Þjóðviljinn - 24.10.1991, Page 1
204. tölublað
Fimmtudagur 24. október 1991
56. árgangur
Samkeppnisstaða sjávarútvegsins
batnar ekki vegna ríkisstyrkja EB
Efta-ríkin skuldbinda sig til að beita ekki ríkisstyrkjum í
sjávarútvegi í samningi um evrópskt efnahagssvæði. Evr-
ópubandalagið getur hinsvegar bætt samkeppnisaðilum
heimafyrir þær tollaívilnanir sem ísland hefur fengið með
því að veita fyrirtækjunum ríkisstyrki sem þvi nemur, sagði Ól-
afur Ragnar Grímsson, Abl., í umræðum um skýrslu utanríkis-
ráðherra um EES- samninginn á Alþingi í gær. Hann sagði enn-
fremur að þetta ákvæði hefði ekki verið utanríkisnefndarmönn-
um Ijóst fyrr en þeir fengu plögg um samninginn í fyrrakvöld og
bætti við að Jón Baldvin Hannibalsson hefði ekki getið þessa þeg-
ar hann var að lýsa kostum samningsins í skýrslu sinni.
Hann sagði að ekki mætti van-
meta þann árangur sem hefði náðst
með tollaívilnunum, en að það yrði
að skoða í ljósi þess að EB getur
beitt ríkisstyrkjum en Eftalöndin
ekki og í ljósi þess að krafa Islands
var fullt frelsi í sjávarútvegi sem
hefi bannað ríkisstyrki EB. „Þetta
hefur nú snúist algjöríega við,“
sagði Ólafur Ragnar.
Stjómarandstaðan ítrekaði
kröfu sína um þjóðaratkvæði um
samninginn í umræðunum og lýsti
furðu sinni á því að ríkisstjómin
hafnaði því í upphafi umræðna um
samninginn.
Ólafur Ragnar sagði að til að
tryggja fyrirvara um til dæmis
landakaup útlendinga og orkulindir
landsins þyrfti að setja lög til að
trygja fyrirvarana. Talað er um slík
lög sem girðingar. Hann sagði að
nauðsynlegt væri að búið væri að
setja öll slík lög áður en samning-
urinn verður borinn undir atkvæði
á Alþingi.
Bæði hann og Steingrímur
Hermannsson, Frfl., töldu ákvæði
um fyrirvara í samningnum veik,
sérstaklega hið almenna öryggis-
ákvæði. Undir það tók Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, Kvl., sem benti
á orðalag ákvæðisins þar sem ffam
kemur að stórfelldur tilflutningur
þurfi að koma til, áður en ákvæð-
inu er beitt varðandi búsetu. Hún
spurði hvað þetta þýddi nákvæm-
lega.
Jón Baldvin lýsti öllum kostum
samningsins og því sem náðst
hefði í síðustu lotu samninganna á
svipaðan hátt og fyrir blaðamönn-
um daginn áður, einsog kemur
ffam í Þjóðviljanum í gær. Þá lýsti
Steingrímur þvi sem varhugavert
væri í samningnum. Hann setti
spumingarmerki við landakaup,
frelsi í búsetu- og atvinnurétti,
skylduaðild að verkalýðsfélögum,
þá staðreynd að nýsett lög um er-
lenda fjárfestingu haldi sennilega
ekki hvað varðar 25 prósenta há-
mark eignaraðildar að bönkum og
mörg önnur slík vamarákvæði í
lögunum. Hann ræddi þann mögu-
leika að útlendingar gætu eignast
öll tryggingafélög í landinu og
verslanir og sagði að menn yrðu að
velta fyrir sér hagræðinu að því
annarsvegar að lækka verð til neyt-
enda og hinsvegar að hugsanlega
missa allt foræði fyrirtækja úr
höndum Islendinga.
Bæði hami og Ólafur Ragnar
vöraðu við því að ef hugmyndir
ríkisstjómarinnar á einkavæðingu
banka og orkufyrirtækja gengju
eftir gætu útlendingar eignast þessi
fyrirtæki með húð og hári. Ólafur
Ragnar benti á að hugsanlega gætu
útlendingar átt allar virkjanir á Is-
landi áður en öldin er úti, þar sem
ef orkufýrirtækjum verður breytt í
almenn hlutafélög er gersamlega
ómögulegt samkvæmt EES-samn-
ingnum að banna útlendingum að
kaupa þau hlutabréf. En að því
stefnir ríkisstjómin, einsog kemur
fram í hvítbókinni.
