Þjóðviljinn - 12.10.1991, Side 3

Þjóðviljinn - 12.10.1991, Side 3
AÐ ctkfmit ttt.f.pmt T^Á^gur^októbe^ lausasölíT tölublað *ttE*** VnS=tos,MU,’"“ '","’an BP^;—i aTooí Endn skolag) Á þessari forslöu Þjóðviljans og baksíðu Morgunblaðsins frá 2. október sl. má greinilega sjá mismunandi áherslur. Þjóðviljanum þótti mótmæli þúsunda skólanema gefa tilefni til aðal fréttar dagsins. Á sömu stundu og Ijósmyndari Þjóðviljans tók mynd af mannfjöldanum á Austurvelli snéri Ijósmyndari Morgunblaðsins myndavélinni að hefðbundinni göngu þingmanna milli kirkju og þinghúss. Morgunblaðið sagði síðan frá mótmælum námsmanna með lítilli klausu og mynd inni f blaðinu. Hvor áherslan er „rétt“ eða „röng“ skiptir ekki máli, en af þessu dæmi má augljóslega Blöð, skoðanaskipti og skoðanafrelsi Fréttin af greiðslustöðvun Þjóðviljans fyrir tæpum tveimur mánuðum vakti að von- um talsverða athygli. Margir efuðust um að blaðinu tækist að ná sér svo á strik að það ætti trúverðuga von um lengra líf. Af þessu tilefni hafa ýmsir lagt orð í belg í tjöl- miðlum og sýnist sitt hverjum um réttmæti þess að halda áfram útgáfu blaðsins. Þeir eru meira að segja til sem beinlínis hafa látið það fara í taugarnar á sér að blaðið skuli ekki vera dautt. Sem betur fer eru hinar raddirnar þó miklu fleiri og kröftugri sem segja að koma verði í veg fyrir að Morgunblaðið og DV verði ein á dagblaðamarkaðin- um á landsmælikvarða, en eins og flestir vita er útbreiðsla Dags á Akureyri að lang- mestu leyti bundin við Norðurland. Um síðustu mánaðamót bárust svo nýjar fréttir úr blaðaheiminum, með því að öllum starfsmönnum Tímans var sagt upp og Steingrímur Hermannsson, formaður blaðstjórnar, skýrði frá því að blaðið myndi ekki koma út eft- ir áramót, a.m.k. ekki í óbreyttri mynd. Stjórnendum Þjóðviljans var að vísu kunnugt um rekstrarerfiðleika Tímans, en því er ekki að neita að svo afdráttarlaus ákvörðun kom þeim á óvart. Askrifendasöfnun Þjóðviljans hefur skil- að blaðinu um 1300 nýjum áskrifendum það sem af er, en markið var sett á 2000 eins og kunnugt er. Fái blaðið nokkrar vikur í viðbót til að vinna að söfnun áskrifenda eru miklar líkur á að átakið takist og kostur sé á að gefa út Þjóðviljann áfram. Þetta er ger- breyting frá þeirri vonlausu aðstöðu sem blaðið var komið i við greiðslustöðvunina og felur í sér að hægt er að skoða af raunsæi alla möguleika sem nú kunna að vera fyrir hendi. Þjóðviljinn, Tíminn og Alþýðublaðið áttu lengi saman prentsmiðjuna Blaðaprent og má fullyrða að þau hafi um árabil sparað sér veruleg útgjöld með þessum hætti. Rekstri prentsmiðjunnar hefur nú verið hætt, vegna rekstrarerfiðleika, og vélar hennar seldar prentsmiðjunni Odda, sem prentar blöðin þrjú samkvæmt sameiginlegum prentsamningi. Auk þess hafa blöðin með sér samstarf um dreifmgu og gerir þetta hvort tveggja að verkum að þau eru fjár- hagslega háð hvert öðru. Ef eitt þeirra hættir að koma út veldur það erftðleikum fyrir hin. Sú ákvörðun útgefenda Tímans að hætta að gefa hann út í óbreyttri mynd leiðir því sjálf- krafa til þess að ekki verður hjá því komist að ræða við forráðamenn blaðsins, þó ekki væri til annars en að átta sig á stöðu Þjóð- viljans við hin nýju skilyrði. Á meðan áskrifendasöfnunin hefur staðið yfir hefur mikið verið spurt um það hvort ekki séu komin skilyrði til að sameina