Þjóðviljinn - 27.09.1991, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.09.1991, Blaðsíða 14
Karpov hefur tekið forystuna Með sigri í magnaðri stöðubaráttu- skák við Valeri Salov, sem var til lykta leidd í gær, hefur fyrrum heimsmeistari Anatolij Karpov tek- ið forystu á Heimsbikarmóti Flug- leiða. Hann er með 2 1/2 vinning, 1/2 vinningi á undan Salov, Lju- bojevic og Chandler. Mótið hefur farið rólega af stað með miklum fjölda jafntefla, 18 úr 24 skákum eða 75%, en hvað varðar baráttu- gleði skera nokkrir skákmenn sig þegar úr: Salov, Jóhann Hjartar- son, Beljavskij og Karpov. Þá er ekki við öðru aö búast en að Ivant- sjúk, Timman og sennilega Porti- sch gefi sig alla í baráttuna, en óneitanlega er ömurlegt að horfa á skákmann eins og Ulf Andersson tefla hverja leiðinda skákina á fæt- ur annarri. ( gær var frídagur í mót- inu nema hvað Karpov og Salov gengu frá ólokinni biðskák sinni, en í fjórðu umferð sem tefld verður f dag eigast eftirfarandi skákmenn við: Salov og Khalifman, Beljavskij og Karpov, Portisch og Gulko, Speelman og Ljubojevic, Chandler og Ivantsjúk, Ehlvest og Anders- son, Timman og Seirawan og Jó- hann og Nikolic. Þrátt fyrir sjö jafntefli í þriðju umferð voru nokkrar skákir þannig tefldar að unun var á að horfa. Þetta átti einkum við um viðureign Alex- anders Beljavskijs og Jóhanns Hjart- arsonar og Anatolijs Karpovs og Valeri Salovs. Er Beljavskij og Jóhann höfðu loksins sæst á skiptan hlut einbeittu menn sér að viðureign Karpovs og Salovs. Gríðarlegur sigurvilji Kar- povs hefur greinilega fleytt honum langt. Þó hann væri í bullandi tíma- hraki forðaðist hann að þráleika til jafnteflis, náði tímamörkunum, og er skákin fór í bið eftir 62 leiki var staða hans unnin. Margir voru á því að Salov myndi gefast upp án frek- ari taflmennsku, en sú varð ekki raunin. Kl. 17.10 í gær settust þeir að tafli aftur - ekki í Kristalsalnum, sem var upptekinn vegna ráðstefnu um vandamál lítilla málsvæða, - heldur i fremur loftlausu kjallaraher- bergi á Loftleiðahótelinu þar sem hluti opnu Reykjavíkurmótanna hef- ur farið fram og gengið undir nafn- inu „gúanóið" því þar hefur „undir- málsfiskurinn" setið að tafli. Sennilega munu stigahærri tafl- menn ekki tefla í þessu herbergi Loftleiða-hótelsins á komandi árum og er víst óhætt að fullyrða að gúan- óinu hafi verið lyft á æðra plan með þessari óvæntu uppákomu. 3. umferð: Hvítt: Anatolij Karpov Svart: Valeri Salov Drottningarindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. RD b6 4. g3 Bb7 5. Bg2 Be7 6. Rc3 Re4 7. Bd2 Bf6 8.0-0 (Þetta afbrigði drottningarind- versku vamarinnar hafa þeir teflt a.m.k. tvisvar áður. I frábærri bar- áttuskák í Rotterdam 1989 þegar Karpov var með 9 1/2 vinning úr 12 skákum lagði hann út í langt og flókið afbrigði: 8. Hcl!? Bxd4 9. Rxd4 Rxc3 10. Bxb7 Rxdl 11. Hxdl. Síðan féll hrókurinn á a8, en þar sem biskupinn lokast inni verður afar tvísýnt um úrslit. Salov vann og það var uppþafið að hrapi Karpovs í því móti. í næstu umferð tapaði hann fyrir Ljubojevic og í þeirri síð- ustu fyrir Nunn. Því vann Jan Tim- man mótið. Karpov hefur vaðið fyrir neðan sig að þessu sinni og velur ör- uggasta leikinn.) 