Ólafur Ragnar og Steingrimur
era báðir formenn sinna flokka og
stóðu að gerð samningsins í sið-
ustu ríkisstjóm, en vildu með þess-
um málflutningi benda á að það
skipti máli í sambandi við sam-
þykkt samningsins hvemig rikis-
stjóm tæki á fjölmörgum slíkum
málum.
Ingibjörg Sólrún benti þá á hví-
líkt völundarhús stjómkerfi EES
yrði þar sem EB talaði einni röddu
og Efta annarri röddu. Hún sagði
að um yrði að ræða málamiðlun á
málamiðlun ofan þar sem fyrst
þyrftu íslendingar að komast að
samkomulagi innan Efta áður en
hægt væri að tala einni röddu.
-gpm
Tekist á um varaformann VMSÍ
Samstaða virtist ríkja meðal þingfulltrúa um að Björn Grétar
Sveinsson, formaður Verkalýðsfélagsins Jökuls á Höfn í
Hornafirði yrði næsti formaður sambandsins. Um Jón
Karlsson sem varaformann ríkir ekki sama einingin, og hefur
HrafnkeU A. Jónsson verið nefndur jafnt honum í það embætti.
Á göngum Hótels Loftleiða, fara að líta í kringum sig og athuga
þar sem 16. þing Verkamannasam- þessa hluti.
bandsins fer fram, var kosning
varaformannsins rædd í hveiju
homi. Töluðu ýmsir um að kosn-
ingar i stjóm sambandsins væra
orðnar of pólitískar og sýndist sitt
hveijum í því sambandi. Þegar
Þjóðviljinn spurði einstaka þing-
fulltrúa um afstöðu þeirra til
nefndra manna í varaformanns-
embættið varð ljóst að ef til kosn-
inga kemur verður mjótt á munun-
um.,
I þingsalnum snerist umræðan
affur á móti um launakjör verka-
fólks og ástandið í þjóðfélaginu,
nú þegar samningar væra lausir.
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði það einkennilegt að í allri
tæknivæðingu nútímans, þar sem
stöðugt fækkaði á vinnustöðum,
væri það einkennilegt að ekki væri
hægt að auka launin við þá sem
eftir væra. Hann sagði og að vönt-
un á starfsfólki í fiskvinnslu og í
heilbrigðisþjónustunni, á sama
tíma og atvinnuleysi mældist með
mesta móti, vera alvarlegt. Þessar
greinar ættu ekki að vera afgangs-
stærðir í þjóðfélaginu. Fólk yrði að
í ályktunum sem samþykktar
hafa verið í einstökum aðildarfé-
lögum Verkamannasambandsins
og fulltrúar þeirra kynntu úr ræðu-
stól er útlit fyrir að kjarasamningar
verði erfiðir. Krafan um 75 þúsund
króna lágmarkslaun, hækkun skatt-
leysismarka og aukið atvinnuör-
Á þingi Verkamanna-
sambandsins verða
nýr formaður og
varaformaður kosnir.
Frá vinstri eru Þórir
Danfelsson, fram-
kvæmdastjóri VMSÍ,
Björn Grétar Sveins-
son sem einna helst
hefur verið nefndur I
formannsembættið
og Jón Karisson,
sem gefur kost á sér
f varaformannsemb-
ættið.
Mynd: Jim Smart.
yggi var nefnt í flestum ályktan-
anna. Einnig nefndu menn það sem
vannst með þjóðarsáttinni og vora
hræddir við endurkomu óstöðug-
leikans í efnahagslífinu.
Nánar er fjallað um þing
Verkamannasambandsins á bls. 4.
-sþ
Friðrik
telur
Heklu-bíla
hentuga
fyrir
ráðherra
Friðrik Sophusson fjár-
málaráðherra telur ástæðu
þess að þrír ráðherrar Sjálf-
stæðisflokksins hafa látið
ríkið kaupa bíla af Heklu-
umboðinu án útboðs vera þá
að bílar frá því umboði
henti vel til þeirra nota sem
fýlgja ráðherrastarfinu.
Þetta kom fram þegar ráð-
herrann svaraði fyrirspum
Kristins H. Gunnarssonar,
Abl., um hversvegna ekki
hefði farið fram útboð þegar
keyptir vora nýir bílar fyrir
þrjá ráðherra og hversvegna
þeir hefðu allir verið keyptir
af einu og sama umboðinu.
Þá sagði Friðrik að unnið
væri í neftid að endurskoðun á
reglum um bílakaup ráðherra
og að þar yrði útboðsleiðin at-
huguð sem annað.
-gpm