Þjóðviljinn - 27.09.1991, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.09.1991, Blaðsíða 10
Aðbúnaður barnafólks ó íslandi r nýrri lífsgildakönnun sem Félagsvísindastofnun kynnti fyrir nokkru kemur fram að íslendingar eru mjög hrifnir af börnum. Það er að segja, þeir telja ákjósanlegt að hver hjón eignist að minnsta kosti þrjú börn á meðan aðrar þjóðir láta sér duga eitt til tvö. Barnafólk hnussar líklega yfir þessum niðurstöðum, að minnsta kosti þeir sem hafa orðið varir við það í verki að íslenskt þjóðfélag er ekki beinlínis það sem hægt er að kalla barnvinsamlegt. Þegar börnin eru komin í heiminn neyðast flestir foreldrar til að setja þau í gæslu og vinna úti frá þeim mestan hluta dagsins. Dagvistarmál eru víðast hvar í ólestri og málefni barna eru neðarlega á forgangslista pólitíkusanna. Þau eru flokkuð með „mjúku" málunum, þessi beinhörðu mál. Margir halda því fram að þær fjölskyldur sem eigi langerfiðast uppdráttar Ijárhags- lega hér á landi séu smábarnafjölskyldurnar. Þá er kostnaðurinn við barnagæsluna mestur, ef hún þá fæst á annað borð. Börnin stækka hratt og þurfa fatnað sem er oft jafndýr og föt á full- orðna. Vinnutap vegna veikinda er að líkindum mest hjá smá- barnaforeldrunum og margir bera nú háan lyfjakostnað vegna þess að sýklalyfin eru ekki lengur niðurgreidd. A sama tíma er fólkið að mennta sig og korna þaki yfír höfuðið. Á þessi barlómur einhvem rétt á sér? Sér velferðarkerfíð ekki ágætlega fyrir þörfum for- eldra smábamanna með bótum og aukum af öllu tagi? Nýtt helgarblað leit í tölfræðina og nú getur hver reiknað út fyrir sig sjálfur. Sex mánaða fæðingarorlof I umfjöllun um aðbúnað og kjör bamafólks á íslandi er rétt að byrja á upplýsingum um fæðingarorlofið. 1 skoðanakönn- un Foreldrasamtakanna fyrir stuttu kom fram að 95% for- eldra smábama vilja að orlofið sé iengt í eitt ár. Skattgreiðend- ur eru ósammála þessu, segja þeir sem ráða, og orlofíð í dag er sex mánuðir. Fyrir nokkmm árum var það lengt úr þremur mánuðum um einn árlega þar til það varð sex fyrir tveimur ámm. Orlofið er samsett úr fæðingarstyrk og fæðingardagpeningum. Allar konur eiga rétt á fæðingar- styrknum sem er í dag 24.761 kr. á mánuði. Fæðingardagpen- ingarnir óskertir eru 1034 kr. á dag eða 32.054 kr. í mánuði sem hefur 31 dag. Til þess að fá fulla fæðingardagpeninga þarf móðirin að leggja niður Iaunuð störf og hafa unnið í 1032 vinnustundir síðustu tólf mán- uði fyrir fæðinguna. Samtals gera þetta 56.725 krónur á mán- uði og hækkar upphæðin í takt við gildandi kjarasamninga ASÍ. Fæðist fleiri en eitt bam bætist við einn mánuður fyrir hvert. Tvíburamamman fengi því sjö mánaða orlof á Islandi á meðan sú sem búsett er í Sví- þjóð fær íjórtán mánaða orlof. Komi upp veikindi á með- göngu sem valda því að móðirin er óvinnufær er hægt að sækja um lengingu orlofsins um einn mánuð. Viðbótin verður mest tveir mánuðir, sé móðirin það veik að hún þurfi að leggjast inn á sjúkrahús. Þá er þess að geta að í samningum ríkisstarfsmanna er kveðið á