Þjóðviljinn - 12.10.1991, Page 1
Fólk verði kaskótryggt
rétt einsog bílar
Ríkisstjórnin ætlar að Ieita leiða til að gefa fólki tækifæri til að
tryggja sig fyrir kostnaði vegna þeirrar heilbrigðisþjónustu
sem það kynni að þarfnast. Þannig yrði um mismikla sjálfs-
áhættu að ræða gegn breytilegu tryggingariðgjaldi í einhverri mynd,
stendur í hvítbók ríkisstjórnarinnar. Svavar Gestsson Alþýðubanda-
lagi líkti þessu við að stjórnin liti á fólk sem bíla í umræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra á fimmtudag. Enda er hér um að ræða
orðalag viðskipta með tryggingar á bifreiðum.
„Þegar komið er inn úr umbúð- son formaður BSRB. „Menn létu
unum á öfúgmælabæklingi ríkis-
stjómarinnar um velferðina þá er
ljóst að þar á bæ vilja menn búa
þannig um hnútana að heilbrigðis-
kerfið verði notað í þágu þeirra
sem hafa góð fjárráð. Hinir sem
eiga í erfiðleikum ffeistast eflaust
til að láta tryggingar mæta afgangi
og veldur það þá án efa sjálfs-
áhættu,“ sagði Ogmundur Jónas-
þannig eflaust dagvistun bama
sinna ganga fyrir tryggingu á eigin
heilsufari, eigin skrokki. Og þegar
heilsuna þrestur verður væntanlega
við þá sagt: Þvi miður, þú átt ekki
rétt á aðhlynningu, samkvæmt
okkar skrám þarft þú að borga þína
hálfu miljón í sjálfsábyrgð áður en
þér er veitt aðhlynning. Þetta er
fmmstæð hugsun,“ sagði Ögmund-
ur. Ólafur Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins tók
undir gagnrýni á þessa hugmynd
ríkisstjómarinnar og kallaði hana
furðulegan boðskap stjómarinnar
um sjálfsábyrgð fyrir sjúka og
aldraða, ættaða úr faðirvori frjáls-
hyggjunnar. „Samkvæmt þessu á
læknisþjónustan að fara eftir því
hvað hefur verið borgað í sjálfs-
ábyrgð rétt einsog með bílana,“
sagði hann.
„Hugmyndin er óréttlát vegna
þess að þeir sem em veikastir fyrir
þurfa að greiða mest,“ sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir þingkona
Kvennalista og bætti við að í þess-
ari hugmynd um sjálfsáhættu væri
falin gmndvallarbreyting á heil-
brigðiskerfmu, breyting sem
stjómvöld hefðu ekkert Ieyfi til
þess að gera án þess að hafa náð
víðtækri sátt um það í þjóðfélag-
inu.
Ríkisstjómin hyggst reyna að
ná meiri hagkvæmni í heilbrigðis-
kerfinu með því að kanna mögu-
leika á því að bjóða út þætti henn-
ar, enda verði um leið skilið á milli
einkareksturs og starfa lækna á
sjúkrastofnunum. Það á að endur-
skoða alla samninga við heilbrigð-
isstéttimar og , jafnframt því að al-
menningi verður gefinn kostur á
fjölbreyttari læknisþjónustu en nú
er verður að veita aðhald með því
að hann taki beinan þátt í kostnað-
inum,“ stendur í stefhuyfirlýsingu
stjómarinnar.
-gpm
Nafnvextir
lækka
lítillega
Bankar og sparisjóðir utan
íslandsbanki lækkuðu vexti í
gær. Hinn 1. október voru vext-
ir einnig Iækkaðir en þá lækk-
aði Landsbankinn ekki sína
vexti. Um er að ræða nafna-
vaxtalækkun tilkomna vegna
lækkandi verðbólgu. Raunvext-
ir eru áfram háir og dæmi eru
um að ávöxtun á ríkisverðbréf-
um jafngildi 18 prósenta raun-
vöxtum.
Landsbankinn lækkaði útláns-
vexti um 2-3 prósent í gær en hin-
ir minna. Þrátt fyrir það em út-
lánsvextir íslandsbanka og Lands-
banka 1-3 prósentum hærri en hjá
Búnaðarbanka og sparisjóðunum.
Bankar og sparisjóðir hafa
verið tregir við að lækka vextina
þar sem þeir telja sig hafa orðið
fyrir tapi á fyrri hluta árs vegna
lágra nafnvaxta. Hraði lánskjara-
vísitölunnar er um 3,3 prósent á
ársgrundvelli en hraði fram-
færsluvísitölunnar um 8,8 pró-
sent. Á sama tíma em forvextir
víxillána bankanna 16,5-19 pró-
sent og vextir almennra skulda-
bréfalána 17-20 prósent. Vextir
almennra sparisjóðsbóka em 3,5-
4 prósent.
