Þjóðviljinn - 12.10.1991, Page 7
ERLENBAK FKETTIK
A Umsión: Ólafur Gíslason
Flokksþing á barmi hengiflugsins
Kúbanska þjóðin ber sögu-
lega og altæka ábyrgð sem
fánaberi hugsjóna sósíal-
ismans og mun halda áfram ein
á þeirri braut ef svo vill verða.
Eitthvað á þessa leið komst Fi-
del Castro aðalritari Kúbanska
kommúnistaflokksins, forseti ríkis-
ráðs Kúbu, forsætisráðherra og
æðsti yfirmaður heraflans að orði í
5 klst. ræðu sem hann hélt í gær
við setningu IV. flokksþings
Kommúnistaflokksins í Santiago.
Var ræða aðalritarans hlaðin til-
fmningahita, þar sem höfðað var
til sögulegra örlaga og sögulegs
hlutverks svo þjóðin mætti ganga
með uppreist höfuð í gegnum þær
þrengingar sem fyrirsjáanlegar eru.
„Það eru ekki bara hugmyndir
okkar sem eru í veði, heldur örlög-
in, sjálfstæðið og byltingin,“ sagði
þessi hetja kúbönsku byltingarinn-
ar, sem leitt hefur þjóð sína í gegn-
um súrt og sætt í 32 ár.
Þótt þingið hafi lengi verið í
undirbúningi, þá hefur atburðarás
síðustu vikna og mánaða gert það
að verkum að þingið fær á sig yfir-
bragð neyðarfundar, þar sem gera
eigi úrslitatilraun til þess að mæta
þeim ytri áíollum sem Kúba hefur
orðið fyrir með falli kommúnista-
flokkanna í A-Evrópu og ríkis-
valds þeirra.
Þannig er þingið nú lokað fyrir
fréttamönnum og landsmenn fá
ekki að vita um það sem þar fer
fram nema í opinberum fréttatil-
kynningum dagblaðsins Granma.
En ræðu leiðtogans var sjónvarpað
þar sem hann lýsti með dramatísk-
um orðum efnahagslegum afleið-
ingum breyttra samskipta við Sov-
étríkin. Þannig hefði innflutningur
á olíu frá Sovétríkjunum minnkað
úr 13 í 10 miljón tonn á árinu 1991
og engin vissa væri um olíuinn-
flutning á næsta ári eða á hvaða
verði. Sagði Castro að ef Kúbanir
þyrftu að kaupa olíu á heimsmark-
aðsverði myndi öll sykuruppskeran
ekki duga fyrir meiru en 10 miljón
tonnum af olíu, sem væri lág-
marksþörf. Auk þess hefur inn-
flutningur brugðist á vélum, vara-
hlutum, hráefnum og komi og
skapað margvísleg vandamál í kú-
bönskum iðnaði, sem byggður er
upp með sovéskiri aðstoð að mestu
leyti.
Castro sagði að sykurræktin og
ferðamannaþjónustan yrðu áffam
megintekjulindir þjóðarinnar og
varði þá skipan ferðaþjónustunnar
að hafa sérstakar dollaraverslanir
og þjónustu fyrir ferðamenn, sem
kúbanskur almenningur hefði ekki
aðgang að.
Verkefni þingsins verður að
leggja línumar fyrir hvemig þjóðin
eigi að mæta þessum áföllum, og
hvemig stjómvöld eigi að mæta
vaxandi óánægju innanlands og
vaxandi þrýstingi utanfrá um að
breytt verði um stefnu.
Castro sagði í ræðu sinni að
hann vildi sem opnasta og hrein-
skilnasta umræðu á þinginu.
Þó var haft eftir háttsettum
embættismönnum flokksins að
ekki yrði til umræðu á þinginu að
afhema flokkseinræðið og koma á
fjölflokkakerfi.
Castro sagði blátt áfram í ræðu
sinni að landsmenn yrðu að vinna
kraftaverk: að auka þyrfti ffam-
leiðsluna með minni tilkostnaði í
orku, áburði, skordýraeitri og
tækjabúnaði. Þá lýsti hann eftir er-
lendri fjárfestingu i ferðamanna-
þjónustu og iðnaði og sagði Kú-
bana eiga bæði hráefhi og vinnu-
afl. Hann boðaði bráðabirgðaráð-
stafanir til þess að bregðast við
skortinum sem nú gerði vart við
sig á öllum sviðum og lýsti eftir
samvinnu við önnur ríki Róm-
önsku Ameríku.
Eitt af verkefnum þingsins
verður einnig að endumýja flokks-
forystuna og kjósa nýja miðnefnd,
sem skipuð er 100 mönnum.
Þótt andstaða við stjóm Ca-
stros sé ekki áberandi enn á Kúbu,
þá fer hún þó vaxandi, einkum í
borgunum.
Sex hópar stjómarandstæðinga
Fidel Castro, „leader maximo" ( aldarþriöjung.
sem starfa leynilega tóku sig sam-
an fyrir flokksþingið og gáfu út
sameiginlega yfírlýsingu til flokks-
þingsins.
