Þjóðviljinn - 24.10.1991, Page 7
EHLENDAR
FKETTIK
. Umsión: Ólafur Gíslason
Brothættur friður í Kambódíu
Fnðarsáttmáli stríðandi afla í Kambódíu, sem undirritaður var
í París í gær, gæti bundið enda á nærri hálfrar aldar linnulaus-
an ófrið í Indókína, þar sem Japanir, Frakkar, Kínverjar og
Bandaríkjamenn hafa meðal annars komið við sögu.
Sáttmálinn felur í sér að stjómvöld
í Phnom Penh, sem komust til
valda eftir að Víetnamar höfðu
hrakið Rauðu khmerana frá völd-
um 1979, hafa fallist á að mynda
nýtt þjóðarráð með þátttöku þjóð-
emissinnahreyfingar Norodoms
Shianouks og Rauðu khmeranna.
Það hefur vakið athygli og reiði
margra að Rauðu khmeramir
skyldu eiga aðild að samkomulag-
inu, en Khieu Samphan undirritaði
samkomulagið fyrir þeirra hönd.
Hann var talinn bera höfuðábyrgð-
ina ásamt með Pol Pot á ógnar-
stjóm Rauðu khmeranna frá 1975-
1979, sem kostaði yfir miljón
manns líflð.
Norodom Sihanouk prins verð-
ur yfirmaður hins nýja þjóðarráðs.
Linnulaus borgarastyrjöld hefur
staðið yfir í Kambódíu frá því að
ógnarstjóm Rauðu khmeranna var
hrakin frá völdum 1979, og hafa
þeir ásamt með þjóðemissinnum
Shianouks notið stuðnings Kín-
veija, Taílendinga og Bandaríkj-
anna.
Samkvæmt friðarsáttmálanum
á hið nýja ríkisráð að stjóma
Kambódíu í samvinnu við sérstaka
bráðabirgðastjóm Sameinuðu
þjóðanna allt fram að kosningum,
sem haldnar verða í ársbyijun
1993. James Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær
að enginn gæti sagt með vissu
hvort samkomulagið myndi færa
varanlegan frið, en hann sagðist
vona að hér væri stefnt inn á fríð-
arbraut. Baker sagði jafnframt að
samkomulagið væri áfangi á þeirri
braut að koma á eðlilegum sam-
skiptum milli Bandaríkjanna og
Víetnam, 16 árum eftir endalok
Víetnamstríðsins, þar sem 55.000
bandarískir hermenn létu lífið.
Baker átti fund með utanríkis-
ráðherra Víetnam í París í gær þar
sem samskipti landanna voru á
dagskrá. Baker sagði að friðarsam-
komulagið markaði mikilvægan
áfanga í að koma samskiptum
Bandaríkjanna og þjóða Indókína í
eðlilegt horf. Viðskiptabanni á
Kambódíu yrði nú aflétt, og síðan
hygðust Bandaríkin aflétta við-
skiptabanni sínu á Vietnam í
áfongum. Ef fríðarsáttmálinn um
I
,
Khieu Samphan og Norodom Si-
hanouk. Myndin er tekin þegar þeir
hófu sameinaða baráttu gegn stjórn-
inni í Phnom Penh með stuöningi
Bandaríkjanna og Kína.
Kambódíu heldur hyggjast Banda-
ríkin taka upp stjómmálasamband
við Víetnam og aflétta viðskipta-
banni að fúllu innan hálfs árs. Eftir
ffamkvæmd kosninga í Kambódíu
í ársbyrjun 1993 eiga samskipti
ríkjanna að komast í eðlilegt horf,
sagði Baker.
Haft var eftir bandarískum
embættismanni í gær, að þrátt fyrir
það að ftíðarsáttmálinn yrði undir-
ritaður af Khieu Samphan fyrir
hönd Rauðu khmeranna, myndi
Bandaríkjastjóm styðja alla við-
leitni til þess að forsprakkar ógnar-
stjómar Rauðu khmeranna yrðu
dregnir fyrir dóm.
Claude Cheysson, fyrrverandi
utanríkisráðherra Frakka, lýsti
hneykslun sinni á því að Khieu
Samphan skyldi boðið að undirrita
sáttmálann, en hann mun sitja í
hinu nýstofnaða þjóðarráði fyrir
hönd Rauðu khmeranna. Er gert
ráð fyrir að hann haldi innreið sína
í Phnom Penh í næsta mánuði.