8. .. 0-0 9. Hcl d6 10. d5 Rxd2 11. Dxd2 De7 12. e4 Rd7 13 Rd4 Bxd4 14. Dxd4 e5 15. Dd2 a5 16. f4 Rc5 17. f5 f6 (Nú er komin upp afar lokuð staða þar sem hvítur getur státað af eilítið meira rými, en svarta staðan er á móti afar traust.) 18. BD g5!? (Hugmyndin með þesum leik er að hindra - Bh5 ásamt myndun peð- fylkingar á kóngs- og raunar drottn- ingarvæng líka. I framhaldinu kostar Karpov kapps um að loka engum leiðum. Hann hrekur riddarann af höndum sér og viðheldur spennunni á kóngsvængnum.) 19. b3 Bc8 20. Bdl! (Einfaldasta leiðin til að þoka peðunum á drottningarvæng áffam.) 20. .. Bd7 21. a3 Ha7 22. b4 Rb7 23. Hf2 Rd8 24. De3 axb4? (Sennilega hefði Salov átti að bíða með þennan leik, a-lína opnast hvítum í hag.) 25. axb4 Rf7 26. h4 Kh8 27. KH Kg8 28. Hcc2 Df8 29. Ha2 Hxa2 30. Hxa2 gxh4 31. gxh4 Dg7 (Eins og sjá má er það Salov sem hefur opnað allar línur. Hann gat vitaskuld beðið átekta, en kýs að tefla virkt, virðist raunar hafa færi gegn kóngi hvíts, en það reynist tál- sýn.) 32. Kel Rh6 33. Ha7 Be8 34. Kd2 Dg2+ 35. Kcl Rf7? (Kannski var skynsamlegra að halda kymi fyrir með 34. .. Dg7. Gallinn er sá að hvítur kemur kóngi sínum í örugga höfn á drottningar- vængnum og getur reynt að heija á veikleika svarts þeim megin.) 36. Hxc7 Hg3 37. Dd2 Dh3 (Báðir skákmennimir voru í bullandi tímahraki.) HEIMSBIKARMÓT FLUGLEIDA 38. Kb2 Kg7 39. Hc8 Bd7 40. Hc7 Be8 41. Be2 (Aðferð Karpovs við að stytta sér leiðina að tímammörkunum er orðin þekkt meðal mótsgesta. Hann endurtekur leiki ef hann á þess nokkum kost.) 41. ..Dxh4 (Svartur hefur unnið peðið til baka, en h-peð svarts er lítið mót- vægi við peð hvíts á drottningar- væng.) 42. c5! bxc5 43. bxc5 Kf8 44. c6 Dh2 45. Hc8 Df2 46. Hb8 Dc5 47. Dc2 Rg5 48. Hb3 Hg2 49. Hb5 Da7 50. Dd3 h5 51. Dc4 Dd4 52. Kb3 Hg3 53. Kc2 Hg2 54. Kb3 Hg3 55. Kc2 Hg2 56. Dd3! (Þeir vom afhir komnir í heiftar- Iegt tímahrak og Karpov missti aldrei sjónar af áætlunum sínum. Það var aðdáunarvert að fylgjast með því hvemig honum tókst að halda stöðunni saman og þvinga fram drottningamppskipti.) 56... Da7 57. Hb7 Dc5 58. Hb5 Da7 59. Hb7 Dc5 60. Kb3 h4 61. Dc4! Dxc4 62. Bxc4 (Og nú eftir röskJega 6 klst. bar- áttu fór skákin í bið. Öllum var ljóst að 62. .. h3 tapar vegna 63. c7 Bd7 64. Bb5! Bc8 65. Hb8 h2 66. Hxc8+ Kg7 67. Hb8 hl(D) 68. c8 (D) og vinnur, því riddannn valdar alla reiti í kringum kónginn sem máli skipta. Því var biðleikur Salovs sá eini sem veitti einhveija mótspymu.) 