilegar aðferðir til að grafa undan þjóðemiskennd, m.a. að reka Albani úr áhrifamiklum stöð- um í stjómmálalífi, atvinnulífi og menningarlífi, banna fjölmiðlun á albönsku, reka tugi þúsunda al- banskra verkamanna úr þjónustu hins opinbera og margt fleira væri hægt að tína til. Þessar aðgerðir em vitaskuld ekki af efnahagslegum ástæðum heldur fyrst og fremst til að brjóta á bak aftur sjálfstæðisbar- áttu Albana. Nú þegar rætt hefur verið hvað mest um sjálfstæðismál í Júgóslav- íu, hefúr athygli heimsins mest beinst að Króatíu og Slóveníu. Al- banir í Kosovo hafa orðið talsvert útundan. Þegar Júgóslavía leysist upp og Albanimir verða hafðir úti í kuldanum í viðræðunum sem fylgja munu um framtíð rikisins, er því óbeint slegið föstu að Albanir hafi ekkert að sækja í Júgóslavíu eða þeim ríkjum sem rísa munu úr rústum Júgóslavíu. Kosovo- Al- banimir draga af því sínar ályktan- ir, nefnilega: ef Júgóslavía vill okkur ekki, því skyldum við vilja Júgóslavíu? Það er því ekki að undra að íbúar Kosovo snúi sér að Albaníu og óski eftir sameiningu albanskra yfirráðasvæða, þ.e. Al- baníu og Kosovo. Lýðræðisþróunin í Albaníu, sem þegar er komin á skrið, hlýtur að auðvelda sameiningu Albaníu og Kosovo. Þá er þess að gæta að staða Serbíu veikist sífellt, sérstak- lega með sjálfstæðisyfirlýsingum Króatiu, Slóveniu og Makedóníu. Hins vegar er staða mála á Balkan- skaga langt í ffá auðveld, því þjóð- emisdeilumar em margslungnar. Þær em milli Serba og Króata, milli Albana og Makedóníumanna, milli Makedóníumanna og Serba, milli Búlgara og Serba, Bosníu- manna og múslíma o.s.ffv. Þannig gæti Balkanskaginn hæglega orðið að nýju Líbanon. Sú hætta blasir augljóslega við og því skiptir mestu máli að stuðla að ffiðsam- legum lausnum og koma á algjöm vopnahléi í landinu. Evrópubanda- lagið hefur gert misheppnaða til- raun til að stilla til ffiðar í landinu og það er spuming hvort Samein- uðu þjóðimar verða ekki að gripa í taumana áður en það verður um seinan. Þjóðimar á Balkanskaga hafa búið við mikla kúgun um langt árabil og tími löngu kominn til að henni linni. ÁÞS byggði á Nor- disk Öst-Forum Alþýðubandalagið Dalvík Félagsfundur í Alþýðubandalagsfélaginu Dalvík verður haldinn sunnudaginn 29. september kl. 21:00 í Lambhaga. Á dagskrá: 1. Flokksstarfiö. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Almennar umræður. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður mætir á fundinn. Stjómin. Uppbyggingu sambandsríkisins eins og hún er í dag verður varla haldið við nema með valdi, með aðstoð hersins. Nú á síðustu vikum og mánuðum er þó að koma í Ijós að sú leið er heldur ekki fær. (hlutun hersins mun fyrr eða síðar valda upplausn ríkjasambandsins, og trúlega frekar fyrr. Albanir í Kosovo sjá nú sina helstu von um stöðugleika og sjálfstœði með sameiningu Albaniu og Kosovo. NÝTT HELGARBLAÐ 8 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.