um að þeir haldi óskertum launum í sex mánaða fæðingarorlofi. Bankastarfs- menn fá óskert laun í þrjá mán- uði í fæðingarorlofi og aðra þrjá frá Tryggingastofnun. Blaða- mannastéttin hefur komið svip- uðu ákvæði inn í sína samninga, þeir fá fjögurra mánaða óskert laun frá vinnuveitanda og tvo frá Tryggingastofnun. Blessaðar barnabæturnar Og þá eru það bamabætum- ar og bamabótaaukinn. Barna- bætumar eru föst upphæð, en aukinn reiknast út frá tekjum, og hér er gott að teygja sig eftir reiknivélinni, vilji menn skoða eigin stöðu. Þess má reyndar geta að hjá fjármálaráðuneytinu Ioga allar símalínur þegar Iíður að útborgun vegna þess að fæst- ir eru með útreikninginn á hreinu. Barnabótagreiðslurnar eru tiltölulega einfaldar, enda ekki tekjutengdar. Einstætt foreldri fær tæpar 21.700 kr. með einu barni og gildir einu hver aidur þess er. Bætumar em greiddar fjórum sinnum á ári til 16 ára aldurs. Hjón fá 7.230 kr. hvort með einu bami undir sjö ára aldri, en 3.615 kr. hvort með eldra bami. Bætumar hækka nokkuð með fleiri börnum. Með tveimur bömum yngri en sjö ára eru bætumar 32.534 samanlagt. Ef annað barn hjóna er yngri en sjö ára en hitt eldra em bætumar samanlagt 25.300 kr. Barnabótaaukinn er öllu flóknari. Óskertur er hann 68.680 krónur á ári krónur, en skerðist hjá einstæðu foreldri sem hefur hærri árstekjur en 670 þúsund krónur og hjá hjón- um sem hafa hærri tekjur en eina milljón. Skerðingin er 7% ef bamið er eitt, 6% ef börnin em tvö og svo framvegis. Eignir skerða einnig bamabótaauka sé eigna- skattsstofn einstæðs foreldris hærri en 5,5 milljónir og hjóna hærri en 7 milljónir. Dagvistarmál í ólestri Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn í Þjóðviljan- um að fjalla meira um dagvist- armál. En hjá því verður varla komist eigi að gera högum fjöl- skyldufólks á íslandi einhver skil. Böm á forskólaaldri á Is- landi, þ.e. fimm ára og yngri, em nú 25.700 talsins, þar af eru 14.200 á höfuðborgarsvæðinu. í Landshögum, sem Hagstofan gaf út á árinu, kemur fram að árið 1988 vom rétt rúmlega 10.000 böm á dagvistarstofnun- um, þar af er mikill meirihluti á leikskólum. Hjá Hagstofunni fengust einnig þær upplýsingar að sex ára böm og yngri hjá dagmæðrum með leyfi árið 1987 hefðu verið 2.384 á land- inu öllu. Allir fyrirvarar skulu þó hafðir á þessum tölum þar sem einhver böm em bæði hjá dagmæðmm og á leikskólum, auk þess sem dagmæður em ekki alltaf skráðar og á það sér- staklega við í minni sveitarfé- lögunum. Verið er að vinna úr nýrri tölum en að líkindum hafa þær ekki breyst mjög mikið. Eftirfarandi upplýsingar um ástandið í Reykjavík einni em fengnar úr ársskýrslu Dagvistar bama og skal tekið fram, að þegar talað er um dagheimili er átt við heilsdagsgæslu, en með leikskóla er átt við hálfsdags- gæslu. í nýjum leikskólalögum hefur dagheimilisheitið verið lagt niður. Fyrst er að nefna kostnað- inn. Mánaðargjald fýrir böm í forgangshópi er 8.600 krónur fyrir heilsdagsgæslu. Þegar sótt er um hálfsdagsgæslu er ekki flokkað í forgangshópa, en