Khieu Samphan er hagfræðingur
að mennt og var hugmyndaffæð-
ingurinn á bak við þá stefnu stjóm-
valda fyrir 16 ámm að reka íbúa
borgarinnar með vopnavaldi út á
„dauðaakrana“ og taka alla þá af
lífi sem bám gleraugu, þar sem
þeir vom taldir tilheyra úrkynjaðri
Friðsamleg bylting
í El Salvador?
Fulltrúar stjórnvalda og
uppreisnarmanna í E1 Salva-
dor, sem sitja 10 daga fund í
Mexíkóborg, segjast nú í fyrsta
skipti sjá fyrir endann á borg-
arastyrjöldinni sem geisað hef-
ur í landinu í 12 ár og kostað
yfir 75.000 mannslíf.
Fulltrúamir segjast ekki bara
ætla að semja um frið, heldur ætli
þeir að leggja sameiginlegan
gmndvöll að nýju þjóðféiagi í E1
Salvador.
Fundurinn í Mexíkó er síðasti
áfanginn í samningalotu sem
staðið hefur í 18 mánuði undir
forsjá Sameinuðu þjóðanna.
Mikilvægasti árangurinn er
talinn hafa náðst í síðustu samn-
ingalotu í New York fyrir mán-
uði, þegar m.a. náðist samkomu-
lag um að stofha nýja ríkislög-
reglu með þátttöku uppreisnar-
manna og að viðurkenna rétt þús-
unda uppreisnarmanna til land-
svæðis sem hefúr verið á þeirra
valdi að stórum hluta undanfarin
ár. Þá náðist einnig samkomulag
um stofnun pólitískrar nefndar til
þess að ganga endanlega frá frið-
arsáttmáía.
Þótt meiri bjartsýni ríki nú en
nokkm sinni fyrr í 12 ára blóð-
ugri sögu borgarastyrjaldarinnar
em mörg erfið vandamál enn
óleyst. Til dæmis hvort uppreisn-
armönnum beri að afhenda vopn
sín, og þá hverjum. Þá er einnig
ósamið um ffamtíð herforingja
sem sakaðir em um mannrétt-
indabrot og stríðsglæpi. Þá hefur
ekki verið samið um það hvemig
þátttaka uppreisnarmanna i hinni
nýju ríkislögreglu verður skipu-
lögð og hvað í henni muni felast.
„Þetta verður íyrsta byltingin
sem útkljáð verður við samninga-
borðið," sagði einn foringi upp-
reisnarmanna við fréttamann
Reuters í Mexíkóborg. Aðrir hafa
verið varkárari í yfirlýsingum
sínum og bent á að mörg ágrein-
ingsefni væm enn óleyst. En
deiluaðilar virðast þó hafa komist
að þeirri sameiginlegu niðurstöðu
að áffamhaldandi borgarastyijöld
muni ekki leysa neinn vanda og
því sé ekki um annað að ræða en
að semja frið.
stétt menntamanna. Það er margt
sem ógnar þeim brothætta ffiði,
sem samið var um í gær. Þar hvílir
þyngst yfir skugginn ffá ógnar-
stjóm Rauðu khmeranna, og óviss-
an um það hvort skæmliðar þeirra
muni standa við skuldbindingar
um að afvopnast.
Borgarastyrjöldin í landinu,
sem Kínverjar, Taílendingar og
Bandarikjamenn hafa kynt undir í
13 ár, hefúr líka skilið eftir sig
mörg sár. Um 350.000 flóttamenn
haldast nú við í sex flóttamanna-
búðum innan landamæra Tailands
og aðrar 170.000 i búðum innan
Kambódíu. Algjör skortur ríkir á
öllum sviðum í þessu annars auð-
uga landi frá náttúmnnar hendi:
matvæli vantar, lyf, byggingarefni,
flutningabíla og eldsneyti. Búist er
við að flóttamennimir muni snúa
til heimabyggða sinna eftir undir-
ritun friðarsáttmálans til þess að
freista þess að endurheimta land
sitt eða eigna sér rétt á landi. Er
jafnvel óttast að til kapphlaups
muni koma meðal flóttamanna.