Sé tekið mið af vöxtum á rik-
isverðbréfúm sem skila 22 pró-
sent ársávöxtum og lánskjaravísi-
tölunni bera bréfin 18 prósent
raunávöxtun. Rikið selur hinsveg-
ar ekki mikið af þessum bréfum,
salan er mest í ríkisvíxlum og
ávöxtun á ári þar er 16,4-17 pró-
sent eftir lækkanir undir síðustu
mánaðamót. Meðan lánskjaravísi-
talan er þetta lág er um 13-14 pró-
sent raunávöxtun að ræða en áður
en að lækkuninni kom vom vextir
ríkisvíxlanna hærri en ríkisbréf-
anna.
Útistandandi í ríkisvíxlum em
um 12 miljarðar króna. Af þessu
má sjá hvað það kostar ríkissjóð
að fá þessa peninga að láni frá
þjóðinni. Ef við gefum okkur að
útistandandi séu að meðaltali 10
miljarðar króna og að raunávöxt-
un þeirra sem kaupa víxlana sé 15
prósent þá kostar það rikið 1.500
miljónir króna að fá þessa pen-
inga að láni í eitt ár. -gpm
Þegar síðustu tvær lotur úrslitaleiksins I bridge fóru fram, aðfaranótt föstudagsins, safnaðist múgur og margmenni
saman í húsi Bridgesambands íslands. Þegar Ijóst var að heimsmeistaratitillinn var (slendinga fögnuðu menn ákaft með
húrrahrópum og klappi. - Mynd: Sveinki
Islendingar kafsigldu Pólverja
°g tryggðu sér meistaratitilinn
Hús Bridgesambands ís-
lands nötraði undan áköf-
um fagnaðarhrópum og
klappi hundraða bridgeáhuga-
manna þegar Ijóst var að ls-
lendingar höfðu tryggt sér
heimsmeistaratitilinn í bridge.
Landsliðið hafði borið sigurorð
af sterku liði Pólveija 415-376 í
160 spila úrslitaleik um heims-
meistaratitilinn.
Islenska landsliðið, sem skipað
er þeim Jóni Baldurssyni og
Aðalsteini Jörgenssyni, Guðmundi
Páli Amarssyni og Þorláki
Jónssyni, Emi Amþórssyni og
Guðlaugi R. Jóhannssyni, spilaði
allt mótið af geysilegu öryggi
undir styrkri stjóm fyrirliðans,
Bjöms Eysteinssonar.
Siðasta umferðin var þar engin
undantekning, þó byrjað hafi verið
að fara um menn sem fylgdust
með síðustu lotunni er Pólveijar
fóru að skora grimmt undir miðbik
hennar.
Það voru Pólverjar sem unnu
níundu Iotuna 44-37. Sá sigur var
að mati manna ekki nógu stór fyrir
þá til að ná upp því forskoti er
Islendingar höfðu. I upphafi tíundu
lotunnar byijaði íslenska liðið að
hala inn stig og eftir þriðja spilið í
lotunni var munurinn milli liðanna
orðinn 99 stig. Þegar þama var
komið fóm Pólverjar að spila mjög
djarft og gengu eins langt í
samningum eins og hægt var og
dobluðu samninga íslendinganna.
Er leið á lotuna minnkaði það
forskot er íslenska liðið hafði smátt
og smátt og þegar íjögur spil vom
eftir var munurinn milli liðanna
kominn niður í 36 stig og allt gat
gerst miðað við sveiflumar í
lotunni.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Sjómannafélags Reykjavík-
ur hefur boðað til verkfalls
undirmanna á kaupskipaflotan-
um í vikutíma, eða frá og með
föstudeginum 18. október til og
með 25. október.
Birgir Björgvinsson stjómar-
maður í Sjómannafélaginu segir að
til verkfallsins sé boðað til að
leggja áherslu á kröfur undirmanna
sem em að fá umsamdar kaup-
hækkanir, bónusgreiðslur og sam-
ræmingu á kauptöxtum sem samið
var um í siðasta kjarasamningi. Frá
miðjum síðasta mánuði hefúr verið
Þegar þama var komið sögu
sögðu íslensku spilaramir stopp,
hingað og ekki lengra. - Bridge-
áhugamenn í húsi Bridgesam-
bandsins vörpuðu öndinni léttar er
Guðmundur Páll og Þorlákur unnu
þrjú grönd í lokaða salnum er
Pólveijar höfðu doblað. Næstu tvö
spil unnu Islendingamir einnig og
menn fögnuðu ákaft hér á landi.
Heimsmeistaratitillinn í bridge var
orðinn staðreynd.
-sþ
í gildi yfirvinnubann undirmanna á
kaupskipaflotanum án þess að við-
semjendur sjómanna hafi virt þá
viðlits. Það hefúr haft það í för
með sér að kaupskipin hafa aðeins
getað látið úr höfn á dagvinnutíma,
en viðbúið er að þau muni stöðvast
að öllu óbreyttu í lok næstu viku.
Guðlaugur Þorvaldsson ríkis-
sáttasemjari hefur boðað deiluaðila
til sáttafúndar klukkan 14 næst-
komandi þriðjudag. Þetta mun vera
fyrsta kjaradeilan sem kemur inn á
borð ríkissáttasemjara í haust, en
kannski ekki sú síðasta.
-grh
Farmenn boða verkfall
Að gefnu tilefni:
Framtíð
„litlu“
blaðanna