ein- stæðir foreldrar borga þó aðeins lægra gjald en sambúðarfólk sem greiðir 5.800 krónur fýrir 4 stunda gæsiu. Þeir sem hefja sambúð eftir að hafa fengið heilsdagspláss borga 14.400 kr. á mánuði. Rétt er að geta þess að sam- kvæmt nýjum reglum sem tóku gildi um síðustu áramót heldur bamið plássinu enda þótt for- eldrið hefji sambúð. Áður var plássið tekið af baminu ári eftir að foreldri hóf sambúð. Á síðasta ári vom 1288 dag- heimilispláss í bprginni og 2648 leikskólapláss. Á einkareknum dagvistarheimilum með rekstr- arstyrk frá Reykjavíkurborg vom 248 pláss alls, ýmist heils- eða hálfsdags. Meðalbiðtími eftir dagheim- ilisplássi íýrir þá sem féllu í hópinn „einstæðir foreldrar og erfiðar heimilisaðstæður“ var á síðasta ári tæpir 11 mánuðir, tæpir 14 mánuðir fyrir háskóla- stúdenta, 14,5 fýrir aðra náms- menn og tæpir 3 fyrir starfsfólk. Biðtími fýrir gifta foreldra er ekki nefndur, enda tekur því varla fýrir þá að sækja um yfir- leitt. í áramótauppgjörinu kem- ur fram að af 1264 bömum á dagheimilum áttu 242 þeirra foreldra í sambúð, en þar með vom talin 186 böm foreldra sem vom starfsmenn á dag- heimilum. Daggæsla á 28.000 krónur Og þá em það Ieikskólamir. Þar má sækja um pláss þegar bam nær 18 mánaða aldri. Með- albiðtíminn er tæpir 13 mánuð- ir. Plássin em alls 2600 talsins. Um síðustu áramót vom 1223 böm á biðlistunum, þar af um 930 eldri en tveggja ára. Á nær öllum leikskólunum er boðið upp á flmm tíma vistun og nokkrir taka böm í sex tíma. Af þessum tölum ætti að vera nokkuð ljóst að á.tandið er vægast sagt grátlegt, að minnsta kosti fyrir þá sem em í sambúð. Þá koma dagmæðumar til sögunnar. Þær vom um síðustu áramót 333 í Reykjavík einni og höfðu 820 böm í gæslu. Þar af vom 500 böm einstæðra for- eldra. Taxtinn hjá dagmæðmnum fyrir 9 tíma gæslu er rúmar 28.200 krónur og greiðir Dag- vist bama niður gæslu fyrir böm í forgangshópum þannig að fyrir plássið borgar foreldrið í raun 8.600 krónur. Yngstu bömin em í miklum meirihluta hjá dagmæðmnum, yfir 60% bama þar em yngri en þriggja ára. Rúm 40% af þess- um 820 bömum vom í gæslu í 8 stundir eða lengur á degi hverj- um. Einn helsti ókosturinn við dagmæðurnar, sem foreldrar kvarta yfir, að ekki sé nefndur kostnaðurinn, er hversu óömgg gæslan er, þ.e. ómögulegt er að vita hve lengi dagmóðirin verð- ur í starfi og flestir lenda í standandi vandræðum þegar hún veikist eða þarf að fá frí af öðmm ástæðum. I ársskýrslu Dagvistar er að finna töflu yfir dvalartíma bama hjá dagmæðr- um. Þar kemur fram að tæp 44% bamanna dvelja skemur en sex mánuði hjá viðkomandi dagmóður og rúm 18% í hálft til eitt ár. Þá kemur fram að á síð- asta ári hættu 129 damæður störfum. í skýrslunni segir að þessi öra hreyfing eigi sér margar skýringar, en þó vegi mest að bami hefur boðist vist á dagheimili eða leikskóla eða dagmóðir hafi hætt störfum. Hér hefur verið rennt yfir þær tölur sem fyrir liggja um bætur til bamafjölskyldna og yfir ástand dagvistarmála. Tölur segja að sjálfsögðu aldrei alla söguna, en