62. .. RD! 63. Bb5 Rd4+ 64. Kc4 h3 65. c7 Rxb5 66. c8(D) h2 67. De6 - og Salov gafst upp. Eftirminnileg barátta Beljavskijs ogjóhanns Heppnin hefúr ekki elt Jóhann Hjartarson, en hann hefúr sýnt mikla baráttu og á heiður skilinn fyrir stór- skemmtilegar skákir. Það er ekki minnsti vafi á því að hann á eftir sækja sig mjög eftir því sem líður á mótið. Skák hans við Alexander Beljavskij er án efa magnaðasta bar- áttuskák mótsins til þessa: 3. umferð: Hvítt: Alexander Beljavskij Svart: Jóhann Hjartarson Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. D 0-0 6. Be3 Rc6 7. Rge2 a6 8. Dd2 Hb8 9. Rcl e5 10. Rb3 exd4 11. Rxd4 Re5 (Hér hefúr margoft verið leikið 11.. . Rxd4 12. Bxd4 c6, en þannig hafa nokkrar skákir Beljavskijs teflst m.a. gegn John Nunn á heimsbikar- mótinu í Borgarleikhúsinu 1988. 11. .. Re5 er leikur Kasparovs gegn Beljavskij á skákmótinu í Linares í fyrra.) 12. Be2 c5 13. Rc2 Be6 14 Ra3 Rc6 15. 0-0 Rd7 16. f4 Rd4 17. Bd3 b5!? (Bíræfin peðsfóm sem virðist eiga fullan rétt á sér.) 18. cxb5 axb5 19. Bxb5 (Eina leiðin til að ná peðinu. Eftir t.d. 19. Raxb5 Rxb5 tapar hvít- ur manni t.d. 20. Bxb5 Bxc3 eða 20. Rxb5 c4 o.s.ftv.) 19.. .RÍ6 (Með margvíslegum hótunum 20.. . Rg4 eða 20... Rxe4.) 20. f5 (Sýnilega besti leikur hvíts. Beljavskij hefúr sennilega séð fyrir skiptamunstap, en það er ekki um annað að ræða.) 20.. . Rxb5! (Hámákvæmur leikur sem kom eftir langa umhugsun.) 21. Raxb5 Bc4 22. Rxd6 Bxfl 23. Hxfl Rg4! (Hvítur má ekki undir nokkrum kringumstæðum missa svartreita biskupinn.) 24. Bxc5 Dc7! 25. Ba3 (Það er ekki auðvelt að fmna betri leik. En nú á Jóhann taktíska vendingu sem vinnur annan skipta- mun.) 25. .. Da7+ 26. Khl Bxc3! 27. Dxc3 RÍ2+ 28. Hxf2 Dxf2 29. h3 (Omistureykinn hefúr létt og hvítur er miklu liði undir þó um- frampeðin þijú, og að sumu leyti viðsjárverð kóngsstaða svarts, vegi þar nokkuð upp.) 29... Hfd8?! (Betra var 29... Ha8 strax, en þá er 30. De5! eini leikur hvíts.) 30. Dc7 Dfl+ 31. Kh2 Df4+ 32. Kgl Hf8 33. Dc3 Ha8 (Jóhann sér að 33... Hfd8 áorkar engu. Þó svartur hafi unnið skipta- mun í tvígang er erfitt að koma liðs- muninum í verð vegna sterkrar stöðu riddarans og viðsjárverðrar kóngsstöðu.) 34. g3 Dg5 35. Kf2 Hfd8 36. h4 Dg4?! (Jóhann átt betri tíma, en lék þessu kannski eilítið of fljótt. 36. .. De7 kom sterklega til greina, en Jó- hann hefúr kannski óttast 37. fxg6 t.d. hxg6 38. Rf5! og vinnur. Eftir 37... Hxa3 38. gxf7+ Dxf7 39. Rxf7 Hxc4 40. Rxd8 Hc2+ blasir jafntefl- ið við. Annar möguleiki er 37. .. fxg6 38. Ri5 Df8 39. Dc4+ og jafnt- efli verður einnig niðurstaðan.) 37. Df6! Hxd6 38. Bxd6 Dxe4 39. Be5 Dxf5+ (Jóhann gat þvingað fram jafnt- efli með 39. .. Dc2+. Kannski var það besti kosturinn því ekki er eftir miklu að slægjast í stöðunni sem nú kemur upp.) 40. Dxf5 gxf5 41. a3 f6!? (Peðsfómin kemur kóngi svarts þegar í stað í leikinn, en 41. .. KfB kom þó einig til greina.) 42. Bxf6 KÍ7 43. Bc3 Ke6 44. Ke3 Hg8 45. KD Kd5 46. a4 Kc4 47. Kf4 Hg4+ 48. Kxf5 Hxg3 49. h5 h6 50. Bd2 Hg2 51. Bxh6 Hxb2 52. Bf4 Hbl 53. Bd6 Kd5 54. Be7 Hhl - Jafntefli. Glæsileg barátta, báð- um stórmeisturunum til sóma. Helgi Ólafsson skrifar NÝTT HELGARBLAÐ 1 4 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.