Hjálparstofnanir segja hins vegar
að engar aðstæður séu fyrir hendi
til að taka á móti þessu flóttafólki,
og var haft eftir yfirmanni flótta-
mannahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna á staðnum að einungis tíundi
hluti af nauðsynlegri og umbeðinni
aðstoð hefði borist.
Starfsmenn Sameinuðu þjóð-
anna segjast jafnframt óttast að
skæmliðar muni grípa til rána og
gripdeilda þegar þeir missa nú það
framfæri sem þeir hafa haft frá
stuðningsaðilum sinum í stríðinu.
„Rauðu khmeramir em ekki vanir
því að taka málamiðlunum," er
hafl eftir einum starfsmanni hjálp-
arstofhana, sem dró í efa skilning
þeirra á jeikreglum lýðræðisins.
„Friðarsamkomulagið er brothætt
og getur brostið á hverri stundu,
ekki síst ef ekki kemur til stórauk-
in efnahagsleg og tæknileg að-
stoð.“ Ekki verður séð að Banda-
ríkin hafi skuldbundið sig til þess
að treysta friðarsamkomulagið
með slíkri aðstoð enn.
iðMKðMSVS vIkw í« Katwiai nr«vi
Arfur Pol Pots og Khieu Samphan frá ógnarstjóm Rauöu khmeranna 1975-
1979.
Króötum hótað aUsherjarstríði
Veljko Kadijevic, varnar-
málaráðherra Júgóslavíu,
hafnaði friðaráætlun EB í
fyrradag og sagði að herða þyrfti
átökin gegn Króötum á öllum
vígstöðum.
Ráðherrann taiaði á fundi for-
setaráðsins, þar sem Serbar hafa
tekið öll völd, og sagði það skoðun
hersins að tími væri kominn til
þess að „gripa til afgerandi, ótví-
ræðra og samræmdra hemaðar-
legra og pólitískra aðgerða“. Ráð-
herrann réðst harkalega gegn Þjóð-
veijum og sagði að þeir væm nú
„að ráðast á ættland hans í þriðja
skiptið á þessari öld og af full-
EB-reglur um
kynferðislega
áreitni
Evrópuþingið samþykkti í
gær þingsályktunartillögu um
nauðsyn þess að koma á sam-
ræmdri löggjöf um saknæmi
kynferðislegrar áreitni. Eiga hin
nýju lög að gilda um áreitni
gegn báðum kynjum.
Samkvæmt tillögunni verður
það skylda að gera út um slík mál
fyrir rétti, og verða sakfelldir
dæmdir til þess að greiða fómar-
lömbunum skaðabætur. Tillagan
var samþykkt með 193 samhljóða
atkvæðum, en 26 sátu hjá.
komnu blygðunarleysi", en Þjóð-
verjar börðust gegn Serbneska
konungsríkinu í fyrri heimsstyij-
öldinni og hemámu Júgóslavíu í
síðari heimsstyijöldinni. Þá komu
þeir einnig á fót leppstjóm nasista í
Króatíu, sem framkvæmdi fjölda-
aftökur á Serbum, gyðingum og sí-
gaunum.
Þar sem Þjóðveijar hafa á sið-
ustu vikum talað fyrir viðurkenn-
ingu á sjálfstæði Slóveníu og
Króatíu vilja ofstækismenn í Serb-
iu nú kenna þeim um upplausnina í
júgóslavneska ríkjasambandinu.
Sambandsherinn hefur hert
sókn sína víðs vegar um Króatíu
síðustu sólarhringa, og meðal ann-
ars gert stórskotaárásir á Du-
brovnik og nágrannabæi hennar. Þá
var einnig barist hart í bænum
Vukovar, sem hefur verið undir
linnulausum skotárásum vikum
saman.
Hollenskir talsmenn EB á firið-
arráðstefnunni í Haag sögðu f gær
að ekki væri öll von úti um frið
þrátt fyrir síendurtekin brot á
vopnahléssamningum og þrátt fyrir
hótanir vamarmálaráðherrans. Nýj-
ar friðartillögur verða lagðar fram í
Haag á fostudag.
Hjartanlegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur hlýhug og
samúð vegna fráfalls og útfarar
Kristins Finnbogasonar
framkvæmdastjóra
Mávanesi 25
Guðbjörg Jóhannsdóttir
og fjölskylda
Síða 7
ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 24. október 1991