gefa þó nokkra mynd af því hvemig íslenskt þjóðfélag býr að bamafólki. Hvað finnst þér? -vd. Mynd: Jim Smart. Of lítiS pláss fyrir börnin í Foreldrasamtökunum voru 250 manns fyrir einu og hálfu ári. Nú eru 3000 manns félagar í sam- tökunum og stöðugt fleiri bætast við. Meðal annarra hafa Samfok, samband foreldra- og kennarafé- laga, og Foreldrafélag misþroska barna gerst félagar. Markmið samtakanna er fyrst og fremst að vera málsvari barna gagnvart stjórnvöldum. Samtökin gefa út blaðið Uppeldi sem hefur náð mikilli útbreiðslu í áskrift og þau standa að rannsóknum á viðhorf- um foreldra til ýmissa mála er snerta börn þeirra. Kristinn H. Þorsteinsson, for- maður Foreldrasamtakanna, segir að dagvistarmálin séu það sem brennur heitast á smábamaforeldrunum. „Eftir tveggja ára aldurinn hefúr fólk væntingar um vist á leikskólum en kemst þá að því að biðin er löng og leitar þá til dagmæðra,“ segir Kristinn. „Dagmæður þurfa ekki að vera svo slæmur kostur en óöryggið er meira og því miður heíúr ekki verið haft nægilegt eftirlit með starf- semi þeirra. Það kemur m.a. fram í könnun sem við létum gera að yfir þriðjungur foreldra er ósáttur við þá reynslu að hafa haft böm sín hjá dagmæðmm en yfir 90% vom sáttir við þá reynslu sem þeir höfðu af dagvistarstofnunum. Um leið og þessar niðurstöður em skoðaðar þarf maður að velta fýrir sér hvað liggur þama að baki. Það gæti verið raunin að foreldrar láti bömin inn á leik- skólana í blindri trú um að þar sé allt í fúllkomnu lagi, en fylgist mun bet- ur með því hvemig dagmóðirin stendur sig í starfi.“ Æ fleiri hafa samband við sam- tökin og spyijast fyrir um fréttir af væntanlegum greiðslum til heima- vinnandi foreldra, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hét að koma á í haust. „Þetta mál er í biðstöðu,“ segir Kristinn. „Við verðum mjög vör við að fólk er spennt fyrir þessari hug- mynd og flestir vænta þess að þessar greiðslur verði álíka haar og fæðing- arorlofið.“ Hann kveðst þó ekki telja að sú von sé raunhæf, borgaryfir- völd séu tæplega í stakk búin til að borga út slikar upphæðir. Kristinn segist ekki sjá neina hættu á að með heimgreiðslum sé verið að ýta kon- um heim af vinnumarkaði. „Þjóðfé- lagið hefig breyst of mikið til að það sé hægt. Eg tel að á bak við þetta liggi aukin umhyggja fýrir bömum og það verður hver og einn að gera bað upp við sig hvort karlinn eða konan er hjá bðmunum. Málið er að að er of erfitt, bæði fyrir mæður og öm, að láta böm í daggæslu þegar þau em yngri en tveggja ára.“ Fjölmargir foreldrar em útivinn- andi frá litlum bömum og ástæðan sem upp er gefin er einfold; Fjárhag- ur heimilisins krefst þess. Kristinn segist líta svo á að hér þurfi hugarfar fólks að breytast, kröfumar um lífs- gæðin séu famar fram úr skynsam- legum mörkum. „Við þurfum að hægja á, draga niður hæstu tekjur og slá aðeins a neysluna sem er að drepa okkur,“ segir hann. „Við vilj- um alltaf fá meira en við höfðum í gær.