blöðin, a.m.k. Tímann og Þjóðviljann, og stofha til blaðs á mið-vinstri væng sem væri mótvægi við hægri pressuna, Morgunblaðið og DV. Það er eðlilegt og skiljanlegt að þessi spuming komi upp, og það er beinlínis skylt að ræða hana af alvöm og án allra fordóma. Rökin fyrir áframhaldandi útgáfu Þjóð- viljans ætti ekki að þurfa að tíunda. Með brotthvarfi hans af blaðamarkaði myndi fjöl- miðlaflóran breytast svo um munar. Ot- breiðsla blaðsins stenst að sönnu engan sam- jöfnuð við útbreiðslu „stóru“ blaðanna, eink- um Morgunblaðsins. En í blaðinu birtist rödd, sem skiptir máli fyrir vinstrisinna og félagshyggjufólk og þá um leið fyrir raun- vemlegt skoðanafrelsi í landinu. Þetta höf- Fyrir daga sjónvarpsins voru blöðin og útvarpið ein um athygli fólks og á síðum blaðanna fór nánast öll op- inber þjóðfélagsumræða fram um við verið að segja með ýmsum hætti í háa herrans tíð, enda er það í krafti sérstöðu sinnar sem Þjóðviljinn hefur komið svo lengi út, þrátt fyrir það að hann hafi nánast aldrei verið rekinn með fjárhagslegum hagn- aði. Þó það kunni að sýnast endurtekning á því sem nýlega hefur verið sagt á þessum vettvangi þá er rétt að fara nokkmm orðum um aðstöðu dagblaða við breyttar aðstæður. Afstaðan til blaða hefur breyst gífurlega á síðustu ámm. Fyrir daga sjónvarpsins vom blöðin og útvarpið ein um athygli fólks og á síðum blaðanna fór nánast öll opinber þjóðfélagsumræða fram. Með tilkomu sjón- varps, og síðar fjölgun ljósvakamiðla að ekki sé nú minnst á allan þann sæg af tíma- ritum sem út em gefin, hcfur afstaða fólks til fjölmiðlanna gerbreyst. Nú verður hver fjöl- miðill að veita notendum sem fullkomnasta þjónustu á því sviði sem hann er. Til að mynda verða dagblöð í nútíma samfélagi að veita lesendum víðtæka þjónustu, efni þeirra verður að ná til flestra áhugasviða fjöl- skyldnanna í landinu. Þau verða að veita þjónustu sem varðar atvinnuvegi, menntun, menningu og hvað eina. Það er kannski dá- lítið erfitt að tala um þjónustu í þessu sam- bandi, en vinstri sinnað blað eins og Þjóð- viljinn á að veita lesendum sínum þá „þjón- ustu“ að halda fram vinstri sjónarmiðum í ritstjómarskrifum sínum og mati á umfjöll- unarefnum. Þetta er nákvæmlega það sama og Morgunblaðið gerir á hinn vænginn og vísast til mynda og myndatexta sem ætti að skýra þetta vel. En þessi þjónusta ein saman dugar ekki. Blað á vinstri vængnum verður að vera engu síður alhliða en önnur blöð til að ná at- hygli og útbreiðslu sem dugar þeim til fram- búðarlífs. Litlu blöðunum er skorinn svo þröngur fjárhagslegur stakkur að þetta geta þau ekki. Vægi stjómmálaskrifa verður til- tölulega mikið, fréttimar verða í of ríkum mæli þær sömu og fólk er búið að sjá og heyra í öðrum fjölmiðlum. Af sömu ástæð- um er ekki hægt að kafa dýpra í mál og vinna fjöibreyttari og ýtarlegri fréttir og fréttaskýringar, sem bæta verulega við fram- lag annarra fjölmiðla. Umfjöllunarefnin verða einfaldlega allt of fá. Svo dæmi sé tekið af Þjóðviljanum þá hefur blaðið lengi reynt að sinna skák, bridds og menningu sæmilega. 