I yfirlýsingunni er talað um að
kúbanska þjóðin gangi nú í gegn-
um tímabil upplausnar og örbirgð-
ar og síðan segir að „maðurinn
sem í aldarþriðjung hafí ákveðið
örlög þjóðarinnar virðist enn einu
sinni hafa ákveðið að hundsa óskir
meirihluta Kúbana og halda
ótrauður þá leið, sem einangrað
hafi hann frá þjóðinni".
Farið er fram á að flokksþingið
geri það sem óhjákvæmilegt er að
gera, ef forða eigi þjóðinni ffá
hörmungum: Tafarlausa sakampp-
gjöf fyrir alla pólitíska fanga. Boð-
un nýs þings allra þeirra samtaka
sem endurspegla þann nýja þjóðfé-
lagsveruleika sem við blasir til
þess að koma á raunverulegum
þjóðarsáttum. Ogilding 5. greinar
stjómarskrárinnar, en hún er svo-
hljóðandi: „Kommúnistaflokkur
Kúbu, skipulögð marxísk-leninísk
framvarðarsveit verkalýðsstéttar-
innar, er æðsta stjómvald þjóðfé-
lagsins og ríkisins."
Þá er farið ffam á að lýðræði
verði komið á í áföngum, fjöl-
flokkakerfí, þingræði o.s.frv.
Segir i yfirlýsingunni, að ef
flokksþingið fái ekki framgengt
þessum markmiðum nú verði eitt
síðasta tækifærið til þess að bjarga
þjóðinni frá efnahagslegri og fé-
lagslegri upplausn og blóðsúthell-
ingum glatað.
Fréttaritari ítalska blaðsins La
Repubblica á Kúbu segir áhyggj-
umar af blóðsúthellingum ekki
ástæðulausar, því óánægja kraumi
undir í þjóðfélaginu, þótt hún
komist óvíða út á yfirborðið.
Olögleg mannréttindasamtök á
Kúbu sögðu að á miðvikudag
hefðu sex ungmenni verið hand-
tekinn í Havanna fyrir að dreifa
dreifiriti því sem vitnað var í hér
að ofan. Þá hefur kaþólska kirkjan
á Kúbu einnig varað við hættunni
af því, að ofbeldisalda bijótist út.
Fréttaritarinn segir að á síðustu
sex mánuðum hafi mátt merkja
breytingu á mannlífi í Havanna
sem rekja megi til dýpkandi efha-
hagslegrar og hugmyndalegrar
kreppu stjómvalda. Þannig sjáist
nú ljöldi vændiskvenna á götum
úti, sem leiti eftir viðskiptum við
akandi útlenda gesti, útlendingar
fái nú engan ffið fyrir eftirspum al-
mennings effir dollumm og ffam-
boði á smyglvamingi fyrir dollara.
Algengara sé einnig að almenning-
ur, einkum yngra fólk, hallmæli
stjómvöldum á almannafæri. Þessi
nýju hegðunarmynstur em þó að
sögn fréttaritarans einvörðungu
bundin við stórborgimar. I sveitun-
um er Fidel enn óumdeildur leið-
togi.
Það hefur vakið athygli að
Manuel Fraga, leiðtogi hægri-
manna á Spáni og fyrrverandi ráð-
herra í ríkisstjóm Francos er ný-
kominn úr heimsókn ffá Havana,
þar sem honum var fagnað eins og
þjóðhöfðingja.
Fraga segir eftir heimkomuna
til Madrid að þrátt fyrir allt sjái
hann í Fidel Castro manninn til
þess að leiða Kúbu út úr núverandi
kreppu. Hann segir að Castro hafi
gert sér grein fyrir því að grípa
þurfi til róttækra og áhrifarikra að-
gerða og að hann muni koma á
óvart. „A Kúbu ríkir ekki upp-
reisnarástand, heldur er eins og að
fólkið sé að bíða...það ríkir almenn
tilfinning fyrir því, að nú þurfi
fljótt að finna lausn. Og ég held að
hún verði frekar í takt við sam-
komulagið í E1 Salvador en innrás-
ina í Panama... því Castro muni
fallast á nauðsyn víðtækra breyt-
inga.“
Vonandi verður þessi óvænti
stuðningsmaður Castros sannspár.
Serbar storka Króötum og EB
Hermenn sambandshersins miða út skotmark.
Júgóslavneska forsætisnefndin
hefur staðfest að júgóslav-
neski sambandsherinn getur
ekki fallist á að hverfa frá hér-
uðum í Króatíu þar sem Serbar
búa, þar sem slíkt myndi bjóða
útrýmingu þeirra heim. Þess
vegna hefur júgóslavneska for-
sætisnefndin ákveðið að allt her-
lið verði áfram á þeim stöðum
þar sem það hefur haldið sig
þangað til pólitísk lausn hefur
fengist á deilumálum og varan-
legt vopnahlé er komið á.“
Þannig hljómaði bréf það sem
stjómvöld í Serbíu sendu Hans van
den Broek, utanríkisráðherra Hol-
lands og samningsfulltrúa EB um
miðjan dag í gær.