“ Hann segist þó ekki draga úr því að smábamafjölskylcjan búi við lak- ari kjör en aðrir. „Á þessum sama tíma og fólk er að eignast bömin em flestir að koma sér upp húsnæði og koma undir sig fótunum í lífinu. Það er sjálfgefið að það er erfitt að fást við þetta allt í einu. Að sjálfsögðu ættum við að vera búin að koma okkur upp þaki yfir höfuðið áður en við byrjum á bameignunum. Við höfúm of lítið pláss fyrir bömin í þessu basli öllu þegar við erum að ráðast á allt í einu; húsnæðið, bílinn, utanlandsferðimar. Við erum líka smituð af viðhorfúm foreldra okkar sem gátu þetta án mikilla erfiðleika vegna þess að þegar þau vom að byggja var hagstætt að taka lán og eyða peningum sem fýrst vegna verðbólgunnar.“ -vd. Kristinn H. Þorsteinssson, formaður Foreldrasamtakanna: Foreldrar vœnta þess að heimgreiðslumar verði álika há- ar ogfœðingarorlofið. Mynd:Kr:stinn. Sara Björk og Urður Maria höfðu mömmu heima í fceðingarorlofi i fjórtán mánuði — enda fæddust þær i Svíþjóð en ekki á íslandi. Mynd: Sigurður Mar. Kjör barnafólks mun betri í Svíþjóð en ó íslandi Margir íslendingar sjá Svíaríki í hillingum og telja að þar sé öllu betra að sjá sér farborða en hér heima, að maður tali nú ekki um að ala upp börn. Eru þetta tröllasögur eða er sænska kerfið svona miklu betra en það íslenska við barnafólkið? Þau Sigurður Mar Halldórsson og Þórhildur Kristjánsdóttir, foreldrar 2 1/2 árs tvíbura, fluttu eftir tveggja ára dvöl frá Svíþjóð til Egilsstaða fyrir réttu ári og þau eru ekki í nokkrum vafa: „Ef við hefðum vitað það sem við vitum núna þá hefðum við líklega ekki ákveðið að flytja heim," segja þau. „Það sem okkur þótti mest slá- andi við að flytja heim frá Svíþjóð? Því er auðsvarað: Það að við höfum ekki séð peninga síðan,“ segir Þór- hildur, sem er þroskaþjálfi og vinn- ur á Vonarlandi, þjónustumiðstöð þroskaheftra á Austurlandi. Sigurð- ur var við ljósmyndanám i Gauta- borg og Þórhildur vann á hjúkrun- arheimili aldraðra þar til þrír mán- uðir voru í fæðingu, en þá hætti hún að vinna úti að læknisráði. Samkvæmt sænskum Iögum er hag- ur tilvonandi móður tryggður, komi upp veikindi. „Ef maður er í þungri vinnu á maður rétt á tilfærslu í starfi, þ.e. að færa sig í léttara starf innan vinnustaðarins. Sé það ekki mögulegt þá á maður rétt á með- gönguorlofi sem getur verið mest tveir mánuðir, sé læknisvottorði framvísað," segir Þórhildur. Eftir að dætumar tvær komu í heiminn var Þórhildur á sjúkdra- dagpeningum í fjórar vikur þar sem bömin voru tekin með keisara- skurði. Eftir það hófst fæðingaror- Iofið og það er 14 mánuðir fyrir tvíburamóður. Til þess að fá fullt fæðingarorlof þarf móðirin að hafa unnið í 270 daga síðustu níu mán- uði. Fæðingarorlofið er reiknað út frá launum og nemur 90% af brút- tótekjum á mánuði, yfirvinna með- talin. „Bústaðsbídrag" upp í leiguna Svíar, eins og íslendingar, bjóða bamafólki ekki upp á skatta- afslátt heldur barnabætur sem greiddar em út frá fæðingu bams til 18 ára aldurs þess. Bætumar em óháðar tekjum foreldra og eru borgaðar út einu sinni i mánuði. Upphæðin fyrir ári var 1.120 s.kr. fyrir