1 þeim efnum höfum við notið starfskrafta fólks sem kann vel til verka og höfum með því aukið styrk blaðsins að miklum mun. Á þessu sviði sem öðrum er- um við þó langt á eftir þegar mikið er um að vera eins og sjá má á umfjölluninni um heimsmeistaramótið í bridds sem þjóðin hef- ur hafl mikinn áhuga á. Morgunblaðið er með blaðamann á staðnum og birtir daglega ..ef blöðin hafa ekki starfs- skilyrði á markaði eiga þá eigendur þeirra að hætta með öllu að skipta sér af blaðaútgáfu? eina til tvær síður um mótið. Þjóðviljinn get- ur sinnt heimsbikarmótinu í skák af því að það er innan seilingar og kostar blaðið lítið sem ekki neitt. Öðrum áhugamálum fólks er sáralítið sinnt, en það Iitla sem gert er fellur yfirleitt í afar góðan jarðveg. annig mætti halda áfram að telja upp fjölmörg dæmi þess hvemig lítil blöð þrengjast smátt og smátt af fjárhagsástæð- um, sem leiðir svo til þess að þau tapa bæði áskrifendum og auglýsendum, með afleið- ingum sem ekki þarf að ræða frekar. Þessi þróun er ekki séríslensk eins og sjá má á þvi, að einmitt þessa dagana hafa borist fréttir frá Finnlandi þess efnis að eitt elsta og virtasta dagblað iandsins sé hætt að koma út dag- lega, en hafi verið breytt í vikublað. Ef Þjóð- viljinn yrði einn á markaði vinstra megin, að Tímanum og Alþýðublaðinu gengnum, þá mætti vafalaust draga þá ályktun að meira rými skapaðist handa honum, í því kynni að vera sóknarfæri fólgið. Um þetta má auðvit- að deila, en hætt er þó við að iítið verði úr þessu sóknarfæri ef blaðið hefiir ekki fjár- hagslegt bolmagn og aðra aðstöðu til að fylla upp í það tómarúm sem þannig myndi skapast. Því er ekki ólíklegt að Þjóðviljinn lenti enn í erfiðleikum á allra næstu misser- um, sem ekki er hægt að spá um nú hvort hann kæmist i gegn um. Við þessi skilyrði væri fúllkomið ábyrgð- arleysi að ræða ekki í alvöru stöðuna á blaðamarkaði á næstunni. Er til að mynda hugsanlegt að Tíminn, Þjóðviljinn og Al- þýðublaðið hætti öll að koma út og skilji eft- ir sig autt svæði á blaðamarkaði, þvi ekki fer á milli mála að þörf er fyrir dagblað til mót- vægis við Morgunblaðið og DV? Aðstand- endur Þjóðviljans og Timans væru ekki starfi sínu vaxnir ef þeir íæddu ekki saman, þegar svona stendur á, þó ekki væri til ann- ars en að kanna hvort þeir geti haft áhrif á það sem kann að taka við ef þeir neyðast til að hætta útgáfunni. Mörgum velunnurum Þjóðviljans og Tímans kann að finnast það nokkuð einkennilegt að þessi blöð, sem svo sannarlega hafa ekki alltaf verið á einu máli, renni með einhverjum hætti í eina sæng og það jafnvel í félagi við Alþýðublaðið. Á móti þessu verður að spyrja þeirrar alvarlegu spumingar: Ef blöðin hafa ekki starfsskil- yrði á markaði, eiga þá eigendur þeirra að hætta með öllu að skipta sér af blaðaútgáfu? Þeirri spumingu hljótum við sem stöndum að Þjóðviljanum að svara neitandi. Við höf- um róið lífróður fyrir blaðið að undanfömu og náð miklum árangri. Þcim róðri verður að halda áfram, enda þótt aðstæður séu nú stór- breyttar frá því i ágúst og framtíðarstarfs- skilyrði blaðsins miklu óvissari en þá var gert ráð fyrir. Við verðum að gera það til að geta valið um áframhaldandi útgáfú blaðsins eða að taka þátt í stofnun nýs blaðs af þeim myndugleik sem dugar til raunvemlegra áhrifa. Komi til þess verður slíkt blað afar ólíkt Þjóðviljanum, en forsendan fyrir útgáfu þess á að vera sú að tryggja raunverulegt skoðanafrelsi og áframhaldandi möguleika á fjölbreyttum skoðanaskiptum í íslenskum blöðum.. géhá Síða 3 ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1991

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.