Þjóðviljinn - 16.10.1991, Page 9

Þjóðviljinn - 16.10.1991, Page 9
LESENBUM Kænskubrögð vinnuveitenda Um þessar mundir koma vinnuveitendur næst- um grátandi fram í fjölmiðlum, segja að nú sé útlit fyrir að ekkert verði af því að álver verði byggt á Keilis- nesi, og því verði að takast þjóð- arsátt um að hækka ekki kaupið í þetta sinn (bara í þetta sinn). Eins og skelfmgin uppmáluð lýsir einn fulltrúi vinnuveitenda þessu þannig, að þetta sé allt að kenna Rússum, er eigi svo miklar birgðir af áli að allir markaðir séu að fyllast, og því engar líkur á að álver verði reist á Keilisnesi fyrr en í fyrsta lagi einhvemtíma á næstu öld. Hvemig lýst fólki á þessa messu? Hvað segir nú ál- presturinn sem var hlaupandi um öll Suðumes og víðar til að boða fagnaðarerindið? Hvað segja Jón- amir og fleiri góðir menn, og hvað segja verkalýðsforingjarnir? Hvemig tekur almenningur þess- um trakteringum, að gera nýja þjóðarsátt upp á ekki neitt? Ætla foringjar vinnandi fólks í landinu að láta það liðast að fólkið verði rétt einu sinni enn hlunnfarið? Brauðstritandi fólk sem er pínt áfram á smánarlaunum til sjós og lands telur sig ekki þurfa að svara fyrir óráðsíuna og þjófhaðinn í þjóðfélaginu. Ef vinnuveitendur halda að með einhvetjum kænsku- bröðum takist að veiða fólk í þá gildru að halda kaupi óbreyttu í vaxandi dýrtíð, Þá feilar þeim það. Þessvegna er það krafa launastétt- anna að verkalýðsforingjamir fari nú að koma úr felum til að veija hagsmuni vinnandi fólks í landinu gegn harðræði og slæmri ríkis- stjóm. Með kveðju, Páll Hildiþórs Alþýðubandalagið I Hveragerði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalags- félags Hveragerðis og nágrennis verður haldinn laugardaginn 19. október kl. 10 f.h. I H húsinu Reykjamörk 1. Margrét Frlmannsdóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir mæta á fundinn. Dagskrá: Skyrsla stjómar. Inntaka nýrra félaga. Kosning stjómar. Kosning fulltrúa á kjördæmis- þing. Kosning fulltrúa á landsfund. Stjórnmálin og starfið fram- undan. Félagar, nú er þörf sem aldrei fyrr á öflugu starfi. Það er þörf á nýju blóði í glaðbeitta baráttu. Stjómin. Margrét Anna Kristln Félagsfundur ABR Félagsfundur Alþýðubandalagsins I Reykjavlk verð- ur haldinn fimmtudaginn 24. október næstkomandi að Hverfisgötu 105, klukkan 20.30. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsfund Alþýðu- bandalagsins. Stjómin Félagsvist ABK Félagsvist Alþýðubandalagsins ( Kópavogi hefst mánudaginn 21. október næstkomandi, klukkan 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Allir velkomnir. Stjórnin AB á Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldinn I Vlk I Mýrdal dagana 26,- 27. október næstkomandi. Dagskrá fundarins verður auglýst slðar. Stjómin Skrifstofan opin Skrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjavlk að Laugavegi 3 er opin frá klukkan 17-19. Stjómin Laugardagsfundur ABR Alþýðubandalagið I Reykjavlk boðar til laugardags- fundar þann 19. október næstkomandi að Laugavegi 3, 5. hæð, klukkan 10-12 fyrir hádegi. Fundarefni: Fjármálaóreiða borgarstjómarmeirihlut- ans vegna byggingar ráðhússins og Perlunnar. Frummælandi verður Guðrún Ágústdóttir. Skrifstofan opin Alþýðubandalagið Tíundi landsfundur Alþýðubandalagsins Tlundi landsfundur Alþýðubandalagsins verður hald- inn dagana 21.