tvíburana eða 11.200 á mán- uði. Ekki er allt talið enn, því leigj- endur þiggja húsaleigubætur sem reiknaðar em út frá tekjum og fjöl- skyldustærð. „Við fengum 1.280 sænskar krónur á mánuði, en leigan var 2.800 krónur. Upphæðin er reiknuð út frá tekjum síðustu þriggja ára eða svo, og við vomm með töluvert lægra „bústaðsbídrag" en flestir kunningjar okkar sem fengu um 1.500 krónur á mánuði,“ segir Þórhildur. Dagvistarmálin í Svíaríki em talsvert með öðmm hætti en hér heima. Sótt er um fyrir bömin þeg- ar þau em fárra mánaða gömul og auðveldara er að fá pláss á dagvist- arstofnunum ríkisins en í einkadag- vist (!). Biðtíminn er nokkrir mán- uðir fyrir þá sem em í forgangshópi og í þann hóp er flokkað eftir efna- hags- og Qölskylduaðstæðum, ekki eingöngu hjúskaparstöðu eins og tíðkast hér á Islandi. Þeir sem ekki komast í forgangshópinn þurfa að bíða í um eitt ár, eða jafnlengi og einstæðir foreldrar bíða eftir dag- vistarplássi í Reykjavík. Dagmæður með leyfi í Svíþjóð em i vinnu hjá ríkinu og gjald fyrir gæslu hjá þeim er það sama og á dagvistarstofnun- um. Gjaldið er notað til tekjujöfn- unar, þ.e. það er miðað við tekjur foreldranna. „Sem dæmi get ég nefnt að vinkona okkar borgaði 140 sænskar krónur á mánuði. Hún var einstæð móðir og i námi og þar af leiðandi launalaus, því samkvæmt sænskum reglum eru námslán skuldir en ekki tekjur. Það em tvö ár síðan þetta var og væntanlega „Stofnkostnaðurinn" Bamavagn 29.000-47.900 Hokus Pokus bamastóll 5.590 Bilstóll (6 mán.-5 ára) 8.900 Vaggslóll 3.690 Systkinasæti á vagn 3.390 Kerra 10.900-30.000 Rimlarúm m/dýnu 12.980 Vagga (0-8 mán) 24.900 Burðarrúm 6.900-10.900 Baðborð 8.900-25.000 Hoppróla • 3.390 Göngugrind 4.900 Burðarpoki 2.700 Tölumar í þessum lista era fengnar hjá versluninni Vörðunni í Reykjavik. Sem sjá má er „stofnkostnaðurinn“ við erfingjann talsverð- ur. hefur gjaldið hækkað síðan, en upphæðin er hlægileg miðað við það sem gerist hér heima,“ segir Þórhildur. Pössun hér og pössun þar Og hún bætir því við að auk alls annars hafi hún tekið eftir að hiutir eins og bamavagnar og kerrur séu mun ódýrari í Svíþjóð en á íslandi. „Sem betur fer vomm við búin að kaupa allt slíkt áður en við fluttum heim,“ segir hún. En nóg um Svíana. Þegar þau Þórhildur og Sigurður komu heim hóf hún fullt starf sem þroskaþjálfi á Egilsstöðum, en Sigurður var úti- vinnandi sem smiður hálfan dag- inn, en gætti bús og bama hinn hluta dagsins. Þau fengu leiguhús- næði á ágætum kjömm, borga rúm- ar 25.500 krónur á mánuði í leigu. En þá upphófst hin alkunna þrauta- ganga á milli gæslustaðanna: „Fyrstu mánuðina bjargaði mág- kona mín okkur og tók ekki gjald nema fyrir eitt bam. Þá fómm við að vinna bæði allan daginn og þá tók við ný dagmamma i febrúar og út júní. Þá var aftur komið að ætt- ingjum að redda málunum um tíma þar til önnur dagmamma fékkst. Sú þurfti sumarfrí og þá tók við önnur í stuttan tíma og síðan bamfóstra í stuttan tíma. Dagheimilispláss fengum við nú í byrjun september allan daginn og,þá lækkar