Bréfið gengur þvert á vopna-
hléssamkomulagið sem gert hafði
verið daginn áður, þar sem gert var
ráð fyrir því að sambandsherinn
hyrfi frá Króatíu á einum mánuði.
Yfirlýsingin setur allar friðamm-
leitanir í uppnám og vopnahléið í
algjöra tvísýnu. Sambandsherinn
rauf vopnahléið í gær þegar skotið
var á bílalest með neyðarhjálp og
henni snúið við frá borginni Vuko-
var nálægt landamærum Serbíu.
Yfirstjóm sambandshersins í Za-
greb hafði áður lofað fulltrúum EB
að 50 vagna bílalest yrði heimilað
að fara til Vukovar til þess að
sækja um 200 særða og 2000 böm
sem búið hafa undir umsátri og
skotárásum vikum saman.
Fyrr í gær hafði heimavamarlið
Króata staðið við sinn hluta vopna-
hléssamkomulagsins með því að
aflétta umsátri um herbækistöð
sambandshersins í Zagreb, höfuð-
borg Króatíu. Sambandsherinn
hafði einnig aflétt hafnbanni á
hafnarborgir Króata við Adríahafs-
ströndina.
Forsætisnefndin sem sendi frá
sér ofangreinda yfirlýsingu á að
vera skipuð lulltrúum lýðveldanna
7 sem mynda Júgóslavíu. Fulltrúar
íjögurra lýðvelda tóku þó ekki þátt
í' fundinum, en hins vegar yfir-
menn sambandshersins, sem em
Serbar. Stipe Mesic, forseti Júgó-
slavíu, sem er Króati, var í París í
gær. Hann hefur ásakað serbnesk
yfirvöld um valdarán í forsætis-
nefndinni, en hún hefur ekki haldið
fundi fullskipuð í yfir mánuð.
1 bréfi nefndarinnar, sem frétta-
stofan Tanjug birti í gær, er gildi
vopnahlésviðræðnanna í Haag
dregið í efa. Þá em sjálfstæðisyfir-
lýsingar Slóveníu og Króatíu for-
dæmdar og sagt að þær feli í sér
„grófa árás á landfræðilega einingu
Júgóslavíu og landamæri hennar
og verði mætt með þeim gagnað-
gerðum sem stjómarskrá Júgóslav-
íu geri ráð fyrir.“ Þá em önnur ríki
vömð við því að viðurkenna sjálf-
stæði Króatíu og Slóveníu, þar sem
slíkt yrði talin gróf íhlutun í innan-
ríkismál Júgóslavíu.
Alþjóðleg viðleitni til að stilla
til friðar mun halda áfram yfir
helgina. Þannig var Cyms Vance,
fyrrverandi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og sérlegur sendi-
fulltrúi aðalritara Sameinuðu þjóð-
anna væntanlegur til Júgóslavíu
um helgina. Þá sagði Tanj-
ug-fréttastofan í gær að forsetar
Króatíu og Serbíu hefðu þekkst
boð Mikaíl Gorbatsjovs um að
ræða deilumál sín í Moskvu á
næstu dögum. Næsti fundur friðar-
ráðstefnu EB í Haag hefur verið
boðaður á mánudag undir forsæti
Van den Broek.
RALA
RANNSÓKNASTOFNUN
LANDBÚNAÐARIN S
Fóðurfræðingar, búfræðikandidatar,
dýralæknar og líffræðingar, takið eftir!
Rannsóknastofnun landbúnaðarins auglýsir eftir sérfræðingi á
Tilraunastöðina á Möðruvöllum í Hörgárdal. Aðalviðfangsefni
verða fóðurtilraunir með nautgripi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi framhaldsmenntun í fóðurfræði
eða skyldum greinum.
Skriflegar umsóknir skulu berast Rannsóknastofnun landbún-
aðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík eigi síðar en 15. nóvem-
ber. Nánari uppiýsingar gefa Þóroddur Sveinsson, tilrauna-
stjóri Tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum, í síma 96-24477 og
Þorsteinn Tómasson forstjóri í síma 91-812230.
Dómhús í Reykjavík
Forval
Fjármálaráðuneytið mun á næstunni láta bjóða út endurnýj-
un innanhúss í „Útvegsbankahúsinu við Lækjartorg". ( for-
vali verða valdir 6 verktakar til að taka þátt í lokuðu útboði.
Um er að ræða fullnaðarfrágang á ca. 1600 fm svæði, aöal-
lega á 1. og 2. hæð, auk endurbóta á lagnakerium i öðrum
hlutum hússins.
Forvalsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar
ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, og skal skila umbeðnum
upplýsingum á sama stað eigi siðar en kl. 15.00 miðviku-
daginn 23.október 1991.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartúni 7, simi 26844
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. október 1991