-24. nóvember 1991 I Reykjavlk. Fundurinn verður settur fimmtudaginn 21. nóvember kl. 17:30 og lýkur sunnudaginn 24. nóvember kl. 14:00. Dagskrá auglýst slðar. Alþýðubandalagið AB Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins I Hafnarfirði verður haldinn 24. október nk. Dagskrá og fundarstaður nánar auglýst slðar. Stjórnin AB Keflavík Njarðvlk Aðalfundur Aöalfundur Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur Njarðvíkur verður hald- inn miðvikudaginn 23. október nk. og hefst kl. 20.30 I Ásbergi, Fé- lagsheimili AB Keflavik Njarvik, Hafnargötu 26, Keflavlk. Strax að loknum aðalfundarstörf- um: Framsögur: Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins, um stjóm- málaviðhorfið. Sigríður Jóhannesdóttir kennari um launa- og jafnréttismál. Fundurinn er öllum opinn. Stjórnin Sigríður BækurIv Merkur breskur jafnaðar- maður The Time of My Life eftir Denis Healy, Michael Jos- eph, (607 bls.). í ritdómi um bók þesa sagði í International Herald Tribune 3. janúar 1991: „Veðraður eftir nær 40 ára setu í neðri málstofu breska þingsins og (margra ára) ráðherra- dóm í ráðuneytum landvama og fjármála sem og varaformennsku í (Verkamanna)flokknum, er Healy baráttuglaður og flokkshollur (stjómmála)maður, skarpskyggn á stjómmál og vinnusamur, og að auki maður, sem nýtur fjölskyldu- lífs - og uppsetningu skopleikja. Einn ráðherra mun hann... hafa leikið galdrakarlinn í Oz í sjón- varpssýningu.“ „Á námsstyrk fór hann úr menntaskóla í Yorkshire til (Há- skólans í) Oxford, Balliol College, þeirrar pólitlsku vöggustofu. Strangri sex ára herþjónustu lauk hann á Italíu, þá major, og næstu sex ár var hann alþjóðlegur ritari Verkamannaflokksins og vom þau ár ströng að öðmm hætti. Hin sósí- alíska hreyfing i (Vestur-) Evrópu var í molum og kalda striðið gerði illt verra, þar eð sumir flokka hennar vom klofhir I afstöðu sinni til kommúnista, og þeir í Austur- Fóstrur Norðurberg er tveggja deilda leikskóli, þar starfar áhugasamt fólk sem vinnur að uppbyggingu og þró- un í starfi. Fóstra eða starfsmaður með uppeldis- menntun óskast í fullt starf eða eftir samkomulagi. Einnig vantar starfsfólk með uppeldismenntun til stuðningsstarfa. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 53484. Hvammur. Fóstra eða starfsmaður með aðra upp- eldismenntun óskast i 50% starf fyrir hádegi á Montesori-deild, þar sem unnið er sérstakt þróunar- starf. Einnig vantar starfsmann í afleysingu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 650499. Víðivellir. Fóstra eða starfsmaður með aðra uppeld- ismenntun óskast í hlutastarf eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri í síma 52004. Ennfremur veitir leikskólafulltrúi upplýsingar um störfin í síma 53444. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Evrópu voru þröngvaðir til samein- ingar við þá. Komu þau mál til kasta Healy sem starfsmanns í (höfuðstöðvum Verkamannaflokks- ins) Transport House og yfirvegaðs andstæðings þess, sem á stundum var kallað „sósíalísk utanrikis- stefna“, eins konar meðalvegar hlutleysis á milli Washington og Moskvu sem að lokum lá til „Bar- áttunnar fyrir niðurlögn kjamorku- vopna.“ „Þau laun embætta sinna, sem hann naut sýnilega mest, voru ferð- ir til annarra landa, tíðar eða þreyt- andi, sem urðu. Og á ferðum sínum varð starfsmaðurinn úr Transport House að stjómmálamanni á al- þjóðlegan mælikvarða með hrein og bein stefhumið. Þau setur hann fram með orðum róttæks pólsks heimspekings, Lesjek Kolakowski: „Lýðræðislegur sósialismi býður ekki uppsknft upp á allsherjar lausn mannkyns," heldur „hollustu við ýmis grundvallar gildi, trausta þekícingu og útsjónasemi, ein- drægna viðleitni til að afmá þuml- ung fyrir þumlung þær aðstæður, sem skapa þjáningar, kúgun, hung- ur, strið, hatur á milli kynþátta og þjóða og óseðjandi græðgi og ógmndaða öfund.“ ego RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafvcrktakaþjónusta Allt efni til raflagna Sími 641012 GLÓFAXI HF. ÁRMÚLA42 108 REYKJAVlK SlMI: 3 42 36 'UR MF. Innflotnlngur — Tjcknlpjónust* Orkumælar fri KAMfiTBtTP WKTRO AJH Rennslismælar fri HYDROMETER Sími652633 Síða 9 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 16. október 1991

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.