kostnað- urinn talsvert. Átta tíma gæsla hjá dagmömmu kostaði rúmar 37.000 krónur á mánuði, en dagheimilis- vistin kostar um 14.000 krónur fyr- ir annað bamið og fjórðungi lægra fyrir næsta. Við vomm mjög ánægð með að fá dagvistarplássið, ég gat hreinlega ekki búið við að sjá þetta öryggisleysi hjá bömunum lengur,“ segir Þórhildur. Upp í þennan beina kostnað bamafjölskyldunnar, gæslukostnað- inn, koma bamabætumar. „Þær em 15.500 krónur fyr- ir hvort okkar á þriggja mánaða fresti,“ segir hún. Þau Sigurður era í óvígðri sam- búð og Þórhildur segist ekki sjá neina efnahagslega ástæðu til að fá blessun kirkjunn- ar. „Það væri frek- ar að við hugleidd- um að slíta sam- vistum á pappíran- um,“ segir hún og hlær. „Það myndi að minnsta kosti borga sig peninga- lega.“ Lyfjakostnaður í hverjum mánuði Þau Sigurður og Þórhildur era ef til vill ekki dæmigerðasta bama- fólkið sem hægt er að hafa upp á, því þau hafa ekki tekið upp þann sið að „lifa fram í tímann“. Það er að segja þau hafa hvorki plastpen- inga né ávísanahefti. „Við borgum alla reikninga sem við komumst yf- ir um hver mánaðamót og launin hverfa daginn sem þau era borguð út,“ segir Þórhildur. „Einu föstu greiðslumar, fyrir utan leigu, dag- gæslu og annan beinan heimilis- rekstur, era afborgamir af ljós- myndatækjum upp á 30.000 krónur og þau eiga í framtíðinni að nýtast sem atvinnutæki. Samt komumst við aldrei yfir alla reikningana. Við eram í matarreikningi í lítilli búð hér og við kaupt u okkur hreinlega ekkert annað en matinn. Það er bara ekki hægt. Það er ekki til um- ræðu að kaupa föt á bömin. Núna er að koma vetur og þá vantar kuldaskó og kuldafatnað, tvennt af öllu, en þá er ekki um annað að ræða en leita til ættingjanna um notuð föt af þeirra bömum. Ofan á allt annað leggst svo, að blessuð bömin fá stundum kvef, og okkar börn fá eyrnabólgu með kvefi. Upp á síðkastið hefur það gerst einu sinni í mánuði og það þýðir bæði vinnutap og lyfjakostn- að. Tvö glös af penisillíni kosta okkur 2.400 krónur á mánuði. En sem betur fer era eymabólgur eitt- hvað sem gengur yfir þegar bömin eldast.“ Ibúðakaup hafa komið til um- ræðu í fjölskyldunni, en útlitið er ekki bjart. „Það borgar sig alveg eins að fara út í að kaupa eins og að borga leigu í hverjum mánuði,“ segir Þórhildur. „Við söknum óneitanlega til- verannar í Svíþjóð og satt að segja er flótti okkur efstur í huga núna. Eg held að við höfum séð ísland í svolitlum draumaljóma sem það stóð ekki undir. Kostimir era auð- vitað einhverjir, þar á meðal að við höfum ættingjana í nágrenninu og börnin þurfa bara að læra eitt tungumál. Umhverfi bamanna er öraggara, að minnsta kosti úti á landi, og við sjáum ekki mengunar- slys hér á Egilsstöðum eins og þau gerast í Gautaborg. Við sjáum að minnsta kosti þennan ljósa punkt, þ.e. að hafa flutt út á land, en ekki til Reykjavíkur, bamanna vegna.“ -vd. NÝTT HELGARBLAÐ ^jQ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 NÝTT HELGARBLAÐ 11 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.